Vísir - 16.09.1949, Blaðsíða 7
c
östudagmn 16. séþtember 1949
V 1 S I R
Endurminningar Churchills.
Framli. af 5. síðu.
háttar hemaðaraðgerðir í Súdan eða á Tylftareyjum.
Sudan er mikilvægast og afar æskilegt og vel getur
verið, að þar megi nota tvær indverskar herdeildir (þ. c.
a. s. 4 indverska herfylkið án þess að það komi að sök
vegna eftirfararinnar í Libýu). Tylftareyjar'verða ekki
svo erfiðar, þótt þær verði látnar bíða um stund. En
hvorugt þessara verkefna ætti að draga úr aðalviðfangs-
efni okkar, að viima enn fleiri sigra yfir ítalska hernum.
Eg get að sjálfsögðu ekki dæmt héðan um hinar sérstöku
aðstæður, cn orðtak Napolcons virðist kveða við í eyrum
mann: „Frappez la masse et tout le restc vient par
surcroit.“ Eg verð enn á ný að minna á skcyti mitt um
samræmdar hernaðaraðgerðir á sjó og landi og að setja
lið á land að baki víglínu fjandmannanna til þess að cin-
angra óvinahersveitir og ílytja vistir og herlið að sjó-
leiðis.
Vinsamlcgast berið Longmore heillaóskir mínar fyrir
hina bráðsnjöllu stjórn hans á flughernum og ágæta
samvinnu hans og landhersins. Eg vona, að flestar Hurri-
cane-vélamar séu komnar á vettvang, heilu og höldnu.
Segið honum, að við séum enn að lilaða „Furious“ (flug-
vélaskip) nýrri flugvélasendingu, jafnvel enn stæ'rri en
sú fyrri var. Hann mun einnig fá flugvélar þær. sem
ráðgerðar eru i hernaðaraðgerðinni „Gnótt“ (excess).
Báðar þessar sendingar ættu að berast snemma í janúar.“
„Frá forsætisráðherranum til Wavells hershöfðingja.
18. 12., 40.
Matteusarguðspjall, 7. kafli, 7 vers: „Biðjið, og yður
mun verða veitt það, leitið og þér munúð finna. Knýið á
dvr, og fyrir yður mun upp Iokið verða.“
45.000 fangar, 462 fallbyssur tekið í Bardia.
Bardia var næsta viðfangsefni okkar. Innan þess svæðis,
sem var um 25 km. í þvermál, var obbinn af fjórum
ítölskum herfylkjum til viðbótar. Til varnar var löng
skriðdrekagryfja, víraflækjur og steinsteypt hús mcð
jöfnu millibili. Að haki þessum vörnum var önnur Varn-
arlína. Töluverðan undirhúning þurfti til þess að yfir-
buga þessar varnir. 7. vélaherfylkið útilokaði undankomu
fjandmannanna til norður og norðvesturs. Tiltækileg til
árásarinnar voru 6. ástralska herfylkið, 16. brezka fót-
gönguliðadeildin, 7. sveit hins konunglega skriðdreka
herfylkis, ein vélbyssudeild og ein deild úr stórskotalið-
inu, af miðlungsstærð.
Til þess að ljúka frásögninni um þennan eyðimerkur-
sögur, verðum við að byrja á nýju ári. Árásin hófst
snemma að morgni hins 3. janúar. Ástralskur herfíokkur,
sem naut stuðnings öflugs stórskotaliðs, náði á sitt vald
og hélt varnarstöð á vesturhluta bardagasvæðisins. Verk-
fræðingasveitir að baki þeirra fylltu skriðdrekagrvfjurn-
ar. Tvær ástralskar hersveitir héldu árásinni áfram og
hröktu óvinina til austurs og suðausturs. Þeir kvrjuðu
söng, sem þeir höfðu haft meðferðis frá Ástralíu, er brátt
átti eftir að berast til Bretlands. Söngur þessi var kennd-
ur við hinn furðulega „Töframann frá Oz“, og náði hrátt
feikna vinsældum. Söngur þessi rninnir mig jafnan á
þessa viðburðariku daga. Síðdegis þann 4. janúar brut-
ust „Matthildar", en svo var skriðdrekategund nefnd,
inn í Bardia og hinn 5. hafði allt varnarliðið gefizt upp.
