Alþýðublaðið - 15.09.1928, Page 3
alþýðublaðið
3
Bensdorps súkknlaðl.
Colmans línsterkja,
Colmans mustarðnr,
Maggi súpntenlngar,
Libhy’s tómatsósa,
Libbl’s niðnrsoðn-
Ir ávextir.
lifandi cellur á fysisk-kemiskan
3iátt.
Föf til Vestfjarða.
Eftir
Guðmund Gislcison Hagaiin.
---- (Frh.)
í GeirJjjöfsfirði er mjög mikill
skógargróður. Allar brekkurnar í
dalbotninum eru vaxnar björk og
hlíðarnax beggja megin dalsins
all-Iangt úteftir. Hæstur er skóg-
urinn sunnan árinnar. Eru þar
mörg tré 2—3 mannhæðir. Stærst
eru sum reynitrén. En skógurinn
er ekki svo hirtur sem skyldi.
Víðast hvar er hann alt of péttur,
enda er mikið af honum krækl-
ótt. Bóndinn, sem nú býr í Botni,
hefix mikinn áhuga á að halda
við skóginum, en hann skortix
þekkingu á þvi, hvernig það bezt
verði gert. Væri nauðsynlegt, að
ríkið ^sendi skógfræðing vestur og
léti hann leiðbeina bóndanum. t
Trostansfirði er og afarmikið
sköglendi, sem ei'nnig þyrfti að
hafa eftirlit með- Væri réttast að
skipa þarna sérstakan mann, er
hefðii eftirlit með skóginum. Hygg
ég, að böndmn í Botni væri sakir
dúgnaðar síns og áhúga mjög
heppilegur eftirlitsmaður, þá er
hann hefði fengið tilsögn i grisjun
skóga. Eitt af þvi, sem mælir með
að skipaður verði eftirlitsmaður,
er þaö, að nú misnota skóginn,
jarðeigendur, sem eiga ítök í hióri-
um. Gerhöggva þeir hann, þar
sem þeir eiga itöldn' og hirða eigi
um mótmæli Botns-bóndans, sem
eigi veit, hversu hann á að víkj-
ast við yfirgangi þeirra. Er það
meö öllu óhæft, að ríkið láti við-
gangast, að skógar séu eyddir,
ekki sízt þegar þeir eru á jörðum,
sem eru ríkiseign.
Föriuni haldið áfram.
Við vorum eina nötí í Botni og
áttum þar við að búa einstaka
gestrisni, jafnvel þótt miðað sé
við gamla og góða íslenzka
sveitarisnu. En daginm eftir að við
komum, lögðum við af stað sinn
lestur um kvöldið fyrir Alþýðu-
fræðslu Stúdentafélagsins.
Bíldudalur er litið kauptún, og
er þar nú heldur dauft yfir at-
vinnulífinu. I>ar hefir orðið hrun
eins og víðar um land. Verzlun
þeirra bræðra Hannesar og l>órð-
ar Bjarnasona varð /gjaldþrota —
og öll útgerð stöðvaðist. Stofnað,
var síðan svonefnt Bjargráðafé-
lag, en það hefir ekki útgerð. Nú
eru gerð út að eins tvö þilskip
frá Bíldudal — og á þau hliuta-
félag. En margir Bfldælingar róa
á smábátum, sem þeir hafa sett
í vélar. Hefir aflast mjög vel í
fyrra og í ár. Eykur það og mjög
atvinnu í kauptúninu, að bænd-
iurnir í hreppunum í kmig stuinda
fiskiveiðar vor og haust og selja
afla sinn á Bíldudal, þar sem
hann síðan er verkaður. Hver
framtíð Bíldudals verður, er erf-
itt að segja. Menn virðast þar
ekki sérlega framsæknir, en dug-
andi sjómenn eru þó Bíldælingar.
