Alþýðublaðið - 15.09.1928, Síða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1928, Síða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ ALÞÝÐUBLAÐIÐ j ! kemur út á hverjum virkum degi. * Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við í i Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. | } til kl. 7 síðd. 5 Skriistofa á sama stað opin kl. í J 91/*—10 V* árd. og kl. 8 — 9 síðd. t ; Slmar: 988 (afgreiðslan) og 2394 ► J (skrifstofan). í ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 J ; hver mm. eindálka. ; J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J ; (i sama húsi, simi 1294). ► Ein sagan enn. ' ----- NL Fyrir nokkrum árum flutti kona þessi með manni sínum og börn- um hingað til Reykjavíkur. Hafði maðurinn raist atvinnu sina og ætlaði nú að útvega sér eitthvað að gera, svo að hann gæti fram- fieytt fjölskyldu sinni. En það tókst ekki, og áttu þau hjónin við hin mestu bágindi að búa. Maðurinn vildi ekki leita sveitar- styrks, og kom þar högum þeirra, að börnin brast fæði og klæði. . . En hvernig í ósköpunum gat kon- an séð börnin sin svöng og klæð- lítil, án þess að leita til fátækra- stjórnarinnar, hvað sem maðurinn sagði? Svo munu menn ef til vill spyrja. Jú, konan hafði í æsku vitað um atburði í sveit skmi, er höfðu fylt hana viðbjóði á at- ferli þeirra, er höfðu á hendi stjórn fátækramálanna, og á lög- um þeim, er heknila sveitastjórn- um að fara ver með fátæklinga en leyft er að fara með skynilaus- ar skepnur. _ Hjón .voru heima í sveit kon- unnar, bláfátæk og|Jjeilsuveil. Þau áttu 4 börn.. Maðurinn gat ekki framfleytt fjölskyldu sinni, og voru tekin tvö elztu börnin af þeim hjónum, en þéim gefið lof- orð um að fá að halda hinmn. Voru hjónin síðan flutt í næsta kauptún. Var maðurinu við sjó um sumarið, þótt lasburða væri, og þurfti fjölskyldan ekki að þiggja af sveit yfir sumarmánuð- ina. Um haustið iskorti hjóniin vetrarforða og heilsa mannsins hafði stórum versnað. Sótti hreppsnefindin þá drenginn, sem eftir var hjá þeim hjónum. Fór hann grátandi og að foreldrum hans nauðugum. En við þetta var ekki látið sitja. Manninum var komíð fyrir á afskektúm bæ, og þar dó hann. En konan, sem var þunguð, var flutt með telpu, ssm eftir Vár hjá henni, í kalt og ó- vistlegt þinghús sveitarinnar. Konan fékk nú að heyra, að telpan yrði tekin frá henni. För hún þá að'reyna að koma henni fyrir hjá góðu fólki, er hún þekti, og tókst henní það. En ákaflega féll henni þungt að verða að láta hana frá sél. Nú ól konan barn, og var látið i Ijós við hana, að hún myndi fá að hafa það hjá sér. Hafði hún það á brjósti og var það nú hin eina huggun hennar. En þá er barnið var fárra mánaða, kom oddvitinn og kona hans og sóttu það, tóku brjóst- barnið með valdi af móðurinni. . . J, En eftir þetta varð móðirin vangæf á geði. Þessi atburður hefir aldrei liðið konuimi, sem fyrst er um getið, úr minni. Hún kveið því mest af öllu, að hún og börn hennar þyrftu að sæta slíkri meðferð. Til manns hennar tók að venja komur sínar rnaður eimi, er stundaði ó- leyfilega atvinnu. Hann hvatti mann hennar til að gera hið saimai, sýndi honum fram á, að með því móti gæti hann lifað eins og kon- ungur, þar eð lagaeftirlitið væri ekki sérlega strangt. Maður kon- unnar fór að ráðum kunn- ingja síns, og smátt og smátt varð líferni hans í fullu samræmi við félagsskap þann, er hann nú komst