Vísir - 13.01.1948, Page 4

Vísir - 13.01.1948, Page 4
V I S I R Þriðjudaginn. 13. janúar 1948 VISIR D A G B L A Ð Ctgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar,- Félagsprentsmiðjan h.f. Hitaveita Reykjavíkur. Er stofnað var til hitaveitu Reykjavíkur á sinni tíð urðu nokkrar deilur um framkvæmd verksins, svo sem verða vill. Eftir að hitaveitunni var lokið duldist engum, að hér var um auðsuppsprettu að ræða, sem líkja mátti við ótæmandi kolanámu og verðmæti ársframleiðslunnar mátti auðveldlega reikna út á hverjum tíma, eins og hitaveitan var og eins og hún verður. Þau þægindi, sem hitaveitan veitir verða hinsvegar ekki metin til fjár, og heldur ekki þeir hollustuhættir, sem af henni stafa fyrir hæjarln'ia í heild. Kolin og rykið þóttu hvimleið innanhúss, og kola- reykurinn sizt bctri, sem stöðugt hvíldi ylir hæniun cins og þykkt ský. Nú er jafnmikil ánægja að hleypa heita vatninu í leiðslurnar, eins og áður þótti leitt verk að kveikja upp eld í miðstöðvunum. Síðustu dagana hafa nokkrar umræður orðið um reynslu þá, sem þegar hefir fengizt af hitaveitunni. Hefir komið í ljós — raunar fyrir all-löngu -—, að steinefni og ryð hafa setzl i leiðslur og ofna, þannig að til vándræða horfir, ef ekki verður úr bætt i tíma. Strax í upphafi sannaðist, að ofnar úr stálþynnum tærðust vegna heita vatnsins, og víða — jáfnvel í heilum hverfum — hefir orðið að kaupa stálofna í staðinn. Er þessu samfara kostn- aður og nokkur óþægindi, en tjóar ekki um að sakast. Hitt er aftur aðalatriðið og sameiginlegt Iiagsmunamál allra bæjarhúa, að hjargað vcrði frá frekari skemmdum, kostnaði og óþægindum, en ef vel tekst til um lausn jiess vanda, sem að liöndum hefir horið, má ætla að það sé enn ekki of seint, þótt dregizt hafi úr hömlu. Svo virðist sem sumir líti svo á scm það snerti hæj- arhúa að engu, hversu hitaveiturini vegnar, beint eða ó- beint. Er ]iað oskynsámleg og óheillavamlcg afstaða, sem ber að fordæma. Menn og málgögn verða að sætta sig við fulla gagnrýni— einkum í lýðræðislöndum —, og Jiótt slíkir aðilar Jiykist betur vita, er Jieim vafalaust auðvelt að koma þekkingu sinni á framfæri og leiða hina miður vitandi í fullan sannleika. Hitt má engum uppi haldast, að kenna um fjandskap við fyrirtækið, er merin ræða rekstur þess og reynslu. Hitaveitan er og vcrður, „óska- barn“ Reykjavíkur, og ]>elta fyrirtæki á enginn og ann enginn öðrum fremur. Umræður um hitaveituna verða aldrei ofsóknarefni eins eða annars floklcs í bæjarstjórninni. Enginn ágreiningur hefir verið um rekstur liennar, og enginn flokksfulltrúi hefir borið fram tillögur til að ráða bót á þeim vanda, sem nú hefir að höndum borið. þótt þeim væri vel kunn- ugt um hann fyrr löngu — jafnvel of löngu. Nú er um það spurt, hvort ráðamenn hæjar og hitaveitu hafi ekki verið helzt til átakalinir í úrbótunum, en hafi þeir ekki verið Jiað, cr auðvelt að þvo hendur sínar og alla útlimi frammi fyrir háttvirtum kjósendum, sem vilja að sjálf- sögðu hafa hreina menn frekar að angnayndi en óhreina. Þetta er mjög einfalt — og allt og sumt. Þótt menn ýfist við slíkum umræðum, eru þær þá fyrst skaðsamlegar, er persónulegt jag eða héinn fjand- skapur blandast inn í þær. Málefni ber að ræða frekar en menn, og það eilt stendur til bóta. Gott málefni sann- ar sig sjálft og ber sér ávallt bezt vitni Hver er sá Reyk- víkingur, sem nú vildi hitaveituna úr heiminum? Finn- ist enginn slíkur, getur ekki verið um fjandskap gegn fyr- irtækinu að ræða, þótt menn vilji fylgjast með, hverja raun Jiað gefur í öllum efnum, Hitaveitan hefir öðru frekar vakið alhygli umheimsins á Reykjavík og raunar íslándi