Vísir - 14.08.1947, Blaðsíða 2

Vísir - 14.08.1947, Blaðsíða 2
V 1 S I R Fimmtudaginn 14. ágúst 1947 NYIR PENNAR III Þrihyrningurinn guwnli. Oddný Guðmundsdóttir: Veltiár. Skáldsaga. — 213 bls. Verð: 22 kr. Þetta er önnur skáldsaga Oddnýar Guðmundsdóttur, en fyrsta bók hennar bar titilinn: „Svo skal böl l)æta“, og var sveitasaga. Veltiár gerist hinsvegar í kauptún- inu Bláhöfn, og benda stað- hættir til Þingeyjarsýslna, enda er skáldkonan þaðan ættuð. Sagan hefst í októbermán- uði 1941, og endar nsasta vor. Hér er þess vegna ekki lýst nema hálfu veltiári, og rauninni engu, því sannleik- urinn er sá, að bókin fjallar ekki um auðsöfnun og gróða- brall, né heldur um velmegun almennings, hún segir frá af- greiðslustúlku í kaupfélags- búð og tveim vonbiðlum hennar. Naí'n bókarinnar er ])ví villandi. — En hvað um það, slíkt er engin stórsynd, og er það fjarri mér að áfell- ast höfundinn fyrir efnisval sitt, enda skiptir það oftast nær eða alltaf minna máli en efnismeðferðin, þegar um skáldskap er að ræða. Gamli þríhyrningurinn, — tveir um eina, eða tvær um einn, er að vísu ovðið slitið form, en það er heldur ekki annað en urngerð, og ágæti listaverks- ins byggist ekki á umgerð- inni, heldur á því, sem innan í henni er. — Og svo gerð sé nánari grein fyrir yztu línum verksins, þá skiptist það í tvo aðalkafla, sem höfundur nefndir: Fyrri hluta og Síð- ari hluta, og er hvoriun fyrir sig síðan skipt í marga smá- kafla, sem bera ýmsar fyrir- sagnir í samræmi við inni- haldið. —- Það eina, sem mér finnst athugavert við þessa niðurskipan, er skipting sög- unnar í tvennt, þar eð efnið gefur ekki ástæðu til þess. Það er hvorki um að ræða straumhvörf í lífi sögu- persónanna, né nokkur önnur sýnileg þáttaskil, nema ef lelja skyldi áramótin, þegar farið var að skrifa nýtt ár- tal á alla reikninga í kaup- félagsbúðinni. Eins og áður er getið, hcfst sagan í október. Þó kemur Þrúða í kaupfélagsbúðina, samvinnuskólagengin, sér- sinna og elur þá von i brjósti að þurfa aldrei að snerta ó kvenmannsverki um ævina. Ivar, sem er ungur maður og vel á sig kominn, og þegaj,- orðinn dálítill vísir að stríðs- gróðamanni, lítur.hana hýru auga, því bæði er það, að honum finnst hún lagleg, og svo veit hann að hún er greind. En stúlkan, sem hafði heyrt hann ldæmast við fé- laga sinn fyrir 7 árum, er ])au voru saman í kaupa- yinnu, og hefir auk þess megnustu andúð ó öllum þeim, sem „komizt hafa á- fram“, eins og það er kall- að, — hún forsmáir vitan- lega allar hans tilfinningar og gerir honum margt til skapraunar. Hinsvcgar hænir hún að sér Óla bílstjóra, sem er ákveðinn í að verða aldrei annað en bílstjóri og spáir því, að Ivar eigi eftir að verða einn af verstu og hættulegustu mönnum þjóð- félagsins, þegar næsta kreppa skelli á. (Liklega vegna þess að hann á þrjá báta og er þess vegna atvinnurekandi). Tilfinningar hennar í garð Óla komast þó aldrei yfir takmörk systurlegrar vin- áttu, þvi hjarta hennar til- heyrir reyndar brezkum her- manni, sem nú er farinn og kemur aldí'ei aflur, og geng- ur hún með barn hans undir beltinu. — Ekki greinir sag- an þó neitt nánar frá því æyintýri, nema hvað manni skilst, að hér hafi verið um hreina ást að ræða, og geri eg ráð fyrir, að með lýsing- unni á Þrúðu vaki það að nokkru leyti fyrir höfundin- um, að sýna fram á, að ekki hafi allar hinar svo nefndu ástandsstúlkur verið lauslát- ar, og er það auðvitað hár- rétt. — Um vorið segir Þrúða af sér afgrciðslustörfunum og ræður sig í vist á sveitabæ, þar sem liún ætlar að fæða barn sitt og hcyja lífsbar- áttuna ein síns liðs, — að minnsta kosti fyrst um sinn. En vonbiðlarnir silja