Vísir - 29.05.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 29.05.1947, Blaðsíða 4
V l S I R DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAtTTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Gaðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan hJ'. Bærinn og „Búkolla". XJm það Jíefir oft verið rætt, að nauðsynlegt væri, að sérstök barnamjólk væri fáanleg í bænum. Nú er mál þetta enn á dagskrá og að þessu sinni er málið til athugunar í bæjarráði. Flestir bæjarbúar mundu fagna því, að gerðar yrði skynsamlegar ráðstafanir til fram- leiðslu á barnamjólk fyrir bæinn. En ef bæjarfélagið blandar sér í slíkar ráðstafanir, þá verður það að vera með þeim liætti, að náð sé fullkomlega því marki, scm að er stefnt og' að framkvæmdin sé bæjarfélaginu lil sóma. Komið hefir til umræðu, að bærinn gerist liluthafi i fyrirtæki, sem nefnist „BúkolIa“ og stofnað var af nokkr- um læknum til framleiðslu mjólkur. Fyrirtæki þetta keypti hálfa jörðina Laxnes í Mosfellssveit og hefir þar nú að sögn 54 kýr. Heyfengur af lxálfri jörðinni er sagð- ur vera 10 kýrfóður. Byggt hefir verið fjós og hlaða úr timbri og bárujárni og auk þess lítið mjóíkurhús með nokkrum vélum. Auk þess eru útungunarvélar og hænsi i braggabyggingu. Ekki er blaðinu kunnugt um hvað talið er raunverulegt verðmæti þessara eigna, en því lief- ir verið skýrt frá, að álivilandi skuldir séu kr. 1.150.000 — ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund krón- ur, —- auk hlutafjárins, sem er nú 438 þús. kr. Virðist því svo sem eignir þessar kosti nú eigendurna rúma eina og hálfa milljón kr. Engum getum skal að því leitt, hversu mikils virði eignirnar eru, en talsvert hátt verð þyrfti á þeim að vera til þess að jafnast við skuldirnar. Bænum er boðið að Ieggja fx-am 400 þús. kr. í hlutafé og gerast meðeigandi að liálfu leyti. Þótt bærinn sem liluthafi sé ekki ábyrgur fyrir skuldum félagsins, þá get- ur engum dulizt, að cf svo færi að fyrirtækið gæti ekki staðið undir skuldunum, þá mundi bærinn verða neydd- ur til að taka að sér fyrirtækið og skuldirnar, til þess að halda rekstrinum gangandi, úr því hann hefir bland- að sér í framkvæmdirnar. Um þetta mál er nú talsvert rætt í bænum. Margir borgarar bæjarins furða sig á því, livers vegna hæjar- stjórnin notar ekki sínar eigin jarðir, 8 að tölu, til mjólk- ui-framleiðvslu. Á Korpúlfsstöðuixi eru nú 40 mjólkandi kýr. Fjósið þar getúr tekið 160 nautgripi og viðgerð á 3>vi kostar varla meira en nauðsynlegar umbætur í Lax- xiesi. Á Koi’púlfsstöðum hefir bærinn mikinn lnisakost og góð skilyrði til að setja upp fyrirmyndar mjólkurbú, ef lxann óskar þess. Þar er heyfengur mikill, ef túnum cr lialdið í rækt. Hvers vegna ætti bærinn ekki að nota sínar eigin jarðir og haga svo rekstrinum að honum sé sómi að? Þegar mál þetla er athugað gaumgæfilega, vekur það talsverða furðu, að yfirvöld bæjai’ins skuli ræða í fullri alvöru að gerast hluthafi í fyrirtæki, sem hoðið er fyrir ofurverð, en vanrækja að notfæra sér í sama skyni eigin jai’ðir og hús, seni er að öllu leyti betur fallið til mjólk- iirframleiðslu. ÁvaxtaÍMiflutmngur. T*yrir nokkuru lagði Alþingi Ixlessun sína á það, að ávaxta- * innflutningUr vrði aukinn til landsins, þar sem það 'mundi stuðla að auknu heilbrigði landsmanna. Hefur síðan komið ein sending af ýmiskonar ávöxtum, en þeir seldust upp á skammri stundu eins og við var að búast. Síðan hefur verið