Vísir - 23.07.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1947, Blaðsíða 4
3 VISIA Miðvikudagmn 23. júlí 1947 k m DAGBLAÐ dtgcfandl: BLAÐATJTGAFAN VlSm H/F Ritstjörar: Kristjfin Gn5Iangason, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Föagsprentsmiðjunni. Afgmfids: Hverfisgötn 12. Símar 1860 (fimm lHrar). JjansasaU 50 aurar. Félagsprentsmiðjan hjf. Veiðbólgan. Erlendir iiiemi, scm hér dvelja þessa dagana, undröst stórlega Verðljólgu þá, sem ríkjandi er í landinu. Flest- ir hafa þeir gjaldeyri af skornum skammti og eru ekki viðbúnir þcim ósköpum, sem hér er að mæta. Fyrir því verður fyrsta verlc þeirra, ef verk skyldi kalla, að leita hófanna um að komast héðan, í stað þess að lcitasl við að kynnast landi og þjóð. Þegar út kemur hafa þeir að von- um þá sögu að segja, að hér sé ólíft vegna vérðbólgu, og hver skyldi undrast slíkar sagnir, sem reynir. Við Islendingar crum orðnir háum tölum svo vanir, að fullyrða má að hugtök okkar um peninga og verðgildi þeirra er allt annað, en annarsstaðar á Norðurlöndum, en ef til vill eins og í Kína, þar sem vísitalan hefur þúsund- 1 faldast, væri hún reiknuð út á annað borð. I þessu felst stórkostlegur háski. Flestir lifa um efni fram, láta hverjum clegi nægja sína þjáningu, en hirða á engan hátt um hvort okkar muni vegna betur eða verr í framtíðinni. Nú þegar ‘gætir tilfinnanlegs vöruskorts, gjaldeyris og innflutnings- leyfi eru ekki látin í té, en svo rammt kveður að beinum vanskilum, að gjaldeyrir fæst ekki til nauðsynlegra skipa- viðgerða, fyrr en 'eftir dúk og disk, en slík vanskil þekkjast ékki nema ef til vill hjá gjaldþrota ríkjum. Er því ekki • að furða þótt erlendir fjármálamenn vari við viðskiptum við íslendinga, og erlendir bankamenn spyrji, er íslenzltír ■ seðlar eru sýndir þeim, hvort ætlast sé til að þeir verði „innrammaðir og hengdir upp á vegg“. Vantraustið á is- lenzkum gjaldeyri er þegar orðinn meira en við megum við, en afleiðingarnar koma enn skýrar i ljós síðar. Nú er svo ástatt að eina von okkur og aleina, er að síldveiðarnar gangi að óskum, — þessi stopuli og kenjótti atvinnuvegur, sem spakir menn töldu verri en eldgos og hallæri, fyrir fáum árum. ÖIl afurðasala okkur er bein- 1 línis bundin við síldarlýsið. Gelum við ekki framleitt nægjanlegt magn af síldarlýsi, verður önnur sala á fisk- 1 afurðum þeim mun minni. Aðrar fiskafurðir eru m. ö. o. óseljanlegar, fyrir það verð, sem við óskum eftir, nema því aðeins að við seljum síldarlýsi með þeim. Eftir skamma hríð rénar feitmetishungríð í heiminum, enda að því unn- ið kappsamlega af flestum þjóðum að bæta úr féitmetis- skortinum. Hvað er þá framundan? Svari þar hver eftir sinni getu, en gátan er auðleyst. öll vonum við að síldveiðarnar bregðist ekki að þessu ' sinni, og þannig eignist þjóðin riflegan gjaldeyri og lang- þráðan. Þótt sú verði raunin á er vafalaust að dregið verð- ' ur stórlega úr innflutningi, verzlunin dregst saman og 1 hópur kaupsýslumanna mun fara á vonarvöl. Ljóst er ’ennfremur, að nú í haust stöðvast allur atvinnurekstur til sjávarins, með því að landvinnukaupið er svo hátt að út- "vegurinn getur ekki staðist slíkar greiðslur. Algjörlega er óvíst hvc langvinn slík stöðvun verður, en henni má afstýra á þann einn vég, að‘innlent áíurðavérð og vísifáiá verði fært verulega niður. Hækkun vísitölunnar stafar ‘annarsvegar af hækkun innlendra afurða, en hinsvegar 1 af beinum grunnkaupshækkunum. Engum heilvita manni dettur í hug, að við ófremdarástandið