Vísir - 03.12.1949, Blaðsíða 5

Vísir - 03.12.1949, Blaðsíða 5
Laugardaginn 3. desember 1049 V I S I R 99 LeikféltRg Templara: Spamshílugan fíamssiifclk&ir eftir Arnoid <&<» Leikfélag Templara hóf vetrarstarfsemi sína að þessu sinni með því að sýna hinn bráðsmellna gamanleik „Spanskflugan“ eftir Arnold og Bach og var frumsýning- in á fimmtudaginn í s.l. viku. Arold og Bach hafa samið marga gamanleiki og ýmsir þeírra verið þýddir á ís- lenzku og leiknir hér í hér í Rcykjavík og víðar um land. Gamanleikir þessara höfunda hafa ávallt verið mjög vinsælir, en þó má ó- efað telja „Spanskfhiguna“ allra vinsælastan. Meðal þeirra gamanleikja feftir Arn- old og Bach, sem sýndir hafa verið hér mætti nefna, „Húrra krakki“, „Karlinn í kassanum“, „Stundum og stundum elcki“ og „Stubb“. Allir þessir gamanleikir liafa verið „uppfærðir“ af Leiki'é- lagi Reykjavíkur og notið mikilla vinsælda leikhús- gesta. Siðast var „Spansk- flugan1 leikin hér af Leik- l'élagi Reykjavíkur fyrir um 13 árum. „Spanskflugan“ er sérslakiega skemmtilegur og léttur gamanleikur, sem hefir það cina markmið að vekja hressandi IfLátur áhorfenda, énda má segja, að það sé dauður maður, sem ekki get- ur hlegið að leiknum. Það l'ór því vel, að Leikfélag '1 emplaríg skyldi hefja starf- semi sína á þessum fjöruga gamanleik. Yfirleitt má segjá að leik- urinn hafi tekizt mjög sæmi- lega í höndum hinna ungu og lítt reyndu leikara Templ- aranna og miklu betur en við liefði mátt búast, er tekið er tillil til, að hér er ekki um neina þaulæfða leikara að ræða, lieldur nánast fri- s l undaskemmtun leikaranna sjálfra. Leikstjóri var Einar Pálsson og hefir hann um lcið staðfært leikinn og breytt honum örlitið frá því sem áður var. Leikstjórnin virðist hafa farið honum vel úr hendi, vera bæði örugg og \ iss og má vafalaust þakka henni það, hve heildarsvipur- inn varð góður, þrátt fyrir misfellur í lcik sumra leik- enda. Höfuðhlutverkið, Klinkc s i n ne ps verksm iðj ueigenda, liafði á hendi Gissur Pálsson. Má með sanni segja, að hann hafi borið hita og þunga dagsins, því mcst mæðir á homjm út allan leikinn. EJcki myndi eg þora að likja honum við Eriðfinn Guð- jónsson, hinn kunna gaman- léikara okkar, en Friðfinnur varð ínjög frægur fy-rir leik sin'n i hlulverki Ivfinke. Gissur vcrður þó talinn hafa skilað hlutverkinu mjög sómasamlega, þar sem telja verður að hann sé tæplega sú „typa“, sem hefði átt að hafa hlutverkið á hcndi. Emmii, konu Klinke, leikur Emilía Jónasdóttir og fer hún ágætlega með ldutverk sitt, enda kunn leikkona. Emilía og Guðjón Einarsson, sem leikur Hinrik Hornfjörð, son oddvitans Guðvarðs I lornfjörð, tel eg hafa skilað bezt hlutverkum sinum og hafi með öruggum leilc og festu geta breitt yfir ýmsar smámisfellur liinna leikend- anna, er þau voru á sviðinu. Emilia og Guðjón liafa líka bæði meiri reynslu, sem ekki levndi sér heldur í þessum leik. Gerfi Guðjóns Einars- sonar var mjög spaugilegt og vakti hjartanlegan hlá’tur i hvert