Frá Bildudal fór ég að Hrafns-
eyri og þaðan út á sveit. Komst
ég þó ekki út að Lokinhömrum,
sem er fæðingarstaður minn. i
Auðkúluhreppnum er ekki mikið
um framfarir á svjði landbúnaðar,
en flestir eiga bændurnir vélar-
báta til fiskveiða, og er það mikil
framför frá því sem áður var.
Nú eru þeir ekld eins bundnir við
sérstök mið og áöur, og þeir geta
verið fáliðaðri en á árabátunum.
Flestir 'komast þarna sæimilega áf,
en samt eru sveitarþyngsli svo
mikil, að undruim sætir. Er það
fólk, sem hefir flutt úr hreppn-
um, er hann þarf nú að fram-
fleyta. Sveitarþarfirnar voru 18
þúsundir kröna í fyrra, en gjald-
endur eru að eins 80. Ræddi ég
um þessi mál vjð Gísla bónda á
Álftamýri, sem er um flest for-
ystumaður hreppsbúa. Félst hann
helzt á, að rétt myndi vera að
alt landiÖ yrði eiitt framfærslu-
umdæmi. Mun svo fleirum fara
þeim er urn málið hugsa og gera
sér- Ijós hin geysimörgu vand-
kvæði, sem eru á því fyrifkíomu-
lagi, er ríkir að gildandi lögum.
(Meira.)
Sigurður Skagfeldt
og Páll ísólfsson halda annað
kvöld hljómleika í frikirkjunni kl.
9. Syngur Sigurður bæði íslenzk
og erlend lög.
Sigurður hefir getið sér ágætan
orðstír sem söngvari Hann hefir
mikla rödd og fagra og skilur vel
þau viðfangsefni, er hann velur
sér. Um oxganleik Páis þarf ekk-
ert Áéz að segja.
Sigurður fer héðan til Noregs
og syngur í Bergen og Osló.
Frá Noregi fer hann til Köln. ■
Aðgöngumiöar að hijómleikun-
um fást hjá Katrínu Viðar, hjá
Eymundson og í Hljóðfærahúsinu.
Á morgun fást aðgöngumiðar eftir
kl. 1 í prentsmiðju Ágústs Sig-
urðssonar.
Kvikfénaður landsmanna
árið 1926.
Samkvæmt búnaðarskýrslum
fyrdr 1926 hefir kvikfénaði lands-
manna fjölgað allmjög það ár.
Sáuðfénaður á öllu landinu var
í árslokin 590 þúsund, þar 'af
voru ær um 484 þús., hafði þeim
fjölgað nokkuð; sauðár voru nær
29 þús., þedm hafði fækkað ail-
mikið, hrútar voru um 8V2 þús-
und, og gemliingar voru rúmlega
II8V2 þús. Fjölgaði þeim um 20
þús. þetta fardagaár. Sauðfénaðli
hafði fjöigað um rúm 24 þús. á
öllu land'inu frá því árið áður eða
um 4o/o. Fjölgumim var mest á
Norðurlandi um 10%, og á Aust-
urlandi um 9%. í öðrum Jands-
fjórðungum var nokkur fækkun.
Geitféð var 2753, því hafði
fjölgað um 261 eða um
10,6%. Um % af öllu geiitfé á
landinu er í Þingeyjarsýslu.
Síðan 1860 hafa nautgriplF aidr-
ei verið eins margir á landinu
og þetta ár, 27857. Kýr voru um
19 þús., naut rúmlega 9 hundruð,
veturgamlir nautgripir nær 3 þús.
og kálfar tæp 5 þús. Þeim fjölg-
aði mest, um 777, eða, 19%. Naut-
gripir voru 1926 1576 fleiri en
árið áður, eða 6%. Fjölgunin var
mest á Norðurlandi, um 11%, og
i Norður-Múlasýislu, um 13«/o..
Aninars var meiri og minni fjölg-
un í flestum sýslum, nema í
Barðastrandasýslu, þar var nokk-
ur fækkun.