í heild. Hér er um tilraun að ræða, sem að vísu byggðist á nokkurri reynslu frá þvottalaugunum, en henni ef tiI.viH'ekki fullnægjandi. Menn vona, að hitaveitan verði ckki fyrir þeim skakka- föllum, sem teflt getur góðum málstað í voða. Hafi full- nægjandi lausn fundizt á hreinsun steinefna úr hitaleiðsl- um, og jafnframt sé trygging fyrir að slík efni safnist ekki í leiðslurnar að nýju, ber að lcoma slíkri lausn i framkvæmd. Sé hún enn ófundin, ber að fela visinda- mönnum okkar og efnafræðingum að leita lausnarinnar. Athuganir á Hitaveitunni. Ekkert fyrirtæki bæjarins er bæjarbúum jafn hugfólgið og hitaveitan og á íslenzkan mælikvarða hefir verið varið stórfé til að koma þessu fyr- irtæki á stofn. Það er því engin furða þótt borgarbúum sé annt um hitaveituna og vilji forðast það að nokkur óhöpp hendj hana. Fyrir 2—3 árum var á- stæða til að ælla, að einhvers- konar „gróður“ myndaðist í hitaveitukerfinu. Um slíkt var að sjálfsögðu engum kennt, enda mátti búast við að cinhverir „barnasjúk- dómar“ kæmi fram í byrjun á slíku fvrirtæki.. Síðustu |fjögur missiri hefir margt komið fram, sem fyllilega liefir staðfest þann grun að hætla væri á ferðum. I byrjun árs 1946 var sérfræðiflgum falin rannsókn á Jiessu. Tæp- um tveimur árum síðar, eða nú fyrir nokkrum dögum, skýrir borgarstjóri frá þ.ví að Jiessari rannsókn sé lokið. Eftir Jrvi að dæma liefir þurft nálega tvö ár til þess að gera sér grein fyrir þessu rann- sóknarefni. Þó hafa sérfræð- ingarnir skilað fvrstu skýrsl- um sínum fyrir riærri þrennir missirum. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort sér- fræðingarnir hafi þurft allan Jiennan tima lil að komast að raun um, að liættan stafi frá súrefni i vatninu, eða hvort bæjaryfirvöldin hafi fengið skýringuna fyrir . ári, en ekkert gert í máPrip. Ilvor sem ástæðan er, þá er eitf vist, að einmitt þessi mikli dráttur gat orðið æði örlaga- ríkur. Hér í blaðinu var skýrt frá þvi fvrir nokkrum dögum, að komið hefði i ljós á einum stað í bænum, af ofn sem hafði sprungið, reyndist al- veg fullur af hveralirúðri eða „gróðri“. Um leið var bent á að hér véeri hætta á ferðum, sem taka yrði til athugunar þegar í stað, enda lágu þá ekki fyrir neinar upplýsingar um raririsóknir eða árangur þeirra. Borgarstjóri bregzt illa við þessu og sendir blað- inu svar (sem birtist á laug- ardag) í slíkum umvöndun- artón, að engu var líkara en að framið liefði verið eilt- hvert óhæfilegt skemmdar- verk með þvi að ræða málið og skýra frá staðrevndum. Segir liann að slílc skrif séu líkleg til að valda ugg og ótta og „slcapa skelfingu meðal bæjarbúa“. Ef það er rétt hjá honum, að J>að geti skapað skelfingu meðal bæjarhúa, að sagt sé frá staðreyndum í þessu máli, þá sýnir það aðeins, að full ástæða er fyrir bæjaryfirvöld- in að taka þetta mál föstum og skjótum tökum. Hill er óviðeigandi, J)ótt það sé venjule'gt, að svara með hroka og saka þá um skemmdarverk sem beita ein- liverri gagnrýnj eða henda á það sem miður fer í opinber- um rekstri. í J)essu sambandi CtF rétt að benda ;V Jiað, sem Mbl. er látið birta á súnnu- dag út af -því sein-rætt hefir verið um hitaveituna hér í blaðinti. Mbl. talár um J)á „manntegund“ meðal þjóðar. innar „sem lætur meinfýsina annað veifið stjórna orðum sinum og gerðum“ — og þarf að „svala fýsn sinni til að finna að við J)á menn sem komið hafa Ilitaveitunni upp og undirbúið liana“. Hér á ekki að þurfa að mis- skilja, að sú „manntegund“ sem leyfir sér að gagnrýna eitthvað í rekstri bæjarfélags- ins, gerir það jafnan af ill- vilja og í þeim tilgangi „að ðitthvert verk samborgar- anna mistakist eða komi ekki að tilætluðum