Vísir - 17.09.1949, Qupperneq 4
V I S I R
Laugardaginm 17. september 1949
VISIR
DAGBLAÐ
Dtgefandi: BLAÐADTGAFAN VlSIR H/F,
Ritatjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsaon.
Skrifstofa: Austurstræti 7.
Afgreiðala: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Stutt svar til Fjjárhagsraðs
Frá Herodes íii Pilatusar
Grænlandsleiðangurinn.
jPyrsti Grænlandsleiðangurinn heldur senn til heimahafna,
eftir tiltölulega skamma útivist og með rýran hlut.
Siðustu fréttir hermdu að afli hefði verið frekar lakur ver-
tíðina alla, en farið J)ó versnandi er á leið. Hæstan atla
á Grænlandsmiðum mun skip Björgvins Bjarnasonar liafa,
en Súðarleiðangurinn hefur orðið afskiftur. Er talið að
Súðin flytji heim um 200 lestir af fullstöðnum fiski, sem
mun svara til 400 lesla upp úr sjó, ef dæma má eftir ís-
lenzkum skilyrðum. Talið er, að Grænlandsfiskurinn sé
vatnsmeiri en fiskurinn, sem veiðist hér við land, cnda
miklu horaðri og kann þá að vera að ekki megi leggja
sama mælikvarða á þennan fisk sem annan, þótt varla
geti miklu munað.
Súðarleiðangurinn fór seint af stað, cuda varð hohuni
margt að vanbúnaði, svo sem skipasmiðaverkfall, skortur
nauðsynja, lítil þátttaka báta og allt þar fram eftir göt-
nnum, Mun undirbúningur hvergi hafa reynzt nægjan-
legur, og heyrzt liefur að Súðin sé ekki allskostar heppi-
leg sem móðurskip, enda kolakynnt og eyðslufrek. auk
þess sem athafnapláss um borð hlýtur að reynast af skorn-
um skammti, þegar allar birgðir flotans eru geymdar þar
einnig. Af'Ii sem lagður hefur verið upp í skipið er það
lítill, að hann getur frekar kallast kjölfesta en hálffermi,
og víst er 'um það, að M/b. Oddur, sem sendur var leið-
angrinum, með birgðir og átti að taka fisk heim, fékk
enga hleðslu og kom hingað tómur, að öðru leyti en því,
að nokkrir leiðangursmenn komu með honum, og töldu
ekki lengur til setu boðið vestur við Grænlandsjökla.
Miklar sögur ganga um, að Grænlandsfiskurinn sé
magur úr hófi fram, enda hafi tæpast tekið að bræða úr
honum lifrina. Sumir segja aftur, að úr lifrinhi megi fá
hið verðmætasta lýsi, en að svo konmu máli verður ekki
lun dæmt, hvort réttara er. Islendingar, sem dvöldu í
Grænlandi fyrr á öldum, töldu sjávarfang þar lélegt og
einskisnýtt. Finnast skráðar af því ýmsar lýsingar, að fisk-
urinn virðist eins og hlaup, ef hann var soðinn og fita
tæpast til í honum. Færeyingar, Norðmenn og fleiri þjóð-
ir hafa oft sótt góðan afla á Grænlandsmið, en á sama tíma
hafa þessar þjóðir einnig aflað vel hér við land. Færeyingar
telja línufiski við Langanes að sumrinu engu lakara en við
Grænland, en fiskurinn sé hér feitari og betri vara.
Gera má ráð fyrir að stórfelldur halli verði á Súðar-
leiðangrinum, með því að verðmæti aflans mun nema
tæplega hálfri milljón króna, en miklu hefur verið til
koslað og vafalaust hefur mannaflinn reynzt dýr við Græn-
land, sem hér í heimahögum. Þrátt fyrir væntanlegan
halla var rétt að ráðast í Grænlandsútgerð, enda var held-
ur ekki óeðlilegt að hún yrði að einhverju leyti styrkt
með opinberu framlagi. Af reynzlunni verða menn vitr-
ari, en að visu ekki ríkari, þótt bezt væri að hvorttveggja
færi saman. Þar sem svo hefur til tekist hið fyrsta árið,
má hinsvegar ætla, að menn reynist tregari til slíkra ævin-
týra, nema því aðeins að óyggjandi rök verði færð fyrir
JiVÍ, að ná megi betri árangri en þelta sumarið, —- og
betri árangri en næst hér við land á sama tíma árs. Skip,
sem fiskað hafa hér í Faxaflóa með botnvörpu eða drag-
Jiót, hafa vafalaust öðlast meiri og hetri afla, en skipin,
sem leituðu á Grænlandsmið og voru af samhærilegri stærð.
