Vísir - 14.06.1947, Blaðsíða 4
s
V I S I B
Laugardaginn 14. júni 1947
DAGBLAÐ
Gtgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan fa.f.
Ólíkar skoðanii.
Framkvænidarráð stærsta verkajýðssambands í Bretlandi,
Transport & General Workers Union, ritaði nýlega
ríkisstjórn sinni bréf um dýrtíðina og afkomu verka-
manna. Ráð j)etta heimtar ekki að kaupið sé hækkað og
Terkamenn fái fleiri skildinga fyrir vinnu sína. Þeir bera
fram j)á ósk að verðgildi peninganna sé aukið. Þeir segja
i bréfinu: „Vér erum þeirrar skoðunar, að ekkert annað
en aukið verðgildi peninganna — og þar með aukinn kaup-
máttur launanna, geti bætt úr þörf fólksins og stöðvað
vaxandi dýrtíð og verðbólgu.“
Þetta kemur frá þeim verkalýðssamtökiun, sem mestan
liafa félagsþroska í álfunni og jafnan bafa sýnt að þau
láta ekki ábvrgðarleysi og politískan stundaráróður ráða
ákvörðunum sínum.
Ef slíkur skilningur sem þessi hefði undanfarín ár
verið ríkjandi hér á landi í Alþýðusamhandinu, þá mundi
öðru vísi vera umhorfs hér í dag. 1 j)ess stað hefur til
skamms tíma verið ríkjandi sú skoðun í verkalýðsflokk-
unum, að ])að væri pólitískt sjálfsmorð fyrir þá, að ganga
gegn dýrtíðinni og jiess vegna hefur verið strítazt við í
íimm ár að hækka dýrtíðinna og auka verðhólguna, svo
að' vcrkamennirnir gæti gengið ánægðir fram í þcirri
' sjálfshlekking, að fleíri krónur væri sama og betri afkoma.
Nú eru hi-nir ábyrgu borgaraflokkar fallnir frá j)ess-
nri fávíslegu skoðun. Staðreyndirnar eru orðnar svo óþægi-
legar að eldvi verður lengur fram hjá þeiin gengið. En
kommúnistarnir eru nú einir eftir að predika J)á skoðun,
að dýrlíðarskrúfan milli verkalcaups og afurðaverðs sé
Jiin eina sálulijálp daglaunamannsins. Kommúnistarnir fá
ckki velgju þótt þeir syndgi lítilsháttar gegn staðreynd-
iinum. Og liræsnin er þeirra dyggð, ef hún aðeins færir J)á
nær þvi marki að skapa upplausn í þjóðfélaginu — og ná
völdunum.
En í J)jóðféJagi kommúnista fær enginn að géra verlc-
fall. Þar er engum leyft að sýna óánægju með launin eða
vinnukjörin. Ikir fær enginn að stöðva aðalframlciðslu
þjóðarinnar um hábjargræðistímann. Þeir, sem ætluðu sér
að gera slíkt, mundu verða sendir í fanganýlendu eða
missa matarkortin sín og verða að svelta. Þessar aðferðir
eru notaðar þar sem kommúnistar ráða lögum og lofum.
Kemur nokkrum til húgar að íslenzku kommúnistarnir
mundu nota aðrar aðferðir en skoðanabræður þcirra i
Rússland, Póllandi og Rúmeníu, cf Jæir kæmust hér til
valda? Þeir mundu nota sömu tökin — sömu fantatökin.
Þess vegna er ailt fimbilfamb þeirra i málefnum verka-
manna hlægileg liræsni og auðvirðilegur vfirdreps-
skapur. v
En lilálegast er að greindir og athugulir verkamenn,
slculi enn láta glepjast af þeim trúarsetningum kommún-
ista að hærra kaup og meiri dýrtíð sé leiðin til farsældar.
El' vérkamenn vihlu taka undir með starfsbræðrum sínum
í Bretlandi og heimta aukið verðgildi peninganna og þar
með aukinn kaupmátt launanna, þá væru Jjeir á réttri leið.
