Vísir - 22.04.1949, Síða 2
2
VI S I R
Föstudaginn 22. apríl 1949
Föstudagur,
22. apríl, — 112. dagur ársins.
Sjávarföll.
Árdegisflóð kl. 2.30, — si'ö-
degisflóð kl. 14.40.
Næturvarzla.
Næturlæknir er í Lækna-
varðstofunni, sími 5030, nætur-
vöröur er í Laugavegs Apóteki,
sími 1616, næturakstur annast
Hreyfill, sími 6633.
Kaupið happrdættis-
miða SÍBS.
Þann 8. maí n. k. verður dreg-
iö i skyndihappdrætti SÍBS, en
vinningurinn er Hudson-bifreið
af nýjustu gerS. Hver happ-
drættismiði kostar aðeins 10
krónur og hver vill ekki hætta
10 krónum í þeirri von að geta
eignast nýja bifreið. Kaupið
miða strax í dag, á morgun
getur það orðiö of seint.
Bólusetning
gegn barnaveiki heldur áfram
og er fólk minnt á að láta end-
urbólusetja börn sin. Pön.tunum
er veitt móttaka í sírna 2781, kl.
10—12 árdegis á þriðjudögum.
Útför
Hafliða Baldvinssonar, fisksala,
fór fram síðasta vetrardag að
viðstöddu fjölménni. Hafliði
var maður vinsæll og vinmarg-
ur og ávann sér traust þeirra
er til hans þekktu.
Hvar eru skipin?
Eimskip: Brúarfoss fór frá
Grimsby 19. apríl til Amster-
dam. Dettifoss er í Reykjavík.
Fjallfoss fór frá Grimsby 19.
apríl til Antwerpen. Goðafoss
fór framhjá Cape Race 19. apríl
á leið írá Reykjavik til New
York. Reykjafoss fór frá Leith
19. apríl til Svíþjóðar. Selfoss
<er í Kaupmannahöfn. Tröllafoss
fór frá New York 15. april til
Reykjavíkur. Vatnajökull kom
til Reykjavíkur 17. apríl frá
Leith. Katla er í Revkjavik.
Hertha er á Akureyri. Linda
Dan er í Reykjavík, Laura Dan
er í Hull.
1
Drengur hrapar til bana
í Vestmannaeyjum.
Það hörmulega slys varð í
Vestmannaeyjum á föstudag-
inn langa, aö sex ára drengur,
Anton Hannesson, hrapaði til
Itana ausían i Stórhöfða hjá
svonefndum Garð^enda. Talið
er, að drengurinn hafi verið að.
að leika sér á þessum slóðum
og ætlað að ;gá að fúgli, en
hrapað á bjargbrúninni, sem er
mjög laus og sendin. Anton bjó
hjá móður sinni, Ríkey Guð-
mundsdóttur, að bænum Stór-
liöfða, sem er um 200 metra frá
stað þeim,»er slysið varð. Þau
mæðgin voru nýflutt til Eyja.
f
Maður slasast.
Þaö slys varð i fyrradag, að
Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri/
varð fyrir bifreíö á mótum
Tjarnargötu og Skothúsvegar
og meiddist nokkuð á fótum.
Lúðvík var fluttur í Landspít-
alann, þar sem gert var að
meiðslum hans.
V íðavangshlaupinu
frestað.
Vegna kuldans i gær var á-
kveðið, að fresta víðavangs-
hlaupi Í.R.; sem að jafnaði fer
fram á sumardaginn fyrsta. Er
þetta í annað sinn siðan 1916,
sem orðið Jiefir að fresta
hlaupinu vegna kulda.
I
I
Skóladrengur
verður bráðkvaddur.
Á skírdag varð'13 ára dreng-
ur bráðkvaddur við Laugar-
nesskóla. Drengurinn var, á-
samt félaga sínum, á leið á
skemmtun, sem haldin var í
skólanum þenna dag, en lmé
niður við skólabygginguna og
var örendur. Lífgúnartilraunir
voru gerðar, en þær báru eng-
an árangur. Drengur þessi hét
Páll Björgvin, sonur Ólafs Páls-
sonar, húsgagnasmiðs. Hann
virtist vera tápmikill og hraust-
ur í skóla.
