Vísir - 08.07.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1949, Blaðsíða 7
Föstudaginn 8. júlí 1949 V I S I R ,*r T, mifiHRHniiuimHummHimimimmmiiEHEimKEiniumi | föcAamhd MarJkall m ! EE 1BEHTOGAY N J A N1 l § 74 g ÉiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiininiiKBifflHiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiil handa Tom. Þeir voru gráir og stafirnir T. L. i rósrauðum lit. Oft hafði hún stungið sig í fingurna, þegar hún bród- eraði stafina. Það vom smágallar á stöfunum, en líklega mundi Tom ekki sjá þá; aðalatriðið var, að hann yrði á- nægður með þá, af því að hún hafði búið þá tih Og skyldi hann nú muna, að hann hafði lofað að þiggja þá? Vitan- iega, það hlaut að vera eins um liann sem hana, að hann mvndi hvert dýrinætt augnablik, sem þau höfðu verið saman. En — hvaða hávaði var þetta ? Hróp og köll — neðan úr prentsalnum. Reiðiorð. Skyldu prentararnir vera farnir að slást? Þetta yrði hún að stöðva. Það mætti ekki neitt slikt eiga sér stað í setjarasalnum. Hún gekk hratt að dyr- unum á salnum og opnaði þær — og stóð þar svo sem lost- in reiðarslagi. Það voru ekki verkamennirnir, sem þörð- ust, prentararnir. Ljós voru slokknuð á ölhun lömpum, nema einum. Það voru ókunnir menn, sem vaðið höfðu inn til árásar. Þeir voru vopnaðir bareflum og lumbruðu á prenturum og lærlingum, sem ekki höfðu annað en stóla sér til varnar eða bera hnefana. í bardaganum ultu leturkassar um koll og blýbræðslu- potturinn og brætt blýið rann í straum út á gólfið. Einn lærlingurinn rak upp óp, er hann i ógáti steig á heitt blýið. Hún saup hveljur, er hún allt í einu sá andlit Spratt bregða fyrir. Einhver hafði greitt honum höfuðhögg mikið aftan frá. Veinandi af kvölum Iineig hann til jarðar. Percy liljóp fram i forstofuna og kallaði liástöfum á hjálp. XXIV. Uppþot í Pall Mall. Vagnastjóra hertogaynjunnar og þjóni komu sér saman um að snæða ekki í kránni, eins og Percy liafði stungið upp á, heldur í lítilli bjórstofu, sem þeir höfðu miklar mætur á, en þar voru þeir vanir að biða. Þarna fór hið bezta um þá, og einkum fannst þeim gott að vera þar í veðri slíku sem var þetta kvöld. Allt sem þar var lokkaði þá jiangað: Hlýjan, tóbaksreykurinn, lvkt af steiktum fiski. Er í bjórstofuna kom seltust þeir í sitt gamla horn ög fvlltu pipur sinar. Ekkert lá á. Þeir höfðu nægan tíma. Jim?“, sagði Faxy. ..Þú heyrðir hvað Hennar náð sagði, — hann getur pass- Endurminningar ChurohilBs. Framh. af 5. síðu. í sóknarskyni er, að enginn veit, hvar flotinn muni bera niður, þegar Iiann lætur úr höfn. Höf eru breið og úthöfin enh víðáttumeiri. Og hitabéltiseinkennisbúningur þurfti ekki að gefa annað og meira í skvn en meginland Afríku. Kona' fransks manns í Livei'pool, sem grunuð var um að standa í sambandi við Vichy-stjórnina. var sögð sannfærð um, að Miðjarðarhafið væri ákvörðunarstaður herflutn- ingaskipanna, sem voru að safnasl saman á Mersey-fljóti. Jafnvel orðið „Dakar“, notað kærulevsislega, gat verið til þess að blekkja fólk. Að minnsta kosti gaf stjórnin loka- samþykki siíl hinn 27. ágúst lil þess að láta til slcarar skríða. Árásin átti að eiga sér