eftir í Bláhöfn, og er sagan þá öll. Allmargra aukapersóna er getið í Veltiárum, en sjaldan hef' eg séð aukapersónur gegna minna hlutverki í skáldsögu. Þær dumpa inn erindislaust, og hverfa aftur Yonum bráðar án þess að skilja eftir fótspor eða fingrafar, hvað þá að þær liafi orðið hlekkur í atburða- keðjunni eða tengzt sögu- þræðinum. Hefir höl'undur- inn þær flcstar á hornum sér, gerir grín að þeim annað hvort með eigin orðum eða annara, og gctur maður þá ckki ævinlega séð, hvað þær liafa af sér gert. Svo er um fröken Abbý, barnakennar- ann, prestinn, „aumingja Sig- urvin“, „aumingja Hildi“, kaupfélagsstjórafrúna o. fl. öll viðleitni fólks til menn- ingarbóta í kauj)túninu er gerð sem hæðilegust, félags- samtök þess uppnefnd og hégómaskapur og heimska Iátin einkenna alla þá, sem ekki ganga daglega i verka- mannafötum. Sömu útreið fær allt einstaklingsframtak, sem fjármagn þarf til, svo sem útgerð Ivars og veitinga- hússrekstur, sömuleiois hug- mynd Hálfdánar á Þrándar- stöðum um sjúkrahús. Ein aukapersóna sögunnar nýtur - þó sérstakrar hylli höfundar, en það er doktor Herjólfur frá Kaupmanna- höfn, sem gefið hafði út Ijóðabókina „Utsynning“, er var safn níðkveðlinga um prófessora, doktora, meistara og dósenta. Að vísu voru þeir ekki nafngreindir, en þó vel þekkjanlegir af lýtum sin- um og einkamálum, segir höfundur, og bætir við að sívaxandi hrifningu: „En kunnugir sögðu, að ])að snjallasta af kveðskap hans væri þvi miður ekki prenthæft né lesandi uj)phátt í áheyrn kvenna og barna“. Margt fleiri hjalar skáld- konan fagurlega um þennan „útvörð íslenzkrar menning- ar“, sem ung skáld lita upp til, — og óttast um leið. Hann lætur nefnilega binda sumar bækur inn i Ijósgrænt band og geymir þær í hillu út af fyrir sig. Ekkcrt gelur skelfilegra en vita bók sína hreppa slíkt hlutskipti úti í Kaupmannahöfn, því doldor- inn les þær i háði fyrir lcunn- ingja sina! — Mér er óskiljanlegt, hvað þessi fugl á að vilja inn í söguna, og hvers vegna skáldkonan hefir á honum svo áberandi dálæti, þegar þess er gætt, að hún lýsir hon- um sem hinni mestu mann- orðsveiðibjöllu og slúður- sagnaþefdýri, en á flestum öðrum virðist hún hafa and- úð, þó ástæður séu ekki greindar. — Enda þó söguefnið opni á nokkrum stöðum tækifæri til sterkra lýsinga, hliðrar skáld- konan sér algjörlega hjá að nota þau, heldur velur hún þá aðferð að slíta þar þráð- inn með kajntulaskiptum og taka hann upp aftur, þegar allt er liðið hjá. Lætur hún þá rifa í viðburðina gegnum fremur ómerkilegt slúður al- mennings i kaupfélagsbúð- inni. — Mér finnst, að Oddný Guð- mundsdóttir hafi ekki komizt nógu vel frá þessari sögu, því auk framangreindra galla er eins og enginn nái þar nokkurri höfn. Það er eins og persónurnar dagi allar uppi í bókarlok, eða kannske ölu lieldur að sögunni sé ekki lokið. Ekki má þó skilja þetta sem svo, að eg telji bókina með öllu mishej)pnaða. Aðal- persónurnar eru að mörgu leyti skýrt mótaðar og sál- fræðilega sannar, og hvar- vetna má sjá þess merki í bókinni, að skáldkonan leit- ast við að fara sínar eigin götur, en forðast eftiröpun, og penni hennar er lipur og mál hennar gott. En hvers vegna öll þessi mannfyrirlitning og hálf- kæringur? —- Guðmundur Daníelsson. Hið íslenzk-græn- lenzka þjóðfélag. Ut af ritgerðum Magnúsar bankastjóra Sigurðssonar og dr. juris Ragnars Lundborgs um eignarrétt Islands til Grænlands, er birzt liafa í Vísi, hafa oss borizt fyrir- spurnir um, hvert álit dr. Vilhjálms heitins Finsens hafi verið á þessu máli, og er oss nú liægt að svara þvi: I ój)rentuðu réttarsögunni lians, A. M., acc. 6, i háskóla- bókasafninu í Khöfn gerir hann