Vísir - 05.08.1948, Síða 4
4
V I S I R
Finuntudaginn 5. ágúst 1948
ins:m
DAGBLAÐ
Utgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN YlSIR H/F,
Kitatjórar: Eristján GuClaugsson, Hersteinn Fálssoo.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni,
Afgrelðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm iinur).
FélagsprentsmiSjan inf.
Lausasala 50 aurar.
Háskasamleg þróun.
Sá háski er mestur yfirvofandi, að lu'r í landi skapist
fámenn auðmannastétt og fjölmenn öreigastétt. Engirin
atvinnurekstur, sem að kveður, skilar verulegum afrakstri
tii eigendanna, ef frá eru skildir nýsköpunartogararnir
cinir. Má með fuilum rétti segja, að til slíkrar þróunar
hafi kommúnistar stofnað af ráðnum hug og yfirlögðu ráði.
Meðan þeir sátu í ríkisstjórn fóru ráðamenn þéirra ekki
dult með, að þeir myndu styðja þau mál ein til framgangs,
scm hentuðu flokksstefnu þeirra og þjóðnýtingaráformum.
Þeir töldu Jiotuvörpungana nýju einkar hentug fram-
leiðslutæki til þjóðnýtingar, en hitt duldist þeim heldur
ekki, að hlutur annarra atvinnurekenda gæti ekki orðið
góður að öllu óbreyttu, og hefur hann þó orðið miklum
mun verri en ætlað var vegna ófyrirsjáanlegra óhappa.
Kommúnistum duldist ekki að með vaxandi verðþenslu
gátu atvinnuvegir þjóðarinnar ekki borið sig. Vildu þeir
því aldrei vinna að nokkrum ráðstöfunum, sem vegið gátu
gegn verðþenslunni. Hinsvegar lögðu þeir til að auðjöfnun
vrði framkvæmd í stórum stíl, þannig að eignarstéttirnár
og allur almenningur yrði að standa undir áframhaldandi
taprekstri fi'amleiðslunnar. Réttindi stórútgerðarinnar til
nýbyggingarframlags og varasjóðsgreiðslna vildu þeir þó
ekki skerða, en það þýddi að þessi atvinriuvegur hlaut að
safna stórfé í sjóði, méðan allur almenningur færðist á
vonarvöl. Með auðjöfnun átti að skapa örbirgð fyrir fjöld-
ann, en þögar svo væri komið, myndi reynast auðvelt að
ráða niðurlögum fámennrar auðmannastéttár. Þannig
hugsuðu kommúnistar og að þessu unriu þeir markvisst,
þótt menn gcYðu sér þess ekki ljósa grein fyrr en um
seinan.
Þégar Alþingi ákvað samkvæmt tillögum niiverandi
rikisstjórnar, að hæx-ri vísitala á laun skyldi ekki gi'eidd
en 300 stig, hver sem vísitaian raunverulega væri, hugð-
ust kommúnistai’ að taka upp hai’ðvítuga baráttu gegn
„nauðungarlöggjöfinni“, senx þeir nefndu svo, og þá
í'eiknaðist þeim svo til, að ríkisstjórnin yrði að hrökklast
fi’á völdum fyrr en varði. En guðirnir fylla þá ofmetnaði,
sem þeirvilja tortíma og svo fór hér. Kommúnistar töldu
sig of sterka, en í rauninni var þjóðin búin að fá meira
en nóg af bjásti'i þeiri’a og spillirigarstai'fsemi, en þróun
i ei’lendum stjói'ixmálum hafði vissulega sín áhrif þeim
tii óheilla og vei’ður þó enn meir síðar. Á Norðux’löndum
flýja nú þi’autreyndir kommúnislar undan mei’kjunum og
segja sig úr ölíum trúnaði við flokkinn. Þannig hafa
danskir þingmenn, bæjarfulltrúar og fleiri trúnaðai’menn
flokksins sagt sig úr lögum við hann og munu þangað
aldrei aftur hvei’fa. lslenzkir kommúnistar óttast slíka
þróun öðru fi’ekar og því muriu þeir ekki efna hér til
vandi’æða í atvinnumálum fyrst um sinn, en xina þeiri’a
öfugþróun, sem þeir efndu til í upphafi og flokksstai-fi
þeirra hentai’, svo sem að ofan er í-akið.
