Vísir - 14.12.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 14.12.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 14. desember 1949 V I S I R 7 ei* góð jólagjö£ Enn eru nokkur eintök óseld og fást hjá bóksölum. Útgefandi. • mm a m mmmf mammmm m m pmm Loks koaia foék handa >iis* all lesa Noti5 lielgiiia til a5 lesa ,MES® EILÍE®í%K¥EItfJM!6 Með eilífðarverum Sá kafli ævisögu séra Árna Þórarinssonar. eftir Þórberg Þórðarson, sem allir hafa beðið eftir. I bók- inni er 1-ýst af ævintýralegri, dulrænni reynslu höfund- arins á Snæfellsnesi, úr ríkjum ljóssins og myrkursins. Kókin es* í SO köflEsnas t Þessu hefir séra Árni logið. Nágrannar, sem færðu mér eilífðina. Sjáandinn mikli. Erfðagripir. Ella skyggna. Miðilsfundir á Snæfellsnesi. Feigðai-spár. Á uppskerudaginn mikla. Milli þils og veggjar. Fáðu mér beinið mitt, Gunna. Hvimleiðir förunautar. Vík frá mér Satan. 1 bænaleit. Frá ríki ljóssins. Hverjir valda. Úr hulduheimum. Týndir munir. Skrímsli. Svo kveð eg nágrannana. Júlabækurnar í ár Vinirnir skáldsaga eftir Erick M. Remarque, Oddný Guðmundsdóttir íslenzkaði. Höf- undurinn er fyrir löngu, kunnur íslenzk- um lesendum. Allir bókavinir þekkja sög- urnar „Tíðindalaust á vesturvígstöðvun- um“, „Vér héldum heim“ og „Sigurbog- ann“. Þessi nýja skáldsaga er þó ef til vill þeirra fegurst. Vinirnir þrír eru svo mannlega hversdagslegir, að þeir virðast gamalkunnir. Þeir berjast sameiginlega | fyriv Ufi sínu í heimi, sem allur er úr j skorðum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Vin- átta þeirra er sprottin upp úr fjögurra ára látlausri heljarhríð, bæði í lofti og á víðavangi í skotgröfum. Ástarsaga Roberts og Patricíu er ó- venjulegt fyrirbæri í bókmenntum stríðs- áranna, er mök karla og kvenna verða að- eins hversdagsleg verzlunarviðskipti. En hér er sögð látlaus ástarsaga, er lyftist í æðra veldi af innileik og magni tilfinn- inga, sem orð ná eigi að lýsa. Snilli höfundar er afar fjölþætt. Rit- snilli hans spratt upp úr blóðhafi og tára- gasi fyrri heimsstyrjaldar og hefur síðan þroskast og hlotið sinn sérstæða svip. Sagan „Vinirnir*6 er dásamleg saga. Hún er eins og hlýr og sólþrungin sunnanblærinn, sem brýst gegnum hráslaga hrokvirðri og fegurðar- snauðan haustrosa bókmennta síðustu áratuga. tiersemi, skáldsaga eftir Pearl S. Buck, í íslenzkri þýðingu eftir M. Baldvins. Pearl S. Buck er einhver vinsælasti rithöfundur, sem nú er uppi. Hún hlaut Nobels-bókmennta- verðlaunin árið 1938, en áður hafði hún fengið Pulitzer-verðlaunin (fyrir söguna „Gott land“), sem er mesta viðurkenning sem amerískum höfundi getur hlotnazt. Margar bækur hennar hafa verið þýddar á íslenzku og hlotið miklar vinsældir. „Gersemi** er síðasta bókin, sem út hefur komið eftir Pearl S. Buck. Hugljúf og viðburðarík saga, sem lýsir prýðilega baráttunni milli kínverskrar menningar og vestrænnar. Ungírú Solberg eftir AstricL Stefánsson, Friðjón Stefáns- son þýddi. Höfundurinn er dönsk kona, gift Þorsteini Stefánssyni rithöfundi. Þetta er saga ungrar og gáfaðrar skrif- stofustúlku, sem er gædd óvenjulegu vilja- þreki, sjálfstæði og þroska. — En Auður Sólberg verður að heyja harða baráttu við afbrýðisemi, öfundsýki og róg og horf- ast í augu við atvinnuleysi og þær hörm- ungar, sem því fylgja. En sögunni líkur þó með sólbrosi í svartra skýja rofi. — Þetta er saga handa ungum, hugsandi stúlkum. Fjögur ár í paradís eftir Osu Johnson, Maja Baldvins þýddi úr ensku. Fjörgur ár í paradís er skemmti- leg spennandi bók. Hún segir frá ferða- lögum hjónanna Martins og Osu Johnson um meginland Afríku og dvöl þeirra þar. Margar myndir prýða bókina. eftir Phyllis Bottome. Þessi skáldsaga ger- ist að mestu leyti á geðveik^ihæli og er sögufólkinu, sem er aðallega læknar spítal- ans, hjúkrunarkonur og sjúklingar, lýst með hlýju og næmurn skilningi. Em daginn og vegiitn úrval úr útvarpserindum eftir Gunnar Benedikisson. Mun mörgum þykja mikill fengur í því, að þessi vinsælu erindi hins snjalla fyrirlesara skuli nú vera komin út á prenti. Barna- og Unglinga- bækurnar. Sumar í sveit, saga eftir hina vinsælu barnabókahöfunda Jennu og Hreiðar, en fyrri bækur þeirra hafa hlotið svo miklar vinsældir, að þær hafa selzt upp á fáum dögum. Bókin er prýdd mörgum myndum. Út um eyjar, eftir Gunnlaug H. Sveins- son. Þetta er saga af níu ára gömlum dreng, sem á heima í eyju langt úti í stór- um firði. Fjöldamargar teikningar eftir höfundinn prýða bókina. gpMrfauifM Álfur í útilegu og Bernskuleikir Álfs á borg, eru spennandi og hugþekkar sögur eftir Eirík Sigurðsson. Fyrtalda bókin kom út fyrir jólin í fyrra og hlaut ágætar viðtökur. 1 báðum bókunum eru teikningar eftir Steingrím Þorsteinsson. Sólrún litla og tröllkarlinn, saga handa yngstu lesendunum, eftir Gunnlaug H. Sveinsson, með myndum eftir höfundinn sjálfan. Komdu kisa mín, vísur, kvæði og þulur um kisu. Ragnar Jóhannesson tók saman. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina og teikningar eftir Halldór Pétursson. Ljóm- andi falleg og eiguleg bók. Skólarím, vísur eftir skólakrakka (Kári Tryggvason og nemendur hans). Myndir eftir 15 ára pilt. Frumleg og skemmtileg bók. Og svo er það Litabók Palla með öllum skemmtilegu vísunum. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar Akureyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.