Vísir - 08.06.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 08.06.1950, Blaðsíða 4
V l S I R Fimmtudagiim 8. júní 1-950 DAGBLAÐ .fiMi Ctgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H/Jg, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálssonu Skrifstofa: Austurstræti 7, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Simar 1660 (fimm línurj. Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan H.f. Val þjóðarinnar. Þjóðviljinn birtir i gær í forustugrein þrjár spurningar, sem blaðið segir að Brynjólfur Bjarnason hafi lagt fyrir kjósendur á síðast liðnu hausti í kosningabarátlunni, sem þá var háð. Spurningar. þessar voru færðar í lævíslegan búning, eins og kommúnistum er lagið, ef ske kynni, að einhver blekktist til fylgis við kommúnistaflokkinn af að heyra þær þuldar í útvarp. En það, sem kosningarnar snerust raunverulega um, var það, hvort þjóðin væri ekki orðin þreytt á því kapphlaupi kaupgjalds og verðlags, sem hér hefir verið þreylt nær óslítið í heilan túg ára. Um það var einnig spurt, hvort þjóðinni þælti ekki vera farið að síga á ógæfuhliðina vegna skefjalausrar kröfustefnu kom- múnista, sem hafa aldei haft annað markmið en að færa efnahagslífið úr skorðum með einhverjiun ráðum. Og loks, hvort þjóðin vildi ekki taka sér stöðu við hlið þeirra lýð- l’æðisþjóða, sem ætla að láta sér framferði Rússa í Mið- Evrópu að kenningu verða, vilja ekki láta gleypa sig og færa sig í þrældómsviðjar eins og „aiþýðuríkin“ svo- nefndu, sem hafa verið ofurseld kommúnismanum og íá nú að njóta þeirrar „sælú“, sem hann liefir að bjóða. Þjóðin svaraði þessu eindregið þannig, að hún afþakk- aði bjargráð kommúnista. Áhrif þeirra voru minni eftir kosningamar en fyrir þær og við bæjarstjórnarkosnmg- arnar kom það meðal annars enn betur fram hér i Reykja- vík, að gengi kommúnista fer nú óðum þverrandi. Barajtta þeirra og áróður hefir einnig borið þcss mjög greinijeg merki,- að þeim þykir nú góðra ráða vant til þess að hressa upp á fylgi sitt og þó einkuin til að reyna að vaxa aftur í áliti liinna erlendu húsbænda sinna, sem hafa þá stöðugt undir smásjánni. Annars var ekki að vænta en að þeir reyndu að hagnýta sér gengislækkunina, sem framkvæmd var í vor af illri en knýjandi nauðsýn. Þeir vita það, þótt þeir muni aldrei fást til að viðurkenna það, að eina færa leiðin var að skerða gengr króiiunnar. ílver hugsandi maður vissi - þótt kommúnistar vilji ekki vita það — að gengisskerðingu hlaut að fylgja riokkur verðhækkun. Hver hugsandi maður veit líka, að uppbótaleiðin eða niðurgreiðsluleiðin hefði ekki vtTÍð síður útgjaldafrek fyrir skattþegnana, því að hvaðan hefði átt að taka féð í niðurgreiðslurnar cn eimnitt úr þeim pyngjum, sem nú verða að gi’eiða hærra verð fyrir innfluttar vörur en áður? Þarna var því aðeins um tvennt að ræða — engrar undankomu auðið og sú leið valin, sem talin var heppilegri. Kommúnistar hamast gegn henni og er hún þó ekki annað en það, sem „alþýðuríkin“, leppríki húsbænda þeirra, hafa verið neydd til að laka með þökkum, þar sem Rússar hafa nýlega hækkað gengi rúblurinar, en það láknar vitanlega það sama og að þau felldri gjaídmiðil sinn. Þá sjaldan Þjóðviljinn minnist á þessar ráðstafanir húsbænda sinna tclja þeir vesalingar, scm það blað skrifa, þær ágætar og lofsverðar. En yfirleitt rejma þeir að komasf iijá því að nefna gengisbækkun Rússa á nafn, ef menn skyldu gcra sér grein fyrir því, sem þar hefir raunverulega verið að gerast. Menn skulu varast að láta blekkjast af hrópum kom- múnisla og hafa það hugfast, scm er mergurjim máísins: Ekki varð komizt hjá lífsvenjubreýtingum, af því að af- urðir okkar voru nær óseljanlegar, sumpart vegna hins háa verðlags á þeim og sumpart vegna þess, að úrvalið á heimsmarkaðnum er nú mcira en nokkru sinni og verð fer þar lækkandi jafnframt, svo að áhrifin verða tvöföld. Það liggur í augum uppi, að það vandræðaástand, sem hér hcfir myndazt á undanfprnum árum, lagast ekki á einni nóttu eða fáeinum dögum, jafnvpl'þótt gcngislækkun sé beitt. Slíku hefir enginn haldið fram, en alþýðu manna hefir verið bent á, að rétt sé að bíða átekta, mcðan efna- hagslífið er að jafna sig og enginn skyldi láta æsingar konnnúnista rugla dómgreind sína. Hlutverk þeirra er ekki að Ieysa vandræðin heldur að magna þau. Leikskóli Sumargjafar - jf v. ■ •*?