Alþýðublaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Frá Mexikó. Frá Mexikó City er símað: Cal- Ues forseti sagði í ræ'ðu, sem hánin héli við pimgsetóngfu, að harcn væri ófáanlegux tid þess að gegna forsetastörfum lengur en út kjörtimabiMð. Lagði hann, til, að kosinn væri bráðabirgðafor- iSetí og mælti með stjórnamnynd- un með þátttöku allra flokka í staðinn fyrtiir núverandi hervalds- stjóm. Úr Mýrdal. i— ' ■ ■ ■ ■” ”■ ’ FB. í ágúst. Tíðin hefi’r verið fremur góð, ger'ði vætukafla í júlíbyrjun um vikutíma, syo góðan þurk seinni hluta þess mánaðar, vætu aftux í ágústbyrujn, en 5. og 6. ilt veður, regn og stoxmur og síðan deyfa. f>ó hefir töluvert náðst af heyj- um. Síláttur byrjaði með seinna mióti vegna grasleysis, en nú mun víða vera orðið meðalgras á því, sem ósfegið er, spratt vel um síðustu mánaðamóL — Ftestir búnir að sltá tún, lítið eitt óhirt hjá stöku bændum. Töðufengur bænda með rninna móti og í lak- asta fegi á stöku bæjum, jafn- vel verra en 1918. Heilsufar: Kvef og kvHiasamt, en lítið um stór veiikindi. í júini andaðist Ólöf Fiininsdóttir, kona Eyjólfs Jónssjpnar í Fjósum, eftir þunga og lianga legu. Bifreiðaferðum hefir verib hald- ið uppi við og við á milli Víkur og Seljalands og gekk sæmitega vejj framan af sumri, á meaðn lítið var í vötnunum, en síðan fór að aukast í þeim hefir þetta verið erfitt og slarksamt ferðalag. Þó fer Óskar frá Garðsauka enn þá frram og aftur og hefir hann sýnt mikla þrautseiguj og dugnað i þessum ferðum. Vonandi kornfl brýr á þessar ársprænur, sem hér eru mestur farartálmi, í nátani framtíð, enda eigi vansalaust þjóð og þingi, ef eigi verður úr bætt hið bráðasta. För fi[ Vestfjarða. Eitir Guðmuncl Gislason Hagalin. ---- (Frh.) Eftír tvo tíma tók leiðin að skána, varö nú tiltöliulega slétt holt — og brátt tóku við grasi- gróin börð og móar. Við sáum 'fé á beit, hvítt á lagðinn, frjáls- legt og stygt. Og ekki leið á löngu, áðúr en við fórum að sjá 'ofan í hLíðar Geirþjófsfjarðarins. Tók nú að halla undan fæti. Veðrið var alt af jafngott, og lundin vai' létt. Og þá er við kom- um fram á fjallsbrúnina fyrir botni Geirþjófsfjarðax, gáfum við okkur góðan tíma til að svip- ast um. Lengst í vestri og suð- vestri sáust dalir og firðir. Þarna voru Trostansfjörður, Reykjar- fjörður og Fossfjörður. Þarna Dufansdalur og þarna Otrardalur. Þaðan mátti Gísli Súrsson vænta sér alls ills, þá er hann leyndiist í Geirþjófsfirði . . Og utan og neðan við okkur blasti Geirþjófs- fjörðurinn við. Hanm er mjór, en ærið djúpur langt inn. Undirlendi etr sára lítið út með honum, en fyrir botni hans er sléttlendl, grænt og fagurt, og upp frá þvi brekkur og hjallar, vafðir skrúði skógar. Þá er hærra dregur, taka við lyngbrekkux, er blána af berj- um — en efst eru gxáar skriður og kaldleg klettarið. OSan í dalilnh falla tvær ár í all-hrikalegum gljúfrum, fallast í faðma niðri í dalbotninum og líða í blám bugðí- um út á leirumar. Á sléttunni, skamt frá sjó, er bærinn Botn, venjutegast kalfeður í Arnarfirðí Langibotn. Á túninu sáum við fólk að heyvinnU og krakka hlaupa fram og aftur; uppií skóg- inum í hlíðinni suninan árinnar er ktettur. VLssum við, að það myndi vera Eimhamar. Þar féll Gísli. Niðri viö ána, litíu ofar i dalnum, sáum við klettarið. Þar eru Kleifamar. Undir þeim átti Gísli fylgsni — eða í þeim — eins og sagan orðar það — og á Kteifunum varðist hann vel og lengi, áður en hamn hörfaði á Esn- hamar og féll fyrir ofurefli ó- vinanna. Viö stóðum langa hrið kyrrir. Atburði eftir atburð úr sögu Gísla skaut upp í hugum okkar — og þá einkum þeim, er gerðust á þessum stöðvum. Fáar sögur eru svo sorglegar, en svo fagrar og hugljúfar sem saga Gisla. Eft- ir hartnær þúsund ár frá þvl að hún gerðist, tekur hún hug og hjarta þeim töfratöfeum, sem gerst hefði hún í gær og Gísli og Auður verið þeim, er örlög þeirxa hugleiðir, nákomnir ættingjar eða \>tair. Ég er uppalirm í Amar- firði, og saga Gísla og Auðar hafði þegar í bernsku miikil á- hrif á m:ig. Vilmundur er mikill sögumaður og skilniingsgóður, og eftir því, sem ég hefi komist næst, munu fáar sögur honum