í. Réttvísin Irafði hendur í hári hans, en þá er hann varð aftur frjáls, hélt hann áfram hinni óleyfilegu atvinnu sinmi. Konan varð að þoia allar þær þjáningfar, sem félagsskapur manns hennar og atvinna hans höfðu í för með sér. Svo að segja hver dagur var henni óblandin kvöl. En hún hikaði við að slíta þau bönd, er bundu hana við heimilið, hikaði við«að taka á sig eina ábyrgð á barnahópnum, sem ekkert gat legið fyrir annað en að vera tvístrað um framfærslusveit henn- ar og manns heninar, ef hún segði skilið við hann. Svo veiktist maðurinn, og á ný drap neyðin á dyr. Öll fjölskyld- an leið skort — og loks komu fátækrafulltrúarnir á heimilið að tUvísun óviðkomandi manna. Varð það þá úr, að hjónin færu að þiggja sveitarstyxk. En brátt kom krafa um það, að þau yrðu flutt á fram- færslusveit sína. En það kaus kónan siður öllu öðru. Hún vissi, að barnahópnum mundi verða' sundrað. Hún mundi atburði'nn frá æskuárunum um fátæku konuha, er svift var öllum börnum sírxum — brjóstbarninu líka — og hún hafði fengið fregnir heiman úr sveit sinni, er skelfdu halna. Göð hjón heima í sveit henhar höfðu tekið afhenni dreng, ogleiö honurn vel hjá þeim. Nú frétti hún frá 'þessum hjónurn, að ný- lega hefðu komið að máli við þau bændur úr sveitidni og spurt þau, hvort þau ætluðu ekkr að fara að ta'ka meðlag með drengnum, þar eð foreldrar hans væru farnir að þiggja af sveit, hvort sem væri. Hjónin spurðu, hvað þeim kærni það við. Jú, bænduroir svöruðu nokkuð. á sama veg álif: Ja, mig vantar unglihig og ég var að hugsa um að undirbjóða þig. Það er munur að taka ungling af sveitiinni og fá með honum nokkrar krónur upp í útsvarið sitt, en að þurfa að taka ungling, sem maður kann ske þarf að borga kaup. Konan frétti það einnig, að búið! væri að ráðstafa börnum hennar. Þeirn ætti að tvístra sveitarend- anna á milli. Hún var nú orðin veikluð af striti og hugarstríði og fanst hún alls ekki mundu geta afborið það, að verða að sjá af börnunum. Henni til mikillar huggunar sagði læknir henni, að heilsa hennar væri svo bágborin, að alls ekki gæti komið til mála að flytja hana sveitarflutningi. En sveitin gerði ítrekaða kröfu til þess, að fjölskyldan yrði flutt, og þa® var að eins fyrir harðfylgi. lækndsins, að konan slapp við aö vera send heinr á sveit sína og að öll börnin væru tekin frá hemni. Þá er manninum skánaði sjúk- leikinn, hóf hann á ný fyrri starf- semi sana, og varð nú líferni hans á allan veg svo óþolandi, að konan loks beiddist skilnaðar. Fékk hún skilnaðmn, og var manni hennar dæmt að greiða henni 100 kr. á mánuði, henni til « framfæris, og 50 kr. mánaðarlega með hvoru barninu, * þeirra tveggja, sem eftir voru hjá henni. Aúk þessara barna, sem eru bæði ung, er hjá konunni fullorðin dóttir hennar, sem er svo heilsu- laus, -að hún er ekki fær til vinnu. Koman sjálf er svo tauga- veikluð og hjartabiluð, að hún liggur rúmföst öðru hvoru. Má nærri geta, hvort ekki hefir nfátt halda vel á, til þess að 200 kr. á mánuði dygðu til framfæris, fæðis, klæðis og húsnæðis tveim fullorðnum og tveinr börnum. En konan kvartaði ekki. Svo kom þar að fyrverandi maður hennar tjáði sig ekki geta greitt það, sem honium bar að greiða. Koim þá tií kasta sveitarinnar. Fókk sveitarstjórnin því þá til vegar komið, að dómsmálaráðuneytið lækkaði framlagið tii koniunnar 'niður í 30 kr. á mánuði og með- lagið með börnunum niður