*-/" •" á Stýrimannaskólanum við Öldugötu. tekur til starfa um miðjan júní. — Tekið á móti um- sóknum í síma 6479 frá kl. 1—5 næstu daga og á skrifstofu félagsins, Iiverf- isgötu 12. LAXANET URRIÐANET SILUNGANET felld niéð korki og lilýi, tilbúin að leggja i vatnið. G E Y S I R H.F. veiðarfæradeildin. Stúlka óskast á heimili austur í Grímsnes. Éngar mjaltir. Uppl. á Barónsstíg 53, III. hæð. Vinnupláss má vera í góðum skúr eða kjallara óskast til leigu nú þegar. — Upplýsingar í síma 6225. HallóE - Hallóí Til sölu gyllt víravirkis- stokkabelti 76 cm. verð kr. 2300.00, víravirkisnál verð kr. 300.00, dökkar hárf'léttur kr. 480.00 — Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Nýtt — 1128“. éJimilipaf'élacjó ^Sáíandá verður haldinn í fundarsalnum i húsi félagsins í Reykjavík, laugardagirin 10. júní 1950 og hef'st kl. IVz eftir hádegi. Dagskrá samkv. félagslögunum. Aðgöngumiðar að fiuidiniun ásamt atkvæðaseðluin verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hiuthafa á skrifstofu félagsins í dag og á morgun kl.,1—5 e. li. Stjórnin. Hressingar og livíldarhehnili tqkur til starfa 12. þ.m. og verður til húsa í Barnaskólanum i Hveragerði Vistmenn komi þann dag kl. 4—8 e,h. Ferðir frá Ferðaskrifstofu rikisins kl. 5% og 614 e.h. —- Herra læknir Kjartan Ólafsson hefir tekið að sér alla læknis- hjálp og sérfræðilegt eftirlit fyrir Hressingarheimilið. Hann er til viðtals daglega kl. 1—3 e.h.. Shni 3020. Vegna mikilla eftirspurna um nokkra daga dvalartítna og einstakar máltíðir, verður sökum húsnæðiseklu, ekki hægt að verða við þeirri þjóhustu l'yrst um sinn. Allar nánari upplýsingar gefur i'rú Matthildur Björris- dóttir kaupkona, Laugaveg^ 34, sími 4054, daglega ^ kl. 4—-6 e.h. v ma(sioíuit Bezt aií auglýsa í Vísi Ódýr hgöthaup Nokkrar Iieilar og hálfar lunnur af SÖLTUÐU TRYPPAKJÖTI óseldar. Sendum heim til kaupenda hér í bænum. S>anilantl Cáí. á a m uu'in, Ltfeiacj- a Sími 2678. ♦BERGMAL♦ Það var vafalaust vinsælt og rétt til fundið hjá stjórn Eimskipafélagsins að senda hinn nýja og glæsilega fár- kost í sýniför kringum land. íbúar hinna smærri hafnarbæja landsins eiga vissulega rétt á að skoða hinn nýja og myndarlega „Gull- foss“, enda þeirra eign ekki síður en okkar Reykvíkinga. Það hefir þó vakið nokkur vonbrigði, að skipinu var siglt fram hjá sumum höfn- um, en látið koma við á öðr- um sem tæpast geta tali^t „rétthærri“ en hinar. „Berg- máli“ hefir í þessu sambandi borizt eftirfarandi bréf frá „gömlum Eskfirðing“. Það hefir því miður beðið birt- ingar í viku: ❖ „Velkominn, Gullfoss, glæsi- skipið, úr hringferðinni kring- um landið okkar. Að hkindum hefir það margan glatt, aS sjá hið frí'Sa skip. En þó fór það svo, að einn af elztu kaupstöðum Austurlands vaf eftir skilinn, en þaö var Eskifjörður. Þaö uröu mörgttm þar vonbrigði, að sjá Gullfoss sigla fyrir .á lcið sinni inn á Keyðarfjörö. Eski- fjörður . hefir verið höíuðból Suður-Múlasýslu frá 1780, að Þorlákur Magnússon ísfjörö sýslumaður, settist þar að, ver- ið síðan óslitið sýslumannsset- ur o. fl. Frá Eskifirði liafa ver- ið á sjnum tima veiddar lumdruð þúsunda tunna af sílcl, og ílutt- ar út á erlenrlan markað. Út- gerð var upp úr aklamótunum talsverð og. íiskútflutningur þar af leiðandi all-mikill. Þessi lítilsvirðing frá óskabarni íslands kémur mörgum góðum Eskfirðingi til þess að hugsa til baka, til þeirra tíma, þegar stofnað var Eimskipíífélag íslahds. Vorum við svo óduglegif að safna fé til félagsins? Eða hafa skipin haft svo lítið að gera fyrir Eskfirðinga? Þar er þó eimþá frjáls vérzl- un, er flytur og' hcíir fliitt niest íheð Eimskip. Mér ér nær að halda, að Emil Nielsen heíði munað eftir Eskifirði. Mig tek- ur það sárt, að svona skyldi fara. E11 munið þó: Allt með Eimskip. Murfið líka: Allt fyr- ir landið okkar. Reykjavík, 1. júní 1050. — Gamall Esk- firðinguf.“ -— Þetta .mál skal ekki rakið nánar hér ,að sinni, en þó virðist mega líta svb á, að Gullfoss hefði getað rénnt inn á Eskifjörö, um leið og komið var til Reyöarfjaröar. Grcmja „gantals Eskíirðipgs“ cr skiljanleg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.