Vísir - 16.12.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 16.12.1947, Blaðsíða 4
V I S I R Þriðjudaginn 16. desember 1947 DAGBLAÐ títgefandi: BLAÐAtTTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjór-ar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Yetrarhjálpin. ÞÓU atvinna sé nóg og peningavelta enn nokkur meðal almennings, verður að þessu sinni, sem A undanförn- um árum, efnt til fjársöfnunar með sama sniði og tíðlc- ast liefir hér fyrir jól á vegum Vetrarlijálparinnar, enda stendur hún að söfnuriinni einnig að þessu sinni. Þetta er fagur siður. Fátæka og sjúka höfum við alltaf okkar á meðal, — menn og konur, sem varhluta hafa farið í lífinu, ýmissa orsaka vegna, en’rétt er að styrkja og gera glaðan dag, — ekki sizt á stórliátíðum, þegar allir eru öllum góðir. Fjársöfnun verður liagað á þann veg, að skátar munu ganga um bæinn og' berja að dyrunf i hverju húsi, ef vera mætti að menn vildu láta fé af hendi rakna tii þessarar styrktarstarfsemi. Er þess að vænta að menn bregðist vel við nú eins og endranær, en án alls skjalls má fullyrða að engir munu Reykvíkingum greiðviknari né örari á fé er í nauðir rekur. Þetta er þroskavottur, sem ber að meta og þakka að verðleikum, og engu síður fyrir það, þótt slík gjafmildi sé vanmetin og vanþökkuð af vissri tegund manna, aðallega í áróðursskyrii og at- kvæðaveiða. Verðþensla er hér enn i algleymingi. Menn Iiafa veru- Iegt fjármagn handa á milli, þótt mjög taki nú að þrengj- ast kostur flestra, og suniir munu enn búa að liinum svo- kallaða stríðsgróða. Til eru þeir menn, sem hafa farið algjörlega á mis við slik gæði, — sem ekkert liafa grætt en öllu frekar tapað á verðþensluskeiðinu. Þessir menn eru gamalmennin, sem litt vinnufær geta heitið, ung- börnin, sem eru að alast upp án forsjár og loks sjúkling- ar eða slasaðir menn, sem óvinnufærir eru. Örorkubætur koma þar ýmist að litlum notum, eða alls ekki lil greina. Meðan menn hafa keppzt við að auka á verðþensluna,’ hefir ekki verið um hitt hygsað, að með aukinni verð- þenslu verður sparifé þeirra, sem óvinnufærir eru, að engu og ekkert hefir verið gjört af löggjafans hálfu til að hæta úr þessu misrétti. Slíkt er í rauninni með öllu óviðunandi, enda væri ástæða til að rannsaka málið sér- staklega og veita þeim nokkurn opinberan stuðning, sem raunverulega Iiafa tapað sparifé sínu, — öllum ávöxtum langrar iðju og sparsemi. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir nokkuð rætt um starf- semi Vetrarlijálparinnar og hafa tillögur verið uppi um, að flokkarnir skipuðu nefnd, sem Iiafa skyldi söfnunina með hÖndum. Ekki verður séð liver nauður rekur til sliks, nema ef vera skyldi að fldfckarnir hyggðust að hafa slíka starfsemi sér til framdráttar. Má fullyrða að þeir borgarar, sem gjafir láta í té, myndu hugsa sig um tvisv- ar eftir að svo væri komið, mcð því að fyrir þeim vakir að leggja nokkuð af mörkum til mannúðarstarfsemi, en engan veginn til áróðurs, sem þeir hafa andstyggð á og hefir troðið sér of víða inn í þessu þjóðfélagi. Þrátt fyrir þessar umræður bæjarstjórnarinnar fær Velrarhjálpin að starfa í friði að þessu sinni, en stjórn hennar liefir verið i liöndum manns, sem fulls trausts er maldegur og unn- ið hefir starf sitt svo, að ekki verður að fundið með nein- um rökum. Kommúnistar víða um heim amast mjög við borgara- legri Iijálparstarfsemi og telja hana