Vísir - 02.09.1948, Blaðsíða 1

Vísir - 02.09.1948, Blaðsíða 1
38. árg, Fimmtudaginn 2. september 1948 198. tbl. V’ 'n. ; vssisia bmb e oBMifln náðist á Halveiðifélagið nýja, h.f. Hvalur, hefir nú veitt sam- tals 214 hvali. Félagið hefir nú 3 lvval- veiðiskip til uniráða. Það l'yrsta, Whale II, byrjaði veið- ar í. maí í vor og hefir það veitt nær lielming hvalanna, eð 101 talsins. Annað skipið lióf. veiðar 1. júni og þriðja skipið 15. júni. A öllum skipunum vinna nú fslendingar, jafnhliða Norðmönnunum, með það fyrir auguin að læra lival- veiðar og geta tekið að sér stjórn þeirra í framtíðinni, ef -svo ber undir. íi Ennþá eru tveir mánuðir af veiðitímanum éftir, því að félagið liefir leyfi til að veiða út októbermánuð. Má segja, að veiðin liafi gengið mjög að óskum til þessa. í hvalveiðastöðinni i Ilval- firði h'afa um 70—80 manns unnið í sumar, fyrir utan þá, sem vinna á skipunum. Af þessum hópi eru 17—18 Norðmenn, en liitt allt ís- lendingar. nyr5ra. Slyddubyl gerði fyrir norð- an í gærkveldi og snjóaði i Véibáturinn Jón Valgeir, sem verið hefir að síldveið- um, strandaði á Grjótnesi á Melrakkasléttu í fyrrakvöld. Ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að koma bátn- um á flot og í morgun bár- ust Slysavarnafélagi íslands þær fréttir frá björgunarskip- u Sæbjörgu, að því hefði tekizt að ná vélbátnum á flot. Mun hann vera mjög lítið eða ekkei'l skemmdur. vöknuðu í morgun vorii ilær- liggjandi fjöll álhvít og hafði snjóað niður undir byggð. liiðúr undir byggð. Foldin dregin til hafnar. Kæliskipið Foldin varð fyrir vélarbilun úti á rúm- sjó nú í vikunni og var dreg- ið.til hafnar. Foldin liggur nú í Aber- deen og er beðið eftir vara- styklcjum i vélina. Svokallað „olíuverk“ mun hafa bilað. Ekki er vitað live lengi við- gerðin stendúr yfir, þar sein varastykki i vélina verða fengin frá Svíþjóð, en þar er skippið byggt, svo sem kunn- ugt er. Verðlaimum heitið. Bálfarafélag íslands hefir umsjón með duftgarði við Kapelluna í Fossvogi og ætlar að skipuleggja og rækta þann garð á svipaðan hátt og tíðk- ast um slíka garða erlendis. Félagið óskar eftir tilllög- uni um skipulag og ræktun garðsins frá kunnáttumönn- um i þessufn efnum og heitir yerðfaunum, 3000 krónum, fyrir þá tillögu, sem notuð verður. Félagið ásldlur sér rétt til þess að skipta verð- laununúim. í WrocSav. Hinn kunni brezki vís- indamaður dr. Julian Hux- ley hefir látið í Ijós von- brigði sín yfir þinginu í Wroclaw (Breslau). Huxley sat þing þetta i góðri trú og var einn af heið- ursforsetum þess. Hann liefir nú látið svo um mælt, að hann hefði lialdið, að liér væri um að ræða alþjóðlegt mót, er fjallaði alls ekki um stjórnmál, en bráðlega hafi komiið á daginn, hð það var eingöngu stofnað til þess í pólitískum tilgangi. Hann kváðst hafa haldið, að hér væri um að ræða tækifæri til þess að efla alþjóðasam- vinnu, en slíku liefði ekki verið til-að dreifa. Kommún- istar hafa mjög haldið þingi þessu á lofti og samþykkt- um þeim, er þar voru gerð- ar, en nú er það komið á daginn, sem marga grunaði, að þetta