Vísir - 27.01.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 27.01.1948, Blaðsíða 4
4 V I S 1 H Þriðjudaginn 27. janúar 1948 ^fisxxt DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm Iínur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. LEIKFELAG REYKJAVIKUR: Einu sinni var. Sambúð stóiþjóðanna. Blöð um allan heim hafa að undanförnu rætt um inni- hald skjala þeirra sem nýlega hafa verið birt í Bret- landi og Bandaríkjunum, varðandi samning þýzku naz- istastjórnarinnar við Ráðstjórnarrikin í stríðsbyrjun. Sam- kvæmt þeim samningum hlutu báðir aðilar allnokkur fríð- indi. Þjóðverjar gálu átölulaust el'nt til styrjaldar á megin- landi Evrópu, ráðist inn í Pólland og sundurlimað það enn einu sinni, en þó gegn því, að Rússar hlytu myndar- lega skák af því austanverðu, sem og smáríkin við Eystra- salt, er að Rússlandi liggja. Jafnframt vildu Ráðstjórnar- ríkin liafa óbundnar hendur, að því er varðaði Litlu-Asíu, Balkanríkin og Rúmeníu auk nokkurra fríðinda annarra, 'einkum í Asíu. Er Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Pólland voru þeim sendar þakkir og heillaóskir, að því er stórblöðin telja. Er þeir óðu yfir Noreg og Ðanmörk var enn hið sama uppi á tcningnum. Ráðstjórnarríkin virlust ekki hafa við það að athuga. En eldi heitari brennur með illum vinum friður fimm daga. Þótt Rússar hefðu heimilað Þjóðverjum vöruflutninga um Murmansk og aðrar norðlægar hafnir þeirra, til ]æss að koma í veg fyrir hafnbann Breta, sem stóðu einir gegn Þjóðverjum, fóru leikar svo, að Ráð- stjórnarríkin töldu hagmunum sínum teflt í hættu, en þá fyrst lögðu þau i styrjöld við Þjóðverja. Styrjöldin reyndist Rússum erfið og engin þjóð hefur orðið fyrir meira tjóni á mönnum og mannvirkjum, en Ráðstjórnarríkin sigruðu að lokum í skjóli bandarískra og brezkra vigvéla og vista, sem þangað voru fluttar. Þetta hafa Ráðstjórnarríkin ekki viljað viðurkenna heima fyrir, en höfðu þó hljótt um, meðan á styrjöldinni stóð. Nú er hinsvegar komið annað liljóð í strokkinn. Er nú háð „taugastríð“ milli Ráðstjórnarríkjanna og Vestur- veldanna, og er þess skemmst að minnast, er járnbrautar- lest undir brezkri stjórn var stöðvuð á hernámssvæði Rússanna, gegn lögum og rétíi, sátlmálum og samningum, en auk þess munu hótanir hafa verið hafðar í frammi við setulið Vesturveldanna i Bei’lin, að þvi er erlend blöð herma og ekki hefur vei’ið horið til haka, af foringjum Vesturveldanna, sem með stjórn fai’a í Þýzkalandi. Nú er svo komið málum að ræt.t er um atom-styrjöld, ekki einvörðungu i heimsblöðunum, lieldur og í löggjafax- samkundum þjóðanna. Merkustu stjórnmálamenn lýsa yfir því, svo að segja daglega, að þeir telja nauðsyn til bcra, að gengið verði frá endanlegum samningum við Ráðstjórnari’íkin, sem tryggi friðinn í framtíðinni, eða þá að skorið verði úr ágreininginum með vopnavaldi. Viðsjár eru víða um heim og fullyrða má að óhöpp geti leitl til styrjaldar, þvert gegn vilja þeirra manna, sem með stjói’n fara í Ráðstjórxjarríkjunum eða hjá Vestux’- veldunum og hafa tímarnir aldrei vei’ið ótryggari en nú. Er ástandið í heiminum sízt betra en það var á áruniun fyrir stríðið, er borgai’astyrjöldin stóð sem hæst á; Spáni eða innrás Itala í Ahessiníu liófst, en hvorttveggja var undanfari styrjaldarinnar. A styi’jaldarárunum nutu Ráðstjórnarríkin vinsælda meðal almennings í Bandarikjunum og Bretlandi, en ef dænia má eftir blaðaskrifum nú í þeim löndum þáðum, hafa þær vinsældir þorrið svo, að vart eimir eftir af þeim. Flestar friðarráðstefnnr hafa fárið út um þúfur, vegna þrákelkni Rússa, að því er talið er. Þeir gera frekustu