sinn er hann kom eða fór af leiksviðinu. Eins ný- liðans mætti sérstaklega geta, en það er Solveigar Jóhanns* dóttur, er leikur Vally dóttur Zopboníasar alþingismanns. ÖIl framkoma hennar var svo frjálsleg og óþvinguð að belzt hefði mátt halda að þarna væri æfð leikkona á ferðinni cn ekki byrjandi á leiksviðinu. Mætti vel segja mér, að hér væri um efnivið i góða leikkonu að ræða. Um aðra leikara má vera stuttorður, Pálu dóttur Klinkehjónanna Ieikur Gerð- ur Hjörleifsdóltir og verður ekki annað sagt að mikill byrjendablær sé yfir . leik hennar. Hlutverkið er auk þess leiðinlegt og þyrfti frek- ar æfðá leikara í það, en ýms önnur hlutverk í leiknum. Fritz Þorláksson málaflutn- ingsmann leikur Karl Sig" urðsson og er lcikur hans bvorki sannfærandi né skemmtilegur. Hefði fram- koma lums öll gjarnan mátt vera virðulegri sem hæfði manni í harrs stöðu. Jón Iíannesson leikur Einar Hannesson og voru tilþrif ekki mikil í leiknuin og gerf- ið afkáralegt. Svein Sveins- son, mág Emrnii Klinke leik- ur Valdimar Lárusson. Má segja að bann skili hlutverki sinu sæmilega og liafi á köfl- um verið nokkuð góður. Þrátt fyrir að ýmislegt megi, að vonum, fiflna að leik leikenda var lieildarsvipur- inn allgóður og þvi takmarki varð náð að skemmta leik- húsgestum. Var leikendum hvað cftir annað fagnað með lófataki og hlátursköllum, sem bezt sönnuðu að Leikfé- lag Templara fór vel af stað í vali sinu á gamanleik. k. Nýjar Norðra- bækur. Bókaútgáfan Norðri hefir að undanförnu gefið út ýms- ar góðar bækur, ýmist frum- samdar eða þýddar. Meðal siðustu bóka frá Norðra má nefna tvær skáld- sögur eftir Jón Björnsson. Önnur þeirra er „Máttur jarðar“, mikið skáldrit, sem uppbaflega kom út á dönsku 1942 og vakti þá almenna at- hygli um öll Norðurlönd og hlaut lofsamlega dóma. Hin sagan heitir „Sonur öræf anna“ og segir frá ungum manni, sem sakaður cr um glæp og er dæmdur frá lífi á Þingvöllum. Er þella spenn- andi l’rásögn af þvi hvernit honum teksl að flja á síðusti stundu og bjarga þar meí lifi sínu. Frú Elinborg Lárusdóttii sendir frá sér nýja bók, en að þessu sinni ekki skáldverk, lieklur ævisögu merkrar og ágætrar konu, frú Hólmfríð- ar Hjallason, ekkju hins þjóðkunna fræðimanns Guð- mundar Hjaltasonar. Er þarna m. a. gefin innsýn i lif og lifskjör alþýðu fólks í Skagafirði og víðar á Norð- urlandi, á þeim árum er frú HóJmfríður var að alast upp. Sjötla bindi í flokknum Samvinnuril er nýkomið út. Fjallar það um samvinnufé- i lög í Norðurálfu og er eftirj Jón Sigurðsson i Yztafelli. en Gísli Guðmundsson skrifar bókáranka. | L»ks má svo geta nýrrar Bennabókar, „Renni í elting- arleik“ eftir W. E. Johns. Bækur þcssar liafa hlofið liylli drengja á ýmsum aldri og þykja i senn bæði spenn- andi og skemmtilegar. Rímnaféiagin gefinn úfgáíuréttnf á rítum AÐALFUNDUR Aðalfundur Rímnafélags- ins var haldinn um s. 1. helgi. A fundinum barst tilkvnn- ing þess efnis að Rimnafélag- inu væi» ánafnaður útgáfu- réttur að öllum ritum