notum“ eins og Mbl. kemst að orði. Hér er notuð gamla aðferðin til að telja almenningi trú um, að aðfinnslur og ábendingar séu sproítnar af illgirni og var- mennsku, þegar ekki-er liægt að staðhæfa að þær séu sprottnar af pólitískum fjandskap. Hitaveitan er bæjarbúum of mikilvægt fyrirtæki til þess að nokkuð sé látið ógert til að koma henni á öruggan grundvöll. Þeir sem henda á hættuna er yfir henni vofir ef ekki er skjótt hafizt handa, bera liag hennar og rekstur ekki síður fyrir brjósti en hinir, sem segja að allar að- finnslur sé marklaus mein- fýsi illgjarnrar „manntegund- ar“. Reynslan mun skera úr um það hvor afstaðan sé far- sælli. ERGMAL Viðsjárverð gatnamót. Á eirmm staö í þessum bæ, J)ar sem nokkrar fjölfarnar götur .mætast, virðist vera hrein lifshætta að fara, l)egar rökkva tekur. Það er þar sem Mildabraut, Hringbraut, Reykjanesbraut og Eiríksgata og jafnvel íleiri götur mætast, en -þaö er næsta erfitt að sjá, jhvar ein gatan byrjar og önnur I tekur yið vegna hins furðulega umbúnaðar þar óg frágangs. Að vísu er eg ekkj Hlíðabúi og bý ekki þarna í -grermd, én i hvert skipti er eg á leið þarna um og er kominn fram hjá um- ræcldum gatnamóium, þykist eg geta prísað mig sælan' fyrir að hafæ sloppið óméiddítr og lif- andi. Hvernig er það með götuljósin? Látum J)etta allt vera meðan sæmilega ratljóst er. Þá eru allgóðar líkur fyrir því að kom- ast klakklaust leiðar sinnar. En á kvöldin er þarna l)ráður voöi á ferð. Ekki er nokkur glæta og minnir þetta helzt á gönguför veslings mannsins í ævintýri H. C. Andersens, sem allt í einu er kominn aftur í tima Hans kon- ungs og álpast ofan í hverja íorarvilpuna af annarri og hefir ekki hugmynd um, hvar hann er staddur. Bílar úr öllum áttum. Á þessum gatnamótum virðist manni bílarnir steðja að manni úr öllunt áttum, meiningar- og skipulagslaust, en sjálfsbjarg- arviðleitnin veldur því, að manni tekst jafnan að forða sér á síðustu stundu, en þó ekki án J)ess að vera ataður for frá livirfli til ilja, J)ví að nútíma gatnagerð J)arna virðist vera I jafnfjarlæg og karlinn í tungl- inu. 1 » Enn um hættuna þarna. Sem sæmilega sanngjarn borgari geri eg alls ekki ráð fyrir, að hægt sé að malbika þessar umræddu götur í snar- kasti, enda þótt sumar fáfarn- ari og ónauðsynlegri götur hafi þegar sætt Jiessari sjálfsögðu meðferð. En það virðist ótví- ræð skylda bæjarfélagsins, sem leggur íbúum þessa bæjarhluta jafnmikla skatta á herðar og öðrum borgurum, að sjá þeim fyrir- sæmilegri götulýsingu. Það er grinlaust fyrir karl- inenn að láta bílana baða sig úr forarpollunum (að bílstjórun- um ólöstuðum sem J)arna eiga enga sök), hvað þá fyrir kven- fólkið í nýju nylonsokkunum og sparikjólunum. Svellbunkar undanfarið. Og siðustu daga hefir endi- lega þurft að vilja svo til, að þarna eru svellbunkar, sent hæglega geta valdið beinbrot- um og öðrum óþægindum. Sent sagt, væri ekki ráð, að bæjar- stjórn eða bæjarráð tæki sér stöðu þarna á gatnamótunum kvöldstund og athugaði, hvort ekki er hér rétt með farið. Mætti segja mér, að snarlegá fengist bót á þessum ójöfnuði. Slysavarnafélagið. Og skyldi þessi ábending mín ekki duga, sem Hlíðabúar og fleiri vafalaust munu taka undir, ætti sú deild Slysavarna- félagsins sem fjallar uni sly.sa- varnir á landi aö taka málið í sínar hendur og J)jarma heldur betur að viðkomandi yfirvöld- um. Það dugar ekki að fylgja þeim ráðleggingum þeirrar deildar að hafa hvítan vasaklút á handlegg, maöur sér jafnlítið fyrir því. Meiri - Ijós, skýrari gatnamót og gagngerð viðgerð á þessum forarvilpugötum, þetta er krafanuú.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.