á bls. 43 þessa grcin fyrir réttarstöðu Grænlands: „20. Territorium Grænland [þegnréttur] 1 Grágás er ekki gerð grein fvrir íslenzka þjóðveldinu sem slíku. Um landsvæði þess eru höfð orðin Island, hér á landi, land várt; um íbúana: íslenzkir menn, Islendingar; um málið, vár tunga eða oft- ast dönsk tunga. Þjóðfélagið lók einnig yfir býggðár eyjar við Island eða þær eyjar, sem ])jóðin liafði vald á; það er talað um eyjar þær, sem byggðar eru, útej^jar. Eink- um er gelið Veslmannaeyja. Grímseyjar er gelið í sögun- um, vcgna tilraunar Ólafs helga til að fá Islendinga til að íáta þessa ey af hendi við sig, en þeir færðust undan. Frá Islandi byggðist Græn land 986, og þessi nýlenda var talin vera tilheyrandi hinu íslenzka' réttarsvæði, og við það er átt með orðunum „i várum lögum“. Það verð- ur því að álíta, að öll íslenzk lög og rétlarvenjur (den is- landske Ret) hafi að sjálf- sögðu gilt á Grænlandi, sem virðist hafa haft sérstakt þing, Garðaþing, er virðist hafa verið skapþing (ekki eins og hin norsku), en raun- ar aðeins verið dóm])ing, ekki löggjafarþing. Getið er um biskupsdæmi á Grænlandi.“ Nokkru aflar í sömu bók hefir Vilhjálmur ritað sér til miniiis á spássíu handritsins: „Her bör maaske omhandles den islandsk-grönlandske Stats Omraadc“ = Hér ætli ef lil vill að gera grein fyrir landsvæði hins íslenzk-græn- lennzka þjóðfélags. Er þeir Jón heitinn Þor- lœlsson og Einar Arnórsson voru að kanna réttarstöðu Islands í byrjun þessarar ald- ar, neitaði Árna Magnússon- ar-nefndin að lána handrit þetta eða hina læsilegu af- skrift þess á söfn í Reykja- vík (Réttarstaða Islands, bls. 101). I nafnaregistrið í Grgs. III ritar Vilhjálmur: „Grænland (Grænaland) Ia, 240, 249, II, 71. 90, 389, III, 478 (sbr. í várum lögum = íslenzka byggðin á Grænlandi Ia, 226, II, 70). — Ib, 197, III, 466.“ 1 skýringargreinunum aft- an við Grgs. III ritar hann undir iög, „... z [merking] lagasvæði, réttarsvæði (Lov- omraade, Retsgebet); í vár- um lögum Ia; 226, II, 70, á því svæði, sem stendur undir þjóðfélagsvaldi vorra laga (under vort Lovomraade); hér er átt við íslenzku ný- lenduna á Grænlandi. — sbr. lögleiða.“ Hann vísar í lög- leiða af því, að það merkir að taka menn inn í þjóðfé- lagið. 1 dönsku þýðingunni af Konungs bók (bls. 224) þýð- ir liann „her a lande eþa i órum logum“ = „her i Lan- det eller hvor vore Love gæl- de“ (hér á landi eða þar, sem lög vor gilda), sem hann svo i neðanmálsgrein skýrir sem þann hluta Grænlands, sem Islendingar byggðu. Lög merkja i voru máli réttarreglur, en þau merkja einnig þjóðfélag frjálsra þegna, sem eru án embættis- manna, en fara sjálfir með alla þætti þjóðfélagsvaldsins, og lög heitir einnig það svæði á jörðunni, sem slíkt þjóðfélag tekur yfir. Er Vil- hjálmur Finsen talar um Retsgebet, Lovomraade eða under vort Lovomraade (réttarsvæði), á hann með því við lög' í þessari síðast- nefndu merkingu, það svæði, sem þjóðfélag frjálsra þegna tók yfir. Vilhjálmur Finsen lítur þannig svo á, að Grænland hafi í tíð Grágásar yerið ís- lenzk nýlenda, algerlega und- irgefið íslenzkri löggjöf og þar með um leið undirgefið öðrum greinum íslenzks þjóðfélagsvalds. Vilhjálmur Finsen var sem fleiri frændur hans vísinda- maður að upplagi og allra manna grandvarastur til orðs og æðis. Hann var lengi hæstaréttardómari í hæsta- rétli Dana. Kaupmannahaín- arskóli kjöri liann til heið- ursdoktors i lögum. En heimsfrægð sína hlaut hann fyrir hina eindæma vönduðu útgáfu sína af allri Grágás og hin brautryðjandi ritverk sín um hið íslenzka þjóðfélag þj óðvcldistímans. Nýkomnar regnhlíf ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.