ávaxtalaust hér eins og áður, en væntanlega verður jxess ekki langt að bíða, að þcssi heilsugjafi, ávextiniir, laist á ný. Það er til lítils fyrir æðstu stofnun landsins að láta í Ijós vilja sinn, ef undirtyllurnar svíkjast um að fara eftir honum. Það er skylda gjaldeyrisyfirvaldanna, að láta af hendi gjaldeyi’i til ávaxtakaupa og frá þeim stöðum, sem hafa góða áyexti. Heyr á endemi. Þegar eg las leiðai’a Þjóð- viljans um það, að nú væri rikisstjórnin að gera árás á sparifé almennings með eignakönnuninni, þá . varð mér að orði: Aldrei læra Þjóðviljamenn að skammast sín. Foi’sprakkar kommúnista telja, að þessi árás stjómar- innar tí fátækan almenning sé alveg xlæmalaus, að ekki rnegi vera liærri uppliæð skattfrjáls „af þvi fé, sem mönnum hefir láðst að telja fram“, en tuttugu og fimm þúsund krónur. Eg verð nú að segja það, að einhverntima liefði það ekki þólt til fyrirmyndar, að skattsvíkja tuttugu og fimm þúsund krónur, þótt Þjóð- viljamönnum finnist það nú, og virðist því vera vægilega farið í sakirnar við allan al- menning, þar sem menn eiga hka kost á því að greiða venjulegan skatt samkv. skattalögum af upphæð frá 25—45 þúsundum. Efast eg um, að almenningur þurfi eða æski eftir frekari aðstoð livað þetta snertir. Annars liLýtur það að vekja atliygli manna sérstaklega, hversu kommúnistum er illa við eignakönnunina, og á- kvæði laganna um fjársekt- ir af miklum skattsvikum. Er engu líkara, eftir skrifum Þjóðviljans, en að forsprakk- arnir séu eitthvað hræddir um sig, og er það ólíkt, livað heildsalarnir hera sig karl- mannlegar í þessu máli, og hefir þó Þjóðviljinn jagslag- ast á því að þeir væru allra manna syndugastir með skattsvik. Ætla þeir auðsjá- anlega að sýna meiri þegn- skap í þessu máh, lieldur en kommúnistar, eins og vænta mátti. Nei, það er ekki núverandi rikisstjórn sem ætlar að gera árásá sparifé almennings, en forsprakkar kommúnista liafa oftlega gert það, og skal það nú rökstutt með nokkur- um orðum. Eg, sem slcrifa þessar lín- ur. hefi legið lengi veikur á spítala. Eg liefi mjög litlar tekjur, og verður því fjöl- skylda mín að lifa af því sparifé, sem hafði safnazt áður en eg veiktist, og svo eru tryggingarlögin byrjuð að hjálpa mér, en samt geng- ur ört á spariféð — hvers vegna? vegna þcirrar miklu verðbólgu, sem búið er að skapa í landinu. Hvernig hefir dýrtíðin myndazf? Ilún hefir mynd- azt af tvcim megin ástæðum. Hækkun á útlendum vörum, sem þjóðin notar og kaupir, sem við ráðum ekki við, og svo í öðru lagi af liækkun, sem þjóðin hefir búið til sjálf, mcð allskonar ráðstöf- unum, og nemur mun meira en hækkun útlendu varanna, sem keyptar eru. Forsprakkar komniúnista hafa tekið alveg sérstöku ást- fóstri við dýrtíðina. Þeir liafa hlúð að henni á allan hátt, og aldrei borið fram neinar til- lögur um að lækka hana. Þcgar sýnt var að atvinnu- vegirnir hér þoldu ekki hærra kaupgjald, og fram- leiðsla okkar var orðin miklu dýrari en nágrannaþjóðanna, þá knúðu þeir ennþá fram grunnkaupshækkanir, og vísitalan blómgaðist, en sparifé landsmanna rýrnaði að sama, skapi vegna aukiiin- ar dýrtíðar. Um s. I. áramót varð svo rikissjóður raunverulega að ganga inn á þá óvenjulegu Ieið, að kaupa allan fisk landsmanna til þess að alll atvinnulíf hér á landi stöðv- aðist ekki. Svo þegar sýnt var, að halli yrði af þessutn ráðstöfunum, þá fóru Þjóð- viljamenn af stað með stór- fellda kröfu um nýja grunn- kaupshækkun. Er