Vísir - 08.12.1947, Side 1

Vísir - 08.12.1947, Side 1
37. ár. 276. tbí. Hjón drukkna. í gærkvöldi eða nótt vildi það hörmulega slys til, að hreppsstjórahjónin aS Hálsi í Kjós drukknuSu í Meðalfellsvatni. Gestur Andrésson hrepp- stjóri og kona hans höfðu farið í heimsókn á annan bæ og' fóru yfir vatnið, er þau héldu heim. Voru þau í bifreið og brast ísinn undan henni, þar sem dýpið er átta metrar og drukknuðu hjónin bæði, eins og’ fyrr greinir. Er Slysavarnafélaginu var tilkynnt um þetta, voru gerðar ráðstafanir lil að senda kafara upp að Meðalfellsvatni, til að ná líkunum og bifreiðinni upp. Mun kafarinn hafa lagt af stað upp eftir'um hádegisbilið í dag. Um nánari atvik í sam- bandi við slysið er blaðinu ekki kunnugt. Rætt um að- stoð til Kína. 1 dag hefjast umræður í þjóðþingi Bandaríkjanna um breytingar á bráða- birgðahjálp til handa nauð- stöddum þjóðum. Upphæð sú er Bandaríkin ætla að láta af hendi rakna samkvæmt síðari tillögun- uin er 657 milljónir sterlings punda. Þar er Kína ætlaðar 60 milljónir sterlingnspunda, en húist er við að hjálpin til Frakka og Austurrikis- manna verði ekkert skert. Hraðskákméfeð hefst í Hraðskákmót Islands hcfsl áð Þórscafé kl. 8.30 í kvöld. í kvöld fer fram undan- rásakeppni, en úrslitakeppni verður síðar í vilcunni. Öll- um skákmönnum er heimil þátttaka og eru menn beðn- ir að taka með sór töfl. — Keppninni verður hagað þannig, að hver leikur taki ekki meira en 10 sekúndur. Þátlfakendur munu verða um 40—50. Skáksamband íslands sér um mótið. Kommúnistar tapa enn í Marseilles. IMýjar bæfar- stjórnarkesnliig' ar þar í gær. Farið hafa fram mjjar bæ jarstjórnarkosningar i Marseilles vegna þess að þær fyrri voru ekki taldar hafa verið fullkomlega lög- legar. Úrslitin. yerða ’kunn síðari liluta dagsins í dag og er talið að fylgismenn de Gaulle bafi ennþá aukið fylgi sill þar. Það, sem ein- kenndi kosningarnar í Mar- seilles var, að koinmúnistar höfðu tapað þar meirihluta- fylgi, en í Marseilles liefir höfuðvirki þeirra jafnan jverið. Seinni lcosningárnar eru taldar liafa verið jafn- vel ennþá meiri ósigur fyrir kommúnista. Bretar fá eH nöta eftir- sföóvar iánslns Bandaríkjastjórn hefir samþykkt, að Bretar rnegi nota eftirstöðvar lánsins, er þeir fengu í Bandaríkjunum. 400 milljónir sterlings- punda af láni þessu var frvst í Bandaríkjunum samkvæmt samningi við Breta, en nú liefir verið losað um þessa fjárliæð og er talið að það muni koma Bretum og' ýms- um þjóðum vel. Handsprengju var í gær varpað inn í strætisvagn í .Jeriisalem og fórust 6 Gyð- ingar, er voru í vagninum. Uiia rafmagns- Samkvæmt upplýsingum sem Vísi hefir borizt frá Rafveitu Hafnarfjarðar, hef- ir rafmagnsálagið í Hafnar- firði að undanförnu verið mjög lítið, þann tíma dags- ins sem spennan er lægst. Rafveitustjórinn i Hafn- arfirði telur ástæðu til þess að taka þetta fram vegna þeirra mörgu aðila, sem lialda þvi fram, að liin lága spenna hér í Reykjavik og víðar stafi af því, að raf- magninu hafi verið dreift of viða. En Hafnarfjörður er, eins og gefur að skilja stærsti rafmagnsnotandi utan Rvik- ur. Mánudaginn 8. descmber 1947 Síldin, sem fer á Framvöllinn, Siækkni npp í 25 kr. máiii. Ekki er öll vitlevsan eins, munu margir segja. er þeir sjá þessa mynd. Þetta er „vitagreiðsla“ og — ótrúlegt en satt — þá er ljós á vitan- um Tito og UsTjgverj^ ffip gera hernaÖ- arbandaiag. Eins og skýrt var frá i fréttum fyrir helgina kom Tito marskálkur til Buda- pest og undirritaði þar vin- áttusamning .Túgóslava og Ungverja, en annar samn- ingur verður undirritaður í dag um gagnkvæma hernað- araðstoð þjóðanna. Bifreið sfoiið. / fyrradag var vörubif- reiðihni R 872 stolið hér í bænum. Fannst hún í gær suð- ur í Fossvogi og hafði farið þar út af veginum. Skenmul- ir liöfðu orðið miklar á hif- reiðinni. Hálka var á vegin- um suður til Ilafnarfjarðar i gær, og munu einhver hrögð hafa verið að þvi að bifréið- ar færu út af . veginum á þessari leið. ijórar viðskipta- nefndir fl Moskvu. i Um þessar mundir eru við- skiptanef'ndir frá nokkurum þjóðum í Moskva til þess að ganga frá viðskiptasamning- um við Ráðstjórnarríkin. Meðal þeirra þjóða er semja við Rússa um við- skipti nú auk Rreta eru Belg- íumenn, Norðmenn og Svíar. 