Vei'ði ekki spoi-nað við að gcngið vci’ði til langframa
á eignir þjóðarinnai’, en framhaldandi Iiallax’eksti'i uppi
haklið, hlýtur þróunin að vei’ða sú, að öfgaflokkar eílist
að fylgi vegna vaxandi örbirgðar almerxnings, jafnvel þótt
áhangendur og aði'ir velunttáfar kommúnistaflokksins
snúi við honum báki fyfsta kastið. Ctlendar vörur liækka
stöðugt í verði og mttnvt að sama skapi auk á verðþensluna
í landinu. Þótt vísitalan sé bundin við 300 stig að því er
launagx’eiðslur vai’ðar, er það engin alh’a meina bót, og
mjög er vafasamt að láta slík ákvæði ná til’þeiiTa, sem við
lélegustu kjöi’in hafa að búa, þólt erfitt sé að di'aga þar
marklínurnar. Á sama tíma sem launagreiðslur hafa
þx’efaldast, hafa útgjöld í’íkisins áttfaldast, en útsvai’s-
upphæð liér í Reykjavík tólffaldast og dýrtíðin aukist
mjög. Hver heilvita maður hlýtur að skilja að hvefju
slíkt stefnir, jafnfi’amt því sein atvinnuvegirnir eru reknir
ineð sfói^felldum halla. jÞróuijiri, er svo lxáskasamleg, að
Öllu lelxgra vci’ðufhekki texldið áil róttækrá öðgei’ða.
í dag
er fimmtudagur 5. ágúst, — 218.
dagur ársins.
Sjávarföll.
Árdegisflóð var kl. 06,30. Sið-
degisflóð verður kl. 18,55.
Næturvarzla.
Næturvörður er i Ingólfs Apó-
teki, sími 1330. Næturlæknir er i
Læknavárðstofunni, simi 5030.
Næturakstur i nótt annast Hreyf-
ill, simi 6633.
Veðrið.
Mestur hiti í Reykjavik i gær
var 12,5 stig. Minnstur Iiiti i nótt
var 9,3 stig. Tæpar 13 sólskins-
stundir voru i Reykjavík í gær.
Veðurlýsing: I'rá Brctlandscyj-
um liggur Iiæðarhryggur norð-
Vestur yfir ísland. Grunn lægð
er yfir norðaustur Grænlandi.
Veðurhorfur: Hæg vestllæg átt,
skýjað, hætt við lítils háttar súld
öðru hverju.
Borgarfógetinn í Reykjavík
auglýsir að eftir átta daga niuni
lógtök látin fara fram fyrir ó-
grciddum fasteigna-, leigulóða-
gjöldum og vatnsskatti til bœjar-
ins. Ivostnaður og dráttarvextir
verða líka teknir i lögtakinu. —
Þétta gildir um gjöld, sem félln
i gjalddaga 2. janúar síðastl.
Drottningin
fer i kvöld til Færeyja og Kaup-
mannaliafnar.
kömmlunarstjóri
auglýsir, að frá og mcð 1. ágúst
gangi úr gildi skömmtunarreitirn-
ir til kaupa á vinnufötuin og
ívinnuskóm. Seðlar þéssir eru nr.
j2 á vinnufatastofni, prentaðir
með rauðuni Jit á livitan pappir.
I Örn Clausen
j keppir í fyrri hhita tugþrautar-
,innar á Wémbley-vcllininn i dag.
Hann er eini íslendingurinn, sem
iþróttaglöggir menn hafa nokk-
urn' tíma gcrt sér vonir um að
vcrði fyrir innan 10. mann i
sinni grein á leikunuíii.
Dauðaslys.
Magnús Kristjánsson frá Eýr-
arbakka varð undir traktor í
fyrradag og beið bana af. Slysið
varð með þeim hætti að traktor-
inn valt afturyfir sig og varð
Magnús undir honum.
