Vísir - 14.06.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 14.06.1947, Blaðsíða 7
Laugardaghm 14. júní 1947 V 1 S I R DýrafeæSi handa barnaskálum eítir Pálma Jásepsson I „Yísi“ birtist fyrir nokk- uru greinarkorn eftir Ólaf Gunnarsson, kennara, frá Vík i Lóni, með fyrirsögninni „Kennslubók forlieimskunar- innar“. Greinarkorn þetta virðist eiga að vera einskonar rit- dómur um ofanskráða bók. Hin gleiðgosalega fyrirsögn greinarkornsins gefur til kynna, að ekki sé mikið á henni að græða, né að þar sé feitan gölt að flá. Greinar- liöfundur fordæmir bók þessa mjög, en gerir harla lítið að því að finna þeim for- dómi rök; enda fjallar aðeins lítill liluti greinarinnar um hana. Meginhluti ununæla Ólafs um bók þessa er mjög rang- ur og ósanngjarn. Og til að finna þessum orðum mínum stað, vil eg leyfa mér að birta hér útdrált úr ritdómi mín- um um liana, er birtist i 1. liefti Menntamála þ. á., en það rit mun í fárra liöndum liér í bæ. Þar segir: „Allmörg undanfarin ár liefir verið tilfinnanleg vönt- un á kennslubók i dýrfi’æði fyrir barnaskóla landisns. — Ágrip Bjarna Sæmundssonar var viðfelklin lcennslubók í þessari grein. En hún er að mestu alveg liorfin úr umferð fyrir löngu, því að Rikisút- gáfa námsbóka gaf hana aldrei út af einhverjum ástæðum. Skólarnir liafa þvi um langan tíma orðið að not- ast við dýrafræði í þremur lieftum, alls 250 bls., eftir Jónas Jónsson. Gefur að skilja, að slik bók er allt of s'tór kennslubók i þessu efni. Enginn timi til að komast vandlega yfir liana, og þvi erfitt að búa börnin undir próf í lienni. Hins vegar mætti nota þá bók fyrir les- bók. Nú er bætt úr brýnni þörf. í vetur kom út kennslubók í dýrafræði handa barnaskól- um eftir Pálma Jósefsson, yf- irkennara við Miðbæjarskól- ann í RejJvjavik. Bók þessi, sem er 95 bls., nær til allra fylkinga dýra- rikisins. I henni eru um 100 myndir auk yfirlitsmynda yfir spendýr og fugla í öft- ustu opnu. Myndirnar eru vel valdar og vandaðar. Gera þær bókina aðgengilega og hýr- lega fyrir börnin. Taka þær yfir allt að helming bókar- innar. — „Mynd er á við milljón orð.“ — Niðurröðun efnis er með öðrum hætti en við hér eigum að venjast i slikum kennsíu- bókum. Dýrunum er yfirleitt skiþað niður eftir stöðum og umhverfi því, sem þau dvelj- ast i. Bókin skiptist raunveru- lega i þrjá meginkafla, ís- lenzk dýr, erlend dýr og þró- un og flokkun dýranna. Er fyrst nefndi kaflinn lang- lengstur, en síðasti stytztur. Byrjað er að segja frá hús- dýrum okkar og alifuglum. Fer að sjálfsögðu vel á þvi, að yngri börnin lesi fyrst um þau dýr, sem þau hafa mest kynni af, enda þólt þau dýr scu ekki öll í sama flokki. Næst koma meindýr. Það cr nýyrði í fyrirsögn i kennslubók. Til þeirra eru talin þau dýr úr ýmsum fylk- ingum og flokkum, sem valda olikur tjóni og við eigum bágt með að lifa í sambýli við. Er gott'að fá þau helztu þeirra þarna saman. Þá koma næst önnur ís- íslenzk dýr. Og er þeim skip- að saman, eftir þvi livar þau halda sig. Loks koma erlcndu dýrin. Þeim er raðað niður, eftir þvi liver álfan er aðalheimkynni þeirra. Þetta á g'óða stoð i landafræðinni, og tel eg það til bóta. Ýmsum mun, ef til vill, við fyrstu sýn finnast þessi ný- breytni i efnisröðun orka tvímælis. En þcss ber að gæta, | að börnin, einkum þau yngri, tileinka sér lýsingu dýrsins sem einstaklings, en ekki hluta úr ilýi'afræðilegii heild. Og éf dýfin eru tckin i nánis- bókinni i sömu röð og þeim er- skipað í fylkingar, þá nær barnið ekki nema um sum dýranna, sem þau liafa einna mest fvrir augum, fyrr en seint og síðar meir, t. d. sum skordýr. Hins vegar er sjálfsagt að fara út i flokkun dýranna í heild, þegar kemur upp í efri bekkina, einkum betri bekk- ina. Kemur þá síðasti kafli bókarinnar, þróun og flokk- un dýranna, að góðu haldi. Furðanlega mörg dýr kom- ast fyrir í þessari stuttu bók. En ætíð verður nokkurt á- litamál, livað á að taka og hverju á að slejipa, þegar slík bók er samin. Að sjálfsögðu liefir ýmislegt orðið að sitja á hakanum, enda þótt það séu fornkunningjar; t. d. fýll, úlfur, kanínur, liéri, mold- varpa o. fl. En þessi dýr eru talin með í flolckun dýranna aftast í bókinni ásamt fleiri tegundum, sem ekki er þar annars staðar getið. Þarna gefst tækifæri lil aukaverk- efna, ef lími vinnst til í skóí- anum. Bókin virðist hæfilega löng. Höfundur hefir verið hagsýnn i vali og vinnu- brögðum við samningu þessa litla kvers, og satt að 'segja eru þar gerð ótrúlega miklu efni ýtarleg skil. Lýsing margra dýranna cr með á- gælum, einkum sumra ís- lenzku dýranna. Ilún er lát- laus, sönn, tæmandi og laus við óþarfa mælgi. Yíða er skotið inn vel völdum spurn- ingum. Er það til liægðar- auka bæði fyrir kennara og nemendur. Vert er að geta þess, að i frásagnarhætti höfundar og lýsingum gætir hvarvetna skilnings og vinsemdar til dýranna. Höfundur á þakkir skilið fyrir þessa bók. Við kennarar fögnum lienni, og vel get eg trúað, að hún eigi eftir að verða vinsæl meðal barn- anna.