Vísir - 11.06.1948, Síða 1
1» *£*
38. ár.
Föstudaginn 11. júní 1948
130. tbL
.... ^ " ■..-■■"■rm
: ' : 1
1 yikunni sem leið varð árekstur á Hring'brautinni með
þeint hætti að fólksbifreið sú, sem sést á myndinni ók
aftan á vörubíl. En þar með er sagan ekki öll, heldur
ók önnur bifreiða aftan á fólksbifreiðina og oilu báðir
þessir árekstrar svo miklunt skemmdum á henni, að hún
nær eySíiagðist. (Ljósnt.: Þorsteinn Jónsson).
Fjölbreytt hátíðahöld 17. juní:
Útisamkomur við Austur-
völl og á Arnarhóli.
tþawMSaö - tí EjwkjjuriiÞryi
og IngóifsstrœtL
Undirbúningur ér hafinn keppt verði í 200, 800 og
að veglegum hátíðahöldum á'úOOO m. lilaupi ennfremur í
þjóðhátíðardag íslendinga, 1000 m. boðhlaupi, hástökki,
17. júní. Útisamkoma verður kúluvarpi og spjótkasti. Sið-
um daginn við Austurvöll, en
um kvöldið á Arnarhóli og
verður dansað á Lækjartorgi
og Ingólfsstræti.
í dag skipar bæjarstjórnin
sérstaka nefnd til þess að
skipuleggja og undirbúa há-
tíðatiöldin. Munu þau verða
með svipuðu sniði og undan-
farin ár, að því undanteknu,
að um kvöldið verða þau á
Arnarhóii og Lækjartorgi, en
elcki í Hljómskálagarðinum.
l Hátíðahöld dagsins liefjast
kl. 14.00 með guðsþjónustu í
dómkirkjunni, en að lienni
lokinni hefst hátiðasamkoma
við Austurvöll. Lúðrasveit
mun leika og ræður verða
fluttar.
Um kvöldið hefjast liátíða-
höld á Arnarhóli. Verða þar
flutt ávöq), ræður, söngur og
hljóðfærasláttur. Loks verður
dansað á Lækjartorgi og
Ingólfsstræti.
Á Iþróttavellinum fer fram
hið árlega 17. júní mót og
verður þar keppt i ýmsum
íþróttagi-einum á þjóðháiðar-
daginn og emifremur heldur
mótið áfram daginn eftir.
FyiTÍ daginn er ákveðið að
ari daginn verður keppt i
100 og 400 m. hlaupi, 110 m.
grindahlaupi, 4x100 m. boð-
hlaupi, stangarstökki, lang-
istökki og kringlukasti.
Danskt farþegaskip með 400 far-
jsega sekkur á nokkrum mínútum.
Mikil þátttaka í
landsmóti skáta.
Sýnt er að þátttaka í lands-
móti skáta á Þingvölium í
sumar verði mjög mikil.
Nærri 900 skátar, piltar og
stúlkur, bafa jægar tilkvnnt
þátttöku sína í mótinu og tal_
ið er líklegt að fleiri niuni
bætast við enn.
Skátar þessir eru úv 34
drengja- og kven-skátafélög-
um víðsvegar að af landinu.
Búizt er við að kvenskátar
verði nokkuru fleiri en
drengjaskátar. Aðeins sjö
skátafélög iiafa ekki tilkynnt
þátttöku sína.
Vitað er ennfremur um all-
marga erlenda gesli, sem
sækja mótið. Þar af verða 15
Sviar, 15-—20 Danir, 7 Frakk-
ar, i) Skotar, 1 Afríkumaður
(frá Algier), og auk þess er
ákveðið að Englendingar,
Færeyingar, Norðmenn og
Ameríkumenn komi á mótið,
en tilkynningar hafa ekki
boi’izt um hve mai’gir verðá
frá hverju landi.
Unnið er af kappi áð und-
irbúningi mótsins og vei’ður
þó lögð enn meiri áherzla á
hann þegar liður á mánuð-
inn.
Þegar síðast Iréttist halði 230
mar.ns verið bjargað, en óttast
var að margir hefðu íarizt.
Einkaskevli til Visis.
Frá Unrted Press.
JJANSKA farþegaskipið
,,Kjöbenhavn“, sem
var 1662 lestir, rakst
snemma í morgun á tund-
urdufl í Kattegat og sökk
á nokkrum mínútum.
Með „Köbenhavn“ voru að
þessu sinni nær 400 farþegar
Flugvélar með
blásturshreyflum
koma hingað.
I byrjun næsta mánaðar
mun ísland fá heimsókn ný-
stárlegra gesta -— flugvéla,
sem lcnúnar eru með blást-
urslireyflum.
