Vísir - 23.07.1947, Blaðsíða 8

Vísir - 23.07.1947, Blaðsíða 8
Næturvörður: Tíæturvörður: Reykjavíkur | Apótek. — Sími 1760. wn Lesendur eru Jreðnir að athuga að sm á a u g 1 ý a ingar eru á 6. síðu. — Miðvikudaginn 23. júlí 1947 Einhugur um handritamálið á landsmóti stúdenta. Tvær tillögur varðandi það samþykktar Landsmót Stúdentasam- bands íslands var haldið hér í Reykjavík um síðustu helgi, eins og Vísir hefir áður skýrt frá. . Milcil þátttáka var í mótinu og var aðalmál þess kröfur Isleiídinga uni endurhelmt liandrita og dýrgripa þeirra, sem nú eru á söfnum í Dan- jnörku. Á mótinu báru þeir pró- fessör Ólafur Lárusson, rekt- or Háskólans, próféssor Sig- urður Nordal og dr. Éínar Ól. Sveinsson, prófessor, upp svohljóðandi tillögur varð- andi handritamálið og hlutu þær einróma samþvkki fund- arins: „Landsmót íslenzkra stú- ‘denta 1947 skorar á ríkis- stjórnina að lialda öfluglega íram kröfum sinum um af- hendingu islenzkra handrita úr dönskum söfnum liingað lil lands og skorar á alla ís- lendinga að fylkja sér sem einn maður um þær kröfur. Jafnframt skorar lands- anótið á íslenzk stjórnarvöld .að efna nú þegar til sem umfangsmestrar útgáfu is- lenzkra handrita, sem nú eru geymd í dönskum söfnum.“ , „Landsmót islenzknf stú- einroma. denta 1947 skorar á íslenzk stjórnarvöld að halda fast á rétti íslendinga til endur- heimtar íslenzkra þjóðminja- gripa úr dönskum söfnum.“ Harðir bardag- ar háðir á Java. Fregnum frá Java í morg- vn af viðuréigninni þar bar ekki saman. Samkvæmt tilkynningum Hollendinga verður þeim vel úgengt i sókninni og beita þeir meðal annars flugvél- um, sem búnar eru rakettu- hyssum, en Indónesar segj- ast hafa getað lieft fram- sókn Hollendinga víða. í einkaskeyti frá UP til [Vísis i morgun segir, að sókn Hollendinga gegn Indónes- um sé þriþætt. Sæki þeir fram frá Bandung til vest- urstrandarinnar, ennfremur frá Semarang í áttina til Djokjakarta,sem til skamms tíma hefir verið aðseturs- síaður Indónesastjórnarinn- ar og loks sækja Ilollending- ar fram í þremur fyklking- um frá Pasirian til Bolingo. 1 fréttum frá aðalstöðvum Iudónesa er sagl að Ilollend- ingar eigi við ramman reip & draga og vei’ði lítið ágengt. íslenzkur liðs- foringi á „Trondheim" Á meðal undir-liðsforingja á norska herskipinu „Trond- heim“, sem legið hefir hér s. 1. daga er ungur.íslendingur, Gunnar Bergsteinsson að nafni. Gunnar fór til Noregs í janúar 1946 með það fyrir augum að ganga i sjóliðsfor- ingjaskólann í Osló. Skönimu eftir að hann kom til Osló var hann innritaður i skól- ann og hefir slundað nám við hann síðan. Tíðindamaður blaðsins hitti Gunnar nýlega að máli og innti hann frélta af dvöl sinn iá herskipinu, svo og af náminu í Noregi. Hann sagði, að námstíminn við skóiann væri tvö ár, og að þeir sem útskrifuðust, hefðu liðsforingjapróf, þ. e. skip- stjórnarpróf. Námstímanum er skipt þannig, að nemend- urnir eru til sjós hálft ár í senn, en hinn helming ársins á skólabekk i Osló. Gunnar var skráður á „Trondheim“ i desember s. 1. Iiefir hann siglt með skipinu til Banda- ríkjanna, en mestmegnis er skipið á ferli meðfram strandlengju Noregs. Náms- tíma Gunnars er lokið næsta vor og hefir hann þá í hyggju að koma hingað til lands og starfa á strandgæzluskipum Islendinga. Ófrýnilegi karlinn á myndinni heitir Tony Galento og varð frægur fyrir það í júní 1939 að berjast við Joe Louis. Hann lá eins og' fleiri — í 4. lotu en nú er „Two-Ton- Galento“ farinn að iðka grísk-rómverska g'lámu. Mikil hryðjuverkaalda gengur yfir Palestínu. Ekkert lát á skothríð og sprengjudunum í Jerúsalem. Gullið er und- ir jöklinum. Winnipeg' (UP) — Talið er, að eitthvert auðugasta gullsvæði Kanada hafi fund- izt í vor norður undir íshafi. Fjórir gulUeitarniemi hafa leitað þar að gulli á bökkum ár einnar, sem rennur lil sjávar skannnt vestan ósa Mackenzie-fljóts. Við upptölc hennar, sem eru undir is all- an ársins luing, fundu þeir mjög hreinan