Vísir - 16.11.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 16.11.1949, Blaðsíða 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 16. nóvembcr 1949 irlsixe. DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR H/F, RJUtjórar; Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Skrifstofa: Austurstrætí 7, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Samvinnan á Alþingi. Forsetakjör í sameinuðu þingi og báðum deildum Alþing- is fóru fram í gær, cn menn fylgdust með þessum kosningum af nokkurri athygli. Var almennt talið, að kosn- ingarnar myndu leiða í ljós, hvort samstarf hefur tekist með flokkunum, og myndu þær þá jafnframt spá einhverju um væntanlega stjórnarmyndun. Drslitin urðu þó slík, scm vænta mátti og er náin samvinna milli flokkanna ekki fyrir hendi. Framsóknarflokkurinn fékk kjörinn forseta sameinaðs Alþingis, með tilstyrk kommúnista, sem greiddu fulltrúa Framsóknar atkvæði í annarri umferð. Þótt for- setinn væri þannig kjörinn með „hangandi hendi“ af hálfu kommúnista, má vafalaust líta á þetta úrræði þeirra, sem bendingu um að þeir séu reiðubúnir til stjórnarsamstarfs við Framsóknarflokkinn, en slíka samvinnu telja þeir mögulega, ef einn eða tveir Alþýðuflokksmenn skyldu ljá stjóminni stuðning sinn, sem ekki er loku skotið fyrir. Hrifningin innan Framsóknarflokksins yfir væntanlegu samstarfi við kommúnista er nauðalítil, ef frá eru taldir nokkrir þingmenn, sem sækja slíka samvimiu af kappi, en ekki forsjá. Röskur hekningur af þingfulltrúafjölda Framsóknar telur „vinstri samvinnu“ enga gæfu geta boðað, hvorki fyrir flokkinn né þjóðina, enda yrði þar tjíildað til einnar nætur, en ekki langframa. Jafnvel þótt einhverjir Alþýðuflokksmenn væru tilleiðanlegh’ til að styðja slíka stjórnarmyndun, myndi aðstaða hennar innan þings sem utan reynast veik, enda lítil líkindi til að slík ríkisstjórn gæti leyst ýms af þeim viðkvæmu ágreinings- málum, sem uppi eru ineð þjóðinni. Alþýöuflokkurinn í hcild er andvígur „vinstri samvinnu“ og segist ekki vera til viðtals um stjórnarmyndun á slíkum grúndvelli, og virðist llokksstjórnin leggja meginkapp á að komast í stjórnarandstöðu. Við forsetakjörið í gær hafði Alþýðu- fiokkurinn samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn í neðri deild, cn Framsókn í efri deild Alþingis, er mun liafa náð sam- konmlagi við háða þessa flokka um kjör fulltrúa í nefndir. Er að sjálfsögðu ekkert við slíka samvinnu að athuga, en hún gefur heldur ekki auða leið um samstarf flokkanna að öðru leyti og er þar allt á huldu og gersamlega óráðið. Nokkra athygli vakti að við kjör varaforseta í sam- einuðu þingi fékk fulltrúi kommúnista fleiri atkvæði, en flokkurinn ræður yfir á þingi. Höfðu einhverjir þrír þing- fulltrúar, auk kommúnistanna sjálfra, kastað atkvæði sínu á varaforsetaefni kommúnista, en ekki dugði það honum til stöðunnar. Töldu þingmenn allar líkur á, að atkvæði þessi hefði kommúnistum borist frá vinstri sinn- uðum Framsóknarmönnum, scm sýnast vera fáir, ef ekki vilja fleiri verða til að styðja kommúnistana og efla þá til áhrifa. Samkvæmt tilkynningu, sem borist hefur frá skrif- slofu forseta íslands, hefur forsetinn átti viðræður í gær við formenn allra þingflokkanna, en í dag snýr forsetmn sér væntanlega til einhvers eins þeirra og felur honum að gcra tilraun til myndunar starfhælrar ríkisstjórnar. Vafa- laust verður annaðhvort formaður Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins lyrir valinu, með því að for- menn annarra flokka koma tæpast til greina að svo vöxnu máli. Forsctakjörið innan Alþingis bendir til þess, að stjórnarsamstarf milli þingflokkanna verði ekki auðsótt, cnda sýnist enginn grundvöllur vera fyrir því enn sem. komið er. Málefnagrundvöll fyrir samstarfinu