Vísir - 15.03.1949, Page 12

Vísir - 15.03.1949, Page 12
Allar skrifstofur Vísis eru fluttar í Austurstræti 7. — Þriðjudaginn 15. marz 1949 Næturlæknir: Sími 5030. —. Næturrörður: Lyfjabúðhí Iðunn. — Sími 7911. Falleg Vestmannaeyjabók. Árbók Ferðafélagsins 1948 komin út. Árbók Ferðafélags íslands fyrir 1948 er komin út, en tiiún fjallar um Vestmanna- <tyjar og er aðal höfundur hennar Jóh. Gunnar Ólaísson bæjarfógeti á ísafirði. Aulc Jóh. Gunnars skrifa auk þess í Árbókina Baldur Tolinsen héraðslæknir, Geir Gígja kennari, dr. Trausti Einarsson og Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. Þessi Árbók er ein hinna stærstu, sem félagið liefir gefið út og er á 3ja liundrað bls. að stærð. Hún er prýdd fjölda Ijósmynda, nokkurum teikningum og loks fylgir bókinni ágætur litprentaður uppdráttur af öllum aðal- eyjunum. Aðalhöfundur bókarinnar LJöh. Gunnar Ólafsson, skipt- ir sínnm liluta í sex megin- þætti. Fyrsti þátturinn nefnist „Vestmannaeyjar“, en þar gréinir höfundurinn frá nafni, íbúum og ibúafjölda, lýsir kaupstaðnum og aí- vinnuvegum eyjarskeggja, en þeir eru fiskveiðar, landbún- aðu r og fuglaveiðar. Annar þátturinn er lýs- ing á eyjunum og afstöðu þeirra hverrar til annarrar. Þriðji kafli heilir „Ileima- ey — heimaland“. Þar er skýrt frá örncfnum og kenni- leitum og rakin og skýrð saga þeirra og uppruni eftir því sem við verður komið. Fjórði kafli nefnist „Fjall- göngur“ og er þar greint frá Helgafelli, Heimakletti og' Yztalcletti sérstaklega, lýst leiðurn og útsýni og öðru því sem við kemur þessum þrern- ur liöfuðfjöllum Heimaeyjar. Fimmti kafli heitir „Hell- ar“ og er lýsing á hinum fjölmörgu hellum eyjanna. Sjötti kafli heitir „Fornar menjar“ og fjallar um Skanz- inn, Landakirkju, Skrúða- byrgi og Akurgerðin. Dr. Trausti Einarsson skrifar um bergmyndunar- sögii Vestmannaeyja, Þor- steinn Einarsson um fugla- líf, Baldur Johnsen um gróð- urríki og Geir Gígja um skor- dýr í Vestmannaeyjum. í eftirmála að bók þessari kemst Jóh. Gunnar Ölafsson m. a. að orði: „Hér liefir verið reynt að geta alls hins helzta, sem forvitinn ferðamann kynni að langa til að vita um Vest- mannaeyjar, ef hann tæki sér þangað fcrð á hendur. En að sjálfsögðu er hér ekki um tæmandi frásögn að ræða, enda livorki til þess ætlazt né rúm lil þess. Hins vegar vænti eg að ekki hafi skotizt yfir margt, sem máli sldptir. Eg vil sérstaklega vekja athygli á ritgerð dr. Trausta Einarssonar um jarðsögu Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta sldpti, sem tekin er til rækilegrar og vísindalegrar athugunar mvndun Vest- mannaeyja. Niðurstöðurnar eru nýstárlegar og varpa nýju ljósi á ýmis vafaatriði í sögu Vestmannaeyja.“ í lok Árbókarinnar eru skýrslur og reikningar fé- lagsins. Fullvrða má að þessi á- gæta Vestmannaeyjabók verði öllum þeim kærkomin, sem auka vilja við þekkingu sipa á landi sínu og þjóð og þá fyrst og fremst þeim, sem kynnast vilja nánar sögu, landi og' atvinnuháttum Vest- mannaeyja — eins liins sér- kennilegasta staðar á öllu tslandi. Rannsókn á sprenglngunni á ECjartansgöfu 2. Rannsóknarlögreglan hef- ir ná náð íali af Albert Iíristinssyni, þeim sem varð fyrir