kröfur hverju sinni og lxalda fast við þær, nema því að- eins að þeir lelja það með öllu tilgangslaust, þannig að þeir hafi ekki óbeinan hag af kröfunum, lxvað þá meira. Þegar fréttaþjónustan nýtur frjálsræðis verður slíkt framferði ekki dulið almenningi, en í samræmi við það mótast afstaðan trl einstakra þjóða cða þjóðfulltrúa. Nú er svo komið að allar þjóðir Vestur-Evrópu styrkja sam- tökin sín á milli vegna ágengni og stórveldadrauma Ráð- stjói'nari’íkjanna. Verði komið í veg fyrir styrjöld mætti það teljast ki’aftaverk, — en að vísu geta stórbreylingar einnig oi'ðið skyndilega í sambúð stórþjóðanna. Allt frá því á jólum hefir Leikfélag Reykjavíkur sjuxt ofannefndan leik, eftir eitt- livert vinsælasta skáld Dana, Holger Drachmann. Hér á landi mun Di’achmann njóta öllu meiri vinsælda fyrir ljóð sín en leikritagerð, enda eru leiki’itin óf þrungin dönskum hugsunax’hælli, ef miðað er við íslen^ka staðliætti og lyndiseinkunn. Leikrit það, senx hér um í'æðir er ævintýraléikur fyrst og fi’emst og við það verða menn að miða, er þeir dænxa meðfei’ð þess og framsetn- ingu. Slíkir leikir eru öðr- um fremur ætlaðir til skraut- sýninga, en á sviðinu í Iðnó er tæpast unnt að ætlast til að slíkum sýninguijn vex-ði fyrir komið með góðu móti. Auk þess vantar okkur þjálf- aða krafta til slíkra sýninga, eii slíkt stendur lil bóta. Leik- i’itið „Einu sinni var“ er gömlum Reykvíkingum að góðu kunnugt. Var það sýnt hér ái’ið 1925, en þá hafði Adam Poulsen leikstjórn á liendi og þar gat Anna Borg sér góðan orðstír, sem síðar leiddi með öðru til frekari frama, svo sem kunnugt er. Að þessu sinni .má segja, að önnur kona vinni stórsig- ur á leiksviðinu, en það er frú Alda Möller. Skal tekið fram, að sá er jietta ritar sá elvki frumsýningu leiksins, en ætla má að leikendur geri hlutverkum sínum betri skil, eftir ]iví, sem þeir fara með þau oftar. Orkar ekki tví- mælis, að öll leikmeðferð frú Öldu er með afbrigðum og er hún góð leikkona og vaxandi. Ævar Kvaran fór mjög vel með lilutverk sitt, og er með öllu ástæðulaust að amast við honuni, sem leikara, svo sem gert liefir verið, að því er virðist af hótfyndni einni. Vel má vera að öll leikmeð- ferð hails sé ekki svo sterk, að liana megi elcki gagnrýna, en í heild er hún prýðileg og verðskuldar sina viðurkenn- ingu. Þetta eru aðalhlutverk leiksins, en hið. þriðja má lelja hlutverk Lárusar Páls- sonai’, sem liann fer prýði- lega með, svo sem lians er vandi. Lárus er mikill svip- hrigðaleikari og framsögn hans er prýðileg. Lárus mun, að öllu samanlögðu, einliver færasti stjórnandi, sem við eigUm á að skipa, en auk þess frumlegur og sjálfstæð- ur í list sinni. Má nokkuð dæma það af leikritavali, sem hann hefir fjallað um, en þar hfefir gætt viðleitni til að sýna þjóðinni nokkurar nýjungar og einmitt það, sem bezt eða frumlegast liefir verið talið nieð öðrum þjóðum. Haraldur Björnsson lék hlutverk konungsins með ágætum og sama má segja um hirðmeyjarlilutverk ung- frú Iielgu Möller. Voru hirð- meyjarnar raunar allar vel æfðar og tókst að sýna það, sem -lröfundurinn ætlast til, — undirlægjuhátt og apa- mennsku hirðlifsins. Þrír söngvarar, — auk Ævars Kvaran, — koma fram i leiknum. Má þar fyrst nefna frú Guðmundu Eliasdóttur, sem er ein i hópi hirðmeyj- anna, Birgi Halldórsson, er syngur að tjaldabak; og Pét- ur Jónsson, sem fer með lilut- verk Franz veiðimanns, með slíkum myndarbrag, svo sem hans venja er á leiksviðinu. Svo virtist, sem söngur Birg- is nyti sín sízt, en sennilegt er að það eitt valdi, að liann 'syngur að tjaldabaki. Kaj Smith hefir séð um dansa í leiknum og