1C9 sldp Mða nú löndunar hér. Era með 80—90 þús- m 100 síldveiðiskip liggja nú á Reykjavík- urhöín og bíða löndunar. Mun láta nærri, að skip bessi séu með um 80—90 þús. mál mnanborðs. Sama sildargengdin er enn í Hvalfirði og veiðiveður hagstætt. Fá skip niunu vera þar að veiðum nú, flest þeirra, eða um 100 bíða löndunar hér á böfninni, annaðlivort í flutningaskip i eða á bifreiðir, sem flytja síldina á Framvöllinn við Sjómannaskólann. Ganga .síldarflutningar þangað greiðlega. Er nú verið áð losa síld úr 8 skipum, til geymslu á Framvellinum. Síldarflutningar norður. Um hádegi í dag átti að hyrja að ferma pólska sild- arflutningaskipið Hel, sem mun bera um 12—14 þúsund mál, eða svipað magn og norska skipið Banan, sem nú er á leið norður með full- fermi. Hrimfaxi er væntan- legur að norðan í dag eða á morgun. Afli bátanna. Þessi skip komu af veið- um nú um helgina: Guð- Iþióttaiáðunautui segli staslmn lausu. íþróttaráðunautur Reykja- víkurbæjar, Benedikt Ja- kobsson íþróttakennari hefir sagt starfi sínu lausu frá næstkomandi áramótum að telja. Benedikt hefir gegnt starfi iþróttaráðunautar frá því er það embætti var stofnað fyr. ir nokkurum árum. Hefir Benedikt nú verið ráðinn fastur iþróttakennari við Háskóla íslands og hefir af þeim orsökum sagt starfi sínu lausu sem íþróttaráðu- natur. mundur Þorlákur með 1100- mál, Yíðir 1200, Skógafoss 850, Þorgeir goði 450, Eld- ey 1050, Ásólfur 1200, Sig- urður 1050, Dagur 1000, Dagsbrún 300, Dux 1000, Fagrikletlur 1800, Muninn 600, Bicliard 1100, Hugrún 1100, Dóra 1150, Morgun- stjarnan 700, Jón Yalgeir 1000, Islendingur 1200. „True Knot“. True Ivnot lá enn á Pat- reksfirði í morgun, að þvi cr Sveinn Benediktsson tjáði Vísi. Yar verið að vinna að því, að moka síldinni til -í lestum skipsins til þess að rétta það við. Er ekki full- ráðið, hvort eitthvað af sild- inni verði látið í önnur skip, eða hvort skipið fari með alla síldina ilorður. Verðið hækkað. Ákveðið liefir verið að liækka verðið á síld þeirri, ei' tekin verður til geymslu hér í Beykj avík, upp í kr. 25 fyr- ir málið og munu SR og rík- issjóður taka á sig hallann vegna ]iessa. Vísi liefir hor- izt svohljóðandi tilkynning frá stjórn SR um þetta, dag- sett í gær: Vegna þe'ss að kostnaður og rýrnun ' á hræðslusild þeirri, sem tekin verður í land til geymslu liér í Rvik, er áætlaður að minnsta kasti kr. 10.00 á mál, ákvað stjórn Síldarverksmiðj a ríkisins verð þeirrar síldar skv. því kr. 22.00 málið. Ábyrgð SR og ríkissjóðs. Þar sem hlutur sjómanna og útvegsmanna þykir rýr með framangreindu verði liefir ríkisstjórnin ákveðið, að SR og rikissjóðui' tækju á sig hallann við að hækka þræðslusíldarverðið upp í kr- 25*00 málið komið á híl við skipslilið á þeirri síld sem SR veita móttöku lil geymslu liér syðra. Er þetta sama verð og greitt var fyrir Kollafjarðarsíld í fyrra af- henta í ílutningaskip og kr. 5,50 lægra pr. mál en á síld þeirri sem nú er landað á bil- um beint í flutningaskip. Greitt verður áfram kr. 32,00 pr. mál fyrir síld sem landað er á málum i flutn- ingaskip og kr. 30,50 fyrir síld, sem landað er á bílum í flutningaskip.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.