Vísir - 07.11.1949, Page 7
Mánudaginn 7. nóveinber 1949
V 1 S I R
7
4 fer>V* <V* M M M M M MMM MMMMMvM M MMM M
riwiwt^tawitwfrl^ rS
ÖRLAGADISIN
Eftir C. B. KELLAIND
„Enginn fór um hiiöið á undan þcr. Eg mundi vita um
það ella.'*
„Önnur stúlkan var í vfirvofandi hættu og eg sendi
hana liingað, til þess að hjálpa henni. Eg verð að ganga
úr skugga um, hvort þau hafi komið.''
„Ilver er stúlka þessi og livað kemur lnin þér við,
Pietro?"
„Eg veit ckki, hver Iiún er né hvað hún er. en Iiitt veit
eg, að eg elska hana svo, að lijarta mitt er að springa ai
hármi."
Hún hringdi lítilli silfurbjöllu og spurði þjóninn, sem
svaraði henni: „Hefir nokkur slúlka komið hingað i morg-
un?
„Xei," svaraði maðurinn, „en rétt í þessu kom óttaslegið
og tötralega búið barn, sem segist þurfa að ná tali af yður
án lafar."
„Sko, hún er komin heil á húfi," sagði húsmóðir min og
snéri sér siðan að þjóninum: „Leiddu liana iiingað þegar
í stað.“
Hún hafði þá komizt álla leið! Mér létti svo, að eg skalf
íiæstum i hnjáliðunum og eg mátti ekki mæla, meðan eg
beið komu Betsyar. Hurðinni var lokið upp og eg gekk
i áttina til hennar. Var mér mikið niðri fyrir. En það var
ekki Betsv, hrædd og hikandi, sem i dyrunum hirtist, held-
ur fjallamærin Bcatrisa. Hún rak upp óp, cr hún kom
auga á mig og rétti fram hendurnar i áttina til mín, en
á samri stundu veitti eg því eftirfekt, að fætur Iiennar voru
blóðrisa.
„Ó, Ser Pietro," sagði hún og bar sig aumlega. „Ó, Ser
Pietro!“
Eg þreif i axiir hennar og hristi hana óþolinmóðlega.
„Talaðu, barn, talaðu!" hrópáði eg. „Hvar er Betsy? Hvers
vegna ertu ein ?“
„Hún var tekin höndum!"
„Hver gerði það?" Rödd.min var svo skræk i eyrum
minum, að eg kannnaðst varla við hana. „Hver tók hana
höndum? Hvar er hún núna ?"
„Hún var tekin á þjóðveginum, Ser Pietro, Við riðum
hægt og hljóðlega frá veitingahúsinu, eins og þú sagðir
okkur, en áður en við vorum komin langt, hljóp skyndi-
lega hópur manna að okkur út úr myrkrinu og sló hring
um okkur. Við vorum dregin inn í skóginn, cn lafði Betsy
var hvergi hrædd við þá og veitti viðnám. Eg var hinsveg-
ar skelkuð. Svo slóst munkurinn í hópinn og liann tók
að hrósa happi yfir því, að hann skyldi hafa leikið á hana.
Við vorum neydd lil að stíga á bak öðru sinni, en svo
litill fengur þótti í mér, að mín var ekki gælt að neinu
ráði. Eg sá mér því færi á að sleppa af baki og Ievnasl i
skógunum, unz cg gat haldið hingað og sagl þér allt af
létta."
„Hvert héldu þau?" spurði eg.
„Til kastala Riarios greifa," svaraði lnin, ,,og munkur-
inn hæddi Betsy og sagði, að fyrst ætlaði hann að leyfa
Riario að skemmta sér að hcnni, en síðan mundi hann
fara með liana á fund Passerinis kardinála, sem mundi
kunna ráð til þess að fá liana til að segja satt. Hann lék
á als oddi, Ser Pietro, og sfagaðist á því, að hann mundi
verða gerður ábóti fyrir afrek þcssarar nætur."
