Vísir - 27.08.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 27.08.1949, Blaðsíða 4
V I S I R Laugárdaginn 27. ágúst 1949 WISIR DA6BLAÐ Otgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR H/F, Ritstjórar: Kristjón Guðlaugsson, Hersteinn Póisson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (finom linur). Lausasala 50 aurar. • Félagsprentsmiðjan h.f. Einkaframtak og þjóðnýting. ftlþýðuflokkurinn hefur, — sem samliærilegii' flokkar annarra landa, — haft algjöra þjóðnýtingu á stefnu- skrá sinni. Þessu marki hcfur flokkurinn viljað ná mcð þjóðfélagslegri þróun, en ekki byltingabrölti að hætti kom- múnista. Svo virðist, sem nokkur stefnubreyting sé nú í vænckun bjá sosialdemokrötum yfirleitt, og birtir Alþýðu- blaðið i gær athyglisverða fi'egn í því sambandi. Blaðið skýrir svo fi'á, athugasemdalaust, að Paul Henri Spaak, fyrrum foi'sæ.tisráðherra Belgíu, hafi nýlega lýst yfir því, við blaðamenn í Sti'assburg, að „fi-amtíðarskipulag efna- hagsmálanna yi'ði einhversstaðar á milli algjörrar þjóð- nýtingar og algjörs einkaframtaks“. Taldi ráðherrann, að jafnaðarmenn og frjálslyndu flokkarnir myndu geta unn- ið saman að mörgum málum. Enda þótt jafnaðarmenn tryðu á yfirburði þjóðný tingariiihar, myndu þcir leyfa einkaframtakinu töluvert svigrúm, og sömuleiðis sam- þykktu frjálslyndir flokkar töluverða þjóðnýtingu, þótt þeir tryðu á einkaframtakið. Ofam-ituð yfirlýsing er fyrir margar hluta sakir at- liyglisverð. Mun þetta vera i fyrsta sinn, sem einhver hclzti ráðamaður socialdemokrata í heimalandi sinu, lýsir yfir því opinlierlega og í blaðaviðtali, að þeir séu reiðubúnir til að hverfa að verulegu leyti frá þjóðnýtingarkröfum sínum. Að vísu er svo komizt að orði, að jafnaðarmenn trúi á yfirburði þjóðnýtingar, en væri sú raunin, myndu þeir ekki gefa fyrirfram yfirlýsingu um, að þeir séu eða geti verið reiðubúnir til að hverfa frá slíkum kröfum, án alls fyrirvara. Væri hér um mikla framför að ræða, ef slikar yfirlýsingar mætti taka alvarlega, en hjá því ^brður ekki komizt að sinni. Spaak er það hreinskilnari og skiln- ingsskarpari, en jafnaðarmenn hér á landi, að bann hikar ekki við að boða stefnubreytingu í cfnahagsmálum af liálfu jafnaðarmanna í vestrænum menningarlöndum. Yfirlýsingu Spaaks mætti einnig líta á sem uppgjöf. Ráðherrann gerir sér ljóst, að jafnaðarstefnan í núverandi mynd er dauðadæmd, og getur ekki samrýmst þeim ráð- stöfunum, sem er verið að gera til endurreisnar Evrópu með alþjóðlegum sanitökum. Þar á þjóðnýting sér enga eða mjög óverulega framtíð, en uppbygging atvinnulífs- ins og samskifti þjóðanna eiga öllu öðru frekar að byggj- ast á framtaki eiristaklingsins og atbafnafrelsi. Iæiðir því í rauninni af sjálfu sér, að jafnaðarmannaflokkar gcta ekki tekið þátt í slíku alþjóðasamstarfi, nema því aðcins, að þeir hverfi frá þjóðnýtingarkröfum sínum, sem sannan- lega eru byggðar á rönguni grundvelli, er striðir gegn mannlegu eðli og „praktisku Iífi“. Alþýðuflokkurinn hcfur barist fyrir alhliða þjóðnýt- ingu hér á landi á undanförnum ái’úrii, og sjaldán eða aldrtí hefur flokkurinn skorizt úr leik, ef kommúnistar hafa viljað koma fram einhverjum ráðstöfunum til ó- þurftar athafnafrelsi í landinu. Oftast hefur þá Alþýðu- flokkurinn gert yfirboð og gengið enn Iengra í skömminni. Flokksstefnan hefur aldrei verið sjálfstæð, en ávalt háð hentisemi kommúriista og hefur miðast við hana í einu og öllu. Þróttleysi og kjarkleysi hefur fengið leiðbeining- ar hjá bræðraflokkunum á Norðurlöndum, trej’stist flokk- urinn til að taka upp þeirra stefnu, hversu lengi sem hann dugar til að fylgja henni fram. Ömurlegra hlutskifti mun enginn flokkur hafa átt í íslenzkum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn hefur jafnframt reynzt