Vísir - 05.08.1948, Síða 8

Vísir - 05.08.1948, Síða 8
PESENDUR era beönix aB athnga að smáauglýs- L i Ingar ern á 6. siðu. Fimmtudaginn 5. ágúst 1948 Næturlæknir: Sími 5030. — Næturvörður: Ingólfs Apótek, sími 1330. Rússar setja fram nýjar kröfur varðandí Berlín. Vilja sölsa undir sig viðskipti í horginni. JJernaðaryfÍL'völcl Sovét- ríkjanna í Berlín hafa sett fram kröfur um al- ger yfirráð yfir öllum fjár- málum og verzun í borg- inni. Kröfur þessar scttu þeir fram um það leyti er Robert- son hernámsstjóri Breta. fór til London til þess að ræða Berlínarvandamálið við Be- vin og árangur fundarins m'ð Stalin. Kröfulisti. FjárliagsráS Þýzkalands, sem Sovétríkin hafa töglin og hagldirnar i, hefir lagt fram kröfulista við borgar- stjórn Berlínar, þar sem gert <er ráð fyrir að borgarstjórn- in útiloki seðlaútgáfu Vest- urveldanna í Berlín. Krefst það ennfremur, að þýzku snörkin, sem Vesturveldin gáfu út, verði útitokuð úr viskiptalífi Berlínar. JAðeins 1%. Rússar beita nú öllum brögðum til þess að fá Ber- línarbúa til þess að verzla á hernámssvæði þeirra í borg- inni. Hvetja þeir Berlinar- !>úa til þess að kaupa mat- væli á hernámssvæði þeirra ■og segjast vera að opna 3 þúsund nýjar matvöruverzl- anir i borginni. Hins vegav hefir reynslan verið sú, að aðeins 21 þúsund manns hafa keypt matvæli á her- námssvæði þeirra, en það er rétt 1% af íbúum horgar- innar. Má heita, að aðrir fá- ist ekki til þess, en þeir sem fetjast mega öruggir fylgis- inenn Sovétríkjanna eða Þrjár umsókn- ir um prófess- orsembætti. Þrjár umsóknir hafa bor- Szt um prófessorsembættið ivið laga- og hagfræðidcild ÍHáskóla Islands. Eans og kunnugt er lét ís- leifur Árnason prófessor af fstörfum við þessa deild Há- skólans og Var embættið aug- lýst laust til umsóknar fyrir skemmstu. Umsækjendur um embætt- áð eru Ólafur Jóhannésson, settur prófessor við deildina, 'Ármann Snævarr og Hafþór jGuðmundsson. með öðrum orðum konunún- istar. Óvænlegt til sátta. Þykir mörgum sem þess- ar fréttir bendi ekki til þess oð fundurinn með Stalin liafi orðið árangursríkur, þó engu verði spáð lun það. Hins vegar er vitað, að her- námsyfirvöld Berlínar myndu tæplega setja fraiii þessar kröfur, nema með samþykki valdhafanna í Kreml. Þessar kröfur eru einn liðurinn i því, að sölsa undir sig alla stjórn höfuð- borarinnar og þáttur í þvi að bola Vestitrveldunum burt úr borginni. Skiíli Magnússon sigldi á sænskt skip, miðskipa. Ölneyzla eykst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingar drukku á siðastl. ári 150 milljónir lítra af öli og samsvarar það því, að lwer maður hafi drnkk- ið um 65 lítra á árinu. Þetta er nær þrisvar sinn- um meiri neyzla en var ár- ið 1S35. í hagskýrslum segir að Nýsjálendingar liafi eytt £16 milljónum 208 þús. í áfenga diykki á árinu og samsvarar það rúmlega £ 9 á hvert mannsbarn. i4 r&Íisiu riu satntiwifiewfj í JLinkaskeyli frá U.l\ I.ondon, i gærkveldi. Skipið, er Skúli Magnús- son rakst á, er sænskt og Jheitir Carl Grothon og varð áreksturinn kl. 7 á sunnu- dagsmorgun í svartaþoku. . _ . T . , I Fréttaritari U.P. hafði lal Þetta er John L. Lewis, for- . al IJalldori Guðmundssvm, ingi kolanámamanna í Uil. skipstj6ra á Skúla Magnús- A., sent á sífellt í brösum við svni, er skipið kom tit Hull. nántaeigendur. Sagði Halldór, að skipið ___________________________ ltefði verið statt um 140 sjó- j ínilur frá Bremerhaven á Iteimleið, eftir að hafa landa ð afla siniun þar og tekið þrjá farþcga til íslands. Áreksturinn var allliarour, en þó meiddist enginn svo neinu nemi. Bæði skipin héldu kyrru fyrir i uin eina klst. til þess að kanna tjónið, en síðan tók Skúli Magnús- Dettiiossi hleypt ai stokkunum. Hinu nýja flutningaskipi Eimskipafélags Islands verð- ur hleypt af stokkunun: í Kaupmannahöín í dag. Skipið, sem hlotið hefir 'nafnið „Dettifoss“ er af ná- lcvæmlega sömu stærð og „Goðafoss“. Það er smíðað í hinni kunnu skipasmíðastöð Bur- meistar & Wain í Kaup- mannahöfn, þar sem „Goða- foss“ var einnig smíðaður Ungfrú Margrét Vilhjálms- son, dóttir Guðmundar Vil hjálmssonar framkvæmda- stjóra Eimskipafékigsins gaf liinu nýja skipi nafn. fi vetrö ú sretriwwþfwk tt. son stefnu til Hull og konist þangað af eigin