Munu sex flugvélar af
Vampire-gerð, sem eru meðal
hi’aðfleygustu flugvéla
heimsins, koma við á flug-
vellinum i Keflavik á leið
vestur um haf. Eiga flugvélar
þessar að taka þátt í flugsýn-
ingunx með ameríska flug-
liernum og í Kanada.
Vísir mun skýi-a nánar fx’á
komudegi flugvélanna, er þar
að kemur, þvi að marga mun
fýsa að bregða sér suður á
Reykjanes þá og sjá þessa
„fugla“
Vopnafundur i
Costa Rica.
Lögreglan í Costa Rica í
Mið-Ameríku hefir fundið
talsverðar vopnabirgðir í höf-
uðborginni, San Jose.
Fundust vopnin hjá bróður
manns þess, sem féll við for-
setakjör i landinu nú í vor,
en hafði verið forseti næsta
kjörtímabil á unadan.
kjörtímabil á undan. Hand-
tökur hafa farið fram.
Hækkar smjör-
líki í verði?'
Þessa dagana er smjörlíki
með öllu ófáanlegl í Reykja-
vík. --------- .
Stafar það af því, að verð-
lag' á hráefnunx til smjöi’líkis.
framleiðslu hefir hækkað er-
lendis og vilja framleiðend-
urnir hér fá vei’ðið hækkað i
samræmi við það. Liggur
framleiðslan því niðri nú um
skeið, þar til nýtt verð hefir
verið ákveðið.
• Sem stendur er beðið eftir
svari verðlagsstjóra og ríkis-
stjórnarinnar um þetta mál.
Er ekki vitað hvort útsölu-
verð á smjöi-líki hækkar og
þar með vísitalan eða hvort
ríkissjóður greiðir xxiður eft-
ir sem áður, þá verðlxækkun,
sem væntanlega verður.
Vill breyta
Japansfana.
Tokyo — (UP.). — Blað-
ið Jimmun leggur til að Jap-
an breyti um þjóðfána.
Vill blaðið, að tekinn
verði upp annar í stað fána
„hinnar uppi’ennandi sólar“,
því að hann hafi verið byggð-
ur á hernaðardýrkun, sem sé
nú úr sögunni meðal Japana.
Biiiinmenn í
II.S. bjóða fram.
Rannmenn í Bandaríkjun-
um hafa ákveðið, að hafa
frambjóðanda í kjöri við
forsetakosningarnar í nóv.
ember næstkomandi.
Bax-átta þeirx’a hefir fram
að þessu miðast einkum við
héraðabönn, sem hægt er að
setja á þar, en þeir eru til-
tölulega svo fámennix*, að
þeir leitast nxjög við að fá
stórn flokkana tvo á sitt
band. Árið 1944 kusu 75.000
manns frambjóðanda bann
manna. *
auk áhafnar og er óttast, að
margir hafi farizt, er skipið
rakst á duflið og auk þess
fjöldi manns drukknað.
Á leið til
Hafnar.
Skipið var nýfarið fi*á Ála-
borg áleiðis til Kaupnianna-
hafnar er það rakst á tundur-
duflið, en það mun hafa vei’-
ið um kl. 5 i morgun. Skipið
sökk á tæplega 5 mínútum,
segir i fréttum sjónarvotta
af slysinu. Nokkur slcip voru
skammt undan og fóru þau
þegar á ,vettvang tli þess að
bjarga fólkinu og hafði tek-
izt að bjai’ga 200 manns er
siðast fréttist.
Farast við
sprenginguna.
Fréttir ei’u frekar óljósar
af slysinu ennþá, en talið er
að allmargir hafi farizt þeg-
ar i stað við spi’enginguna,
sem varð, er skipið rakst á
tundurduflið. Vegna þess hve
skipið sökk fljótt er og ótt-
ast, að allmargir hafi drukkn-
að. Mörg skip voru komin á
slysstaðinn til þess að aðstoða
við björgunina og flugvélar
voru sendar með hjúkrnnar-
gögn fyi’ir þá, sem nxeiddir
kynnu að vex’a.
Skammt
undan landi.
Eins og skýrt er frá hér að
framan, var skipið skammt
undan landi, er það rakst á
duflið og létti það iiokkuð
undir bjöi’gunai’stai’fið. 35
fiskibátar frá Hals við Lima_
fjöx-ð fóx-u á slysstaðinn og
gufuskipið Fi’igg aðstoðaði
einnig við björgunina . Eimx
brezkur tundurspillir mun
einnig hafa komið á vettvang.
1 síðustu fréttum af sjó-
slysinu við Jótland segir, að
230 manns hafi verið bjaxg-
að, en ennþá sé saknað 170
manna. Skiþstjórinn stjórn*ar
sjálfur björguninni og stend-
ur upp á þaki loftskeyta klef.
ans sem ennþá stendur upp
úr sjó. ui