verður að skapa, en vonandi tekst slíkt, þannig að ekki verði liorfið að myndun utanþingsstjórnar, sem er og verður síðasta neyðarúrræði af hálfu forseta Islands. Stjórnarmyndun verður að hraða, með því að Alþingi fær ekki snúið sér að þehn vandamálum, sem lausnar híða, fyrr enn starfhæf .sljórn er ríkjandi í landinu. Sú stjórn, sem nú situr, gegn- ir aðcins nauðsynlegri daglegri afgreiðslu, en getur ekki Leitt sér fyrir lausn vandamálanna og mun heldur ekki ivilja eiga neitt frumkvæði í því efni. Jón Arason. Jón Arason. Leikrit í f jór- um þáttum eftir Tryggva Sveinhjörnsson. Leikstjóri Charles Tharnæs. Það er ekki vandalítið að bregða upp mynd af Jóni Arasyni og sonum lians svo íslendingum liki. Jón Arason er táknmynd íslenzkrar karl- mennsku og frelsisanda, ó- sveigjanlegur í frelsisþrá sinni, óbifanlegur í trúar- styrk sínum. T rvggvi Sveinbjörnsson liefir leyst þetta hlutverk vel af hendi. Hann hefir í þessu 1 leikriti skapað ógleymanleg- ^ an Jón Arason, enda hefir hann haft öll skilyrði til þess. Leikritið er skrifað á stríðs- árunum þegar höfundurinn lifði meðal þjóðar, sem var frelsi svipt og frelsisþráin kveikti marga óslökkvandi neista í hugum manna. Of- beldi Dana á íslandi og of- beldi allra, sem undiroka er lýst stutt og laggoit í orðum Kristjáns skrifara: „Réttur- inn er valdið“. Tveir fyrstu þættir leik- ritsins gerast í biskupsstof- unni á Hólum. í þeim fyrsta er Jón Arason fullur bjart- sýni, liann er á hátindi veldis sins og metorða haustið 1549. Höfðinglega tekur hann við sunnlenzkum farandmönn- um, virðulega mælir hann við norðlenzka presta og glaður og hróðugur tekur hann við sonuin sinum í þáltarlokin, þegar þeir færa honum Martein Einarsson biskup i Skálholti fanginn. í öðrum þætti eru öll börn Jóns og Helgu í heimsókn og þar birtist biskupinn sem á- gætur heimilisfaðir. Áður en börnin kveðja, kemur hirð- maðurinn Laurenzius Mule og skrifari hans Kristján á- samt Daða bónda Guðmunds- syni. Hirðmaðurinn stefnir biskupi á konungsfund. Á- kveðinn og einbeittur visar hann utanfararstefnunni á bug og Þórunn, þessi glæsi- lega og vitra dóttir biskups- ins, hrifur liug liirðmanns- ins en dregur skrifarann sundur i háði. Þriðji þáttur gerist í Hóla- dómkirkju. Jón Arason stend- ur skrýddur með bréf frá páfa í hendi. Páfi hvetur biskup til þess að halda bar- áttunni áfram og heitir hon- um stuðningi. Þegar biskup hefir nýlokið lestri bréfsins brjótast Daði Guðmundsson og menn lians alvopnaðir inn í kirkjuna og ætla að taka Jón Arason fastan. Svo mik- ill er persónuleiki biskupsins að bæði Daða og mönnum hans fallast hendur, en Daði vill þó ekki sættast við Jón Arason og lýsir biskupinn liann þá í bann. Kristján skrifari hefir beðið fyrir ut- an kirkjuna, nú ryðst hann inn og eftir miklar fortölur og ógnanir tekst honum að knýja Daða til þess að láta taka Jón fastan. Fjórði þáttur gerist í Skál- holti. Ivristján skrifari sting- ur upp á þvi að „láta öxina og jörðina geyma biskupinn og syni lians“ og þótt Marteinn biskup og Daði Guðmunds- son séu þessu í raun og veru mótfallnir treystast þeir ekki lil að gæta fanganna vetrar- langt. Rétt um leið og feðg- arnir verða áskynja um dauðadóminn kemur Ilelga. Áhrifamesti kafli leikritsins er þá hún kveður mann sinn og syni og veitir þeim svnda- fyrirgefning í presls stað. Styi’k og örugg horfir hún á eftir Ara og Birni, þcgar far- ið er með þá til aftökuslað- arins, en þegar hún cr orðin ein með manni sínum er hún nærri buguð en harkar þó af sér. Leikritið endar á því að Helga fær skikkju Jóns og heldur af stað norður ásamt unglingspilti sem er aðdá- andi biskupsins. Þetta er í aðaiatriðum efni leikritsins. Fans og gela má nærri veltur mest á hvernig aðalpersónurnar Jón Arason og Helga eru