Alþýðublaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ J ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin ki. 9Vs —10>/t árd. og kl. 8—9 siðd. Slmar: 988 (afgreiðslan) og 2394 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á rnánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiöjan (i sama húsi, simi 1294). ,Ef fm vilt vera alg|or‘ Opið bréf til hr. Ágústs Jónssonar, Grettisgötu 8. Reykjavík. Kæri vinur! Þökk fyrir bréf þitt, er þú birtir í „Vísi“ 23. þ. tn. ‘ Ég sný mér fyrst að niðnriagi bréfs þíns. Þar er, um aðal-a- greiningsefni okkar að ræða, að ég hygg. Einkenni einstaklings- hyggjunnar hefir alt af verið og er það, að hún hrifsar til sín gæði lífsins, ún tiliits til annara. Þegar forfeður okkar brytjuðu skógana í eldinn, þá ráku þeir erindi einstaklingshyggjunnax, — ekki heildarhyggjunnar. Ef heild- arhyggjan hefði mátt sín nógu mikils, þá heíði hún komið í veg fyrir slíkt athæfi. Einstaklings- hyggjan er ánægð, ef hún getur ornað sjálfri sér, þótt eldsneytið taki hún frá öðrum og seiinast verði ekkert eftir handa neinum! Það vaxa sjáldnast skógar i spor- um hennar. Þvert á móti: Hún skifur eftir sig flög, ömurlegar auðnir, öræfi ! . . . Ég aðhyllist ríkisrekstur, með- al annars af þeirri- ástæðu, er nú skal greina: Þegar eimstaklingar reka fyrirtæki, þá reka þeir þau til þess að gnœda á þeim. Ef gróðinn bregst, verða þeir ansn- aðhvort að draga saman seglin, — en það kemur niður á þehn, sem starfa við fyrirtækið — eða þá að hætta alveg, og gera með því svo og svo marga atvinnu- lausa. Ríkið rekur atvinnufyrir- tækin með hag lieildarinnar fyr- ir augum. Ef illa gengur, hleypur það undir bagga. Ríkisrekstur skapar jafnvægi og öryggi í at- vinnulifinu. Og hvað á r íkið að vera, ef það á ekki að vera eins- konar forsjón, skjól og iskjöldur þegna sinna? í raun og veru ér þetta rnjög einfalt mál. Ríkisrekst- ur kemur sennilega i vteg fyriir mikla auðsöfnun emstaklinga, og er bættur skaðinn, þótt svo sé. Eða hvort er betra: Njokkrir auð- menn, sem sumir hverjrr' jvita varla aura sinna tal —■, og f jöld- inn fátækur og aumur, eða: Allir ihafa nóg, en enginin mikið. Það 'er enginn efi á því, áð hóg þörf væri fyrir hagsýni, fyrirhyggju óg framtak, þótt farg matarstritsins, sem hvilir á hinum bognu bökum fjö'ldanns, yrði gert ofurltíið ilétt- ara. Annars ber ég því’ að eins virðiingu fyrir „einstaklingsfram- takinu", að því sé beint í rétta átt. Og vinnugleðiin myndi 'sízt nokkurs í missa,. þótt gnatarstrit- ið minkaði. Það er einmitt þræl- dómurinn, sem drepur vinnugleð- ina. Hvernig á árangurslitið iStrit, tilbreytingalaust og mengað á- hyggjum, að geta skapað vinnu- gleði ? í Matteusarguðspjalli, 19. kap., 16.—23. versi, er stutt, len mjög eftirtektarverð saga. Ungur mað- ur kemur til Jesú jfrá Nazaret, og spyr hann, hvað hann eigi að gera til þess að eignast eilíft líf. Jesús bendir honum fyrst á boð- órðin. En er ungi mhöurinn seg- ist hafa haldið þau öH, þá segir Jesús þessi eftirtektarverðu orð: ,Ef pú vilt vera, aígjör, pá ftír, sel eigm pýicsr. o,g )gef fátœhújn, og pú rrumt eiga fjársjóc> á liimni; og kom sía:m og fylg mér.