Vísir - 17.03.1949, Síða 7

Vísir - 17.03.1949, Síða 7
Finimtudaginn 17. marz 1949 • V I S IR 11 IfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiimiiiimiimiiiiiHiy § &cAawn<t ttlaMkall: | HERTOGA YJVJTAJV | ÍFflllllillllllKHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIfflfllIllllllllllllllliií \íst ekki látið yður greiða neitt fyrir það. En eg liefi eng- an tíma til að taka þar til, en skotið-er íullt af allskonar drasli'1: „Það skal eg annast um,“ sagði Tom þakklátum huga. Hann varð að beita öllum kröftum til þess að gela opn- að dyrnar, en herbergið var fulll af blaðadrasli og er Tom iiafði flutt þetta burt, komst liann að raun um, að þarna gat hann sofið, en því aðeins, að hann léti sér lynda að hafa þar engin Iiúsgögn, neVna eitthvað til að sofa á. Hann scttist á blaðabúnka og fór að hugsa málið. Þá datt lion- um ráð í hug: Hvi eicki að láta fara vel um sig og sofa á hlaðaströngunum. Hann hófst þegar handa — náði í noldcrar fjalir, og bjó sér til einslconar skrifborð, en stoð- irnar voru blaðastrangar, og alltaf var hægt að nota slíka slranga sem stóla — og ekki vantaði hann eldsneytið, en dálítill ofn var í herberginu. í Old Jewi-y keypti liann sér þvottafat og könnu og skolpfötu, steikarpönnu, tvo katla, diska, bolla og fleira, flest fyrir hálfvirði, af þ\á að það var ekki gallalaust. Og smám saman lagaðist þetta. Hann matbjó handa sér á loftinu fyrir fiaman, ef þvi var að skipta, þvoði sér, og þar fram etfir götunum, og brátt sendi faðir hans honum ullarteppi, gegnumstungið dúnteppi, silfurlinif, skeið og gaffal, sem og silfur-tedrykkjuáliöld, sem móðir hans hafði átt. „Ekkert skreytir borðið sem silfurbúnaður", hafði klerkurinn faðir Iians skrifað, „og niundu nú að gæta þess, að þetta lendi ekki í klónum á einliverjum veð- Iánaranum“. Tom rak nagla i vegginn, til þess að hengja á föt sín. Og þai' með var hann búinn að koma sér fyrir þarna. Nokkru eftir að Tom var flultur inn í „blaðaborgina“ — en svo nefndi liann kytru sína, — mætti hann Patty á tröppunum. Hún var að kikna undir þungri þvollakörfu. „LejTið mér að rétta yður hjálparhönd,“ sagði Toni. „Eg þakka, herra minn, en raunar á eg lieima hérna.“ Hún átti þá lieima á annari hæð Iiússins, þó þvott við brunn í nágrenninu, og gekk frá þvottinum heima hjá sér. Hún þvoði eingöngu fyrir karlmenn, sem greiddu henni vel, því að hún var vandvirk i bezta lagi, og fáar slúlluir gátu strauað eins vel skyrtur og Patty, hálsbindi og annað slikt, — hún var aldrei ánægð fvrr en allt var scm nýtt. Tom var einmana — og það var stúlkan líka. Dag nokk- urn bauð hún lionum til kvöldverðar, og það var i fyrsta skipti, sem hún hafði ráðist i neitt þvilíkt. Hún liafði keypt nýru og búið til úr þeim svo lystilegan rétt, að Tom mundi það lengi. Hann blátt áfram gat ekki gleymt þessu kvöldi lengi vel. * Brátt fór Patty að gefa Tom æ meiri gætur, stundum komu tárin fram í augun á henni, og kvöld eitt —sem Tom átti líka bágt með að gleyma, varpaði liún sér grátandi i faðm haijs og sagði: „Tom — getur yður ekki þótt dálítið vænt um mig .... eg veit, að eg er ósköp blátt áfram, og þér eruð fínn lierra, og eg er ekki vðar vérðug, en eg elska yður, eg elska yður svo Íieitt!