Heimsækir skáta.
Herra Sveinn Björnsson, for-
seti íslands, mun heimsækja skáta
á mót þeirra að Þingvöllum í dag.
Landsmótsstjórnin liefir hoðið
rikisstjórn og ýmsum öðrum gest-
jum til Þingvalla í tilefni af komu
^forsetans þangað.
Handleggsbrot.
Átta ára drengur handleggs-
brotnaði við ValhöII á Þingvöll-
um síðastl. laugardag. Hafði
drengurinh handleggsbrotnað áð-
ur og tók brotið sig upp. SRu’fs-
menn við síysastofu skáta á lands-
mótinu gerðu að sárm drengsins.
Útvarpið í kvöld.
19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón-
leikar: Ópérulög (plötur). 19.40
Lesin dagskrá næstu viku. 20.30
Útvai’pshljómSveitin (plötur): a)
Húnioreska eftir Dvorák. b) „A
persneskum markaði" eftir Ket-
elby. c) Cansonetta eftir d’Am-
brosio. d) Menúett i rókókóstil
eftir Henry Geéhl. e) Hátiðar-
göngulag eftir Árna Björnsson.
20.55 Frá útlöndum (Axel Thor-
steinsson). 21.15 Tóhlcikar: Svíta
úr „Pótti Gaut“ eftir Grieg (plöt-
ur). 21.30 Erindi: Þingvallafund-
urinn 1848; fyrra erindi (Lúðvik
Kristjánsson ritstjóri). 22.00
JFréttir. 22.30 Vinsæl lög (plötur),
22.30 Veðurfregnir.
VISIR
FYRIR 25 ÁRUM.
Oddur Sigurgeirsson var mjög
athafnasamur um vegagerð um
þessar mundir. Þann 6. ágúst 1923
birtist eftirfarandi tilkynning frá
iionum i Visi:
„Undirritaður befir hugsað sér
að leggja af stað fótgangandi
austur yfir Mosfcllsheiði, með
reku og slcggju og gcra við allar
ójöfnur á vcginum. Frá Þingvöll-
um vænti cg að fá ókcypis flutn-
ing bifreiðastjúra niður að Gcit-
liálsi, en þaðan fer eg svo sem
leið liggur austur að Garðsauka
og ætia að gera við vcginn á sama
hátt. Bifreiðacigcndur kosti för
mína, cn bækur mínar og ritlinga-
vil eg liafa með mér. Vona eg að
þetta fái góðar undirtektir.
Oddur Sigurgeirsson, sjóm.“
Bílfært norður
af Kili.
Síðastliðið laugardags-
kvöld kom flokkur Hún-
vetninga á 13 bifreiðum og
með eina jarðýtu norðan úr
Húnavatnssýslu og suður á
Hveravelli.
Á leiðinni hafði flokk-ur
þessi i’utt veg og telur nú
orðið akfært alla leið.
í flokki þessum niunu
liafa verið nálægt 50 manns.
Lögðu þeir af stað úr Svína-
dal kl. 4 siðdcgis á laugar-
dag og voru kornnir á Hvera-
velli kl. 12 á miðnættí sam-
dægurs. í flokki þessum
voru m. a. Gúðbrandur ís-
berg sýslumaður Húnvetn-
inga og Páll Kolka liéraðs-
læknir.
Veginn toldu mennirnir
all sæmilegan, en þó þyi’fti
ofanibux’ð á stöku stað og
nokkrar fx’ekari lagfæringai*.
„Frosti“ hefir sent mér eft-
irfarandi pistil: „Eins og menn
vita af blöðum og útvarpi,
hefir nú verið ákveðið til
bráðabirgða, að félagið til
fegrunar Reykjavíkurbæjar
skuli heita 17. júní.
*
Náfnið 17. júni er fallegt og er
ekkert út á það að setja sem slíkt.
Við það eru tika tengdar fegurstu
cndurminningar þjóðarinnar í
hennar löngu sögu. Þessi mánað-
ardagur á ljúfari hljómgrunn i
hjörtum okkar cn nokkur annax"
dagur ársins, og ef til vill er það
cinmitt ástæðan fyrir þvi, að fé-
lagið til fegrunar Bcykjavikur
var svo fúst að fallast á tillöguna
um að taka riafnið „17. júni“.