£ íC Btíwmqlu»
45 þúsund fangar voru ’tcknir höndum og 162 fallhyssur
féllu okkur í skaut. {"
Næsta dag, hinn 6. jaúúar,' hafði 7. vélaherfýlkið ein-
angráð Tobruk og hinn 7. janúar voru framsveitir
áströlsku herdeildarinnar komnar að austurvíggirðingum
horgarinnar. Víglínan var þarna um 40 km. á lengd
og ekki ósvipuð og í Bardia, nema að því leyti að skrið-
drekagryfjan var víða ckki nógu djúp til þess að gagni
kæmi. I setuliðinu var eitt fótgönguliðsherfylki, aðal-
hækistöð herjasamteypunnar og slangur af flóttaher-
mönnum úr fremri víglínu.
Ökleift reyndist að hefja árásina fyrr en 21. janúar,
þcgar önnur áströlsk herdeild, mcð aðstoð heiftarlegrar
stói'skotahríðar, rauf varnirnar að sunnan. Tveir her-
flokkar úr sömu hcrdcild brutust síðan lram um geil
þessa og sveigðu til hægri og vinstri. Þegar rökkrið
færðist yfir var þriðjungur varnarsvæðisins i okkar hönd-
um og snemma morguninn eftir, var allri mótspyrnu
lokið. Við tókum 30 þúsund fanga og 236 fallbyssur.
ítalski herínn var raunverulega ór sögunni.
Eyðimerkurherinn hafði á fimm vikum farið um 360
km. veg, yfir vatns- og matarlaust land, tekið með á-
hlaupi tvær ramlega víggirtar stöðvar, þar sem voru
fastar ílug- og flotastöðvar, enn fremur 113 þúsund
fanga og um 700 fallbyssur. Hinn mikli ítalski lier, sem
hafði ráðizt inn í, og gert sér vonir um að hertaka Egipta-
land, var tæpast til sem vígbúinn her, og það voru ein-
ungis hinar miklu fjarlægðir og erfiðleikar á aðflutn-
ingum, sem komu í veg fyrir frekari framsókn vestur á
bóginn.
Meðan/á öllum þessum hernaðaraðgerðum stóð, nut-
um við ávallt öflugs stuðnings flotans. Bardia og Tobruk
urðu fyrir skæðri stórskotahríð herskipa og loftárásum
flugvéla flotans. Umfram allt studdi flotinn herinn með
því að flytja honum um 3000 smálestir af ýmislegum
vistum á degi hverjum, og auk þess flutti hann mikinn
mannafla til og frá hinum herteknum höfnum.
Hinn sigursæli her okkar stóð einnig í mikilli þakkar-
skuld við yfirburði flughers okkar yfir italska flug-
hernum (Regia Aeronautica). Enda þótt flugher okkar
væri fámennari, hafði sóknarliugur flugmanna okkar
skapað fullkominn siðferðilegan styrk, er færði þeim
sigurinn í lofti. Árásir okkar á óvinaflugvelli báru mik-
inn ávöxt og mörg hundruð flugvéla þeirra fundust síðan
gjörónýtar og yfirgefnar.
Fulltrúaráðsfundur
Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík í kvöld, föstudaginn 16. sept. í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 8,30.
DAGSKRÁ:
Kjörnefnd skilar áliti: Tillögur um fram-
hoðslisía Sjálfstæðismanna í Reykjavík,
Fulltrúar sýni skírteini við innganginn.
Stjórn Fulltrúaráðsins í Reykjavík.
„Lagaifoss
fermir í Antwerpen, Rotter-
dam og Hull síðast í septem-
bcr.
H. F. EIMSIOPAFÉLAG
ÍSLANDS.
3-4 sjómenn
vantar á reknetaveiðar.
Uppl. í Vinnumiðlunar-
skrifstofuimi.
Stúlka
vön saumaskap óskast. —
Uppl. i síma 4923. frá kl.
6—7 i kvöld.
Smurbrauðsstofait
Bjöminn
Njálsgötu 49. Sími 1733.
Afgreiðir smurt brauð
með stuttum fyrirvara. —
Vatnslásar
Blöndunartæki
fyrir bað.
Blöndunarkranar
fyrir eldhús, í borð
og vegg.
Handlauga-kranar
nýkomið.
VÉLA- &
RAFTÆKJAVERZLUNTN
Tryggvag. 23. Sími 81279.
K&UPHÖLLIN
er miðstöð verðbréfavið-
skiptanna. — Sími 1710
TARZAfti
4SI
Áður eu Manzcn og bófaflolckur hans
hafði langt farið í liCfiidarlciðangi'i sin-
um birlist Tarzan,
Þrcm rifflum var strax beint að
hjartaslað Tarzans. „Hvar hefir þú
verið?“ spurði Manzen.
„Tarzan hefir séð margar filaslóðir“,
anzaði Tarzan stuttur i spuna.
Manzen grunaði Tarzan um græsku
og knúði Tarzan til þess að ganga á
undan, en beindi að honum vopninu.