“ Brjóst Pattyar voru hvelfd og mjúk, líkami hennar fag- ur, yfirbragðið frísklegt. Þessa nótt livildu þau saman og undir morgun Iivíslaði liún að honum: „Ekkert gæti verið yndislegra en að hvíla við nakinn barm þinn. Leyfðu mér að sjá þig, drcngur minn, ó, eg elska þig, liörund þitt er silkimjúkt og þú ert sterkur — sterkur sem gálginn!“ „Gálginn,“ endurtók liann hissa á samlikingunni. „Já, gálginn .... ef gálginn liremmir einhvern þá er iiti um hann, og eins er með þig, þú hefir hrennnt mig -— og brátt er úti um mig.“ Það var Patty, sem óbeint kom Tom i kynni við Bardi, því að liún þvoði fyrir myndhöggyarann. Einu sinni i viku kom þjónninn lians með þvottakörfu frá Chelsea til Bolt Court. Dag nokkurn sagði Patty við Tom: „Gerðu það nú fyrir mig, að gefa gætur að ef þjónn Bardis kemur. Hann er vanur að koma klulekan fjögur eftir þvottinum. Eg ætla að biðja þig að afhcnda honum liann. Eg vildi ógjarnan, að hann færi erindisleysi Bardis vegna.“ En svo vildi til, að þennan dag kom Bardi sjálfur, aldrei þessu vant. Og hann og Tom kynntust. Tom ræddi hisp- urslaut við liann um framtiðardrauma hans, og þótti ekki lítill fengur i, að ræða við þennan heiðurmann, sem hlust- aði á mál hans af hinni mestu eftirtekt. Tom gerði sér nefnilega ekki ljóst, að Bardi ldustaði á hann mcð athygl- issvip til þess eins að geta virt hann sem hezl fyrir sér, en með sínu glögga listamannsauga liafði Bardi séð, að hann hafði fundið manninn, seni liann var að leita að. „Mér þætti gaman að sjá „blaðaherbergið“, sem þér minntust á, herra Ligonier,“ sagði Bárdi. Tom varð við óskum hans og Bardi þurfti ekki nema að renna augum yfir það, sem þar var, til þess að komast að raun um, að Tom var fjárhagslega á heljarþröminni. „Eg er vanur þvi að tala eins og mér býr i brjósti,“ sagði Bardi. „Hér er dálitið sem eg ásælist.“ „Hérna?“ sagði Tom og leit í kringum sig með furðu- svip. „Hér er ekkert, sem hægt er að koma i peninga.“ „0-jæja,“ liló Bardi. „Eg er myndhöggvari. Eg gæti notað yður sein fyrirmynd og greitt yður fé fyrir. Þér þurf- if ekld að skanunást yðar fyrir þetta.“ Þeir snæddu kvöldvcrð saman í fyrirtaks krá — og það var Bardi, sein borgaði brúsann. Því mest ók hann Tom heim i Bolt Cóurt í einkavagni sinum. Og á leiðinni ákváðu þeir hyaða dag Toni skyldi koma í vinnustofu Bardis til þess að vera fyrirmynd hans i fyrsta sinn. . Klukkan var að byrja að ganga tíu, þegar Tom kom heim. Hann sá, að ljóslögaði cnn í vinnustofu Poppins, og leit inn til lians. „Gott kvöld, lierra Poþpins.“ Hinn hvithærði öldungur leit upp. „Nú, það eruð þér! Gotl kvöld, Tom.“ „Hvernig gengur með letrið?“ „Erfiðlega,“ svaraði gamli maðurinn. „Það eru stafir eins og S, M og W, sem eg á erfiðast með. Eg Iield ckki lengi «önsum, ef ekki gengUr betur en þelta.“ „Þér munið vafalausl, Poppins, að letrið átti að vera til- búið í maílok?“ „Eg veit ekki hvort það heppnast, Tom.“ „Eru þeir búnir að sleppa Henry Pultock ?“ „Já, liann leit inn til min í dag. Hann virtist ekki taka r.ærri sér að hafa verið í skuldafangelsi. Hann kvaðst ætla að byrja að vinna í fyrramálið.