verði unað til t lengdar, en menn eru vantrúaðir á, að þjóðin beri gæfu , og þroska til að bregðast svo gegn vandanum, sem þrosk- ! uðum mönnum sæmir. Ræða sumir í fullri alvöru um að ' grípa verði til gcngisskerðingar. Þegar svo er komið verða menn að Iiugsa sig um tvisvar. Gengislækkun ef ckltí annað en grímuklædd kaup- * lækkun, en kauplækkun er í sjálfu sér óþörf, ef vísitalan verður lækkuð á cinn eða annan hátt. Atvinnuvegirnir 1 geta jiolað grunnkaupið eins og jiað er, en þeir geta ekki risið undir grunnkaupi og visifölu eins og lnin er nú. 1 Vísitöluna verður að lækka niður í 175—200 stig. Minni iækkun kemur að óverulegu gagni og með öðru móti ' stöndumst við ekki erlénda samkeppni. Norðmenn halda 'vcrðbólgunni niðri méð öllum ráðum. Við höfum farið ' öfugt að og aukið hana með öllum ráðum. ! ;• í ■ Framh. af 1. síðu. Mjólkurstöðvárinnar hafa að undanförnu verið óbyrgðar sorptunnur, þrátt fyrir á- kveðin fyrirmæli heilbrigðis- samþykktar Reykjavíkur- bæjar. Stendur af þessu veruleg hætta, jþar sem við- búið er að flugur beri sýkla úr tunnunum og inn í bygg- inguna. Allt eru þetta atriði, sem annt er að kippa í lag jiegar í stað, en auk þess er ýmsr um atriðum ábótavant, sem naumast yérður bætt úr fyrr en stöðin kemur í ný og full- komnari húsakynni. Vísir innti Eðvarð eftir mjólkurmálunum úti um byggðir landsins og hvað til bóta stæði í þeim efnum. Heildar- skýrsla um mjólkur- málin. „Eg er í þann veginn", sagði Eðvarð, „að leggja af stað í ferð um landið til þess að kvnna mér ástandið i mjólkurmálunum og safna efni í héildarskýrslu um það. Mér til aðstoðar verða hér- aðslæknar í hverju byggðár- lagi, en jiað eru þeir og heil- brigðisnefndir hvers staðar, sem eiga að annast eftirlit með mjólkurbúum og mjólk- urbúðum. Hinsvegar eiga dýralæknar að annast eftirlit með fjósum. Hvað mig og mitt starf snertir, mun eg endurskoða mjólkurreglu- gerðina og taka hvert atriði hennar til gaumgæfilegrar athugunar.“ Selja þarf lágmarks- ákvæði. „Hafið þér nolckurar til- lögur fram að færa að svo komnu máli?“ „Að órannsökuðu máli er ckki unnt að segja mikið um þessi. mál, en jj.ó mætti setja lm*rju heimili jiað skilyrði, að uppfyJIa dniiver lág- marks ákvæði, ef það á að fá Jevfi til jjess að selja mjólk. Ógeriisneydd mjólk varasöm. Þá má og benda fólki á }>að, að enginn skyldi drekka ógerilsneydda mjólk. — Á einkaheimilum skal fólki bent á að hita mjólkina í 73—75° C. og kæla liana síðan slrax í rennandi vatni. Allsherjar birgðageymsla. Loks finnst mér ástæða lil þess að benda á nauðsvn þcss að koma upp allsherjar birgðageymslu á ostum og smjöri. Ástæðan fyrir því er sú, að undanfarið hefir hor- ið á því í ýmsum mjólkur- búum, að meira eða minna af ostunum, sem þar eru gerðir fara til spillis, og verður aiinaðhvorl að fleygja j>eim eða nota j>á til skepnufóðurs. Aðalástæðan er sú hvað léleg mjólk cr notuð í ostaná, samt eru ostar seldir á sama verði hvort sem * þeir erii framleiddir úr 1. eða 4. fl. irijólk. Ef komið yrði upp allsherjar osta- og smjör- geymslu, yrðu vörur sendar þangað strax eltir að þær hafa verið framleiddar í mjólkurbúurtum. Þar yrði osturinn flokkaður og gerj- aður, en síðan seldur eftir gæðum, er gerjun er okið. Þama má framlgjða bræðsl^ ; ost, reýktan ost o. s. frv. —- Smjör yrði sent úr mjólkur- búunum í 30 kg. kössum eða kvartilum, en í vörugeymsl- unni yrði j>að flokkað og ]>akkað í umbúðir, og j>ær mun betri en áður hafa tíðk- azt hér á laiidi. Slik ráðstöf- un ætti að geta lækkað viunslukostnaðinn til muna á mjólkurafurðunum. Auk þess verður namnast um verulega vöruvöndun að ræða í hcild, fyrr en þetta fyrirkomulag kemst á.