Vísir - 14.08.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1947, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGAFAN \TSIR H/F Ritetjórar: Rristján GnSlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Féiagsprentsmiðjan h.f. ■ Lántaka. Nýlega var vikið að því hér í blaðinu, að komið gœti til mála, að nauðsyn bæri til erlendrar lántöku, til þess eins að afstýra óhöppum, sem ella myndu henda. Jafnframt var á það hent, að slíku láni yrði að verja til nytsamlegra hluta, en ekki fávíslegs glingurs. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið ræddu mál þetta í gær, en af svo lítilli skynsemi, að frekar var um hreinar blekk- ingar að ræða en leiðbeiningar fyrir almenning. Virðist því ekki fjarri lagi, að mál þetta verði rætt nánar. Á sínum tíma hvatti Nýbyggingarráð — auk ríkis- stjórnar og Alþingis — almenning til þess að leggja í margvíslegar framkvæmdir, og í vímu striðsgróðans hlýddu margir þeirri hvatningu. Mönnum var lofað gulli og græn- um skógum, ef þeir legðu fé til margvíslegra framkvæmda, en að því er sjávarútveginn varðaði var Stofnlánasjóður myndaður, sein lýtur stjórn Landsbankans, en úr þeim sjóði átti að veita lán til skipakaupa, verksmiðjubygginga, skipasmíðastöðva og margra hluta annarra. Nýbyggingar- ráð átti að fjalla um lánsbeiðnir úr sjóðnum, en þvi að- eins fékkst lán, að meðmæli þess lægju fyrir. Hópur einstaklinga og allmörg félög hafa ráðizt í ný- byggingar, sem ofangreint Nýbyggingarráð hefir beinlínis hvatt til. Sumir þessara aðila hafa þegar lagt fram megnið af fé sínu til kaupa á efni eða vélum til margvíslegra framkvæmda, en hafa verið stöðvaðir í frekari aðgerðiun, sumpart sökum þess að gjaldeyrisleyfi hafa ekki verið veitt, en sumpart hafa lánsstofnanimar ekki treystst'til að veita bráðabirgðalán til framkvæmdanna, þar til er Stofn- lánasjóðslán fengist, — en loks hefir Stofnlánasjóður ekki yfir nokkru fé að ráða og getur í engu staðið við loforð Nýbyggingarráðs né tekið meðmæli þess til greina varð- andi lánveitingar. Af öllu þessu framferði hlýtur að leiða, að þeir aðilar, sem hvattir af fyrrverandi ríkisstjórn og Nýbyggingarráði hafa hætt fé sinu til nýsköpunar, verða fyrír stórfelldu fjártjóni, sem vafalaust kemur ýmsum þeirra á vonarvöl. Fyrirtæld þeirra kunna að vera misjafnlega þörf, en öll eru þau nauðsyn að dómi Nýbyggingarráðs. Þegar svo að því rekur, að hætt er að tala um „fríbstann“ og mönnum verður ljóst að gjaldeyririnn er upp urinn, hleypur liið opinbera frá öllum stuðningi við þá menn, sem lagt hafa í framkvæmdir samkvæmt tilmælum þess og telur sig ekki hafa neinum skyldum að gegna gagnvart þeim. Myndu slikar aðfarir verða fordæmdar sem siðlausar og ábyrgðar- snauðar, ef einstaklingar ættu í hlut. Nú er vitað, að mjög skortir, þjóðina erlendan gjald- eyri, sem og að svo er fjárhagur ríkisins þröngur, að vafa- samt er, hversu lengi verður haldið uppi þeim útgjöld- um, sem á ríkissjóði liafa hvílt, svo sem niðurgreiðslum á afurðaverði o. fl. Slikt ástand léttir ekki öllum skyldum af ríkinu, opinberum fyrirtækjum eða lánsstofnunúm. Þess- um aðihun ber að sjá svo um, að menn verði ekki harðar úti en nauðsyn krefur, hvort sem til þess verður að taka erlent lán eða ekki. Eins óg sakir standa er peningamarkaðurinn mjög rúm- ur og lántökur sennilega auðveldar. Rcntan er mjög lág, en fer vafalaust hækkandi senn hvað liður, enda hefir viðleitni