gullsand og jókst liann cftir því sem nær dró aðaljöklinum. Félag eitt liefir í hyggju að sprengja upp jökulröndina, lil þess að komast betur að gullinu. Brezkai sprengjuilug- vélar í heim- sókn iil U. S. A. Sextán brezkar sprengju- flugvclar eru væntanlegar í 'kurteisisheimsókn til New York og ýmissa borga í Kan- ada. Eru þetta flugvélar af Lincoln-gerð og munu þær í fyrsta áfanganum fljúga frá London til Gandar-flug- ivallar á Nýfundnalandi. Mikil hryðjuverkaalda gengur nú gfir Palestinu, verri en nokkru sinni fgrr, að þvt er Luiuíánafregnir hermdu í morgun. Er varla. nokkurt lát á vélbyssuskot- hríð, og sprengjudunum all- an sólarhringinn. Ofbeldis- menn hafœ sig mjög í frammi og hafa valdið nokk- uru manntjóni og skemmd- um á opinberum bygging- um. Lundúnafregnir í morgun greindu meðal annars frá þvi, að ofbeldismenn iir leynifélögum Gyðinga hefðu í gær ráðizt á lögreglustöð einá í Jerúsalem og var háð- ur snarpur bardagi, er stóð í rúma klukkustund. Við það tækifæri féll einn óbreyttur borgari en álta sæx-ðust al- varlega. Fréttaritari brezka út- varpsins i Jerúsalem símaði snemma í morgun, að það væri líkast því, að þar rikti fullkomið hernaðai'ástand, óaldarflokkar væðu uppi og friðsamir borgai’ar fengju ekki að fara leiðar sinnar óáreittir. Víða hefir sprengjum ver- ið varpað, einkum í Jerú- salem, og hefir allmikið (tjón oi’ðið á opinberum byggingum Breta. Sunxir fregnritarar i Jer- úsaleni setja óeirðir þessar í samband við atbui'ð þaun, er gerðist, er 4500 Gyðingax;, er reyndu að konxast til Pale- stinu með ólöglegum hætti, voru stöðvaðir fyrir Pale- stinuströndum og fluttir aft- ur til Frakklands, en þaðan lögðu þeir upp. Fjoldi foiks skoðar Akur- eyrarkirkj n. Fi'á fréttai'itara Visis Akureyri, í gær. Mikill fjöldi manna hefir skoðað Akureyrarkirkju að undanförnu. Var lögð fram í kirkjunni gestabók fyrir rúmrkviku, og liafa þegar um 520 manus skrifað nöfn sin í hana. Björgvin Guðmundsson, tónskáld, hefir leikið á orgel kirkjunnar milli kl. 6—7 á kvöldin, og hefir það aukið aðsókn fólks í kirkjuna. I>á hefir Jón Þorsteinsson, kenn- ari, vei'ið í kirkjunni daglega og leiðbeinl fólki um liana, og lýst fyrir því þeim lista- verkum, sem kirkjan á og sagt þvi nokkuð frá byggingu hennar. Er hér um atliyglis- verða nýbi'eytni að ræða, sem vel máetti taka upp við fleiri kirkjur hér á landi, því að yfirleitt eru íslenzkar kirkjur ekki hafðar opnar fyrir al- menning utan guðsþjónustu- thna, eins og viða tíðkast er- lendis. Karl. Samsöngur Stefáns íslandi og Guðmund- ar Jénssonar. I*eir Stefanó íslandi óperu- söngvari og Guðmundur Jónsson barytónsögvari munu efna til samsöngs hér j bænum innan skamms, að því er blaðið hefir fregnað. Verða þetta síðustu forvöð að heyra þá Stefanó og Guð- mimd syngja, þvi þeir eru báðir á förum til útlanda. Stefanó mun fara siðast i þessum mánuðl til Damnerk- ur, þar sem hann tekur að nýju til starfa við ópei'una, en Guðmundiír fer í byrjun næsta mánaðar til Svíþjóðar og stundar þar framhalds- nám i söng. Þeir Stefanó Islandi og Guðmundur Jónsson eru báðir miklir listamenn. Hafa þeir livor i sínu lagi átt ó- venju mikluin vinsældum að fagna þegar þeir liafa látið til sín lieyra, og aðsókn verið mikil. Og þegar Jxeir láta heyra til sín saman, má búas.l við því, að fjöldi manns verði fi'á.að hverfa, en óvíst hvort unnt verður að endur- talca konsertinn. Brezkir björgunarbátar höfðu meira að gera í apríl s. 1. en í þeim mánuði á nokk- uru ári á friðartimum. Jarðsími lagður á Akureyri. Undanfarnar vikur hefir staðið yfir lagning jarðsíma í hin nýrri hverfi Akureyrar- bæjar. Að því er Gunnar Schram, símstjóri á Akureýri, liefir Ijáð blaðinu íslendingur, er vonast til að þessu verki verði lokið í sumar, þar sem nauð- synlegt er að síminn verði kornin í jörðu, áður en sjálf- virka stöðin tekur til starfa, en það mun verða á næsa ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.