svo ógæfu- samur, að allt hans þjóðnýtingarbl’ölt hefur gefizt illa í framkvæmdinni. Þár sein einstaklingurinn hefur rekið fyrirtæki sín með sæmilegum hagnaði og að sjálfsögðu af fullri forsjá, hefur ríkið tekið við og sýnt taprekstur, vegna fullkomins ráðleysis og stjórnleysis. Hefur árangurinn sannað, að ríki og bæjarfélög eiga ekki að vasast i þehn rekstri, sem einstaklingnum er ekki ofviða að hafa með höndum. Líkindi eru til, að framtíðarstefnan í efnahags- málunum verði einhversstaðar á milli þjóðnýtingar og æinkaframtaks, en þar mun algjör þjóðnýting vissulega ttíga langt í land á flestum sviðum. Mtvaö a ienffi aö þala hana ? Fyrir skömmu réðst Þjóð- viljinn harkalega á einn embættismann rikisins og bar það á bann að bafa mis- notað aðstöðu sina herfilega og hagnazt persónulega á skiptum við erlenda aðila, sem í landinu dvelja um stundarsakir. Var það flug- vallastjóri rikisins, sem fyr- ir árás þessari varð i sam- bandi við bina cilifu tuggu Þjóðviljans um Keflavíkur- flugvöllinn. Flugvallastjóri óskaði þess þcgar i stað við dómsmála- ráðherra, að hann léti rétt- arrannsókn fram fara í mál- inu og með þvi hefir staðfest ing fcngizt á þvi, sem vita mátti, að hinn ærunieiðandi áburður blaðsins var með ölíu upploginn. Rilstjóri Þjóðviljans revndi þá að þvo hendur sinar af þessu með i barnalegri ,,leiðréttingu“, Iþar sem sagt var i næsta blaði, að flugvallastjórinri hefði stolið úr sjálfs síns hendi á Reykjavikurflug- ; velli, en mök hans við „herra þjóðina“ á Keflavikurflug- jVélli hefði verið „prentvilla“. I Bætli ritstjórinn þannig gráu ofan á svart í ærumeið ingum og rógi af versta tagi, sem hann varð að kyngja i heilu lagi fyrir rétti sem algjörum uppspuna. En Þjóðviljamönnum erliætt að verða flökurt cða kligju- gjarnt og orðnir vel kokvið- ir eftir langa reynslu og kynni við meiðyrðalöggjöf- ina. Að sjálfsögðu verður Þjóðviljinn láta sæta áhyrgð fyrir fleipur sitt og róg um flugvallastjórann, en enginn má halda, að þeirri áminn- ingu fylgi iðrun og yfirbót af bálfu í’ógberanna. Mál- gagn kommúnisla liérðist í bverri sliki-i raun, enda cr velsæmi i ritbætti eða máls- flutningur um andstæðing- ana óþekkt hugtak í þeim berbúðum og fara þeir lielzt ekki af línúnni þar, frekar cn í öðrum efnum. Það, *em hér er sagt, cr ekki skrifað af vorkunnsemi við flugvallastjórann, heldur af þcim ástæðum, að enginn getur vcrið öruggur — og sízt opinberir embættismenn — um æru sína og mannorð, þegar slíkir ritsóðar fá að stunda iðju sína, án þcSs að nein veruleg viðurlög sé til að kenna þeim mannasiði. Að vísu er liægt að stefna rógberunum fvrir meiðyrði og dómur fellur venjulega í slikum málum, en því fer viðs fjarri, að viðurlögin sé nægilega mikil, til þess að slíkir óþokkar láti sér áð kenningu verða. Þau eru jafnvel svo lítil, að þessum herrum finnst jafnvel borgá sig, finrist það peninganna virði að gjalda sektina í von um að eitthvað loði við þann, serii rægður ér. Mörgum finnst meiðyrða- Iöggjöfin harla litils virði, þegar svo er oí* cr það að yonum. Ætti það að verða til þess, að þeir menn, scm veljast á það þing, er sest á rökstóla i nóvembermánuði næstkomandi, geri slikar breylingar á þessari löggjöf, að bún veiti nokkra vernd gegn rógsiðju ritsóða af því tagi, sem i Þjóðviljann rita. Fyrr er ekki hægt að segja, að meiðyrðalöggjöfin sé nokkurs virði. X. — Borgarlæknir Framh. af 1. slðu. þegar i stað og gerðu hreint fyrir siriuni dyrum. | Vegna þess hve árangur- inn af bæjarhreinsuninni varð góður i fyrra hafa við- brigðin ekki orðið jafn sýni- . leg i ár. Þrátt fyrir það hafa .vinnuflokkar bæjarins, ekið' | um 800 bílblössum af drasli, sem legið befir á ýmsuni lóð- úm einstaklinga, á opnum svæðum og í braggahverfum, og liefur því öllu verið