Vísir - 04.03.1947, Qupperneq 2
V I S I R
Þriðjudaginn 4. marz 1947
a i g ) /
Sigldi 60 ferðlr til liiglands í stríð-
inu og varð ekki fyrir neinu óhappi.
Viðtal við Guðm. H. Guðmundsson, skip-
stjóra á Tryggva gamla, sem er 50 ára í dag
Það er íslenzk sjómanns-
hlýja í handtaki Guðmundar
H. Guðmundssonar og blá,
falleg augun bera góðum
dreng glöggt vitni.
Tíðindamaður blaðsins
hitti Guðmund að máli fyrir
skömmu og bað hann að
segja sér eilthvað frá sinni
löngu sjóruannsævi.
,.Hvar eruð þér 'fæddur ?"
,.í Neðra-Dal undir Eyja-
fjollum. Foreldrar minir
vor.u Guðmundur Guð-
muíidssön, sem nú er átt-
ræður og býr á Þórsgötu 20
Jiér í bænum, og Þórunn
TómasdóÚir, sem dó 1927.“
„Ólust þér upp undir Fjöll-
unum?“
„Nei, eg var aðeins eins
árs, þegar foreldrar minir
flutlu að Ámundakoti í
Fljótsblíð, og þar ólst eg upp
bjá þeim til 14 ára aldurs.“
35 kr. frá
nýári til Ioka.
„Ilvert fóruð þér 14 ára
gamall?“
„Eg var elztur af 6. syst-
kinum og var þá látinn fara
til Reykjavíkur til að vinna
inn peninga. Eg var ráðinn
•fyrir 35 kr. frá nýári til loka,
auk fæðis og húsnæðis.
Þenna vetur var eg m. a.
mjólkurpóstur og man eg að
til þcss var tekið, að húsbóndi
minri greiddi mér 50 kr. fyrir
tímann í stað 35, er um var
samið. *
Þegar eg var 16 ára hóf
eg sjómennskuna og réðst
fyrst á togarann Njörð, hjá
sæmdar- og dugnaðarmann-
inum Guðmundi Guðnasyni.
Síðan hefi eg verið á botn-
vörpuskipum alveg óslitið,
ýmist innlendum -eða útlend-
um. Nirði sökkti þýzkur kaf-
bátur seint i fyrri heims-
styrjöldinni, en eg var farinn
af honum skömmu áður.“
Iíurð skall
nærri hælum.
„Á hvaða skipi voruð þér
þá?“
„Eg var kominn til afla-
kóngsins Gísla Oddssonar,
sem var skipstjóra á Leifi
beppna. Á því skipi var eg
þangað til það fórst með allri
áhöfn hinn 8. febr. 192-5 — i
Halaveðrinu mikla. Það var
fyrsta ferð togarans eftir að
eg fór af honum.“
„Ilvernig stóð á þvi að þér
voruð ekki með?“
„Úlgerðarfélagið Thor-
steinsson & Co. hafði þá ný-
lega keypt togarann Karls-
efni og var eg lil bráðabirgða
settur á liann sem fyrsti
stýrimaður. (Eg lauk hinu
almenna stýrimannaprófi
4921.) Þessi togarakaup hafa
vafalaust bjargað lífi minu.
í stað Leifs heppna keypti fé-
lagið togarann Eirik rauða
og varð eg þá stýrimaður á
honum, þangað til hann
strandaði árið 1927 austur á
Meðallandsfjöru. Björguðust
allir menn af honum. Eftir
strand Éiríks rauða réðst eg
með Tryggva Ófeigssyni á
togarann Impérialist og var
á honum og siða-r Júpiter til
1934.“
Eg vendi mínu
kvæði í kross.
„Var alltaf nóg að gera á
þessu tímabili?“
„Nei, 1934 var erfitt að fá
vinnu og var það ein aðal-
ástæðan til þess að eg venti
mínu kvæði í kross og fór til
Englands. Þar var eg svo í 4
ár og 8 mánuði eða þangað
til ófriðurinn skall á, þá var
eg nýbyrjaður á sjómanna-
skólánum í Grimsby.
Um þessar nnindir voru
Englendingar farnir að
byggja stóra togara til fiski-
veiða- í Norðurhöfum. Eg
sigldi fyrir nokkur ensk fé-
lög sem fiskiskipstjóri og í
11 mánuði var eg háseti og
bátsmaður á bezta togaran-
um. sem 'Englendingar áttu
þá. Það voru aflaferðir!
Við fiskuðum m. a. í Hvíta-
hafinu og við Norður-Noreg.