sýnir. sjálfur einn dansinn. Er liann þjálfaður „ballett-dansari“ og sker sig mjög úr í shkum sýningum, enda er það að vonum. Leiktjöld hefir Lárus Ing- ólfsson málað af smekkvisi. Þess er ógetið að „Einu sinni var“ má telja með vin- sælustu leikritum svipaðrar gerðar i Danmörku. Ber vafa- laust að þakka það í og með söngvunum i leiknum, en lögin eru eftir Lange-Möller og eru enn á hvers manns vörum í Danmörku. Eru þau mjög fögur og sum þeirra vel kunn hér á landi. Þórar- inn Guðmundsson annast hljómsveitarstjórn og ferst það vel úr liendi svo sem vénja hans er. Menn liafa nokkuð rætt um, livort leikrit þetla hafi verið heppilega valið lil jóla- sýningar. Þólt slíkt hafi ekki mikla þýðingu þegar svo Framh. á 3. síðu. •fr BE RGM --♦- Ál L Séntilmenn á stjái. Fregn sú, er birtist á dögun- um í Vísi um hina framtaks- sömu menn, er létu greipar sópa um ýmislegt nýtilegt i bruna- rústunum viö Kirkjústræti, bef- ir vakið nokkra athygli. Hafa sumir furöaö sig á því, aö slikt megi takast, svo aö segja viö nefiö á lögreglu bæjarins. Virö_ ast séntilmenn þeir, er hér hafa verið aö verki, orðið hart úti í innflutnihgsvandræöunum og hugsaö sem svo, að vatns- leiðslur, kranar og annar illfá- anlegur varningur, er þarna var að firiria, hafi veriö fundiö fé og hverjum heimilt aö hiröa er vildi. Vísir hefir borizt bréf um þetta og fer lfér á eftir megin- efni bréfs þessa, eftir „Orm í auga“: „Á ekki pólitíið að passa þetta?‘‘ „Þegar eg var aö lesa fyrir fólkiö mitt á láúgardagskvöld- iö smágrein i Visi, er nefndist „Stolið úr Tjarnarlundi", spuröi mig lítil dóttir min, sjö ára: „Heyrðu, pabbi. Á pólitííð eklci aö passa svona lagað?“ Jí' hver á aö paása þet'ta eg hvar er lögreglan? Furöar nokkurn mann á því, aö spurt sé um, hvar lögregla bæjarins hafist viö í vinnutímanum þeg- ar, eins og Vísir orðað þaö, „ó- ráðvandir náungar“ fá aö hag-- nýta meö kurt og pí líklega nokkra tugi hreinlætistækja og annarra muna úr húsi, sem er á næstu grösum viö aðalbæki- stöö lögregunnar, jafnvel þó aö ekki sé liafður fastur vöröur við brunarústirnar. Ber lögreglan ábyrgð: Ber ekki lögreglunni skylda til að gæta þess, aö ekþi sé.í rólegheitum hægt aö stela ölíú, sem unnt er aö flytja meö sér á bifreiðum, þar til búiö er aö skera úr því, hverjir séu eig- endur nVstanna, tryggingafé- lagiö eöa fyrri eigendur? Það myndi margur næturvörður lögreglunnar hafa gott af því aö viðra sig á „rúntinum“, þótt ekki væri nema einu sinni eða tvisvrar á nóttu. Ný tillaga. * En eg legg það eindregið til, að lögreglan veröi elcki hrakin út í þennan -ólukkukuldasperr- ing, sem veriö hefir heldur verði fengnir einn eöa tveir verkamenn til þess aö vaka yfir hinum yfirgefnu brunarústum og að almenningur í borginni veröi beðinn að skjóta saman nokkurri fjárupphæö, er nægja myndi til greiðslu á vinnulaun- um mannanna. Annars væri óskandi, að hið hörmulega út- leikna hús verði ekki lengur lát- ið tróna þarna í hjarta borgar- innar. p- Með þakklæti fyrir birtinguna. „Ormur í auga.“. Eftirlit sjálfsagt. Bréf „O. í auga“ var allmiklu lengra, en ekki viöráðanlegt í því formi og er hér nokkuð stytt. En það viröist ekki órétt- mætt að ætlast til þess, að frek- ari gætur en ella væru haföar á brunarústum. Það nær ekki nokkurri átt, að láta óþjóðalýð þann ,er í þessu tilfelli var á ferðinni, vaða bótalaust uppi. Lögreglan í Reykjavík hefir sjálfsagt nógum störfum að sinna og sizt munu lögreglu- menn vera of margir eins og er, en samt ætti að vera unnt að koma í veg fyrir frekari að- geröir af hálfu þjófahys&isúas.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.