þelta lang- stærsta tilraun sem ennþá hefir verið gerð til að koma af slað nýrri dýrtíðaröldu, og þá um leið atvinnuleysi og kreppu í þessu landi. Það sanna er, að með þess- um ráðstöfunum eru for- sprakkar kommúnista að gera eina stórárásina til á sparifé almennings, minnka verðgildi krónunnar ennþá með aukinni* dýrtíð. Gamalt fólk, börn, sjúklingar og lág- launamenn verða einkúni fyrir þessari árás, og ef hún tekst, sem vonandi verður eklci, þá á allt þetla fólk, „fimmtu hefdeildihni“ það að þakka, að það missir enn- þá verulegan liluta eigna sinna. En kommúnistaforingjana munar ekki um, að fara einn liringsnúninginn til. Þeir geta sagt: Okkur varðar ekkert um þótl spariféð minnki að verðgildi, við erum bara að Framh. á 7. síðu. BERGMAL Smámyntin og innköllun peninga. „Smámyntin er nú sem ó'ðast aS hverfa úr umferð og mun það ?tafa af því a'ð þeir, sem svikið hafa undan skatti undan- farin ár og liggja með fúlgur í handraðanum ætla aö reyna a'ð fela þær með því aö skipta þcim að svo miklu leyti og hægt er i smámynt, því hún mun ekki verða innkölluö, þótt ástæöa væri til að gera það.“ Þannig liljóðar upphaf bréfs frá „Lög- hlýðnum“, sem skrifað hefir Bergmáli um eignakönnunina og sérstaklega þá hli'ð hennar, sem veit að innköllun peninga. Hér á eftir fara nokkurir kaílar úr bréfinu: t Ekki af baki dottnir. „Eins og öllum er kunnugt hefir niikill skortur verið á smámynt á stríðsárunum. Fékkst nokkur bót ráðin á þvi með prentun krónuseðlanna og siðar útvegun nýrrar myntar frá Englandi, sem komin er í um- ferð fyrir skömmu. En þrátt fyrir þessa aukningu á smá- myntinni er hún nú sem óðast að hverfa úr umíerð aftur. Ma segja, að skattsvikararnir séu ekki af baki dottnir við að ’reyna að fela sem mest, þó að þeim sé gefinn kostur á að bæta ráð sitt og telja rétt fram eigur sín- ar. Hækkar krónan í verði? Senn líður að peningainn- kölluninni. Þaö má e. t. v. gera ráð fyrir því, að krónan „hækki“ allmikið í verði, er nær innkölluninni líður. A'ð minnsta kosti varð raunin sú i Danmörku, er innköllun pen- mga þar stóð fyrir dyrum. T-.eggja krónu peningurinnyar selclur á ío—r j krónur og gcng- ið a annari smámýnt vái eftir l>\ í. Þeir, sc. m -st hófðu rakað saman af i'é > óeöiilegan hátt, sömdu auk þés við ýius slj’rkt- j'rfélö, g. um að ereiða .•iin srórar fúlgut gegn því að fá vissau hluta l.eirra endur- greiddan, er irmköllnnin rar um garð gengin. S.ik slyrktar- félög höfðu rétt til þess að skila ótakmörkuöu fé'við innköllun- ina og þótti stór'gróðámömiun- um þetta þjóðráð til þess að fara á bak við yfirvöldin. Þetta er ekki hægt hér. Á fjórðu milljón í umferð. Áreiðanlegar heimildir herma, að alls sé hátt á fjórðu milljón króna i umferö í ýmiskonar smámynt.-Iif meiri hluti þessar- ar upphæðar hverfur fyrir inn- köllun, þá er það, ekki litii fjár- hæð, sem ríkissjóður er „snuð- aður“; um. Yæri ekki rétt að at- liuga hvort ekki sé heppilegt, að stöðva frekari dreifingu á smá- myut, þ. e. a. s. ef eitthvað er eftir af henni? Líti'ð lagðisí .... Lítið lagðist fyrir kappann, er oft sagt og má segja úm þá menn, sem leggja sig niöur við áð fara í eltingaleik við eins- eyringa eingöngu til þess að lækka lítið eitt þá úpphæð, seni þeir verða að gefa upp við eignakönnunina. Það mega vera „meiri“ stríðsgróðamennirnir, sem réyna að fela hluta af gróöa sínum á svona' auðvirðilegan hátt.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.