Vísir - 17.09.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 17.09.1949, Blaðsíða 7
I-augardaginn 17. september 1949 V I S I R ■.. f' uðu fyrir nefinu á okkur. svo að við komumst ekki lengra. Eg reyndi að skýla húsbónda mínum, er hér var komið, þvi að hann for óvarlega í augsýn allra í virk- inu. Svo var hliðinu skyndilega lokið upp aftur og Spán- verjar gerðu útrás. Memi okkar hopuðu lítið eitt og mun- aði litlu, að Giovanni væri umkringdur, því að haim hafði veríð fremstur í fylkingu manna sinna. Við útrásina hófst hin grimmilegasta höggorusta og crui í dag þakka eg það burðum mínum, að við slupp- um lifandi, því að félagar okkar gátu varla brotið sér leið til okkar. Eg og Gióvanni snérum bökum saman og svo hraustlega barðist hann, að okkur var óhætt, þótt illa horfði um hríð. Sagt er, að eg hafi veitt honum lítil- f jörlegt lið í viðureigninni. Hitt er víst, að útrás Spán- verja snérist bráðlega upp í undanhald og síðan algeran flótta inn fyrir virkisveggina. Sóttum við svo fast á eft- ir þeim, að þeir gátu ekki lokað hliðinu á eftir sér. Rudd- umst við inn á hæla þeim og tryggðum fleiri hersveit- um inngöngu svo að orustan snérist brátt upp í hið ægi- legasta hlóðhað, því að við hjuggum Spánverja niður sem kvikfé. Eftir klukkustund eða svo var enginn verj- endanna úppi standandi. Við treýstum aðstöðu okkar í virkinu og fór húsbóndi minn til fundar við lconung. Hann fór eins og hann var til reika eftir viðureignina, í rifnum og tættum fötum og hlóðúgur. Mér fannst hann vera ímynd herguðsins. Kon- ungur hafði verið vottur að orustunni ásamt foringjum sínum og leit Giovanni á þá með fyrirlitningu um leið og hann kraup fyrir framan konung. .,Náðuga hátign“, tók hann til máls, „þaimig á að vinna slík verk.“ Franz konungur ljómaði af ánægju og tók stóran rúbín- stcin úr húfu sinni. „Giovanni“, sagði hann, „það er ósk min, að þú berir þenna gimstein sem tákn þeirrar ástar, sem eg hefi fengið á þér i dag. Herrar núnir“, bætti hann svo við og beindi orðum sínum til hinna for- ingjanna, „eg hefi aldrei séð né lesið um aðra eins viður- eign“. Að þessu mæltun snéri hann sér að mér og virti mig fyrir sér. „Hver er þetta, sem reyndist þér svo vel, þegar })ú varst umkringdur?” spurði hann síðan. „Englendingur“, svaraði Giovanni, „sem hefir gerzt sjálfboðaliði hjá mér og er tryggur vinur minn”. Konungur brá sverði sínu. „Verðskuldar hann það?“ spurði hann síðan. „1 alla staði, yðar hátign,“ svaraði liúsbóndi mixui. „Hvað lieitir hann?“ „Hann heitir Pétur Carew.“ Konungur sté af baki. „Á kné,“ skipaði haim, en eg hlýddi, þótt eg vissi elcki, hvað til stæði. Síðan snart hann mig laust á öxlina með sverðinu. „Ríst þú á fætur, Sir Pétur Carew“, sagði hann, „og -Tvértú áv'álít eins verðugur þess^ nð vera riddari og dstg*; inn, sem þú yanmt þá nafnl)Öt“. , „ . Eg reis á fætur, stamandi og mlg séfti drfcyryaúðan. Eg vissi ekki mitt rjúkandi ráð, en tókst loks að stynja upp: „Yðar hátign, cg er yður þakklátur. En livað á eg að gera við að nefnast riddari?“ Nú hló konungur og Giovanni tók undir og sömulcið- is hershöfðhigjarnir og Iiöfuðsmennirnir. Eg óskaði þcss þá, að eg væri kominn óralangt á brott, kominn heim í fjósið okkar og gæti fengið mér mjólkursopa. Þarna var eg orðinn Sir Pétur, án þess að hafa minnstu löngun til þcss og, eg hugleiddi, hvernig nafnbótin mundi fara við ullardúkana, sem eg átti að verzla mcð og hversu nágrönnum mínum mundi lítast á upp- hefðina. Eg þóttist vita, að mó'ður minni mundi falla þetta vel, þar sem hún var koua og mundi sífellt klifa á því við kunningjakonur sínar. Eg stóð nú þarna eins og glópur, vissi ekkert hvað eg ætti af mér að gera og óskaði þess, að ekki væri glápt svona á núg. Eg litaðist um í vandræðum