Útvarpið í kvold:
20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps-
sagan : ,,Catalína“ eftir Somer-
set Maugham ; I. lestur (Andrés
Björnsson). 21.00 Strokkvart-
ettiifn „Fjarkinn". Kvartett i
,D-dúr éftir Haydn. 21.15 Frá
útlöndum (Jón Magnússon,
fréttastjóri). 21.30 Tónleikar:
I.ög úr óperettunni „The Gon-
doliers" eftir Gilbert og Sulli-
van (þlötur). 21.45 A innlend-
um véttvairgi (Emil Björnsson
fréttamaðtir). 22.05 Vinsæl lög
(plötur). 22.30 Dagskrárlok.
Beztu auglýsing-
arnar.
Smáauglýsingar Vísis ;ru
tvímælalaust beztu og ódýrustu
auglýsingarnar, sem Rerkja.
víkurblöðin hafa upp 4 að
bjóða. Hringið í síma 1660 og
þá verður auglýsingin skrifuð
niður yður að fyrirhafnarlausu.
Skrifstofa Vísis, Austurstræti
7, er opin daglega frá kl. 8 ár-
degis til kl. 6 siðdegis.
Stúlkur
óskast til vinnu á sauma-
stofu. — Getum látið 1
lé húsnæði og hádegisverð.
Uppl. til kl. 5 i síma 81735.
Til gagms og gamams *
— (jettu Hú —
49.
Eitt er með skipi
og ýmsum stöðum,
undiir er af því
i öllum sveitum,
eiga þó ntargir
örfátækir
meira en þeir ríku,
má það nú ráða.
Ráðning á gátu 48:
Jómfrú (meydómur).
Kr Víii frtirir
30 árm.
Skipsstrand.
Enskt botnvörpuskip frá
Grimsby strandaði árdegis 17.
þ. m. á Bakkafjörti, 15 milur
fyrir austan Ingólfshófða. Skip-
verjar voru 13 og björguðust
allir og voru fluttir aö bænum
Kvískerjum oj settir þar í sótt-
því, þar ,að til læk its yrði vitj-
að. Hraðboði \ r sondúr austftr
í Horn ð til að láta vita um
strandiö og j.. m mtin héraðs-
læknir, Hinrik EHvnd h;i,*a'
íarið til fundar io skipsijóra,
£11 jiað eru 2 dagleiðir. — Um
naín skipsins vita nienn ekkert.
Skipið hafði komið beint frá
Grimsby og ekkert aflað. Skip-
stjórinn heitir Banks. — Björg-
unarskipið Geir fór austur á
laugardagsmorgun til að reyna
að ' bjarga skipinu, en síðan
hefir verið sunnan og austan
átt svo að telja má vist, að eng-
ar björguiiártilrauinr hafi verið
geröar.
— £ntœlki —
Ung kona^kallaði á lögreglu-
þjón, því maður nokkur reyndi
að kyssa hana. Hann var hepp-
inn sá. Það hefði verið lakara,
ef hún hefði beðið unt prest.
Læknirinn: „Mér list ekki á
manninn yðar frú. Mér finnst
’honuin hraka. Haldið þér að
liann haldj matarreglur þær, er
.eg setti honum?“
Eiginkonan: ,,Eg er hrædd 1
um að hann fari ekki eftir þeim. !
Hann neitar alveg að svelta sig
í hel til ]>ess aðeins að fá að lifa
nokkii'- :'.r tii viðbótar."
Ðemantinu
ver ur ga nsær við fæging-
unu, <>n maðurinn ógagnsær.
KnAAcjáta hk 736
Krossgáta nr. 735 ....
Lárétt: 2 Gírugur, 6 forsetn-
ing, 8 líkamshluti, 9 brúka, 11
samþykki, útl., 12 loga, 13 per-
sónuforn, 14 tónn, 15 sjávar, 16
biblíunafns, ,1(7 skömmótt.
Lolirétt: 1 Fátækt, 3 síli, 4
bókstafur, 15 strunsa, 7 ung-
viði, 10 skammstöfnn, it Ás-
ynja, 18 sníkjudýr. 15 fóöur, 16
1. ir evs.
Lausn á krossgátu nr. 734:
Láréu; 2 -Bjarg, 6 K.S., 8 ól,.
9 in;.r. t Hl, i2 fát, 13 mæt,-
14 L.K., 1- gtilu, ió lin, 17,
gætn->
L(.. . lt : Þrifleg, 3 jór, 4.
a1, 5 ... lv i . 7 snák, 10 at, 11
hæl, 13 mttm, 15 Gin, iG T.T..
MINNINGARDRÐ.
Jón J. Dahlmann,
(jóimvji'idí
an.
Jón J. Dahlmann, fyrrum
ljósmyndari, verður jarð-
settur í dag, en hann and-
aðist hér í bænum 8. þ. m.
eftir erfiða legu. Er þar
góður maður genginn, sem
álti að baki langt og merkt
ævistarf.