þegar gætt víða til þess að hækka hana. Sé nauð- syn að taka erlent lán, ættum við að gera það einmitt nú. Síðar getur það reynzt okkur of dýrt. Hafi hið opinbera ofboðið gjaldgetunni út á við og bitni slíkt athæfi á al- menningi, sem hvattur hefir verið til framkvæmda, ber tvímælalaust að gera ]iað, sem gert verður, til að afstýra frekara tjóni en þegar er orðið. Lántaka getur borgað sig, sé fénu varið til framkvæmda, sem spara þjóðinni síðar erlendan gjaldeyri eða afla henni aukins gjaldeyris, m. a. til niðurgreiðslna á skuldum. Vitað er að kommúnistar cm ekki sérlega viðkvæmir fyrir fjártjóni annarra, og telja menn ekki of góða til að bera og þola tjónið, en allur þon-i manna er ekki gædd- ur kommúnistísku siðgæði. V I S I R Fimintudaginn Í4. ágúst 1947 RANDDLPH CHURCHILL (U.P.) : Staða Indlands og Bretaveldis. Horfur eru á að' meiri hluti Indlands, ef ekki allt, vei-ði áfram hluti af brezka heimsveldinu. Verði það ofan á, verður ekki aðeins Ind- landi forðað frá blóðbaði, en hrezka heimsveldinu gefin aukinn kostur á að láta á- hrif sinna gæta á gang heims- málanna. Það myndi frekar mega þakka það heppni, en góðri stjórn, ef þessi hagstæða að- staða myndi skapast. Hefði brezku verkamannastjórn- inni tekizt sú áætlun, að koma á sameiginlegri mið- stjóm í Indlandi, myndi þjóðþingsflokkurinn áreiðan- lega hafa slitið landið lir tengslum við brezka heims- veldið og hryllileg borgara- styrjöld hafa brotizt út. ■— Indverjar voru hins vegar ekki þess megnugir að verða sammála innbyrðir. Eins og málum er nú háttað, virðist líklegast að Indland skiptist í þrjú stór ríki, Hindustan, Pakistan og Rajistan, en öll þessi ríki geta vel orðið sam- veldislönd Breta. Það er nærri áreiðanlegt, að þetta er ósk Múhameðstrú- annanna í Pakistan. Margir indversku furstanna hafa einnig lýst yfir þeirri skoðun sinni, að þeir óski eftir að gera samninga við Breta. — Sumir þeirra kunna að óska þess að ganga í samband við Bretland, er svipi til sam- bandsríkis. Það er ekki lík- legt að Hindustan vilji verða áfram innan brezka heims- veldisins, en stefna indversku. prinsanna gæti haft áhrif á stefnu þess. Mounbatten lávarður og hinn skarpvitri ráðgjafi lians, Ismay hershöfðingi, njóta mikils trausts vegna þess, hve vel þeim tókst að vinna að bættri sambúð ríkjanna. Þegar Mountbatten lávarð- ur var fyrst skipaður í em- bættið, voru ýmsir kviðafull- ir vegna stjórnmálaskoðana hans. Kona Mountbattens svipar til konu Roosevelts í því, að vera óþarflega undir áhrifum frá stofu-kommún- istum og öðrum áþekkum samúðarmönnum. — Frú Roosevelt hefir vitkazt og snúið baki við kommúnist- um, en kona Mountbattens liefir ekki ennþá losað sig við þá trúvillu. Þeir, sem hinsvegar þekkja Mountbatten lávarð segja, að hann sé manna ólíklegastur til að láta slíkt hafa áhrif á sig. Frank Chven, hinn röski ritstjóri Daily Mail í London, var einn af undirmönnum Mountbattens lávarðs í stríð- inu. Owen var áður fyrr rót- tækur, en er nú að færast mjög til hægri. Enda 'þótt hann hafi ekki, er hann fór frá Burnia, verið farinn að snúast á sveif með hægri mönnum, mátti hann oft teljast íhaldssamari en yfir- maður hans. Mountbatten hefir ávallt keppt að því að verða flota- málaráðherra. Faðir hans, Louis prins af Battenberg, gat sér mikinn orðstír í því embætti og átti drjúgan þátt í því að byggja upp flota Breta fyrir fyrri heimsstyrj- öld. En þegar stríðið