yfirskyn eitt. Þetta er engan veginn réttmætt. Það sem menn láta í té af frjálsum vilja og án allrar þvingúnar, er af góðurii huga gert og vonandi af góðum huga þegið hjá þeim, sem.nýt- ur. Oftast er það svo, að menn fara nærri um liverjir eru frekast hjálpar þurfi, og gilda þar önnur lögmáj, en um lögboðna styrktarstarfsemi, þótt hún geti verið góð út af fyrir sig. Oftast er hún stírð í vöfunum og kemur ekki að fullum notum fyrr en gengið hefir verið í gegn- um hreinsunareld skrifstofumennskunnar. Ópinberir styrkir koma oftast þá fyrst að notum ,er dregið hefir úr nauðsyn þeirra, en hjálparstarfsemi, sem rekin er af einstaklingunum, nær fyllilega tilgangi sínum á réttu augnabliki. Á þessu tvennu er mikill eðlismunur, þótt hVorttveggja geti verið gott. ........ Attræð í dag s Frú Margrét Jónásdóttir, ekkja séra Gi/ðlaugs Guð- mundssonar, er síðast var prestur að Stað i Steingríms- firði, er áttræð í dag. Eg geri ráð fyrir að henni séu blaða- skrif ekki kær í þessu tilefni, enda hefir hún litl borist á eða haft sig í frammi um ævina, þótt hún sé skörungur í lund og' öllu dagfari og hafi ávallt skipað sess sinn með prýði. Frú Margrét er dóttir Jón- asar Guðmundssonar, er var á sinni tíð Latínuskólakenn- , ari um langt skeið og kenn- ari við prestaskólann, og konu hans Elinborgar Krist- jánsdóttur Magnúsen lcamm- erráðs á Skarði. Fæddist hún liér í Reykjavík og ólst hér upp, þar til er faðir hennar gerðist prestur i Hítardal, en flúttist síðar að Skarði. For- eldrar hennar voru vel efnum búin og veittu henni ágætt uppeldi, eftir því, sem þá var frekast kostur. Auk fræðslu, sem frú Margrét fékk í heimahúsum, lauk hún námi hér í Kvennaskólanum, en nam auk þess’ tunguinál og liannyrðir. Var vinnusemi slunduð mjög á heimili hennar, en sjálf hefir hún aldrei setið auðum höndum um ævina og gerir enn ekki, þótt aldurinn sé orðinn þelta hár. Skyldi það þó enginn ætla, með því að enn er frú Margrét létt i spori og hefir ekki elzt sýnilega, enda held- ur hún gleði sinni óskertri og öllum gúðs gjöfum. Árið 1887 giftist frú Mar- grét séra Guðlaugi Guð- mundssyni, sem gerðist þá aðstoðarprestur Iijá föður liennar, en féklc síðan veit- ingu fyrir Skarðsþingum og þjónaði þeim um 16 ára skeið, |eða þar til hann fluttist að Stað í Steingrímsfirði. Frú Margrét var innan við tvítugt | er þau giftust, en svo sem kunnugt er hafa prestsetur í sveitúm oftast verið mið- stöðvar héraðsins í veraldleg- um og andlegum efnum. Reyndist starf prestkonunnar ærið erilsamt og umsvifa- miltíð oft og tíðum, og sú varð raunin hér. Munu marg- ir þeir kunna frá þvi að greina, sem nutu gestrisni og glaðværðar á' Iieimili prestslijónanna fyrr og siðar_ Þau Iijónin eignuðust tólf börn, en Jónas skáld var elst- ui’ þeirra. Laun prestsins voru lág, en það sem verra var, — hann varð sjálfur að innheimta launin hjá söfn- uðinum, og mun séra Guð- laugur sjaldnast hafa fengið helminginn af þeim, með því að hann var linur í innheimt- unni og vildi frekar vera án launanna, en að innheimta þau hjá fátæklingum eða jafnvel efnuðum yanskila- mönnum. Að sjálfsögðu bitn- aði þetta á heimilinu, en fullri ríspu var uppi haldið, jafn- vel þótt forðinn væri lil þurrðar genginn og lítt væri til næsta máls. Mæddi þetta ! allt mjög á húsfrúmri, sem auk innanhússtarfa varð oft að sjá um búskapinn út á við, (vegna fjarvisla manns henn- ar. Dugnaður frú