“ Fræðslurit. Þessa dagana er Mjólkur- samsalan í Reykjavík að serida' út fræðslurit, lítinnr bækling, sem nefmst „10 minnisatriði mjólkurfram- Ieiðénda“. Tilgangurinn með l>ví er sá að fræða bændur og aðra mjólkurframleiðend- ur um bætta meðferð á mjólk, svo að bæði þeir sjálf- ir fái hærra verð fyrir hana og neytendurnir betri mjólk. Hefir Mjólkursamsalan fyrir- hugað að gefa út fleiri fræðslurit varðandi mjólk og mjólkurafurðir í framtíðinni, og er þetta sá fyrsti i röð- inni. Hefir Edvarð Friðriks- son samið hann. Námskeið. Þá er fyrirhugað að Mjólk- ureftirlitið haldi námskeið á næstkomandi hausti fvrir starfsmenn mjólkurbúanna, sem hafa eiga með höndum eftirlit með mjólkurfram- leiðslu á sveitabæjum. Allt þetta gæti orðið til þess að auka þekkingu mjólkurfram- leiðenda og bæta jafnframt mjólkina til neytenda. BERGMÁL Ekki stóð það lengi. Þar kom góöa veöriö, sumar- iö, loksins sögSu mafgir í fyrra- dag. En sólin var ekki lengi hjá okkur. Það var oröiö æöi langt sí'San maður haföi heyrt aö stáðaldri urn annaS. en lægö- ir yfir íslandi eöa viö'lanclíö‘á hægri hreyfingu í einhverja átt, sem mundi aftur -valda rigningu og öðru slíku leiöindaveöri hér á landi. Þó hefir Jietta ekki átt viö um landiö allt því aö J>aö er einkujú hér á suðvestur kjálk- anum . og jafnvel noröur til Húnavatnssýslu, sem illviörin hafa veriö allsráðandi í einar sjö vikur fram til síöustu helgi. Mikið tjón. Bændur á rigningasvæðinu hafa áreiðanlega beöiö niikiö tjón á þessu tímabili. Gras. spretta var víöa góð í vor, þótt mörgum þætti verða nokkur biö áj - verulegum hlýindtun -dg bændur tóku að slá á venjuleg- um tíma eða sumir jafnvel fyrr en venjulega. En Jiurrkurinn lét standa á sér, svo að hey hrökt- ust víöa og skemmdust. En jreir, sem slógu i lok síöustu viku, veröa ekki fyrir verulegu tjóni. Síldin. Sildveiöárnar eru nú búnar að standa í rúmar jirjár vikur og hafa ekki gengiö sem bezt. VeSur hefir þó oft veriö gott nyrðra, en j>aö hefir ekki reynzt nóg. Síldin hefir sézt hingað og jjangað, en j>egar til hefir átt aö táka hefir aflinn- oröið lítill. Hann er aðeins minni en i fyrra, en J>á hvarf síldin seinni hluta veiöitímans og allur aflinn varö ekki nema eitthvaö um 750.000 njál. HeyþurrkunaraðferÖir. Gainall bóndi, sem fluttur er til bæjarins, hringdi til ntín í gær út af erindi, sent flutt var um heyjiurrkun og verkun, í útvarpiöí í fyrrakveld. Þar vár víst eitthvaö rninnzt á j>aö, sem sagt var hér í blaSjnu á dögun- uni um gildi súgþurrkunaráö- feröarinnar. Bóndinn vildi aö blaðið svaraöi þeim, sem í út- varpið talaöi, en j>ví miöur hlustaöi eg ekki á hann, svo aö svariö veröur kannske ekki eins gott, og ella. V élasparnaðurinn. Bóndinn kvað ræöumann hafa sagt, aö það væri nú nokk- uö langt gengiö hér í blaðinu aö segja, 'aö hægt væri aö spara ýmsar vélar, ef tekin yrði upp súgjíurjrkun. Þó heföi ræðu- maöur ekki taliö upp, hvaða vélar j>yrfti auk sláttuvélarinn- ar, og mundu níargir eiga erf- itt meö aö sjá, hvaö gera ætti við t. d. snúnings- og rakstrar- vélar, þegár heyiö- er ekki leng- ur látiö j>orna flatt á jöröinni neldur inni í hlööu. Á byrjúnarstigi. Síöár í erindinu mun ræöu- 1 .... máötir ‘þó hafa játað-, aö -miklTr-- kostir v'ærti á j>essari aöferö, ..... ió. Érb.Á3~,mvu'. 1«,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.