Alþýðublaðið - 18.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.05.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Alþýdublaðið er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Eanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Söngfélagið Bragi, sem skipað er 40 mönnum úr Dagsbrún, skemti mönnum að lokum með söng. Var gerður góður rómur að, einkum er hann hafði sungið söng íslenzkra socialista: »Sjá, hin ungborna tíðc. Pétur Lárusson organisti er söngstjóri, og á hann heiður skilið fyrir dugnað sinn og áhuga. + Yerkakyennafélagið »Eining« á Akureyri hefir nýskeð samþykt kauptaxta, sem gekk í gildi 1. maí. Eftir honum verður dagkaup /élagskvenna 1 kr. á kl.st., en 1 kr. og 50 au. um kl.st. í nætur- og helgidagavinnu. Við fiskþvott skal kaupið vera 1 kr. fyrir hver 50 kg, en sé fiskur talinn, þá 2 krónur fyrir hverja 100 fiska. Lág- markskaup við síldarsöltun sé kr. 1,50 fyrir hverja kverkaða og saltaða síldartunnu, með venju- legum hlunnindum, en án hlunn- inda 2 krónur. Þvottar í húsum og á fatnaði skulu borgaðir með 1 krónu um klukkustund. Yerkamannafélag Aknreyrar hefir, eins og undanfarin ár, ákveðið að taka upp mó og selja hann við - sannvirði til félags- manna. Stórt bál af litlum neisía. í blaðinu „Helvetische Typo- graphia" stendur eftirfarandi frá- sögn: Warsjárblaðið „Kurjer Wars- zawski" kom ekki út um nokkurn tíma, vegna setjaraverkfalls. Orsök verkfallsins var prentvilla. Hafði setjarinn sett „Ösla' (asni) í stað „OrIa“ (örn) í nýjársblaðið. Á þennan hát: varð pólski hvíti örn- inn (skjaldarmerki pólverja), f blað- inu, að pólska hvíta asnanuml Ritstjórinn þóttist sjá, að setjar- inn hefði gert þetta í móðgunar- skyni við þjóðmerkið og rak hann burtu. En hinir setjararnir lýstu yfir því, að þeir bæru sameiginlega ábyrgð með félaga sínum og yfir- gáfu líka prentsmiðjuna. Sjálfsagt hefir ritstjórinn orðið að biðja „fyrirgefningar" áður en lauk. M skalt eigi stela! Þótt þú sért aðfram kominn af sulti, hafir enga peninga, engan mat, engin klæði, en konu og börn og örvasa foreldra, þá mátt þú eigi stela. Heldur hungra í hel með öllum þínum, viljir þú eigi Ieita á náðir ríkisins, sem sveitarómagi, réttlitill, brennimerkt- ur og fyrirlitinn. Þú mátt ekki snerta eyrisvirði af eignum ná- granna þfns, sem lifir í sukki og svalii og óhófi, eyðandi tíma, peningum og heilsu, til verra en einskis, þir leyfist ekki svo mikið, sem að hirða mola af borðinu. Stórbóhdinn á mörg hundruð fjár og stórar landeignir. Þú átt engan sauð og ekki þumlungs- stóran blett af jörðinni. Þannig hefir drottinn skift, og þau skifti vernda lögin. Þessi kaupmaður þarna á miljónir króna. En færir þú í búðina hans og tækir mjöl- hneía, kol eða flík, til að vernda börnin þín gegn hungri eða kulda, þá yrðir þú tímanlega og eilfflega brotlegur, hataður og fyrirlitinn af guði og mönnum, því >þú skalt eigi stela*. Þannig er skipun vors réttvfsa drottins, viðtekinn vani hjá oss mönnunum. Myrkur, kuldi, mygla og saggi eru heimagestir þínir. Og þó verður þú að borga leigu til miljónamæringsins og húseigand- ans, til að fá að hýrast þar. Standir þú ekki í skilum með leiguna, þá burt — burt sem fljótast, því engan eyri skalt þú ranglega af öðrum hafa, en þó sízt af stoðum og styttum þjóð- félagsins og verndurum guðsrfkis á jörðunni. Heldur skalt þú með illu eða góðu út á götuna, í hríð- ina og frostið, með skjálfandi börnin, veika konuná, örvasa föður og blinda móður. Það er vilji guðs, það er réttur mannanna. Þú átt að vinna, vinna daga og Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Q88. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma f blaðið. nætur. Þú mátt ekkert, nema vinna. Guð skapaði þig til þess. Það er þitt hlutverk. Fyrir vinn- una færðu peninga, skamtaða af þeim, sem þú vinnur fyrir. Og þakkaðu góðum guði á himnum, að þú færð færi til að innvinna þér aura, og þakkaðu atvinnu- rekendunum náðina, en ekki þé með handabandi, því hendur þfn- ar eru óhreinar og snarpar. Af vinnulaunum þínum verður þú að lifa. Með þeim verður þú að fæða og klæða þig og þfna, og þú verður að spara, um fram alt að spara. Engu mátt þú eyða í óþarfa. Eins og þú þurfir svo sem holt og gott fæði, notalega íbúð, hlý og hrein föt. Eg vil varla nefna annað eins og bækur. Mentun hefir þú ekkert að gera með og getur ekki tekið á móti> henni, — til þess eru aðrir menn ætlaðir. Eða skemtanir, — ekki nema það þó, — minna má það kosta. Þakkaðu guði, meðan þú hefir þó vatn og rúgbrauð til að Iifa af, og kjaliaraholu að hýrast í. Hvað gerir til, þó að konan þín verði föl og kinnfiskasogin af erfiði og slæmri aðbúð; hún er hvort sem er ekki nein gersemi. Eða börnin? Þessir óhreinu, vol- andi grfslingar, sem þú og kerl- ing þín hafa skotið í heiminn, án þess að vita hvernig þið gætuð séð fyrir þeim sómasamlega. Heldur þú, að slíkir ormar þurfi hlý föt, gott loft, sólskin og gott fæði? Nei, þeim er fyrir beztu að venjast hörðu í æskunni, það stælir þau að eins. Eða þau þurfi að leika sér og »mentast« 11 Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Slíkt og því líkt fádæmi! Nei, þau eiga að læra að vinna, um leið og þau fara að geta staðið, vera guði auðsveip og hlýðin, og biðja bæn- irnar sínar kvöld og morgna, veg- samandi gæzku guðs. Öllu fremur verða þau að metá, virða og breyta eftir reglum þjóðfélagsins, og þá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.