Símon- ar Dalaskálds, og var það dóttir Símonar sem fierði fé- laginu þessa gjöf. Aður á árinu hafði Sir William Craigie gefið Rimna- félaginu upplag að Skotlands- rímum þeim, cr hann gaf út fyrir allmörgum árum, og verður þeim útbýlt ókéypis meðal lélagsmanna á meðan upplagið endist. Dr. Björn Þóróll'sson flutti erindi á fundinum um Þórð Magnússon á Strjúgi, höfund Rollantsrimna. Við stjórnarkjör var Pétur Ottesen kosinn formaður fé- lagsins, en Jörundur Brynj- ' ólfsson var formaður }>ess s. i 1. starfsár. Fegrunarfélags Rvíkur verður haldinn í Sjálfslæðishúsinu sunnudaginn 11. dcscmbér kl. 5 slundvíslcga. Eélagsskírteini framvísist við innganginn. Félagsskirteini 1949 (kosta kr. 10 fyrir fnllorðna, kr. 3 fyrir börn) verða afhent meðlim- um og einnig nýjum félagsmönmim í Verzl. Ben S. Þórarinssonar, Laugaveg 7, daglega kl. 9- 6, fram að fundinum. 11 u lngliiigtir óskast til að bera úl blaðið um BALDURSGÖTU Talið við afgreiðsluna. — Sími 1660. Ðagbiaðið VÍSMIi Ákveðið hefur verið að halda þeim hjónunl, Steingrími Arason og frú. heiðurssamsíeti í tilefni af sjötugsafimrli Sleingríms, og verður þáð í Tjarnarcafé miðvikiKÍaginn 7. dcs. n.k. kl. 20,30. Aðgöngumiðar fást í Bókavcrzlun Sigf. Eymunds- sonar, Ritfangavcrzlun Isafoldar, Bankastræti 8, í harnaskólum bæjarins og í skrifslofu Sumar- gjafar, Hverfisgötu 12. Forstöðunefndin. Tilkyrining Viðskiptanefndin hefur ákvcðið eftirlarandi há- marksverð á hrenndu og möluðu kaffi frá innlenduni kaffibrennslum: I heildsölu............. kr. 13,48. I smásölu .............. kr. 15,40. Sé kaffið selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ó- dýrara. Sölúskattur er innifalinn í verðinu. Revkjavík, 2. des. 1949, Verðlagsstjórinn. .1. J. spvr: „Er rétt að kirkja hafi verið reist i Foss- vogi? Er það ckki kapella? Svar; Kapellan í I’ossvogi mun ekki kölluð kirkjubygg- ing í venjulegum ski-lningi lieldnr er liér einungis um að ræða grafarkapellu og aðeins ætlast til að þar fari fram kirkjulegar athafnir i sam- handi við grettrun nranna. Fáfróður spyr: ,.Eg finn ekki orðin „lorry“ og „van“ í orðabókinni mimii, enda lítil og ófullkomin. Hvað þýða þati? Svar: Hvortveggja orðin þýða einhverskonar flutn- ingavagna. „Lorrv“ er venju- lega notað um flutningabíla, en „van“ um flutningavagna járnbraniarlesta og oH uni ! Ýmsa aðra vagna, sem notaðir m l eru lil l'lulninga l. d. selidi- ferðabila. Nemandi spyr: „Veit Vísir, hvort ný ensk-islenzk orða- bók er i smíðum? Svar: Visir Iiefir fregnað, að ensk-islenzk orðabók sé í smíðum og sé væntanleg cftir tvö ár eða svo. Vegna }>ess að verkið cr ekki lengra komið er ekki hægt að skýra nánar frá })essu strax. Jósef spyr: Um s. 1. áramót var dreg- ið i bappdrætti Tónlistarskól- ans og langar nrig að vita hvaða númer komu upp i þvi. , Svar: Dregið var í liapp- ■ drætti Tónlistarskólans 7. ( marz s. 1. og voru vinning- ( arnir þá birtir í ölium blöð- u m.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.