svo hugstæðar sem Gíslasaga. Hugs- unum okkax og tilfinningum var þvi líkt farið, er við skygndumst yfir Geirþjófsfjörð — og ást okk- ar á Gíslasögu mun mestu hafa ráðið um för þessa — og að við fórum hana saman, Ofan fjallið gekk förin veJ. Þó að veglaust væri með öllu, þóttí1 okkur leiðin afbragð hjá þvi, sem við höfðum átt að venjast um morgunirm og daginin áður. Við fóriBm hægt, fleygðum okkur öðru hvoru niður í iyngið og tíndum ber. Þá er dró niður undir dal- botninn, lá leiðin gegn um [)étt- an kjarrskóg. Angan fylti loft- ið, og dagurinn varð enn þá dýrð- tegri en sól, heiður himinn og fagurt útsýni höfðu getað gert okkur hann/ Þessi dalur var al- gerð andstiæða auðnanna, sem við höfðum farið yfir. Á auðnunum var útsýni vítt og frjálst. Him- ininn hin einu takmörk, sem eygð urðu. En þar var enginn gróður, engin blæhrigði, engin angan, eng- inn gró.andi. Töfrar auðnarma fel- ast í hinni magnþrungnu þögn, hinni þögulu hvíld alls, sem er. Þar er sem alt standi á yztu tak- mörkum þessarar verandar og hlusti og skygniist óhreyfanlegum augum eftir hinu ókunna. í daln- um er þröngt, en þar var alls staðar líf og vottur um líf. Ang- an var í blæmim, blöð og blóm hreyfðu sig og hvísluðu. Lækir miðuðu, elfur dundi, Fuglar kvök- uðu á láði og legi og fólk var að vinnu, aflaði bjargar og brauðs fyrir ökominn tíma. . . . Niðri við ána, rétt á níóti Kleif- unum, var skóglaus blettur. Þar völdum við tjaldstæði, tókum of- an af hryssunni o|- sleptum henni lausri. Svo fórum við heim að bænum. Meira. Umdagiimog veginn. Ekki er langt siðan vindrykkja og slark keyrði svo fram úr öllu hófi hér í bæ, að oft voru þeir, sem bjuggu á verstu öfriðarstöðunum, eins og t. d. við Laugaveginn neðan til, gjörsam- lega sviftir næturfriði. Ef kvartað var undan þessu, af þeim, sem. saklausir urðu að þola skrílsæðið, var venjulega viðkvæð- ið, að ekkert væri hægt við þessu að gera, þetta væri hvítöl, sem þeir væru að sulla í sig, o. s. frv. En hvað skeður? Óðara en ihaldsstjörninni var steypt af stóli, er alt með friði og spekt. Engin drykkjulæti eða öeirðir, saman- borið við það, sem áður var. Nú fá friðsamir borgarar og sjúklingar og þeir, sem vinnu stunda, sinn nauðsynlega næturfrið fyrir ölæði á götum bæjarins Enda hrópar nú óaldarlýðurinn óspart að dómsmálaráðherranum. ) x— Félag útvarpsnotenda heldur almennan fund i kvöld kl. 872 í Iðnó. „Hagalagðar" heitir nýútkomin bók eftir Einar Þorkelss. Bókin er 10 arkirogágæt- lega útgefin. í henni eru 9 sögur. Frá ísafirði. Millisíld er nú mikil í Djúpinu, einkum í Álftafirði. Hafa verið saltaðar þar um 800 tunnur. Rek- netaveiðin hætt, um 2800 tunnur af hafsíld hafa verið saltaðar. Síld veiðist enn í herpinætur, aðallega á Húnaflóa. Kolkrabbaveiði mikil í Arnarfirði á öngul, nokkuð hefir rekið annars staðar. Fundur vestfirzkra presta hefir hefir staðið undan farið. 11 prestar voru mættir á honum. í fyrradag stofnuðu þeir prestafélag fyrir V estf irðingafj örðung. Laugavatnsskólinn. Búist er við að húsið verði full- gert í október, og tekur þá skólinn til starfa 1. nóvember. jFjöldi um- sókna hefir komið um skólavist, Skölastjóri hefir verið settur Jakob Lárusson, prestur að Holti undir Eyjafjöllum. Hann er staddur hér í bænum nú. Dýralæknir fyrir Vestfirði. Atvinnumálaráðuneytið hefir sett Ásgeir Ólafsson til að gegna dýra- læknisstörfum í Vestfirðingafjórð- ungi. Á hann að hafa aðsetur í Borgarnesi, en áður var aðsetur dýralæknisins i Stykkishólmi. Dýralæknirinn á að kenna við bændaskólann á Hvanneyri sém svarar 6 vikum á vetri. Embættið hefir og verið auglýst til umsókn- ar, umsóknarfrestur er til 1. nó- vember næstkomandi. Tryggingastofnun ríkisins. í haust verða Slysatryggingin og Brunabótafélag íslands samein- uð undir eina stjórn. Siðar verð- ur Samábyrgðin lögð undir hana lika og væntanlega aðrar opinberar tryggingar, sem rikið annast eða eða tekur í sinar hendur. Þessir hafa sótt um forstjörastarfið: Jón Dúason can. polit., Kaupmanna- höfn, Björn Kalman, hæstréttar- lögmaður, Halldór Stefánsson al- i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.