Ef þeir leggðust á eitt um að fá slíkri kröfu framgengt,
þá mundi öll þjóðin á svipstundu leggjast á sveif með
J>eim. Það er lciðin til öruggara atvinnulífs. Það er leiðin
burt frá kommúnisma, atvinnuleysi, upplausn og erfið-
leikum. Megin hluti þjóðarinnár er nú farinn að viðúr-
kenna þessa slaðreynd. Fyrir fjórum árum og jafnan síðán
hefur Jætta blað bent á þá erfiðleika sem hér mundu verða
•ef haldið væri áfram á verðbólgu-brautinni. Allt er Jiað
mi að koma fram. Og béðan af verður erfiðleikunum
•i'cki bægt frá nema J)að verði gert Jiegar í stað með
Skjótum og skeleggum ákvörðunum.
Lithoprenf
Framh. af ö. síðu.
' i.
J)ær verða bundnar inn í
sumar og fást í góðu bandi
í haust.
Það stóð til, áð Litlioprent
gæfi út ljósprentun af Guð-
brandarbiblíu, en pappír er
ekki til sem stendur í ritið.
Unnið er að ljósprentun
tveggja bóka, sem voru upp-
seldar. Annað eru Bréf og
ritgerðir Stephans G. Steph-
anssonar, sem Menningar-
sjóður gaf út, en uppselt var
orðið. Hin þókin er „Úran-
ía“ eftir Flanunarion. Hún
lcom út um síðustu aldamót,
varð J)á mjög vinsæl og seld-
ist fljótt upp.
Sem stendur vinna 10—12
manns við fyrirtækið, en
Jægar nýjar vélar bætast við,
er viðbúið að bæta Jiurfi við
nokkurum mannafla. Af-
lcöstin eiga J)á einnig að
veí'ða margföld á við það
sem nú er, og vinnan ennþá
fullkomnari.
Raískinna vekur
efiirteki.
Er menn sjá hóp standa
fyrir utan Skemmugluggann
í Austurstræti, mega þeir
vita, að það, sem dregur að
glugganum, er Rafskinna.
Þessi góðkunna auglýsinga-
bók er enn á ferðinni og vek-
ur ekki minni athygli en áð-
ur. Er J)að heldur ekki að
furða, því að eftir J)ví sem
timar hafa liðið, hefir tækni
útgefanda og höfundar,
Gumiars Bai'chmann, farið
vaxandi. Bæði auglýsendur
og lesendur bókarinnar geta
vcrið ánægðir.
Þrjú bundruð flóttamenn
frá Auslur-Evrópu eru á leið
frá Þýzkalandi lil Brasilíu,
þar sem J)eim er boðin land-
visti
TILKYNNING
Að gefnu tilefni óskar viðskiptamálaraðuneytið að’
taka fram eftirfarandi:
Um síðustu mánaðamót höfðu verið veitt gjald-
eyris- og innflutningsleyfi fyrstu fimm mánuði ársins
samtals að fjárhæð rúmar 350 milljónir króna til vöru-
kaupa. I þessari fjárhæð eru meðtalin J)au leyfi frá
fyrra ári, sem ónotuð voru um síðustu áramót og hafa
nú verið endurnýjuð. Af þessum endurnýjuðu leyfum
var })ó verulegur hluti aðeins innflutningsleyfi, J)ar sem
greiðslur höfðu þegar farið lram.
Gjaldeyrisyfirfærslur bankanna hafa á sama tíma
numið 187 milljónum króna í l'rjálsum gjaldeyri og 8
milljónum króna í clearing-gjakleyri, eða samlals 195
milljónir, enda mun þá vera greitt meginið af þeim
erlendu innheimtum, sem bönkunum liafa borizt og
gjaldeyrisleyfi eru til fyrir. Af .þessari fjárhæð hafa
79 milljónir króna verið yfirfærðar síðustu tvo mán-
uði. Verðmæti útfluttrar vöru hefir numið til maíloka
um áttatíu milljónum króna og hefir verið tekið gjald-
eyrislán að fjárhæð 26 milljónir króna, til. þess að hægt
væi’i að ljúka aðkallandi greiðslum af tekjum ái’sins
og innstæðum, sem fyrir hendi voru. Hinsvegar munu
liggja hér í bönkum mjög margar innheimlur fyrir
vörui’, senx fluttar hal'a verið til landsins án J)ess að
levfi væru lyrir hendi, og hefir enn engin ákvörðun
verið tekin um, hvort eða hvenær J>ær verða gx’eiddar.