rammleik. Togarinn rakst á hið sænska skip um það hil mið- skipa og beygluðust plötur í byxðing þess. Hins vegar varð mikið tjóxi á Skxila Magnússvni og komst sjór i lest hans. Halldór sagðist lxafa stund- að sjó i 20 ár og siglt öll styrjaldai’ái'in, og væri þetta fyrsta óhappið, er fyrir sig lxefði komið. Feröir um nýjar leiðir. Rússar senda aukinn flug- her til nágrennis Berlínar. fít»rtt»íitttjwtr siwtntiet tjíir hjjwt þeitn i J*tj&kwtittndi. Fregnir, sem birzt hafa í blöðum Berlínar-borgar, herma, að Itússar fjölgi flug- sveitum sínurn í grennd við boigina. Eru fyi'sl og frenxst or- ustuflugvélar, þeirra á með- al þrýstiloftsvélar, sem Rússar hafa sent til flugvalla í grennd við borgina og er þettá túlkað á þann veg, að Rússar ætli sýr að trnfla flug- flutninga handamanna á nauðsynjum til horgax’innar enn meira en þeir lxafa gert hingað til. Siunarheræfingar eiga sér einnig stað um þessar inund- ir á hernámssvæði Rússa, svo að þeir virðast láta all ó- friðlega. Bandamenn fá ekki að hafa neina fulltrúa við heræfingar þessar, en slíkt slíkt hefir jafnan þótt sjálf- sögð kurteisi til skamms tíma. „Óþarfar flugferðir.“ Yfirherstjórn í-auða hei's- ins í Þýzkalandi hefir birt mótmæli gegn flugferðum birgðaflugvéla handamanna og krefst þess, að stöðvaðar verði „óþarfa flugferðir ó- fullnægjandi æfðra flug- manna, senx fengju ófull- komnar leiðbeiningar“. Bandamenn liirða ekki um þessi ummæli fi'ekar en önnui', sem frain hafa kom- ið. Herir kommúnista í Mið- Kina eru að búa sig undir nýjar árásii', segir í fréttum frá miðstjórninni í Nanlcing. Talið er að kommúnistar liafi þar um 400 þúsund manna her, sem verið er að skipuleggja. Ferðaski-ifstofa ríkisins efnir til tveggja ferða um næstu helgi um stóðir, sem Jekki hefir verið efnt til hóp- ferða til áður, enda eru báð- ar leiðimar nýlega orðnar færar bifreiðum. Iæiðir þessar eni annai's- vegar Uxahi’yggjaleið, en hinsvegar leið sú uoi'ður af Kili, er Húnvetningar ruddu ínilli Hveravalla og Svíua- dals. Öiinui' þessara leiða íckur 4 daga. Lagt verður af stað á laugardaginn kl. 2 e. h. og fai’ið þá að Hagavatni. Næsta dag verður farið um Hvítár- nes og ti Hveiavelli. Þriðja daginn verður lagt á hinn ný- riidda veg af Kiíi og noi'ður í Svinadal og gist að Reykja- skóla. Fjórða daginn verður svo haldið um Borgarfjörð og Kaldadal til Rej'kjavikur. Hin ferðin er tveggja daga fcrð um Borgarf jörð. — Lagt verður af stað kl. 2 n. k. laug- ardagskvöld. Fvrst verður farið um Hvalfjörð og hval- stöðin nýja skoðuð, síðan í Yatnaskóg, yfir Dragháls og tjaldað í Skorradal. Daginn eftir verður ekið uni Lund- arrreykjadal og yfir Uxi- liryggi á Kaldadalsveg. Siðan sem leið liggur um Þingvelh til Reykjavíkur. Aiik þess efnir Ferðaskrif- stofan til ferða á sunnudag- inn til Gullfoss og Geysis og ennfremur til Krisuvikur. Knattspyrnan komin aftur í fullan gang. Fimm leikir hafa nú farið fram í meistaraflokki fs- landsmótsins, sá síðasti í gær milli K. R. og Vals, er lauk með sigTÍ K. R. 4:0. Áður liafði Fram unnið íþróttabandalag Akraness með 3 mörkum gegn 1 og gert jafntefli við Víking 2:2. Valur liafði unnið íþrótta- bandalag Akraness 3:0, en K. R. og Víkingur gerl jafn tefli 1:1. Akumesingar hafa nú hætt þátttöku i mótinu vegna þess að flestir kuattspyrnumenn þeirra sækja sjóinn um þess- ar niundir. Næsti leikur fer fram aim- að kvöld kl. 8.15 á milli VaL og Vikings. Þriðja flokks mótið hófst sl. sunnudag á Akranesi með leik milli Akurnesinga og Fram. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. I kvöld heldur mótið svo áfram hér i bæn- um og keppa fyrst Fram og K. R. kl. 7, en Valur og Vík- ingur strax á eftir. Siðari umferð Reykjavík- urmótsins i meistai'aflokki liefst n. k. mánudagskvóld kl. 8.15 með leik milli Fram og Vikings. Tveir deildu — 5 voru drepnir. Araba nokkurum og Gyð- ingi lenti saman í harðorðri deilu út af Palestinumálinu i borginni Oujda i Franska Marokko í fyrradag. Fljótlega safnaðist múgur og margmenni í kringum mennina tvo og endaði deil- an með því, að allt lenti í uppnánii og 5 menn biðu bana í ryskingum áður ea lögreglan kom á vettvang og stillli til friðar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.