skall á, varð hann að segja af sér vegna almenningsálitsins, vegna þess að hann var af þýzkum uppruna. (Þá breytti hann nafni sínu í Mountbatt- en. Mountbatten lítur á það sem skyldu sína að hann eigi að halda uppi minningu föðurs sins og vinna að sama starfi og fað- ir hans. Þar sem hann hafði verið einn af yfirforingjum banda- mannahers var flotamála- ráðuneytið andvígt því, að hann fengi stöðu í ílotamála- ráðuneytinu eftir a, stríðinu lauk. Samt sem áður sigraði Mountbatten og fyrsta tund- urspilladeildin var látin und- ir hans stjórn. Sú staða er talin þýðingarmikið skref í áttina til þess að verða flota- málaráðherra. Nú, þegar hann er orðinn varakonung- ur á Indlandi, verður ennþá erfiðara fyrir hann að ná því marki, er hann hefir sett sér. En víst er, að hann mun halda fast við ásetning sinn. Heybreslisr í Vesl" mannaeyjum. Rigningar og þoka undan- farið hafa valdið því, að hey hafa algerlega eyðilagzt hjá mörgum á Vestmannaeyjum. Enn fremur er talið, að kartöfluuppskera muni verða mjög rýr hjá mörgum vegna hins óhagstæða tíðarfars. Komið til Akureyrar. , Kunningi minn er fyrir nokk- uru kominn úr ferðalagi um Noröurland. Hann var meðai annars nokkurar nætur á Ak- ureyri og hét því þá, að hann skyldi ekki vera þar ótilneydd- ur aftur, ef hann gæti ekki komið bíl sínum í geymslu um nætur. Bíllinn var á nýjum lijól- börðum, þegar norður var kómið, en hverja nóttina eftír aðra var stungið á einu eða fleiri hjólum, svo aö slöngurnar voru stagbættar, þegar komið var suður. Ðæmin eru fleiri. Manninum heíöi ekki þótt þetta neitt grunsamlegt, ef þetta hefði t. d. komið fyrir aðeins eina nótt, en nú gerðist það hverja nóttina af annari og þaö kom einnig fyrir aðra, sem voru með bíla nyrðra, svo að hann sá, hvernig í öllu lá. Þorp- arar þeir, sem þarna voru að verki, virthst lielzt sækjast eft- ir því að ráðast að þeim bílum, sem voru nýir og íallegir og langhelzt, ef þeir voru á nýj- um hjólbörðum. Þeim hefir lík- lega ekki þótt neinn akkur í að eyðileggja hjólbarða, sem var korninn á grafarbakkann. Og Reykjavíkurbílar einir komu til greina. Öfundsýki. Líklega eru það unglingar, sem leika þessi óþokkabrögð, unglingar, sem lesið hafa helzti oft öfundarskrifin og níðið, sem Dagur, blað Framsóknar- manna á Akureyri, birtir í viku hverri uni Reykjavik og Reyk- víkinga. Það blað hefir lengi predikað öfund á Reykviking- um, verið sínöldrandi yfir „Reykavíkurvaldinu",. sem það kallar svo. Annað óþroskahjal þess blaðs héfir verið í líkum dúr. Smánarblettur fyrir bæinn. Það skal ósagt látið, hvort blaöið hefir ætlazt til þess að framtakssamir unglingar þar norður frá hæfu skæruhernað gegn Reykvikingum og öðrum, sem hætta sér í heimsókn til höfuðstaðar Norðurlands, en einhver’virðist þó hafa smitazt af öfund blaðsins. Annars ættu þeir Akurevringar, sem vilja ekki að smánarblettur veröi. settur á bæ þeirra, að taka höndum saman um, að gestir þar komist þaðan með óskemmd farartæki. Nýja símaskráin. Margir kvarta nú undan því, að illa gangi að fullgera nýju símaskrána. Er það mjög aö vonum, því að svo mörg ný símanúmer hafa bætzt við, sið- an síðasta skrá var samin, að mörg þeirra hafa hvergi verið prentuð. Eg spuröist fyrir um ,,líðan“ nýju skrárinnar fyrir nokkuru og íékk þau svör, að nú færi að stýttast þangað til hún kæmi. Prentunin stendur yfir um þessar mundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.