Vísir


Vísir - 13.09.1949, Qupperneq 4

Vísir - 13.09.1949, Qupperneq 4
4 V I S I R Þriðjudaginn 13. september 1949 "irfsiR DA6BLAÐ Dtgefandi: BLAÐACTGÁFAN VISIR H/F, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ný kauphækkunaralda. Verðlag landbúnaðaraíurða hefur samkvæmt allra hæst- um úrskurði lögskipaðrar nefndar hækkað nokkuð frá því, sem gerðist í fyrra, en þau rók liggja þar til að fram- leiðslukostnaður hefur hækkað nokkuð, en verðlagið er miðað við tekjuþörf meðalbús, með hliðsjón af tekjum annarra stétta. Engum kemur slík hækkun á óvart, þótt það sé að vonum illa séð af almenningi, er stöðugt berast nýjar og nýjar tilkynningar um hækkun á verði landbún- aðarafurða, sem flestir kaupstaðabúar hafa brýnasta þörf fyrir. Mætti þar nefna mjólk og mjólkurafurðir, sem öll heimili verða að tryggja sér, ef búið skal við sæmilega fæðu, en raunar gegnir einnig sama máli um kjöt og kjöt- afurðir, sem aliir neyta að einhverju marki, j)ótt menn geti sparað útgjöldin þar frekar með aukinni neyzlu sjávarfangs. Samtök iðnaðarmanna liafa ekki látið á sér standa, en hafa sett undir lekann, mcð því að segja upp samningum, með áskildum fyrirvara, en ýmsir slíkir kaups- og kjara- samningar munu ganga úr gildi nú um mánaðamótin. Heyrst hefur að allvérulegar kauphækkunarkröfur hafi komið fram og véríð ræddar af sanininganefndum þehn, sem hlut eiga að máli, en að öðru leyti er ekki tímabært að ræða slikar kröfugerðir í einstökum atriðum. 1 þessu sambandi er vert að athuga, að verkamenn, iðnaðarmenn og aðrir J)eir, sem laun jnggja fyrir vinnu sína, hafa gert sér það ljóst fyrir mörgum árum, að kaup- streitan ein getur engu góðu til vegar komið. A árinu 1946 lýsti trúnaðarráð Dagsbrúnar yfir því, „að þrátt fyrir grunnkaupshækkun, veittist verkamönnum, sem við lægst laun eiga að búa, æ erfiðara að framfæra fjölskyldur sín- ar.“ Blað komnnmista Þjóðviljirin hefur þráfaldlega lýst yfir ])ví að hlutur verkamanna sé miklu lakari nú, en hann var fyrir nokkrum árum. Bændur telja hinsvegar sinn hlut skertan, þar eð þeir hafi orðið aftiir úr i kapphlaup- inu milli kaupgjalds og verðlags, er þeir á sínum tíma greiddu fyrir stjórnarmyndun, með því að falla frá kröf- um sínum um fulla hækkun afurðaverðsins, þótt þeir hinsvegar viðurkenni, að þeir geti ekki lengur gert kröfur til auðjöfnunar milli sveita og sjávar. Samband íslenzkra útvegsmanna hefur þráfaldlega lýst yfir því, að útveginum verði ekki haldið uppi, nema því aðeins að viðhlítandi starfsgrundvöllur yrði skapaður fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Þeim kröfum hefur ekki verið sinnt af opinberri hálfu, en horfið að því ráði að ríkið hefur tekið ábyrgð á afurðaverðinu ár eftir ár, þótt engum hafi dulist að verðfall hlyti að skella á fvrr en síðar, enda verður ekki annað séð, en að ríkisábyrgðin ] hljóti að bitna með miklum þunga á ríkissjóði og þarmeð öllum almenningi, J)ar eð sumar útílutningsafurðir eru nú1 óseljanlegar á viðunandi verði og Islendingar J)egar horn- ] rekur á erlendum markaði sökum heimabruggaðrar dýr-. tíðar. Kommúnistar hafa stöðugt alið á aukinni kröfugerð af | hálfu launj)ega, og látið ekkert færi ónotað til þess að ýta nndir kjaradeilur og annan óróa í sambandi við atvinnu- málin. Alþýðusambandið var lengi vel handbendi þeirra, en J)ótt J)að sé nú að nafninu til óháð J)essum vandræða- ílokki, er það „óbeinlínis háð“ honum og miðar alla af- stöðu sína við kröfugerðir lcommanna. Má segja að svo bregðist þar krosstré sem önnur, og er þess J)á heldur ekki að vænta að varist verði áföllum. Verðbólga reynist ávallt láglaunastéttunum þyngst í skauti, en svo er að sjá, sem nllir hafi lokað öllum skilningarvitum fyrir svo óþægilegri staðreynd, — að minnsta kosti fram yfir haustkosningar J)ær, sem í hönd fara. Þetta á eftir að hefna sín Jnmglega, og vist er um J)að, að hlutskipti J)eirra