leiknar og þvi miður voru þeim ekki gerð full skil i .Konunglega leik- húsinu í kvöld. Thorkild Roose, sem lék biskupinn liktist oft og tiðum fremur taugaveikluðum manni en þeim Jóni Arasyni sem Tryggvi Sveinbjörnsson hefir skapað, enda mun flestum 75 ára gömlum lcikurum þetta hlulverk um megn. Allur sá kraftur, sem hölund- urinn veilir biskupinuni, naut sín ekki i meðferð Roose, liann skorti persónu- leika og sannfæringarkraft og þess vegna naut dramatik leikritsins sín ekki. Mun Iak- ari var þó Clara Pontoppidan í hlutverki Helgu, virtist leikkonan alls ekki hafa skil- ið, að hún átti að leika þá tignarkonu, sem Ifelga er í meðferg Tryggva, en ekki sviplitla fylgikonu biskups- ^ ins. í fjórða þætti brá fyrir nokkrum persónuleika hjá | Helgu, en þó alls eklci nægi- legum til þess að gera loka- þátlinn virkilega dramatisk- an og urðu því heildaráhrifin minni en skyldi. Martin Hansen lék Mar- tein biskup og gcrði það vcl, sama máli gegnir um Ebbe Rode í lilutverki skrifarans og Johanncs Meyer í lúutverki Daða. En i Ieikriti eins og Jóni Arasyni geta aukapersónurnar ekki bjarg- að álirifamagni dramains þegar aðalpersónurnar hregð- ast. Charles Tharnæs hefir ann- ast leikstjórn og er hún ekki j óaðfinnanleg, t. d. er biskups- j stofan á Hólum ekki eðlileg og liefði þó hæglega mátt 1 gera hana það með því að ! lcynna sér þær heimildir, sem til eru um útlit íslenzkrar biskupsstofur á 16. öld. Hugblærinn á frumsýning- unni var ágætur og var höf- undurinn tvívegis klappaður j fram á leiksviðið og hylltur af áhorfendum. Að ári eru 400 ár liðin sið- an Jón Arason var hálshöggv- inn. Þá þarf að sýna leikrit Tryggva Sveinbjörnssonar á Þjóðleikhúsinu í Rcykjavik og gæta jiess vandlega að Frh 6 6. síðu ♦ BERGMÁL ♦ Fyrir fáum dögum kom íyrir. atvik hér í Reykjavík. sem er því miður ekkert einsdæmi: Bifreið er ekið á vegfaranda, er stórslasast, en ökumaðurinn hraðar sér á brott, án þess að huga að þeim, er fyrir áreksrinum varð. I Það fylgir sögunni í þetta sinn, aö sá, er slysbifreiöinni ók, hafi hraöaS sér á brott til þess að forðast að láta hafa hendur i hári sér, jafnvel slökkt ljós, til þess, að ekki sæist skrásetningarnánier bifreiðar- innar. Nú mun svo hafa til tek- izt, að einhver sá námerið og vafalaust mun lögreglan síðan gera þær ráðstafanir, sem hæfi- legar þykja þegar þess háttar kernur fyrir. Hér er á þetta minnzt vegna bréfkorns, er Bergmáli barst um þetta í gær Þar segir m. a. á þessa leiö : * „Hvernig stendur á, at svo virðist, sem tekið sé linari tökum á svo dæma- lausum ökuníðingum eins og þeim, sem var að verki um helgina, meðan blöðin birta langar frásagnir um yfir- sjónir smáþjófa? * Hvort er sá maður hættu- legri og • andstvggilegri, sem ekur á saklausan og grandalaus- an vegfaranda, stórslasar hann og ekur svo á brott án þess að Iáta sér til hugar koma, að gá að, hver meiðsli kunni að hafa á oröið, eða maöurinn, sem því miður hefir tekið iqtp svo slæm- an sið að fara ófrjálsri hendi um eignir samborgara sinna annað veifið? Erlendis er víð- ast hvar tekið óvægilegar á slikum mönnum en hér. Það er ekki nóg að þeir séu nefndir ökuníðingar á blaðamáli, cn málið síðan látið niður falla. Að mínurn dómi eru þeir ólíkt háskalegri en hinir hnuplgefnu, en þó virðist sem verknaður þeirra sé talinn svíviröilegri en hinna. Meira að segja finnst mér, að sjálfsagt sé, aö menn viti nöfn þeirra, svo aö hægt sé að vara sig á þeim, ekki siö- ur en þjófunum.“ * Bréfið, sem er frá manni, cr nefnir sig „Hneykslaður“, var miklu lengra, en eg læt þetta nægja. Eg tek undir aðalatriðin í tilskrifi hans. Menn, sem svona hegða sér, eiga ekki skilið vettlinga- tök. Níðingsskapur þeirra og fólska er of óskapleg til þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.