í sama og gjalda ber með óskilgetnum börnunr. Konan á þá að frarn- fleyta sér og sínum á 360+270+ 240 = 870 kr. á ári — éða 72,50 kr. á mánuði! Af þessu greiöir konan í húsaleigu 50 krónur á mánuði eöa 600 krónur á ári, veröa þá eftir 270 krónur til fæð- is og klæða. — Þetta er sama og að skipa konunni að svelta með börnin ölil. Því ef hún sjálf þiggur, þá verður hún flutt sveit- arflutniingi og heimilinu sundrað, og dóttirin uppkomin fer á sveit. Og nú sparar konan við sig hvem bita og sopa, skelfur af kvíða fyr- i-r- komandi tíð og hugsar með hryllingi til sveitar sininiar og fá- tækraframf ærs lunna r þar, sem konúnni finst voöalegri en sultur og kiæðleysi, og þó er þessi fá- tækraframfærsla ekki annað en það, sem er fyllilega samkvæmt lögum hin'S íslenzka ríkis. Hvað hefir nú þessi kona unnið til saka? Hví á að sVifta hana, börnum hennar og flytja hana sjálfa sárveika og nauðuga sveit- arflutningi, ef hún neyðist tiJ að I>iggja af sveit? Sjá það ek'ki aliir menn, ríkir og snauðir, hver sví- virða það er siðuðu þjóöfélagi, að lögfest sé, að þjóðfélagið aukii byrðar þeirra, sem saklausir hafai orðið að líða meira en þeir and- lega og iíkamlega eru menin til að þoia, en þeir, sem sektin liggutB bjá, sleppi tiltölulega vel, og fái áð lifa líferni, er evkur á sekt þeirxa og skaðar náunga þeirra? Jú, þetta hljóta allir að sjá. Og þeir, sem ekki taka það ráð aö svæfa samvizfcu sína, þeir munu setja sér fyrir að vinna að rétt- látara þjóðskipulagi og mannúð- legri löggjöf. En það geta þeur að eins með þvi að skipa sér undir merki þeirra manna, sem ekki loka augunum fyrjr því, sem umhverfis þá er og segja: Alt er gott eins og það er. Hér er enginn ríkur og engiirn snauð- ur. Hér hafa aUir nög fyrir sig — og hér ríkir réttlæti og mannúð. Erlend simskeyti* Brezka ihaldið mótmælir pvi» að afvopnunarnefnd verði kölluð saman. Khöfn, FB,, 14. sept.. Frá Genf er símað: Þingnefnd Þjóðabandalagsims hefir haft af- vopnunarmálið til athugunar. Á- líta sumir nefndarmanna, að ófrið- arbannssáttmáli Kelioggs hafl aukiö möguleikana til þéss að ráða afvopnunarmálinu til farsæl- legra lykta. FulJtrúar Þýzkalands og Frakklands hafa lagt þáð til, áð bráðum verði kölluð sarnan afvopnunarnefnd. Fulltrúi Breta, •Cushendun, andmælti' tillögunní um nefndarskipunina og drap í því sambandi á mótspymu þá, sem frákknesk-brezka flotasarix- þykti'n hefði mætt, aðallega í Bandaríkjunum og ítalíu. Heimköllun setuliðsins úr Rínarbygðunum. FuIItrúar Þjóðverja og Banda- manna komu saman í gær á ann- an sameiginlegan fund sinn um heimköllun setuliðsins úr Rínar- bygöum. Ekkert hefir frézt af umræðunium, en tilkynt hefir ver- iö, að þriðji fundurinn verði hald- iinn á sunnudaginn. Er það talinn góðs viti, að fundahöldin haldé áfram. Sigur visindanna. Frá Lundúnum er simað: Merk- ur efnafræðingur, prófessor Don- nan, hefir sikýrt frá rannsóknum prófessors Hills viövikjandi eðli lifandi oelia. Kvað hann raunsókn- ir prófessors Hills vlövíkjandi taugaoelium sýna, að eðli þeirra væri chemodynaimis'kt; imoJecuI- samsetning þeirra sundurleystist, ef aðfærsla súrefnis stöðvaðist. Donnan væntiir mikils af rann- sóknum prófessor Hiils, áiítur aö þær muni ieiða til þess, að vís- xndunum takist að skilja insta eðli lífsins og ef til vill geri rann- sóknirnar mögulegt að framleiðe.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.