*
Hitt er svo atriði, sem rétt
er að benda á, að það sýnist
heldur óviðeigandi, að félag
fari að taka sér nafn eftir
þjóðhátíðardegi okkar fslcnd-
inga. Það sýnist mér sama
smekkleysa og ef farið væri að
kalla eitthvert nýtt jazzlag „Ó
guð vors lands“.
*
Ef forráðamenn félagsins til
fegrunar Beykjavikur finnst svo
snjalll að gefa félaginu nafn éftir
einhverjum mánaðardegi, þvi þá
ekki að kalla það 18. ágúst’? Sá
dagur hefir verið ákveðinn sem
hátíðis- og mcrkjasöludagnr fé-
lagsins. Auk þess er hann afrnæl-
isdagur Reykjavikur og hingað
til liefir liann ekki verið neinn
séstakur liátiðis- eða helgidagur
okkar fsléndinga.
*
Yfir 17. júní hvílir hins veg-
ar ákveðin hclgi, sem setur
þann dag ofar en svo í hugum
okkar, að viðeigandi sé, að fé-
lagi leyfist að taka hann sem
náfn. Fégrunarfélagið er þarft
og gott félag, því neitar eng-
inn. En ástæðulaust finnst mér
að það rjúfi helgi 17. júní með
nafni sínu.
* ' * i
Það er vafalaust ckki mikill
vandi fyrir slíkt úrvalslið senx
bráðabirgðastjórn félagsins til
fegrunar Reykjavíkur að finna
betur viðeigandi nafn fyrir félag
sitt. „Bæjarprýði“, „Borgarverð-
ir“, „Ingólfsbyggð“, já, jafnvel
„Fegrunarfélagið“ sýnast mér öll
bcttir viðeigandi nöfn fyrir félag-
ið en 17. júni. Eins og fyrr segir
mætti svo lika vel atlmga 18.
ágúst“.
Það er hér um bil sama
Ixvaða nafni það nefnist, flest-
ir hlutir voru til í Kína áður
en þeir vora til annars stað-
ar. — Kínvci'jar hafa einnig
gaman af því, að segja mönn-
um frá þvi, setn upp er runn-
ið hjá þeini og jxeir liafa
oftast á i’éttu að standa. —
Listinn j'fír þá hluti, sem
fyrstir ui’ðu til í Kína, er orð-
inn langur og lengist stöð-
ugt.
Það, sem lielzt einkennir
franskar borgir og þá helzt
París, eru hin fjölmörgu úti-
kaffihús, þar sem gestirnir
drekka kaffi eða vin fyt’ir
utan veitingastofuna rétt
við gangstéttina. Þessi liug-
mynd er þó ekki fx-önsk,
þótt nxargir haldi það. —
Hundruð slikra kaffihúsa
eru til i Chcritu, helztu horg-
inni i Szech'vvan héraði- í
Kína og hafa verið þar til
lengi. Öldum áður en Frakk-
ar höfðu ánægju af því að
drekka vin sitt eSa kaffi á
úlikaffihúsum viS götui-nar,
höfðu Kínverjar haft þann
sið. Þeir órukkxx þó aðallega
te sitt þai’, en elcki kafifi.
Hugmyndin er þó sú sama.
Flestar kennslubækur og
allar alfx’æSiorðabækur geta
þess, að Kínverjar hafi fyrst-
ir fundið ujip jxúSrið og
pi-entlistín sé runnin frá
þeinx, etl fæstar þessara bóka
geta um, að „Sunkist“-appel-
sínurnar séu einnig fyrst
komnar frá Kína. TaliS ei*
að þær séu fyrst fluttar frá
Chungking, sexn er einnig í
SzechWanliéraði, einu frjó-
samasta liéraði Kína. Erida
þótt sá ávöxtur sé nú aðal-
lega framleiddur í Banda-
....—Frit á 6. aiðu. ■