Öðru eins fiskiríi hef eg
aldrei lent í.“
„Var öll áhöfnin ensk,
nema þér?“
„Nei, skipstjórinn var Is-
lendingurinn Þórarinn ‘01-
geirsson viðurkenndur afla-
og dugnaðarmaðui-“.
„Voru ekki valdir menn á
Norðurhafsskipunum ?“
„Jú, það hefði verið þýð-
ingarlaust að senda öðru visi
fólk þangað.
Hjá Alliánce.
Mánuði eftir að stríðið
skall á, kom eg lieim og var
þá svo heppinn að ráðast hjá
útgerðarfélaginu Alliance,
hef eg verið þar síðan og á
aðeins góðar endurnrinning-
ar um samstarfið við hina á-
gælu menn, sem veila því
forstöðu.“
„Á hvaða togara réðust
þér þá?“
„Jón Ólafsson. Skipstjóri á
honum var valmennið Guð-
mundur Markússon. Eg var
stýrimaður í veiðiferðum en
skipstjóri i millilandasigling-
um.“
„Voruð þið ekki svo að
segja í stöðugri lífshætlu á
þessum fgrðum?“
„Ekki verður því neitað,
að oft var dökkt i kringum
okkur á þessum á’rum. Þjóð-
verjar virlust ekki virða nein
hættusvæðatakmörk, heldur
skjóta á skip hvar sem var.
I þau tvo ár sem eg var á
Jóni Ólafssyni sigldi eg 22
sinnum til Englands. Ferð-
irnar voru erfiðar fyrir okk-
ur og ekki sízt yfirmennina.
Auk hættnanna, sem alltaf
vofðu yfir úr lofti og legi,
voru allir vitar að kalla ljós-
lausir. Radiovita var ekki um
að ræða, helzt reyndum við
að miða eftir loftskeyta-
stöðvum, en þær sendu eins
fá skeyti og frekast var unnt.
Um borð í skipunum var
fyrirkomulagið þannig, að
reynt var að láta enga Ijós-
glætú sjást út frá skipinu og
hin lögskipuðu siglingaljós
voru ekki notuð nema í brýn-
ustu nauðsyn.
Fyrstu árin var niikið af
s kipabátum á reki um höfin,
jafnvel heilir skipaskroklcar
og jók þetta hætluna að
miklum mun.“
„Ilvað þótti yður verst af
öllu?“
Feðgarnir þrír
á sjónum.
Áður en Guðmundur fengi
svarað þessari spurningu
mælti kona Iians, Guðfinna
Arnadóttir:
„Þótti þér ekki versl þeg-
ar þú hafðir son þinn með
þér? — Mér finnst eftir á,“
bætir frú Guðfinna við, „að
það liafi verið cins og ljótur
draumur að hugsa um feðg-
ana þrjá á sjónum.“
„Já, við áttum erfit't á sjón-
um,“ segir Guðmundur, „en
þeim, sem í landi voru, leið
áreiðanlega miklu ver. Kon-
urnar okkar og aðrir að-
standendur áttu margar á-
hyggjusturSdir og vökunætur,
þegar ekkert fréttist af -oíoc-
ur. Einu sinni var eg 7 sól-
arliringa á leiðinni frá Eng-
landi en sú leið tekur 4%
sólarhring. Töfin var óveðri
að kenna, en engar fregnir
hárust af okkur allan þann
líma. Annars var eg svo
heppinn, að á þeim 60 ferð-
um. sem eg' fór til Englands
á sti’íðsárunum kom ekkert
óhapp fyrir. Þýzk flugvél var
einu sinni skotin niður yfir
skix)alest, sem eg var í, rétl
við England. -ÞHtawiir mínii»*
■hnrfðu mjög spenntir á við-
ureignina, sem á undan gekk,
en engan salcaði til .-allíar
hamingju.“ ’ '
„Voru ekki oft loftárásir
þá daga, sem þér voruð i
Englandi ?“
„Jú, mér er ein séi’staklega
minnisstæð. Eg var gestur á
ensku heimili í Lundúnum,
ungbarn lá í vöggu í stof-
unni, sem eg sat í. Allt í einu
heyrðist ógurlegur liávaði,
flugskeýti hafði fallið
skammt frá. Ósjálfrátt
fleygði eg mér yfir vögguna,
loftþrýstingurinn var svo
mikill að eg hélt að allir vegg-
ir myndu hrynja þá og þegar.
Húsið, sem eg var i, sakaði
þó ekki en miklar skemmdir
urðu í nágrenninu.“
Heimsmeistarar
í sinni grein.
„Ilvernig lízt yður á fiam-
líð útgerðarinnar hjá okk-
ur?“
„Eg er bjartsýnn á fram-
tiðina. íslenzku sjómennirn-
ir eru heimsmeistarar í sinni
gerin. Nýju togararnir ger-
breyta öllu sjómannslífi.