“ Sög- unni lýkur þanmig, að hinn ungi maður fór burt hryggur, „pví ad hafm átti miklar éignir“. — — Ef pú viit vem algjör.“ Með öðrum orðum: Hugsjón hvers kristins manns á að vera þessi: Hann á að vera svo kærleiks- rífcur, að hamn skoði ekkert, sem hann hefir undir höndumj sem sína eign. Hann á að afsala sér öllu. Hann á aðiimnræta sér þann sannlelka, að hann sé ’algjör ör- edgi. Hann á að vera reiðubúinn til að láta af hendi það, sem kall- áð er „iaign)ir“ hans, undir eins og hann sér, að það geti komiö öðrum að verulegu gagni. ÍMeð. þes&u er vitanlega ekki ságt, að hann eigi að kasta fjármunum sínum, fyrirhyggjulaust, alveg út í bláinn. Alt veltur á hinni innri afstöðu. En ef lítið ter á málið í Ijósi þessara orða Jésú ifcú Na- zaret, þá fer óneitnalega að verða lítið úr „eignarréttinum“, sem sumum er svo sárt um. Ég veit það vel, er ég skrifa þetta, að ég á á hættu að verða kallaður skýjaglópur, loftkastálamaður o. s. frv., af því að ég held hér á lofti hugsjón kristindómsins, sem fólgin er í ótvíræðum orð- um mannvinarins frá Nazaret. Bigi óttast ég þó slíkar nafngiftix frá pér. En við erum 'ékki kristnir, vinur minn, nema eimstöku sinnum á sunnudögum, þegar bezt lætur, og um jólaleytið. En hugsjón jafnaðarstefnuninar er það að leysa „m'unaðarleysingjann miMa“, mannkynið, úr ánauð fátæktar |og eymdar, — ekki meö gjöfum — heldur með heilbrigðu og vitur- legu skipulagi, sem gerir allar gjafir, allar ölmusur, óþarfar. Hver eimasti maður, sem Vill telja sig kriistinn, ætti að uilja þetta. Það þarf ekki annaðen óbrjálaða skynsemi, skýra hugsun, til þess aö Ikoma aujga á hið mikla ó- samræmi, sem er milíi kenninga mannvinariins og spekingsins frá Nazaret og breytni þeirra, sem kenna sig við hann. Ég bendi hér að eins á staðreynd, etí er ekki að ásaka neinn. Og það er ekk- ert yfirlætii í því að benda á dýrð- legt takmark, sem keppa beri að. En vanheilagt andvaraleysið klæð- ir sig stundum helgiskrúða auð- mýkta'rinnar, eins og til þess að afsaka sjtt eigið máttleysi. . . — — — Hvort er nú farið að „þyngja í sjóinn“ ? ■— — Róður- inn er örðugur til framtíðarlands- ins. En þeir, sem vilja- komast þangað sem fyrst, mega ekki eyða tímanum í óparfar deilur. Með vinarkveðju. ■Reykjavík, Lækjarg. 10, 24-/8. ’28. Grétar Fells. Drykkjupeningar bifreið- astjóra og ferðamanna- félagið „Hekla“ Þökkum ekki fyrir gefnar upp- lýsingar í „Morgu:nblaðinu“, þvl að þær eru verri en engar. Heimtum sannleikann og söígu þessa máls frá upphafi. Hafið þið ékki heilindi til þess að skrifa án mi'llfliða ? Hver er sá „Mörður“, sem fyrst núna, á þessu ári, skrifar á móti drykkjupeningum ti'l bifreiðar- stjóra ? — Hvað lengi hafa bif- reiðastjórar flutt útlendinga? — Hefir það ekki tíðkast, að þetta sama stæði á fárseðlum þeirra? — Er það sami mannvi'nurinin, sem. ráðstafar því, að bifreiöar- stjórar hafa jafnah verið látnir hanga úti, hverju