„Frú mín," sagði eg og var nú hinn rólegasti, þvi að
eg vissi, livað eg átli að gera og það hætir ávallt úr skák,
„hversu margir menn eru í Trebbio?"
„Tólf Svartstakkar," svaraði hún.
„Eg heiti á þig að ljá mér þá.“
„Þú ræður yfir þeim. Riario greifi er enginn vinur
manns míns. En Iivað ætlastu fyrir ?"
„Eg ætla að bjarga henni úr Riariokastalanum, þótt eg
verði að rifa hann með berum höndum."
„Það cr vitfirring að ætla sér að ráðast á kastala með
tólf inönnum.
„Eg fæ förumennina mína til líðs við mig,“ svaraði eg.
Nú rétti Beátrisa allt í einu úr sér. Hún leit á mig með
svip, sem eg hafði svo oft séð á andliti hennar, en ekki
vitað, livernig mér bæri að skilja.
„Þú getur fengið fleiri menn til liðs við þig," sagði hún.
„Hverja?" spurði eg.
IVIerkar bækur
og sígildar
Barn á vfrkum degi
Valborg Sigurðardóttir þýddi.
Norski barnasálarfræðinguriim Ase Gruda
Skard er tvímælalaust í röð fremstu barna-
sálarfræðinga á Norðurlöndum.
Bók hennar, Barn á virkum degi, fjallar um
börn frá fæðingu fram á unglingsár. I fyrra
hluta bókarinnar er gerð grein fyrir fyrstu
sjö árum barnsævinnar og helztu viðfangscfn-
um, sem foreldra og aðra uppaléndur varða,
svo scm meðferð ungbarna, lystarleysi og mat-
vendr.i, lireinlætisvenjur, svefnþörf baina,
gildi leikja, hræðslugirni, reiði, þrjózka o.s.frv.
í síðari hluta bókarinnar er gcrð grein fyrir
sálarlífi skólabarnsins, tilfinningalífi þess, fé-
lagsþroska og námsþroska og mörgu öðru, er
snertir líf þess Iieima og heiman.
Bók þessi á gott erindi til allra uppalenda
bún er ljóslcga .og aðgengilcga rituð, skemmti-
leg og skynsamlega.
Elinborg Lárusdóttir:
Tvennir tímar
Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason.
Sagan hefst noður á Siglufirði, 24. febrúar 1870.
-Hún lýsir ævi alþýðukonu, er giftist einum mesta
fræðara og lTæðimanni, cr Island liefur átt. liún
bjó manni sínum yndislegt heimili, fluttist með
Iionum til annarra landa, umgekkst þar höfðingja
og fræðimenn og stóð hvarvetna í stöðu sinni sem
afburða húsmóð;r og hetja. •— Sagan endar i
Reykjavík, í litlu herbergi á Grettisgötu 35, 7. fehr-
úar 1948.
ViðburSarík saga, sjaldgæf og athyglisverð.
við ræktun jarðar,
nístandi biturleik og
andstreymi.
Máttur moldarinnar,
hin mikli gróandi lífs-
ins — móðir alls sem
lifir, færði elskendunum
að lokum fullan sigur.
I litla fjallabænum
þeiirra, þar sem vetrar-
byljirnir geisuðu og sól-
in skein skærast, ríkti
nú hamingja og ásí, og
hljóðlát gleði fyllti
hjörtu þeirra.
Jón Björnsson:
Máttur jarðar
Saga þcssi var frumrituð á dönsku og kom út
hjá Hasselbaloh’s forlag haustið 1942. Vakti hún
þegar mikla athygli á gervöllum Norðurlöndum,
enda talin hyggð á hjargi gamallár frásagnarlistar.
•— Nú hefur höf. sjálfur endursagt söguna á is-
lenzku. Sagan gerist hér heima á síðustu 30 árum.
Hún lýsir m. a. ungum elskendum, er heyja harða
lífsbaráttu fyrir hugsjónum sínum í fangbrögðum
Máííur jarðar er saga míkiíla átaka —
manndóms — ásta — baráttn — hugsjóna.