Vill ráðuncytið nota þetta tækifæri til að vara menn
mjög eindi’egíð við slíkurn innflutningi.
Viðskiptamálðráðuneytið,
13. júní 1947.
Tilkynning
frá happdræfti femplara.
Dregið verður í bílahappdrættinu mánudaginn 16.
júní n.k. — Vmmngur nr. 1, Morris-bifreiðin er
aðeins ókomm til landsins, en væntanleg mjög bráð-
lega. Orsökm til þess, að hún er enn ekki komm,
liggur í því, hve seint gekk að fá yfirfærslu á
greiðslunm. Hinsvegar þótti ekki ástæða til að
fresta drætti þess vegna.
Happdrættisnefndin.
BERGMAI.
Nýstárleg sýning.
Fyrir tveim clögum var opn-
aö í Örfirisey fyrsta dýrasýn-
ingin, senx hér á landi hefir
veriö. A sýningu J)essíiri fá
Reykvíkingar tækifæri til J>ess
aö sjá fjölda lifandi dýra, sem
sjaldgæf eru og getur Jxessi
sýning veriö mjög lærdómsrík
fyrir niarga, sem ekki hafa
átt J)ess kost aö feröast er-
lendis ,og skoöa dýragarða
þar. Auk ýmissa er-
lendra dýra, sem íengin hafa
veriö aö láni hingaö, eru einn-
ig fjöldi íslenzkra sjávardýra.
Meöal annars eru J>ar selir og
fjöldi íiska.
Vekur athygli.
Sýningin hefir lxegar valcið
mikla athygli og viröist ætla að
verða nxjög vinsæl og ekki hef-
ir þaö heldur dregiö úr aösókn-
inni aö veörið hefir veriö dá-
samlegt fyrstu daga sýningar-
innar. Á fimmtudagskvöldið er
sýningin var fyrst opnuö komu
strax á annaö J)úsund sýningar-
gestir. Þaö er reyndar ekki aö
undra þótt Reykvíkingum leiki
huguf á J)VÍ að sjá dýrasýningu
sem J)essa J)ví til J)ess tíma haía
fæstir átt Jxess kost aö sjá dýr
Jxessi lifandi. Auk Jxess. nxunu
aparnir vera mjög skemmtileg-
ir og vekja undrun margra.
Gott málefni.
Allur hagnaöur, sem verður
á dýrasýningunni á einnig aö
renna í mjög J)arft og gott mál-
efni. Sjómannadagsráöiö- ætlar
aö láta hagnaöinn renna til
byggingar sjómannaheimilis
fyrir aldraöa sjómenn, en þörf
slíks heimilis er mjög brýn og
öllum augljós, Sjómannastétt-
in er sú stétt íslenditiga, sem
mesta björg færir í búið- og aö
þeim veröur aö hlúa og ber
öllum góöunx Isleiidingum aö
stuðla aö J)ví.
Meðferð fanga.
Þaö kveöur oröiö svo rammt
að meöferö Jjeirra nxan’na, sem
veröa fyrir Jxví óláni aö veröa
settir í svonefndan „kjall‘ara‘!
lögregluvaröstofunnar, aö bæj-
arlæknir hefir lýst J)ví yfir, aö
hann telji vistarverur þær vera
smáilárblétt á hinu íslenzka
Jrjóðfélagi. Það hefir löngurn
heyrst aö fangaklefarnin 'væru
J).ar slæmir, en enginn hefir
heyrt ennþá, aö nokkrar ráö-
stafanir séu geröar til aöbæta ár
þessu neyöarástandi. Það er
broslegt, að . það skuli vera
launaðir menn af ríkissjóði, sem
láta J)etta ástand haldast án
þess aö gera nokkuð til J)ess aö
reyná aö l)æta J)aö. ’