var aðeins áróðurs- bragð kommúnista. Myndirnar áð ófan gefa nokkra hugmynd um, hvernig Bretár fara að því að sjá fólki á hernámssvæði sínu í Berlín fyrir nauðsynjum núna í samgöngubanni Rússa. Efri myndin sýnir Sundurland-flugbát, sem lent hefir á Havel vatni í miðri Berlin. Neðri myndin sýnir, þegar verið er að taka varning úr York-flugvél á Gatow-flugvelli í Berlin. i Elliðaánunt í suntar í sumar veiddust alls 1760 laxar í Elliðanum. Er það 130 löxum nieira en í fyrra* Er þessi veiði i Elliðaán- um sú mesta, sem verið lief- ir í fjölmörg ár. Þyngd þcss- ara 1760 laxa var samtáls 10.414 pund. Veiðin í sumar skiptist sem hér segir: I júní veidd- ust 581 lax, júlí 856 og ágúst 323 laxar. Auk þess veiddust á þriðja hundrað silungar í ánum. Malbikun Hall- veigarsfígs. Nokkrir íbúar við Hall- veigarstíg hafa farið þess á leit við bæjarverkfræðing, að hann beiii sér fyrir mal- bikun Hallveigarstígs. Erindi þétta var lagt fram á fundi bæjarráðs um miðj- an siðastl. mánuð, en á- kvörðun ekki tekin nm það. Íderfmarvandamá^u\: Enn ekkert samkomulag á fundum hernámsstjóranna. Þeir munu koma saman til fundar í dag. Hernámsstjórar fjórveld- anna munu enn koma saman á fund í dag í Berlín og munu freista þess að koraast að samkomulagi, en í gær sátu þeir á fundum í 3 klst. sam- fleytt. Lucius D. Clay hernáms- stjóri Bandarikjanna í Þýzka landi lét svo um mælt við blaðamcnn, að of sncmmt væri að segja neitt um árang- ur af viðræðum þessmn, en réttarp væri, að menn gerðu sér ekki neinar tyllivonir. Fréttamaður brezka út- varpsins í Berlín símaði í gærkveldi, að nokkurs óróa gætti með Þjé)ð%rerjum vegna þess, hve seint gengur að ná saman á fundum hinna l'jög- úrra hernámsstjóra. Hins vegar eru Bretar sagðir bjart- sýnir og vænta þess, að fullt samkomulag náist um það er lýkur. Borgarstjórnin í Berlín hefir skorað á hernámsyfir- völdin, að viss mál verði þegar í stað sett undir eina yfirstjórn. Meðal þessara mála eru póstmál, dreifing matvæla og fleira. Mun á- skorun þessi vera komin fram meðfram vegna þess, að yfirstjórn borgarinnar hefir undanl'arið verið í hin- um mesta ólestri, ekki sízt vegna þess, að starfsskilyrði hennar hafa verið lítt við- Stormur haml- ar veiðum. Norðaustan strekkinguí) er i síldarmiðunum í dag og liggja öll skipin í vari eða á liöfnum inni. Fjölmörg skip lágu £ Siglufirði og eins lágu mörg á Raufarhöfn. Lítil veiði var, i gær, þar sem þá tók veður, að versna til muna. í gær, var saltað i 1700 tunnur á| Siglufirði og nemur lieildar- söltunin nú rúmlega 107 þús. tunnum. , unandi vegna sífelldra ó- spekta kommúnista og flugu- manna Rússa, er hafa hleypf upp fundum borgarstjórnar- innar æ ofan í æ. Skipaðar hafa verið nefnd- ir til þess að ræða flutninga* gjaldeyri og vöruviðskiptl hernámssvæðanna, en cink- um eiga nefndir þessar að reyna að finna einhverjá lausn á flutningsbanninu, er Rússar komu á og nú hefir slaðið i 76 daga. Bretar og Bandarík-jamenn halda áfram að flytja birgðir til borgar- innar loftleiðis. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.