“ „Já, já, blessaðir haldið honum að vinnunni. Nú fer eg upp til þess að vinna að áætluninni. Þegar frá líður er það áform mitt að mynda hlutafélag. Það ætti eklci að verða erfitt að fá fólk til þess að taka þált i fyrirtækinu. Hið nýja letur okkar niun vekja furðu manna og verða okkur lyftistöng.“ Hann var dálítið viðutan, er liann kveikli á kerti sinu. „Það vei’ður bczt, að reka ekki um of á eftir Poppins gamla. Hið nýja, fagra letur mun gera alla blaðaútgef- endur í Lundúnum heiðgula i framan af einskærri öfund.“ Hann kveikti upp i ofninum. „Og það verður mitt letur —- mitt blað!“ Það lilakkaði í honum, er hann liugsaði lil sigurstund- arinnar og hann sá fyrir hugskotsaugum sínum hausinn á blaðinu: The London News and Daily Advertiser. (Verð: Eitt og hálft penee). Og neðsl á áttundu blaðsiðu: Prentað og útgefið af Thomas Ligonier. Draumar, draumar! í rauninni eru þeir sem skuggi manns, miklir eða litlir, eftir dagstund og birtu, en draum- urinn er þó ávallt spegilmynd af hugsunum þess, sem draumana elur. Tom settist niður og bjóst til að taka til starfa, en i þeim svifum var barið að dvrum. „Kom inn,“ kallaði liann. Patty kom inn — ekki brosandi, eins og vanalega. Hún var alvörugefin á svip. „Þú liefir mikið að slarfa, Tom,“ sagði hún. „Eg ætti ekki að gcra þér ónæði.“ Hún bjóst til að fara. En Tom horfði undrandi á hana og sagði: „Nei, vertu kyrr. Við skulum fá okkur ölsopa.*4 Patty settist, án þess að mæla orð af vörum. „Hvað er að?“ spurði Tom. „Ekkert, ekkert, herra Tom.“ *„Hm, vitanlega er eitthvað að, annars mundirðu ekki segja „herra Tom“.“ Tom greip glaðlega undir liöku liennar. „Segðu mér hvað það er ?“ Patty liorfði i augu hans, bliðlega, en af alvörugefni. SKIPAUTG6RÐ RIKISINS „HEKLA" austur imi land í hringferð h. 21. þ. m. Tekið á móti flutningi til: Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Kópaskers og Húsavíkur á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir árdegis á laug- ardaginn. M.s. Heiðubreið vestur um land til Isafjarðar um helgina. — Tekið á móti flutningi til: Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bildudals, í Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar og Bolungavíkur á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á morgun. Höfum ávallt fyrirliggj- andi mikið úrval af stof uskápum, bóka- skápum, sófaborðum, stoppuðum sófasettum í ýmsum litum, arinstólum, innskotsborðum, skatthol- | um, svefnherbérgissettum, divönum, rúmfatakössum, klæðaskápum, barnarúm- um með dínum. H úgagnaverzl un Austurbæjar, Laugaveg 118, Klappastig 26, Vesturgötu 21. Simar: 5867, 4577. ÁRMENNINGAR! SKEMMTI- FUNDUR SKÍÐA- deildarinnar verönr sunnu- daginn 20. marz í Nýju- mjólkurstöðinni. Fundurinn hefst kl. 8 meö félagsvist. Fjölbreytt skemmtiskrá. — Mætum öll í bezta skemmtL fundi vetrarins. Allt iþrótta- fólk velkomiö meöan hús- rúm leyfir. Stjórn skiöadeildarinar. K.F.U.K. A.-D. — Fundur í kvölh kl. 8.30*. Siguröur Magnús- son flytur erindi um sænska rithöfundinn August Strind- berg. Allir karlmenn vel- komnir. Aöalfundur félags- ins veröur n. k. fimmtudag' ki; 8.30.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.