Við < sjómennirnir megum
vera fyrrverandi ríkisstjórn
þakldátir fyrir aðgerðir
hennar i þessum málum. Við
höfum ástæðu *til að vera
stoltir af því að eiga menn,
sem liafa teiknað skipin og
stjórnað byggingu þeirra. í
Ingólfi Arnarsyni er öll nýj-
asta tækni sameinuð.“
„Hvernig lízt yður á
markaðshorf urnar ?“
„Eg treysti því, að ef rétt
verði á málunum bahjið, þ.
e. a. s. ef liafður verður hem-
ill á verðbólgunni, þá vcrði
sölumöguleikar okkar liag-
stæðir.“
Tínrinn er fljótur að líða
á heimili Guðmundar; hann
kemur til dyranna eins og
hann er klæddur, en klæðn-
aður hans ei” ofinn úr beztu
þáttum islerizkrar alþýðu-
menningar.
RegSur fyrir
meðmælum með
veitingaleyfum.
*A fundi bæjarráðs nýlega
var samþykkt að bcina þeirri
fyrirspurn til Matsveina- og
veitingaþjónafélags Islands,
Veitingaþjónafélags Reykja-
víkur og Félágs veitinga-
manna, hvort lelögin treysti
sér til að gera tillögur um al-
mennar reglur fyrir bæjar-
stjórn til að fara eftir, um
meðmæli með veitingaleyfis-
beiðnum.
Til þcssa hefir bæjarráð
ekki haft ncinar reglur til að
fara eftir um meðmæli með
slikum leyfisbeiðnum, og
hefir þvj oft verið miklum
vandkvæðum bundið hverj-
um mæla skuli með og hverj-
um ekki.
Félag trfáísíþrótta-
/ i
dómara stofnað.
Nýlega var félag frjáls-
íþróttadómara í Reykjavík
stofnað. Stofnendur munu
hafa verið nær 20 talsins og
var Jóhann Bernhard kjör-
inn formaður félagsins.
Það var Iþróttaráð Rcykja-
víkur, sem boðaði til undir-
búnings stofnfundar 6. des s.
1. og á þeim fundi var 3ja
manna laganefnd kosin til
þess að ganga frá uppkasti að
væntanlegum lögum fyrir fé-
lagið. I laganefndinni áttu
sæti þeir Jóhann Bernhard,
Steindór Björnsson og Brynj-
ólfur Ingólfsson.
Er nefndin liafði lokið
störfum boðaði hún til stofn-
fundar og var hann lialdinn í
febrúar. Þar voru lögin
endanlcga samþykkt og kos-
in stjórn félagsins. Auk Jó-
hanns Bernliards voru kosn-
ir í stjórnina þeir Sigurður S.
Ólafsson og Steindór Björns-
son.
í lögum félagsins segir að
Félag frjálsíþróltadómara i
Reykjavík sé rétlur aðili um
öll mál, er varða störf frjáls-
íþróttadómara í Reykjavík..
Félaginu er ætlað að halda
uppi fræðslu og kynningar-
starfsemi dómara, sjá tii
þess að nægjanlega margir
dómarar séu jafnan til innan
umdæmis Reykjavíkur og til-
nefna dómara í helztu störf
á opniber mót. Ennfremur að
prófa dómara og löggilda þá,
halda dómaranámskeið á
hverju vori og loks að annast
lögskýringar á leikreglum í
frjálsum íþróttum.
BEZT AÐ AUGLf SA í VÍSÍ
17 kennslustof«
ur teknar
í notkun
h itlelaskólanum.
Á skólanefndarfundi Mela-
skólans, sem haldinn var ný-
lega upplýsti skólastjórinn að
skólinn hafi nú tekið í notk-
un 17 skólastofur í hinum
nýbyggða skóla og að fengin
séu ný húsgögn í 10 þeirra.
Iljúkrunarkona og skóla-
læknir tóku til starfa um ára-
mót og húsnæði fyrir heil-
brigðisþjónustu er því nær
fullgert.
Á sama fundi skýrði skóla-
stjórinri frá því, að opnuð
liafi verið i tilraunaskyni les-
stofa fvrir skólabörnin, og sé
hún opin kl. 3—6 e. h. alla
virka daga nema laugardaga.
Til umsjónar við lesstofuna
hefir Ármann Kr. Einarsson
kennari verið ráðinn til
bráðabirgða.
Skólanefndin hefir mælt
með umsókn frá söngstjóra
kirkjukórs Nessóknar, þar
sem þess er farið á leit, að
kórinn fái afnot af einni
kennslustofu í skólanum til
söngæfinga, eina klst á viku.