Svo virðist sem fiskur gangi mjög til þurrðar hér við
land. Sama var reynzlan fyrir stríðið, enda mátti heita
ördeyða á ýmsuni miðum, þar scm áður voru góð afla-
föng, enda höfðu botnvörpungar skarkað látlaust um-
Iiverfis allt landið um aldarfjórðungsbil. Var því í raun-
inni ekki von að vel færi, en samkvæmt brezkum skýrsl-
um virtist þorskurinn einn halda sæmilega velli á beztu
miðunum. I framtíðinni vcrðum við Islendingar að leggja
nllt kapp á friðun innfjarða og efling varðgæzlunnar, þann-
ig að landhelgin megi heita friðað svæði fyrir uppvaxandi
iisk. Rányrkja sú, er nú er rekin á miðunum verður að
liverfa, og nauðsyn ber til að aflinn verði nýttur mun
jbetur en nú tíðkast, er hclmingi aflans cr fleygt.
F ormaður F j á rhá gsráðs,
Magnús Jónsson, hefir svar-
að grein, sein birtist hér í
blaðinu um eplakaupin og
hrossasöluna til Italiu. Visir
hefir ekki hugsað sér að
taka upp deilu við formann-
inn, enda er flestum kumi-
ugt að hann er mjög andvíg-
ur öllu haftábraskinu, |)ótt
hann hafi ekki aðstöðu til að
hafa framkvæmdina á þann
veg er hann mundi helzt
óska. Fengi hann að ráða,
mundi margt öðru vísi í
þeirn efnum en nú er.
En af því að formaðurinn
fyrir hönd nefndarinnar er
nú koininn út á ritvöllinn,
þýkir blaðinu rétt að'athuga
það sem hann segir. — Hann
segir að menn hafi kvartað
undan „liörmúlegú ástandi í
innflutningsinálununi“ frá
því viðsld|)tahöft voru tekin
upp hér á landi og því sé
ekki neitt sérstaklega frum-
legt þótt þetta sé sett fram á
prenti nú. Þetta er vafalaust
rétt hjá formanninum. Menn
kvarta ætíð undan höftum.
En lútt virðist honum ekki
vera kunnugt, að ástandið i
þessum málum nú og fram-
kvæmdin á höftunum, er að
flestra dómi miklu hörmu-
legra en það hefir nokkru
sinni verið síðan höftin voru
fyrst sett hér. Þelta cr ekki
sagt formanninum til lasts.
En þetta er sagt sem vinsam-
leg bending til þess að hann,
sem æðsti maður haftastofn-
ananna, kynni sér persónu-
lega hverskonar framkvæmd
menn verði að þola í gjald-
eyris- og innflutningsmálun-
um.
Formaðurinn tckur ])ví
heldur iálega að Vísir ætli
að safna upplýsjngum um á-
standið og segir að vonandi
sé að ekki standi „eintómir
huldumenn" að upplýsingun-
um. Þótt ekki sé langt síðan
þetta kom til tals, er þó nú
þegar hægt að gefa formann-
inum þær upplýsingar, að
memi hafa frá ýmsu að segja.
En flestum er illa við að láta
nafns síns getið opinberlega
í sambandi við slíkar upplýs-
ingar, af ótta við hefndar-
ráðstafanir. Nefndirnar eru
voldugar. Þær hafa afkomu
fjölda manna i hendi séí'.
Eitt Jieirra bitrasta vopn er
að svara mönnum cngu. Þeir
sem fá ekkert svar, fá heldur
ekkert leyfi. Sumir vilja því
heldur órétt, en að falla al-
gerlega í ónáð. Það má segja
að slíkt lýsi ekki sérstakri
karlmennsku. En það vekur
eina sérstaka spurningu: —
Lcynast einhversstaðar á-
stæður fyrir slíkum ótta og
er einræði nefndanna komið
á það stig, að engum sé
hættulaust Jéngur að segja
þeim til syndanna? Vér
ætlumst ekki til að formað-
urinn svari þessu, en ])að
væri samt ómaksins vert að
velta því fyrir sér.
Þetta er nú orðin nokkuð
langur formáli, því að mein-
ingin var að ræða lítilsháttar
um eplin, sem keypt voru
fyrir hrossin. Vísir hefir
ekki liina minnslu löngun til
að efast um það, 'Sem for-
máðurinn segir, að fjárhags-
ráð hafi ekki verið hrifið af
epla-lcaupsýslunni. En það
breytir ckki hið allra minnsta
þeirri staðreynd, að heimild
var gefin manni sem ckki
hcfir hér verzlunaijeyfi, að
eplin vöru seld liingað með
þreföldu verði, að „innflytj-
andinn“ sjálfur fær að gel'a
út sína eigin „faktúru“ og
hún tekin gild í tolli — og að
fyrirfram var vitað hvað epl-
in áttu að kosta.
Þetta mál er svo þung á-
sökun á j)á sem hafa á liendi
f ramkvæmd verzluna rh a f t -
anna, að cngin furða cr að
þeir þvoi hendur sínar seiii
það geta. Enda segir formað-
ur fjárhagsráðs að málið
komi ráðiiiu ekki við. Hann
scgir að „framkvæmd inn-
flutningsins og skipting, veit-
ing innflutningsleyfa, skila-
greinir um innkaupin, verð-
lagning vörunnar o. s. frv.“,
sé mál sem koini fjárhags-
ráði ekkert við. Ilér sé það
viðskiptanefnd og verðlags-
eftirlit sem „hafa alla fram-
kvæmd málsins á sinni
könnu“.