ekið á sorphaugana. Þá hefir mik- fjarlægja Skúra, scm verið liafa til óþrifnaðar og óprýði i bænum. llafa margir þeirra revnzt hin verstu rottubæli og þvi brýn beilhi’igðisleg nauðsvn að fjarlægja þá, enda ekki ástæða til aö balda lengur við þeirri „skúramenningu“, sem til þessa liefir verið of áberandi í sjávarþórpúm okkar, og jafnvel ríkt i stórum stíl i sjálfri höfúðborginni. — I sumai' hafa rúmlega 30 slikir skúrar verið 'rifnir og fluttir búrt. af eigendunum sjálfum og um 20 skúrar sem vinnu- flökkar bæjarins hafa flutt biirt samkvæmt fvrirmælum borgarlæknis. Mikil áherzla hefur hka vérið lögð' á það i sumar að lireinsa til í hraggahverfum bæjarins, flýtja þaðan hvers konar drasl, liera möl á svað, sem myridazt bafa á lóðun- um, koma upþ þvottahúsum, Framh. á 7. síðu. i BGRGMAL ♦ „Bílstjóri“ skrifar mér eftir- j farandi pistil: „Mér finnst á- stæSa til að þakka þeim, sem | hafa séð um það upp á síðkast- I ið að sett hafa verið upp leið- I beiningafmerki við vegamót og i afleggjara utan bæjarins. Var sannarlega ekki vanþörf á því að ný merki kæmu í stað þeirrá, I sem tekin voru niður á striðs- j árunum, þegar Bretinn óttaðist I innrás hér og vildi ekki að Þjóðverjar gætu áttað sig á vegakerfinu. Síðan hefir þessi merki vantaö og ókunriugir menn stundum lent í vandræð- um vegna þess. Nú ætti að vera girt íyrir það að mestu leyti. * Sjálfur hefi eg fundið mest til nauðsynjarinnar á þvi, að sett verði upp merki við vegi hér í grennd við bæ- inn, því að mér hefir verið ógerningur að rata um öll þ au hverfi, sem upp hafa risið út um allt bæjarlandið. * Það er til dæmis ákaflega vandratað í Kóþavogi, svo að eg hefi oft viílzt þar og tafizt mikið, þegar eg hefi veriö að . leita uppi hús, sem eg hefi átt , að sækja fólk í. Sama mátti | segja um nýju hverfin í sjálfum bæmun, til dæmis hlíðarnar og skjólin, en það er betra núna. af því að búiö er að merkja göturnar. Annars lield, eg að það væri tilvalið, að reynt væri að búa til ódýrt kort yfir nýju hverfin, svo að menri geti betur áttað sig á þeim. Nýjar götur verða til með svo miklum hraða. að það er engin leið fyrir ó- kunnugá að áfta sig á þeim.“ * Tveir kunningjar mínir voru að tala um kosningarn- ar væntanlegu, þegar þeir litu inn til mín til að drepa tímann og bíða af sér skúr. Þeir héldu því fram, að ým- iskonar framkvæmdir, sem nú eru á döfinni, mætti telja til kosningarundirbúnings flokkanna. * Þeir komust að þeirri niður- stööu, að það væri liklega bezt að hafa kosningar árlega, til þess að hressa upp á athafnalíf og framkvæmdir. En eg er hræddur um, að það sé ekki ó- brigðult ráð, þvi að kosningar liafa ævinlega glundroða i för með sér og ekki sízt á slíkum vandræðatímum, sem nú ganga yfir þjóðina. Kostnaðinum við kosningarnar væri einnig betur varið til einhvers annars. En aftur verður ekki snúið, úr því sem komiö er — það verður kosið eftir tæpa tvo mánuði. * Flokkarnir velja fram- bjóðendur sína af kappi og daglega er tilkynnt, að þessi maður verði í kjöri hérna og hinn þarna. Kempurnar fara í herklæðin og hvetja vopnin, að þjóðin hefir litla trú á því, að kosningarnar brevtí miklu um hag hennar eða verði til bóta. * Hún er nefnilega fvrir löngn búin að köína auga á þau sann- indi, aö við hefðu filcVrei þurft að lenda í því feni, sem við sitj- um nú í — upp að bálsi— ef að- gát hefði verið höfö í tíma. Það mátti sjá fenið í tæka tíð. með- an bjart var í lofti og þá hefðu menn átt að ininnast þess, að betri cf krókur en kelda. En því miður var það ekki mottóið þá og þvi er eins umhprfs og raun ber vitni. Þeir. sem skipa Alþingi næst, munu varla verða öfundsverðir, en þeir gietu orð- ið aðdáunarverðir, ef þeir fyndu bjargráð og beittu þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.