mínum og kom auga á nokkra kennimenn, sem stóðu álengdar. Meðal þeirra var franskur kardínáli og fjöldi biskupa, en að baki þeim stóð óbreyttur munkur i kufli sínum og glotti hann til mín hæðnislega. Þótt hann væri í svona hátíðlegum félagsskap drap hann tittlinga framan í mig á mjög svo ókennimannlegan hátt. Þetta var munlcurlnn, sem liafði gert leit í föggum núnum í Livorno, veitt Betsy cftirför til Fano og kallaði sjálfan sig sporhund páfans. Eg faim að húsbóndi minn kippti varlega í aðra ernú núna og liafði eg þá rænu á því að hneigja mig fyrir konungi, áður en eg var Jeiddur á brott, alveg utan við mig. Þegar við vorum komnir nokkurn spöl, snéri eg mér að að húshónda núnum og spurði: „Hefðir þú clcki getað konúð í veg fyrir þennan skrípaleik?“ „Nei, Pietro mio“, svaraði hann. „Þetta var vel til fundið og ekki meira en þú verðskuldaðir. Eg mun gefa þér hest, svex-ð og brynju“. „Herra minn,“ mælti eg þá, „munkurinn er hér. Eg sá hann standa álengdar og glotta“. Hann yppti öxlum, eins og þetta væri aukaqtriði. „Njósnarar fi’ænda míns páfans eru hvarvetna“, sagði hann, eins og ekkert væri. Eg var því fegnastur að komast til tjalds núns og fá að eta og drekka, því að mcnn svengir mjög, er þeir standa í bardögum. Síðan settist cg niður til að skrifa móður minni um síðustu viðburðina, i þeirri von, að ein- hver leið yrði til að senda Jieniú bréfið. Eg var niður- sokkinn í bréfaskriftirnar, er rödd ávarpaði mig á þenna hátt: „Sir Pétur, ertu einn?“ „Já,“ svaraði eg. „Komdu inn fyrir.“ Inn í tjaldið til nún vaggaði munkurinn, brosandi og vinalegur, néri saman feitum höndunum og gaut horn- auga til vínflöskunnar. „Þú hefir hækkað í mannfélaginu, ungi vinur,“ tók hann til máls. „Eg óskaði þess ekki,“ svaraði eg. „Þeir tímar kunna alltaf að renna upp, þegar slíkur hégómi kemur í góðar þarfir,“ sagði munkurinn. „Ilvað sjálfan mig áhrærir, fýsi cg mjög að komast í kynni við konung, svo að hann geri mig að biskupi eða ábóta.“ „Hvers óskar þú af mér?“ spurði eg. „Eg treysti þér í engu.“ Munkurinn lét þetta ekki á sig fá, heldur sagði hinn gleiðasti: „Og ekki að ástæðulausu, því að eg er maður bersyndugur og undirförull. Eg vinn fyrir mér með því. 7 Björgunaxskipið íullgert bráðlega 1 lok októbermánaðar eða byrjun nóvember verður björgunar- og- gæzluskipið „María Júlía“ fullsmíðað. Svo scin Vísir liefir áður greint frá, var skipinu lileypt af stokkunum þann 21. júfi s. 1. og liefir siðan verið unn- ið sleitulaust að smíði þess. Maria Júlia verður i senn björgunarskip og varðskip, en liefir auk þess tiltölulega fullkomin áhöld til hafrann- sókna. Björgunarsveitir á á Vestfjörðum hafa safnað um 300 þús. kr., sem þær leggja í kostnaðarverð skips- ins, en að öðru leyti greiðir ríkissjóður byggingarkostn- að skipsins. Þess má geta að Danir eru að byggja björgunar- og gæzluskip, sem verður ná- kvæmlega eins og María Júl- ía. tbúð óskast 2 herbergi og eldhús. Til greina getur komið hús- hjálp, svo sem stigaþvott- ur eða sitja hjá börnum 3—4 kvöld í viku, einnig þvottur. — Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðs- ins fyrir mánudagskvöld, merkt: „S. A. — 431 — 531“. leppabifreið lil sölu. Sala og samningar, Aðalstræti 18. (Gengið frá Túngötu). Prjónles h.f., Túngötu 5 óskar nú þegar eftir 2 stúlkum, þurfa að vera vanar vélprjóni. Uppl. í síma 4950. C & áurreuqiu. — TARZAN — 451 Er bófarnir komu að slóttunni, þar „Hér hljóta að liafa verið að minnsta Tarzan sneri sér undan til þess að En hann vissi ekki, að Tantor hafði sem Tantor hafði troðið, snerist heift kosti 50 fílar“, lirópaði Manzen. dylja ánægju sína yfir fávizku bófans. numið staðai- rétt þar bjá og var á beit. þeirra í fögnuð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.