sprengingunni á Kjart- ansgötu 2 síðastl. laugardag. Albert segist hafa verið að leita að „elementi“ er hann ætlaði að nota í vél sem hann var að gera við. Fann hann þá þennan hlut í skúffu, þar sem allskonar dót var geymt. Liktist hann enskri stungu og bjóst Albert við að geta notað liann. Setti lilutinn í samband við prufu- lampa en þá varð sprenging- in. Alljert segir að það liafi myndazl eins og bláleitur reykur og sér bafi virtst stafa af honum púðurlykt, en getur þó ekki fyflilega gert sér grein fyrir þvi. Albert er mikið- skemrxd- ur á hönduin, cinn fingur er brótinu og sprengjubrot Iiafa sums slaðar komizt inn að beini. Þó telja læknar að Alberl muni getá náð sér að fullu aftur ef ekki keinur drep i sárið. Albert hcfir ekki hugmynd um hvernig J>essi hlutur hef- ir komizt í skúffuna og það veit eigandi verkstæðisins heldur ekki. Sprengjubrot þau, sem fundizt hafa verða að sjálf- sögðu ratmsökuð til hlítar. Afmælishóf fyrir Hvanndal í gær var Ólafi Hvanndal, prentmyndagerðarmeistara:, haldið afmælishóf að Hótel Borg. Hófið sátu á annað liundr- að manns og voru margar ræður fluttar afmælisbarn- inu til lieiðurs. Þeir, sem töluðu voru: Friðrik Magn- ússon, Einar Þorgrímsson, Magnús Jónsson, Lárus Saló- monsson, Þeirlcifur Gunn- arsson, Sigurður Heiðdal, Steingrímur Guðmundsson og Eggert Laxdal. í hófinu var afhjúpuð brjóstmynd af Ilvanndal, sem nokkurir vinir lians og velunnarar hafa látið gera af honum. — Þá barst honum mikill fjöldi skeyta og árn- aðaróska hvaðanæfa að. Engin samráð við kommúnista. För ráðherranefndarinnar vestur um hafa bar nokkuð á góma í neðri deild Alþingis í gær. Ivvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs utan dagskrár og spurði, bVort ríkisstjórnin befði fengið í hendur uppkast eða drög að Atlantshafssátt- málanum. Stefán Jób. Ste- fánsson forsætisráðherra varð fvrir svörum og kvað stjórnina ekki liafa fengið uppkast i hendur. Hún hefði ];ó talið sjálfsagt að afla sér upplýsinga um cfni sáttmál- ans, rétlindi og skyldur, og befði J)ví verið afráðið, að senda utanrikisráðherra og tvo ráðherra aðra vestur um haf til J)c.ss að kynna sér sátt- málann. En sljórnin ætlaði ekki að bafa nein samráð um þetta mál við kommúnista, því að heilindum þeitTa væri ekki bægt að trevsta. Urðu nokkurar umræður um þetta mál og undu konnnúnistar ]>vi illa, að þeir skyldu vera liundsaðir, en annars er eklci að vænta, þeg- ar slilcur lýður er annars- vegM'. Wrótta hrói : Mokafli í þorskanet hjá Grindavíkurbátum. 11 bátar stunda netjaveiðar. Síðastliðna fjóra daga hef- ir mokafli verið í þorskanet hjá bátum, sem róa frá Grindavík og hafa hæstu bátar fengið yfir 'tú skip- pund á dag. Frá Grindavik róa 11 bát- ar með net og eru það allt þilfarsbátar, frá 18—67 smá- lestir að slærð. Stærsti bát- urinn er Grindvíkingur, 67 smálestir. Grindvíkihgur er tveggja ára gamall, smíðað- ur á Akranesi hjá Þorgeiri Jósepssyni og er hinn prýði- legasti, eins og aðrir bátar, sem liann hefir smíðað. Grindvíkingur varð fyrir því óhappi í byrjun vertiðar að slitna frá bryggju í Hafnar- firði í óveðri og rak þá á land. Báturinn er nú nýbyrj- aður að róa aftur, hefir alls róið 