sem viðraði, meðan hinir hafa setið að dýrð- Jegum veizlum ? Svo aumlega hafa landar okkar aldrei leikið okkur; heldur erum við jafnan gestir þeirra, og það er mikið meira virði en drykkju- peningar, sem oft eru gefnir þar að auki, hvað sem „Hekla“ segir. Þið getið ekki haía lesið grein okkar, éf þið haldið að fáar línur í dagbókinni, þar sem aðalorðið er „skýring“, dugi, þegar hana vantar algerlega. Morgunblaðið snerist vinsam- lega við máli okkar bifreiöastjóra og færuni við því þakkilr fyxir. ■ En með því að „Heklú-menn hafa leitað á náðiir þess blaðs, jog í öngum sí'tíum béðið það, að svara fyrir sig, finst okkur það ótilhlýðiileg áníðsla að fela því liíka málefni okkar, enda þótt við vitum, að þeiim væri það kærara. Bifreiðastjórar. Kona hverfnr og heSir enn þá’ekki Sundist. Kona, að nafni Margrét Guð- mundsdóttir, tiil heimilis á Ný- lendugötu 26 hér í borginni, hvarf aðfaranótt sunnudags. Hún er gift og á 3 kornung börn. Þá er maður hennar, Óskar Þorsteins- !“?g* ' ’’ son, sofnaði á laugardagskvöldið, var konan inni, en um morgun- inn sá maðurinin hana lwergi. Hún hafði 'verið vön að lauga böm sín úr sjó, og hafði oft sótt hann útaö Örfirisey. Bjóst maðurinnvið að hún hefði ef til vil'l farið út í Eyju. En er stundirnar liðu, án þess að hún kæmi, fór hann að leita hennar, en farai bana hvergi Gerði hann lögreglunini aðvart, og hefir verið leitað hér í grend vi'ð' hæinn, en konan ekki fundist. Hassel á lífi og honum og Sélaga hans líðup vel. Khöfn, FB., 3. sept. Frá New York City er símað:' New York Times hefir fengið loftskeyti frá athuganastöð Mr. Hobbs í Syðra Straumfirði, þess efnis, að Hassel og Cramer hafi verið bjargað. Neyddust þeir t® þess að lenda fyrir hálfum mánr uði síðan viið Súkkertoppen. Líð- an þeirra er góð. — Verzlunar- sitofan í Rockford hefir fengícf loftskeyti sama efniis. Julianehaab, 3. siept Haissel og Cramer komu í nótt til Mount Evans. Þeir lentu í ftagvel sinni þ. 19. ágúst í ná- lægð Sykurtoppsinis, og hafa því verið tvær vikur að komast til Mount Evans; komu þangað í á- gætu ásígkomulagii Flugjirtélin er óskemd. Flugmennirnir fara bráð'- Oega með mótorbát til Holsteim- burg. Tiigne. Erlend simskeyti. Khöfa FB., 3. sept. Flugslys. Frá París er símað: Bokanow- ski, verzlunarmálaráðherra Frakk- lands, fórst í gær í flugslysi ná- ilægt Toulon. Farþegaflugvél, sem ráðherrann var í, steyptist niður, og vita menn eigi af hvaða ástæð- um. Við fallið kviknaði i flug- vélinnii. Auk ráðherrans fórust þrír flugmenn og aðalritari flug- félagsins. Amundsens minst. Frá Osló er símað; Blöðin fíytja í dag dánarminniingar um ’Amuind- sen og minnast eimkum þessiheið- uxs, sem Amundsen varpaði yfir Noreg. Mussolini álítur Nobile sak- lausan. Frá Milano er símað : Fascista- blöðin hér í borg skýra frá því, að rannsöknarnefnd sú, sem Mus- solini skipaði út af Nobilefleiið- angrinum, hafi komist að þeirri niðurstöðu, að Nobile og félagar hans séu algerlega saklaúsir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.