Hross voru talin 52868. FuMorð-
in hross voru nær 34 þús., tryppi
rúml. 14L/y þús, og folöld 41!&
þús. Hrossin hafa aidrei verið
jafnmörg síðan 1918, enda hafði1
þeim fjölgað um 1344 frá fyrra
ári, eða um 2,60/0.
Hænsni voru talin um 277» þús.
VjOru þau um 5 þús. fleiri en
árið áðux.
í hvora áttina. Vilmundur hélt
með Gránu upp á Dynjandiheiði,
en ég fór á vélbáti meö bónda
að Bíldudal. Flutti ég þar fyrir-
Þýskur togari
kom hingað í morgun til þess
að taka vatn.
Sjómannastofan.
Guðsþjónusta á morgun kl. 6.
Herra Norheim talar. Allir eru
velkomnir.
Kosninoainar i Svinióð
fara fram i dag.
Kosningamar í Sviþjóð hefj-
ast í dag; standa þær yfir þar
til kl. 12 á miðnætti á morgun.
Kosið er til neðri deildar. Kosn-
ingabaráttan hófst um mánaðar
mótin júlí—ágúst, og er hún ein
sú harðasta, Sem háð hefir verið
þar í landi, þvi að þar er hreint
og beint barist um meiri hlutann
í neðri deildinni. Jafnaðaxmenn
vantar að eins 7 þingisæti til að
ná hreinum meixi, hluta í deild-
atni, og er því móður í báðuim
stríðsörmum. Auðvaldsflokkunuim
finst nú, að þeir þurfi að taka
á öllu sínu, ef þeir eigi ekki að
tapa þrælatökunum á sænskri al-
þýðu. Hafa þeir þvi gengið sam-
einaðir til kosninganna. Búist er
við, að jafnaðarmenn muni vinna
mjög á við kosningamar, og er
jafnvel talið, að þeir nái meiri-
hlutanum, en ef þeir ná honium
ekki, þá er það því að kenna, að
alþýðan er tvískift, og þó að
sænskir kommunistar séu ekki
fjölmennir, þá getur starfseml
þeirra leitt til þess, að jafnaðar-
menn vinni ekki fullnaðarsigur-
iinn.
Hugheilar óskir um sigur senda
islenzkir jafnaðarmenin sænskum
skoðanabræðrum.
Um daginn ogg veginn.
Söngflokkur Alþingishátiðar-
innar.
Þessa dagana era þeir Sigurður
Birkis, Jón Hafldórsson og Sig-
urður Þórðarson að stofna 100
manna kvenna- og karia-kór, sem
syngja á á alþimgishátíðinni 1930.
— Vili Aiþýðublaðið minna á
auglýsingu frá þeim um þetta
efni. Birtist hún nýlega héc í
blaðinu. Vonandi er, að hvec sá
hér í bænum, sem góða söng-
rödd hefir, tilkynni hinum fyr-
nefndu mönnum væntanlega þátt-
töku sína sem allra fyrst.
Hjálpræðishermn.
Samkomur á morgun kl. 11 árd.
og kl. 8 sd. Sunnudagaskóli kl.
2 e. h. — Allir velkomnir.
AlÞýðnblaðlð.
Nýir kanpendnr fáblað"
Ið ókeypis pað, sem eftir
er mánaðarins, gerist á-
skrifendnr nú pegar. Sím-
ar 9SS — 2350 — 2394.
Úrslitakappleikurhm
í 2. flokki, mflli K. R. og Vals,
verður á morgun kl. 1V2- Bæði
þessi félög hafa staðið sig einkar
vel á mótinu og hafa verið mjög
Hk undanfaxin ár, svo að búast
má við skemtileguim leik. Kept
er um hinn fagra grip „Knatt-
spyrnumanniinn“, og verður hainn
að loknum leik afhentur sigur-
vegara.