10 sinnum og fengið talsvert á þriðja hundrað skippund. Aflahæsti bátur- inn í Grindavík er Hrafn Sveinbjarnarson. Breytlir eru tímarnir frá þvi seni áður var. Nú er eng- inn opinn bátur, eða „trilla“, gerður út frá Grindavík og búið cr að leggja niður allar gömlu varirnar. Framfarir i Grindavík. Sex 'ár eru liðin síðan aúgu Grindvíkinga opnuð- ust fyrir þýðingu „Hópsins“ fyrir bátaútgerðina. „Hópið“ dæmd á fangeðsl. Paris. — Dómur hefir mi veri'ð kveðmn npp yfir Dun- kirk-hetju Frakka — Alfréd Facatde, liershöfðingja. Var hann dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að bjóða Þjóð- verjum að gariga i SS-berinn, cr hann sat i þýzku fangelsi árið 1944, Facalde hélt því fram, að hann hefði með þessu móti ætlað að komast úr Iandi og lil bandamanna. Allsherjarsýn- ing frístunda- málara. var tekið í notkun fyrir nokkrum árum og ósinn, sem liggur úr því til sjávar og er um 150 metrar að lengd, hefir verið dýpkaður allmikið og geta nú allt að 70 lesta bátar flotið inn ós- inn í liálfföllnum sjó. Fyrst eftir að „Hópið“ var tekið í notkun, var bátunum lagt við legufæri, en síðan 'hafa verið byggðar bryggjur og liafnarmannvirki. Þessi góða aðstaða hefir gert það að verkum, að Grindavxk er nú orðin að stórri og þýðingar- mikilli vei’stöð. Grindavik er ein af mestu brimvei’stöðv- um á landinu, en þrátt fyrir það ein aflasælasta. Þegar tekið er tillit til í’óðrafjölda Grindavíkui’báta, hvort lield ur róið er með net eða linu, þá hafa Grindavíkurbátar það sameiginlegt að skila til- tölulega mestum afla og hæstum hlutum sjómanna. 1 verstöðinni eru tvö frystihús og taka þau meg- inhluta aflans til vinnslu. ’Því, sem ekki er hagnýtt í Grindavík, er ýmist ekið til Keflavíkur eða Reykjavíkur til vinnslu. Júlíus Danielsson, útgerð- armaður í Grindavik hefir tekið á leigu línuveiðarann Sædísi frá Akureyri, seni er rúmar 100 smálestir að stærð o<y gei’ir hann skip þetta út til veiða með þorslcanet. Enn er ekki kunnugt livar aflinn verður lagður upp. Auk Sæ- disar gerir Júlíus út vélbát- ana Grindvíking og Bjarg- þór. Frístundamálarar efna í vor iil aUsherjar sýningar á listaverkum frístundamál- ara og lmfa 60 manns þegar tilkynnt þáitöku sína. Sýningin verður lialdin í búsakynnum frístundamál- ara á Laugavegi 166, cn þau eru sérstaklega rúmgóð, og hægt að sýna þar fleiri mál- verk, en í nokkurum öðrum sýningarsal bæjarins. Sýnirigin vei’ður i maí- mánuði og er öllunx frí- stundamálurum lieimil þátt- taka. Hins vegar er þess ósk- að að þeir gefi sig franx liið fyrsta, sem ekki liafa þcgar tilkynnti þáttöku. Sendiherra á Eeið til Lihanon. Sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup, fór í gær áleiðis til Banmerkur til þess að sitja liátíðahöld „Danske Iívinders Nationalraad“, en hún hefir lengi verið formaður þess. Siðan fer sendihei’rann til Beirut í Libano sem fulltrúi Danmei’kur í nefnd Samein- uðu þjóðanna, er starfar þar. Frúin er væntanleg aftur til Islands unx nxiðjan næsta mánuð. — (Frá sendiráði Dana.) a Vörusýningunni i Leipzig laulc í gær og var sala all- mikil á vörum aðallega til Hteih í Austui’-Evrónu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.