Jón J. Dahlmann var
fæddur að Vík í Lóni árið
1873 og ólst þar upp. Ung-
ur fór hann á Möðruvalla-
skóla og útskrifaðist þaðan
árið 1895 með hárri fyrstu
einkunn og mun hugur lians
þá hafa staðið til náms,-en
efnaskortur valdið, að af
framhaldi varð ekki. Tók
Jón að stunda ljósmyndara-
nám hjá Eyjólfi Jónssyni
ljósmyj|dara á Seyðisfirði og
lauk hann því námi árið
1897. Sama ár kvæntist
hann Ingibjörgu Jónsdóttur
frá Strönd á Völlum í Fljóts-
dalshéraði, Var sambúð
þeirra hjóna með ágætum,
en eftir að Ingibjörg andað-
ist árið 194ú, verður tæpast
sagt að Jón bæri sitt barr og
syrgði hann konu sína til
síðustu stundar. Hafði liann
og misst tvö uppkomin börn
sín, en annað þeirra var Ax-
el læknir Dahlmann, sem
tcngdar voru miklar vonir
við, og voru þeir feðgar
mjög samrýmdir alla tíð.
Jón Dahlmann var prúð-
menni í daglegu fari, hlýleg-
ur og glaðlyndur, lijálpfús
og raungóður. Ilann gat ver-
ið þéttur fyrir vildi hann
það við hafa, en svo grand-
var var hann sjálfur í allri
brevtni, hann ætlaði öðrum
ekki illt og mátti það ekki
varast. Varð hann fyrir
þungu áfalli, vegna svik-
semi manna m hann hafði
falið fc sití að nolckru, varð
af þeim sökum að seljá hús
siU hér i l ænum og hættij
Ijósmyndarastörfum upp frá
þvi. Ljósmyndari var Jón
talinn ágætur og átti fjölda
viðskiptavina um land allt.
Var hann einn af hvala-
mönn«m að slofnun Ljós-
myndarafélags íslands og
heiðursfélagi þess síðustu
árin. Vildi hann sóma stétt-
ar sinnar sem mestan i hví-
vetna. Að öðru leyti hafði
Jón sig lítt i fwMnmi. Hann
var vel lesSn^ClPnaður og
vann nokkuð að þýðingum,
enda ritfær vel. Ifann
hneigðist mjög að sálar-
rannsóknum, er hann hafði
misst áslvini sína og trúði
án þess að efast á framhald
lífsins eftir dauðann.
Dalilmannshjónin héldu
uppi mikilli rausn á heimili
sínu og var þar gestkvæmt
mjög, ekki sizt er synir hans,
Sigurður.símstjóri á ísafirði,
og Axcl læknir stunduðu
skólanám. Munu margir
skólabræður minnast þessa
með hlýjum huga og þakka
alla vinsemd.
Dætur þeirra Dahlmanns-
hjónanna eru Kaja, gift. í
Kaupmannahöfn. Dagmar
ógift og Ásta kona Egils Sig-
urgeirssonar hæstaréttarlög-
manns hér í bænum.
K. G.
— Skíðamóflð.
Framh. af 8. síðu
Brunkeppnin.
I dag fer fram brunkeppni
í öllum flokkum, í Vífilfelli.
Hefst liún kl. 5 eftir liádegi
og verður endamarkið efst
á Sandskciðinu. Keppendur
i A-flokki eru 25 og keppa i
lienni flestir bezlu skíða-
menn landsins, m. a. Magn-
ús Brynjólfsson frá Akur-
eyri, núverandi brunmeisl-
ari, Jónas Ásgeirsson, SRS,
sem var brunmeistari árið
1947, Haraldur Pálsson, SRS,
Guðmundur Guuðmundsson
ÍBA, Gunnar Pétursson, SRf,
og Stefán Kristjánsson,
Magnús Guðmunudsson,
Gísli Kristjánsson, Ásgeir
Eyjólfsson, Guðni Sigfússon,
Þórir Jónsson, allir úr Rvík.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaBur.
Skrifstofutimi 10—12 og 1—6.
Aðalstræti 8. — Sími 1048.
3EZTAÐAUGLYSAIVISI
LSGÓLFSCAFÉ
01
m&síc fi mg
i mgólfscafé í kvöld i I. 9. - - Einsöngvari með#hljóm-
sveiíinm: Jón Sigurðssun.
Aðgönguiniðar scldii’ frá kl 5. sími 282í». — Gengið
inn frá Hverfisgötu.