stað hinn 19. september. Franska fiotadeildin. Kl. 6.24 að kvöldi hins 9. september síraaði brezki aðal- ræðismaðnrinn í Tangier til North flotaforingja, er stjórn- aði Norður-Atlantshafsflotastöðinni (Gibraltar), „að fundur ætti sér stað i Gibraltar“ og endurtók í skeyti til utanríkisráðuneytisins: eftirfarandi hefir borizt frá „Jacques“: Verið getur. að frönsk floladeild revni að fara um Njörvasund i vesturátt til óþelckts ákvörðunarstaðar. Til- raun þessi kann að vera gerð á næstu 72 klukkuslundum. Flotaforingjanum var ókunnugt um Dakar-fyrirætlun- ina og hafðisl ekkert sérstakt að. Simskeyli þetta var end- urtekið um leið til utanrikisráðuneytisins l'rá Tangier og var móttekið kl. 7.50 hinn 10. Um sama leyti lágum við undir látlausum loftárásum í London. Vegna sifelldra tafa af loftárásum hafði mijiið safpazt fvrir hjá skeytaþýðingardeildinni. Skeytið var ekki inerkt ,.mikilvægt“ og var þýtt þegar röðin kom að því. Það var ekki til fyrr en 14. sept. er það að lokum barst flotamála- ráðuneytinu. En okkur barst upplýsing eftir annarri leið. KI. 6 að kvöldi hins 10. september var flotamálaráðunaut Breta í Madrid tilkynnt af franska flotamálaráðuneytinu, að þrjú frönsk beitiskip, af Georges Leygues-gerð og þrir tundur- sjnllar befðu farið frá Toulon og ætluðu að fara um Njörvasund að morgni hins 11. sept. Þetta var samkvæmt venju er viðtekin var af Vichy-stjórninni, og var skynsam- leg ráðstöfun, er aðeins var tekin á síðasta augnabliki. Brezki flotaráðunauturinn tilkynnti flotamálaráðuneyt- inu um þetta þegar i stað, sömuleiðis North flotaforingja 1 Gibraltar. Skeyti þetta barst til flotamálaráðuneytisins kl. 11.50' Iiinn 10. september. Það var þýtt og sent til foringjans, sem á verði var (Dutv Captain) en hann lét það ganga til þess manns, er fjallar um flotaaðgerðir erlendis. Viðkom- andi foringja, sem vissi uni Dakar-leiðangurinn, hefði átt að vera það ljóst. að skeyli þetta var afar áriðandi. Hann brá ekki við þegar í stað, heldur sendi J>að áfram á venju- legan liátt með skeylum til aðsloðarflotamálaráðberrans. Fyrir þessi mistök var liann á sínum tíma vitlur af flota- málaráðu ney tinu. En skipverjar á tundurspillinum Hotspur, er var á varð- hergi á Miðjarðarhafi, komu auga á frönsku skipin kl. 15.15 að morgni hins 11. september, um 50 sjómílum aust- ur al Gibraltar og skýrði North flotaforingi frá Jicssu J>eg- ar í stað. Somerville, er stjórnaði H-flotadeildirini, er hafði bækistöð í Gibraltar, liafði einnig fengið afrit af skeytinu frá flotamálaráðuneytinu átta mínútum eftir miðnætti þenna sama sólarhring. Hann lét þegar kvnda undir kötl- um orustubeitiskipsins Renown og beið fyrirmæla flota- málaráðuneylisins. Allt var um seinan. Vegna mistaka foringjans, er hafði með flotaaðgerðir erlendis að gera og tafar i utanrikisráðunevtinu eftir mót- töku skeytisins frá aðalræðismanninum, vissi aðstóðar- flotamálaráðlierrann elckert um frönsku skipin fyrr en honuni barst skeytið frá Ilotspur á fundi herforingjaráðs- ins og stjórnarinnar. Hann símaði þegar til flotamála- ráðuneytisins um að skipa Renown að kynda undir köllun- urii. Þetta hafði