manna, sem nú keppa um þingsætin, verður að engu leyti ánægjulegt, til hverra úrræða, sem grij)ið verður. Ný kaúphækkunaralda hefur þegar skotið upp faldinum og er í uppsiglingu. Fyrr onn varir brotnar hún á boðunum allt umhverl'is landið, en þá verðrir engu skipi hleypt úr naust og engri atvinnu- jgrein tippi haldið úr J)ví með aðkeyptu vinnuafli. Bílliim §em vakið hefir heimsathygli Hi Gírskipting á stýri. Vökvahemlar. Framhjól á gormum. Vökvastillar á afturfjöðrum. STERKUR - ÞÝÐUR Grindin öfi ryðvarin. Hæð frá vegi 8 þuml. Tankur tekur 68 lítra. Rúmgott pláss fyrir farangur. SPARMYTIM Allar nánari upj)lýsingar hjá umboðsmönnum ##„ Oiafssan ék M&rnhöft Réýkjavík. STtJLKU vantar okkur nú Jægar. Upplýsingar kl. 5~6 í dag. Sveinubókbnndið Borgartún 4. Uttflingsstúlka óskast til að gæta barna. Uj)þl. í síma 5576. Laufey Snævarr, Laufásveg 46. 8EZT AÐ AUGLYSAI VISl ♦ BERGMAL ♦ Verkamaður, sem eg er bú- inn að ])ekkja í mörg ár, bauð mér um daginn að líta inn í íbúö sína, en hann flutti í vetur sem leiö inn í bæjarhúsin nýju á, horni Lönguhlíðar og Miklu- brautar. Hafði eg aldrei komið í hús þessi, svo að eg þá boð hans og lék raunar forvitni á að sjá, hvernig J)ar væri um- horfs. Verð eg að segja, aö mér fannst þar mjög vistlegt og öllu vel fyrir komið. Mönnum fannst verðið hátt á þessum íbúöum, þegar skýrt var frá því á sínum tíma og er nokkuö til í því. * Þá var þess getið, aö þetta stafaði af því, aö íbúðirnar væru mjög vandaðar og er það vissulega góðra gjalda vert, að vðl sé byggt, en hins verður og að gæta, að þeir, sem sækjast eftir slikum íbúðum, hafa sjaldnast ótak- mörkuð auraráð. * En slej>pum öllum hugleiö- inguin um þau efni. Viö skulum skoöa eina íbúð þarna í bæjar- húsunum. í kjallara er geymsla fyrir hverja íbúö og auk þess er ]>ar sameiginlegt J>vottahús, miöstöð og svo framvegis. Þar niðri er einnig geymt allt sorp, þvi að rennur eru af hverri hæö, sem sorj)inu er kastaö í og fellur þaö niöur i sorpilátin. sem eru i sérstökum klefa í kjallaranum, Loks er þar geymsla fyrir reiöhjól íbúanna, barnavagna og annaö, sem til- hevrir íbúunum en óhentugt er að geyma i sjálfri íbúöinni. * Þegar við vorum búnir að skoða kjallarann, gengum við upp í íbúðina. Á gang- inum fyrir framan var opið fyrir sorprennuna, en auk þess innbyggður skápur, mjög hentugur. Er hann ætl- aður fyrir yfirhafnir og vinnuföt, sem menn vilja síður fara með inn í íbúð- irnar. í hverri ibúö er siðan stór stofa móti vestrj — en sumir hólfa hana j tvennt, af ]>ví aö hún er mjög rúmgóö eða 28 fermetrar, skilst mér — og að auki minna herbergi, eldhús og baö. Þetta þrennt er gegn austri. Veröur ekki annað séö, en aö allt sé ])etta mjög vandað, Er J>að vissulega mikill munur fyrir ])á, sem verið liafa í léleg- um íbúöum, kjöllurum eöa bröggum, aö komast í svo heil- næm og björt hibýli. Verka- maöurinn, sem sýndi mér íbúö- sína, haföi t. d. verið í kjallara,. þar sem hann gat aðeins staöið- uppréttur. * „Eg var heppinn að fá þetta,“ sagði hann við mig, „og talaði eg þó ekki við nokkurn mann til þess að tryggja mér íbúðina. Eg er bara Reykvíkingur, var í lélegu húsnæði, á börn, upp- fyllti sem sagt þau skilyrði, sem sett voru fyrir því, að menn gætu fengið svona íbúð.“ * Þaö mælir ])vi enginn í mót lengur, aö bænum ber skylda til aö lijálj)a þeim bæjarbúum um húsnæði, sem hafa ’ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Sumum hentar aö fá ibúðir í störum sambyggingum. en öör- um éinbýlis- eöa- tvíbýlishús, eins og bærinn ætlar aö hjálj>a mönnum til aö koma upp fyrir innan bæ. Aðalatriöið er, aö bæjarbúar fái mannsæmandi ibúöir og eins og þeir eiga ^kyldur við bæinn, • á hann skyldur viö J)á, til dæmis aö J>essu leyti. Reykjavík á ekki aðeins aö vera tiltölulega mann- flesta höfuðborg í heimi. heldur og hin bezt byggða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.