“ Jón Kristgeirsson. Málsmekkur og minnisafriði. Pálmi Jósefsson sendir mér kveðju sína og „hóf- dýranna“ i Vísi 30. maí. — Ivveðjuna skrifar P. J. til þess að svara ritdómi um „kennslubók“, sem hann samdi i dýrafræði. Eg styð af Iieilum huga ósk P. J. um að fólk kynni sér bókina. Lesi kverið menn, scm hafa þroskaðri mál- smekk cn P. J„ efast eg ekki um dóm þeirra að lestrinum loknum. P. J. bendir á, að hann hafi ekki baft svigrúm til mál- skrúðs eða skáldlegra tilþrifa i slutlum lýsingum. Þelta er alveg rétt hjá P. J„ en eg gagnrýndi einmitt m. a. bök- ina, sökum þess hversu stutt hún er og lýsingar allar bragðdaufar og tilþrifalaus- ar. P. J. á að vita, að fjöldi barna hefir mjög þroskað sjónminni, en miður .gott heyrnarminni; þainiig er minni fullorðinna einnig og verður þar litlu um þokað, enda engin ástæða íil þess. Fái kennnari barni með sterku sjónminni bók P. J. í hendur, getur það ef lil vill kvalið sig til að lesa hana, en afleiðingin hlýtur að verða sú, að það haldi, að dýrafræði sé öllú leiðinlegu leiðinlegri. P. J. gerir ráð fyrir að góð- ir kennarar bæti bókarkorn hans upp með því að segja börnunum eilthvað skemmti- legt um dýrin. Þetta gæti góður kennari nú gert án leiðbeiningar kennslubókar, en árangurinn af slíkri kennsluaðfcrð verður alltaf hæpinn þar eð mikill hluti barnana liefir ekki nægilega þroskað heyrnarminni til þess að nema á þennan hátt, nema sama frásögnin verði margendurtekin, en við það missir hún oftast skemmti- legan hlæ. Og svo eru það klaufsku kennararnir, sem P. J. ‘minn— ist á. lánginn. "néitai- því, að kennarar geti verið klaufa- fengnir í frásögn þótt þeijr séu nýtir kcnnarar t. d. |í reikningi. Nemendur, sem eru svo óheppnir að læra t. d. dýrafræði hjá slikurn kenri- urum, eru þeim mun ver sett- ir sem námsbókin er leiðin- legri. Eg er algcrlega andvigur þeirri skoðun P. J. að náms- bækur eigi að vera sem allra slylztar. Börnin eiga að læra og lesa sem mest á kjarnyrtri íslenzku og kennararnir eiga ekki að láta neitt tækifæri ó- notað til þess að glæða mál- smekk þeirra og benda þeim á leiðir til að heyja sér auk- inn orðaforða. Nú er í ráði að skipta skól- anum i bóknámsdeild og verknámsdeild. Mun þá svo fara, að námshæfari börn lenda í bóknámsdeildinni. Ef lil vill mætti að skaðlitlu nota dýrafræði P. J. i verk- námsdeild, en greindum börnum verður hún alltaf hefndargjöf. P. J. vill endilega apa eftir Svíum og reyndar fleiri er- lendum náttúrfræðingum er hann telur kúna hófdýr. Eg lield að P. J. hefði fyrirhafn- arlitið getað fundið margt skynsamlegra i sænskum kennsiubókum heldur en þessa flokkun. Allir óspilltir íslendingar hafa vanizt þvi að kýrin væri talin klaufdýr og allt annað finnst þeim bæði kátbroslegt og klaufa- legt. Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. Stiíílza ! getur fengið atvinnu í ; sumar í Kaffisölunni Hafnarstræti 16. Hátt ! kaup. Húsnæði, ef óskað j er. Upplýsingar á staðn ] um eða Laugaveg 43, 1.1 hæð. Sími 6234. C & Æumufké; ¥ ■ Ai fík N **** Tárzan geklc nú urrt stund um göt- urnar og hugsaði ráð sitt. Satt að ségja Jiafði hann eklii hngmymi uni, iivað þann œtti að gera tnæst. -ifin þá varð. nann allt í eýKí ÍaKlviM, fðfináfc cltur. Þarna var kannskc tækifæri lil þéss að komast að livar höggfarnir voru geynidir. Rann lél þvi seni hann tæki •< elvlii eftir eftirförinni og hélt áfram. M l«1ii.stefndi nú niður að liöfninni. Á'niéðan sat Mindu litli við cldinn úti i skógi og beið kömu Tarzans. Kuid- inn tók að ásækja harin þvi nóttin 'var köld og bálið var farið að dvína. Hann bætti því sprekum á eldinn. Ekki all iangt í burtu þhðaii sem Mindu sat og ornaði sér við eldinn, \i:r bófaflokkurinn að brjótasl gegmmj fruinskciginn í áttina til þorpsins. NYl sáirÞeiýífekírmf^un, ffá báfí'Míftdu ástla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.