þegar verið gert. En vegna þess, að þessar tvennar orðsendingar brugðust, — ömiur frá aðalræðis- manninum. liin frá flolamálaráðurieylinu, — var allt um seinan. Striðsstjórnin lagði þegar, er liún fékk að vita um Jietta, fvrir flotamálaráðherrann að skipa Renown að set.ja sig i samband við frönsku skipin og spyrja um ákvörðunar- stað Jiein-a og gera ]>eim ljéist, að Jieim myndi ekki leyft að fara til neinna hafna, er væru á valdi Þjóðverja. Ef þau reyridu að fara fram hjá Casablanca til Dakar, átli að stöðva þau. En beitiskipin voru aldrei stöðvuð. Mistur var yfir Casablanca hinn 12» og 13. september. Ein af konnunarflugvélum Brela var skotin niður; mótsagna- kenndar fregnir bárust um fleiri skip á Casavlanca-höfn; og Renown og fylgdarskip þess biðu allan daginn og nótt- ' ina á eftir suður af Casablanca eftir að ná frönsku flota- deildinni. Kl. 4.20 e. h. liinn 13. fékk Renown skeyti um, að engin beitiskip væfu á höfninni í Casablanca. Sann- leikurinn var sá, að þá voru þau komin lengst suður á bóginn, og stefndu lii Dakar á fullri ferð. Enn virtist samt einn möguleiki vera fyrir hendi. Leið- angur okkar og liin öflugu fylgdarskip hans var nú suður af Dakar og nálgaðist Freelown. Kl. 12.16 um nóltina ! Iiinn 1 1. sejitcmber sendi flotamálaráðuneytið skeyti til \ Sir Jolin Cuiininghams flotaforingja, þar sem lionum var skýrt frá því, að frönsku beitiskipin liefðu lagt úr höfn i Casablanca, ekki vitað hvenær, og skyldi hann koma í veg fyrir, að þau kæmust til Dakar. Beitiskipin Devons- hire, Australia og Cumberland og flugstöðvarskipið Ark Royal snéru Jrá við á fullri ferð til Jicss að vera á varðbergi i norður af Dakar. Þau komri ekki á varðstöðvar sinar fyrr en kl. 6 e. h. Iiinn 14. september. Franska flotadeildin var J>á Jjegar lögzt við akkeri á Dakar-höfn. Siðasti möguleikinn. Þessi óhöpp réðu úrslitum um liimi brezk-franska leið- angur til Dakar. Eg efaðist ekki um, að liætta yrði við fyrirtækið. Vormói drengje h Eyjum. Vormót drengja í frjálsum íþróttum hefir staðið yfir í Vestmannaeyjnm að undan- förnu og náðzt góður árang- ur þar í ýmsum greinum. Fyrslu menn í hverri grein og árangur Jjeirra er sem hér segir; í kúluvarpi, kastaði Sig- urðrir Jónsson (Týr) 13.95 m., sem teljast má mjög góð- ur árangur. Þrír næstu menn vörpuðu kúlunni allir yfir 13 metra. I sleggjukasti bar Ólafur Sigurðsson (Þór) sigur úr býtum á 38.65 m. í 100 m. hlaupi varð Stefán Stefáns- son (Þór) fyrstur á 11.8 sek. 1 kringlukasti náði Gunnar Jónss. (Þór) beztum árangri með 3.40 m. Spjótinu kastaði Ingvar Gunnlaugsson (Týr) 51.92 metra, sem teijast má mjög gott. Hástökkið vann Friðrik Hjörleifsson (Týr) á 1.55 m. 4x100 m. boðhlaup vann Týr á 49.1 sek., lang- stökkið vann Friðrik Hjör- leifsson (Týr) á 5.78 m. og 460 m. hlaupið vann Stefán Stefánsson (Þór) á 58.3 sek. Eftir var að keppa i nokk- urum greinum. FÓTAAÐGERÐASTOFA mín, Bankastræti 11, hefir síma 2924. Emma Cortes. StmahúiiH GARÐUR Garðastræti 2 — Simi 7299. KAUPHðLLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. Afgreiðsiutúlka óskast. CAFÉ HÖLL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.