Margrétar var einstakur. Hún hlífði öðrum, en aldrei sjálfri sér, jafnvel þótt liún væri ekki heil heilsu. Fyrst fór hún á fætur á morgnum og síðast gekk liún til sængui\á kvöldum. Þeim sið hélt hún ávallt með_ an hún bjó búi sínu. Var hún manni sínum ómetanleg stoð. Hann var góðmenni, skáld- mæltur og gáfumaður, til- finninganæmur og ör í lund, þótt hann stjórnaði vel skapi sínu, en frú Margrét þekkti aldrei æðru og þá var hún stærst er niest reyndi á. Þau hjón misstu fimm börn sín, öll uppkomin að einu undan- skildu, en það var áfallið þyngst og síðast er Jónas skáld lézt mjög óvænt, en við hann höfðu þau hjónin tengt nriklar vonir. Á heimili þeirra lijóna var skáldskapur í miklum met- um hafður* og gat Guðmund- ur Hjaltason þess eitt sinn, að jafnsjaldgæft væri að finna þrjá jafnabræður í sömu brekkunni, sem að hitta fjórtán manna fjöl- skyldu, þar sem allir ortu. Gestrisni var einstök á heim- ilinu og þar var auk þess samkomustaður sveitarinnar, þar sem menn undu við söng og dans eða íeiki eftir messu, en greiði var nægur og eng- inn mannamunur á því gerð- ur. Ilafa Strandamenn sagt Frh. á 7. síðu. BV i CI Rafmagnsleysið. „Er það ekki hábölvað,“ sagði kerlingin, „að rafmagnið skuli einmitt vera svona lítið, þegar allir hafa sem mesta þörf fyrir það.“ Jú, þaö er and- styggö! Þaö er engu betra en þegar sólarskarniö er aö skína á daginn þegar bjart er, svo aö maöur hefir enga birtu eöa i rnesta lagi tunglið um nætur. En við skulum hætta öllu gamni. Þaö er sannarlega ekki gaman aö því, hvað rafmagniö er lítið. Það er búið að kosta bæjarbúa mikið og á eftir að kosta þá drjúgan skilding enn. Reiður liringir. Um daginn hringdi til mín góður bankamaður. Hann var gramur, því, að reiknivélin hans, sem gengur fyrir raf- magni, vildi ekki hreyfast úr sporum. En þegar hann leit út um gluggann sá hann, að það skíðiogaði - ef nota má þaö orð —- á götuljósunum og var þetta þó um hábjartan daginn. Það er ekki við því að búast, að menn taki sparnaðaráskor- unum vel eða fari eftir þeim, þegar sjálf Rafvéítan heldur ekki betur sín eigin boðorð. Jólabaksturinn. Og ekki horfir vel með jóla- baksturinn að þessu sinni — ekkert rafmagn, ekkert smjör, ekkert smjöríki og svona mætti lengi telja. Hvað verður eigin- lega úr þessu öllu saman? Þvi er ákaflega fljótsvarað: Ekkert bakkelsi á jólunum. Styttist til jólanna. Já, vel á minnzt, jólin. Það virðast ætla að verða hálf dauf jól fyrir suma í ár. Það fæst 'ekkert til að gefa vinum og vandamönnum eða að minnsta kosti ósköp litið. Sumir segja, að ekkert fáist annað en bækur. En eg held, aö þær sé góðar gjafir líka og nóg er úrvaliö, svo að tryggt ætti að vera, að allir fái eitthvað. En líklega verða þeir ánægðastir, sem gera ekki krö.fu til þess að fá neinar gjafir, láta sér nægja að hugsa um hátíðina, uppruna hennar og gleðjast yfir henni sjálfri frekar en gjöfunum. Sælla a'ð gefa en þiggja. Þetta var nú örlítið um þær gjafir, sem menn eiga fyrst og fremst við, þegar talað er um jólin. En það eru til aðrar.gjaf- ir lika, sem vekja ekki minni gleði, þótt hún sé af öðrum toga spunnin. Það eru gjafirnar til líknarstarfa og jólaglaðnings fátækum og sjúkum. Þær verða að vera íleiri og stærri í ár en nokkuru sinni. Munið að skammt er til jóla og þótt rnargt megi dragast frarn yfir jól, þá mega þessar gjaíir það, ekki-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.