Visi þykir mjög leitt ef
hann hefir í grein sinni um
epíin sveigt nokkuð að fjár-
hagsráði í þessu alvarlega
máli, því að hér er það aug-
sýnilega Viðskiptanefnd og
verðlagseftirlit, sem þarf að
gera hreint fyrír sínum dyr-
um.
Nefndin hefir seiii sagt
leyft, að lagt væri á cplin
200% af „innflytjanda“. Og
ennfremur hefir verið tekið
gott og gilt að „inflytjand-
inn“ leggi fram sína eigin
faktúru, sem mun vcra eins
dæmi. Formaður fjárhags-
ráðs virðist síður en svo á-
nægður með þessa frammi-
stöðu nefndarinnar, enda
segir hann: „hún er þarna
réttur aðili og er sjálfsagt
fullfær um að forsvara símir
gerðir í þessu máli“. Þar með
er málið afgreitt að sinni frá
Herodes til Pilatusar.
Að lokum vill Vísir benda
á, að itölsku viðskiptin virð-
ast vera erfið viðureignar
fyrir suma aðila. Þangað er
seldur l'iskur og lirurnar sem
fyrir hann fást, eru seldar
á Ivöf'öldi. gengi. I>angað á að
Frh. á H. siftu
♦ ÁIi ♦
Bergmáli hefir borizt bréf-
korn frá greinagóðum manni
(úthverfabúa), sem við get-
um kallað 'M. Hann ræðir
hér um mál, sem oftlega hef-
ir verið drepið á hér í Berg-
málspistlunum. En hér er
sannarlega góð vísa ekki of
oft kveðin. Bréf M. fer hér
á eftir:
*
„í Tímanum birtist þ. 14. þ.
mán. gréin um afskiptáleysi
bæjaryfirvaldanna í ýmsum áö-
kallandi vandamálum iithverfa
höfuðstaöarins. Má til sanns
vegar færast, að i mörgúm efiv
um eru úthverfin á eftir nílS-
blnta bæjarins, hvaö þægindi
snertir. Róm var ekki byggö á
einum degi eins og þar stendur
skrjfaÖ, og eins er uin Reykja-
v'ík, sem hefir þaniö sig yíir
nærri þrefalt stærra svæöi á
undanförnttm árum og er þaö
miklu meiri vöxtur en normalt
getur talizt. Vegna þessarar ó-
bemju útþenslu ltöfuöborgar-
innar hefir ekki veriö hægt aö
sinna öllum þeim nauösynja-
málum nýju bverfanna sein
vera skyldi, en allt tekur sinn
tíma og sinn eölilega gang og
mun allt komast þar í eölilegt
ltorf, er stundir líða frant.
Vissttlega ættu bæjaryfirvöldin
að gera sitt ýtrasta til þess að
gera úfhverfábúunum lífiö sent
þægilegast og þaö sem fyrst
eftir því scm fjáríesting og
annað fæst.
*
En eitt skulum við þó hafa
í huga kæru úthverfabúar,
að heilbrigðismálin eru í
höndum framsóknarráð-
herra, og þau eru það ein-
asta, sem heilbrigðismála-
ráðherra hefir átt að sinna
og hvernig hefir hann sinnt
þeim? Alltaf þegar ykkur
vantar lyf eða bindi utan um
fingur, þá megið þið bíða
eftir strætisvagni, fara niður
í miðbæ, bíða í apóteki 0. s.
frv., svo að maður tali nú
ekki um spölinn, sem þið
verðið að fara á næturna.
Sem sagt sjálfur framsókn-
arráðherrann hefir átt að
vera á verði um að settar
væru upp nægilega margar
lyfjabúðir fyrir landsmenn,
en ekki sinnt því sem honum
hefir verið falið. Það er eins
og hann langi víst til að jafn
erfitt sé að nálgast lyfin hér
í höfuðstaðnum sem í sveit-
unum eða hva? — M.“
*
.Bergmál hefir i.tlu viö þetta
aö liæta. Þessi mál (skortur á
lvfjabúöum í úthverfum), heyra
urídir heilbrigðismálaráöherra
(Eýstém Jónsson og land-
lækni, Yilmund Jónsson). Ekki
væri úr vegi, aö þessir nfeiöurs-
menn færu nú loksins aö vakna
af allt of værum og langvinnum
blundi, vegna fjölmargra lang-
þreyttra og vonsvikinna út-
hverfabúa. Bergmál héflr áöur
s]jurt þessarar spurningar:
Hvers eiga úthverfabúar eigin-
lega aö gjalda? Sú spurning er
enn tímabær og endurtekin hér
meö.