Vísir - 22.06.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1950, Blaðsíða 4
I S R Fimmtudaginn 22. júní 1950 DA6BLÍ9 Ctgefandi: BLAÐACTGAFAN .VEIK H/JE, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteina Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan b.f. VemduR íiskstofnsins. CTai’tnær tveir mánuðir eru nú liðnir, síðan íslenzka ríkisstjómin ákvað að friða allstórt sjávai’svæði fyrir Noi’ðurlandi, til þess að koma í veg fyrir, að urn of gengi á fiskstol'ninn þar. Þegar í’eglugerð hafði verið gef- in út um þetta. efni, var hún þegar afhent fulltrúum er- lench’a ríkja, svo að þeir gætu kynnt sér þetta mál og kúnngert stjórnarvöldum landa sinna þetta skref islenzku ríkisstjómai’innar. Hefir málið síðan legið kyrrt og engra viðbragða oi'ðið vart ei’lendis, sem bentu til þess, að menn þar skildu ekki nauðsyn þessa máls. ' Nú hafa hinsvegar hoi'izt hingað á skotspónum fregnir af því, hyerjum augum eitt Ixlað Norðmanna — og ekki hið minnsta — lítur þetta mál. Má gei*a ráð fyrir því, að það túlki sjónarmið nokkui’s hluta þjóðai’innar, þótt ekki verði sagt á þessu stigu málsins, hversu stór sá hópur cr. En blaðið virðist hafa haft eitthvert samband við norska xjtgerðamxenn, svo að það er sennilega einskonar málpípa þeirra í þessurn skrifum sínum. Segir blaðið, samkvæmt þeim fregnxun, sem hingað hafa Ixoi’izt af skrifunx þess, að noi'skir útgerðai’menn muni hvergi hræðast Islendinga í þcssum efnmn og fara sínu frani — ætli sennilega að veiða á hinu lokaða svæði þrátt fyrir bannið. Blaðið tengir þessi ummæli sín við fi’ásögn af fisk- veiðaráðstefnu, sem haldin hefir verið í Lysekil í Svíþjóð. Nú hafa flestar slíkar í’áðstefnur á síðustu árum snúizt að meira eða minna leyti um það, hver hætta stafi af offiski á ýmsum fiskimiðum heinxs og áhyggjur hugsandi manna vegna þess komið greinilega fram á þeirn. Það virðist því skjóta skökku við, þegar Ixlaðið er að skrifa um slíka ráðstefnu, að það skuli þá einmitt grípa tækifæi'i lil þess að leggjast gegn — svo að ekki sé ineira sagt -— þeinx ráðstöfúnum í friðurnarátt, senx hér hafa verið' gerðar. Og enn einkennilegra er þetta, þegar á það er litið, að Norðmenn eru sjálfir þeirrar skoðunar, að þeir þurfi að hafa svo stóra landhelgi, senx hér verður um að ræða fyrir Norðuiiandi. Hefði það vei'ið hyggilegra af Nbrðmönmun, að þeir tækju höndum saman við Islendinga í þessu efni, til þess að styi'kja aðstöðu sína í sarna máli. Það hefði vei’ið non'æn samvinna. Vci’dens Gang segii’, að Norðmenn muni ekki liræðast þessar tiltektir Islendinga. Það táknar vitanlega, að vænta megi tíðra tilrauna af liálfu þeirra lil að bi'jóta fi’iðunar- reglugei’ðina. Er gott, að þeir geri þannig boð á undan sér, svo að íslenzk yfirvöld geti haldið á máhnu nxeð feslu og séð svo um, að lögunum verði hlýlt. Islendinunx er lífsnauðsyn að vernda fiskstofninn umhvei'fis landið. Láf þjóðax'innar veltur á því, að hún geti di’cgið’ fisk úr sjó, en vei'ði sönxu gegndarlausU veíðunum haldið áfranx enn um Inið, er ekki hægt að sjá fram á annað cn ördeyðu og mun þá nxörgum þykja þröngt í búi á þessu landi. Það má vera, að skammsýnir menn í öðrum löndum, sem ex’U vanir skjótteknum gróða við sti’enditr Islands, geti ekki komið auga á þctta. En Islendingar vita, hvað hér er í hxifi og óhætt er að segja, að þessum málum vex'ður ekki horgið og hættunni bægt frá, fyrr en land- grunnið allt er orðið óskoruð cign landsmanna eimxa. Þess vegna hljóta Islendingar að vera ósvéigjanlegir í þessu máli og sýna þeinx, sem ætla að gerast hér vciðiþjófar á komandi sumri eða síðar, að þeinx mun ekki haldast það uppi átölulaust. Hið fi’iðaða svæði verður að vei’ja, livort sem þeini líkar Ixetur eða vei', scm vilja á það sækja. Vera kánn, að mál þetta fari fyrir alþjóðadóm. Það vex’ður þá svo að vera og Islendingar nxunu héldúr ekki hika við að bei’jast fyrir rétli sínunx ó þeim vettvángi. Og tÉvist ekki fyi’i' að opna augu erléndra manna, fyrii’ þvi, að þeirra bagur er einnig sá, að fiskstofnar fái að alast upp við strendur landsins, nema nxeð því að láta það fara fyrir slíkan dónx, verður að hnlda því áfram, unz það er komið á þann vettvang og heilbrigð skynsemi sigrar. Mðlfundur Prestafélagsins: Vill stofna hristilegan æskulýðs- skóla fyrir þjóðldrkjuna. Aðalfundur Pi’estafél. Is- lands var settur 20. júní. — Hófst hann kl. 9,30 með bæn séi’a Gísla Brynjólfssonar í kapellu háskólans. Síðan hófst fundui’inn í hátíðasal liáskólans og flutti pi’óf. Ásmundur Guðmunds- son form. ávai’p, þar seixi hann sagði m. a., að kirkja væi-i boi-g, sem stæði á fjalli, og xxienn litu til hcnnar á þessum ei'fiðú tímunx, og treystu henni til að i’áða fi’anx úr erfiðléikunum. Því yrði kii’kjan að stai’fa af brennandi áliuga. Pi’óf. Ás- nxuiidur minnti á 40 ái’a stai’fsalinæli Bjarníx Jónsson- ar vigsluliiskups og dóm- prófasts. Ennfrenxur minntist hánn hhxna rnætu manna og félagsbi-æðra, sem látizt hefðu síðan síðasti fundur var haldinn. Slhintist hann þeirra með snjöllum minn- ingai’orðum, cn hinir látnu voi’u: Páll Sigui'ðsson, Bol- iingavik, Friðrik Hallgríms- son, Rvik, Þorsteinn Briern, Aki’anesi, Magnús Bjai'nason frá Prestbakka, Áx'ni Sigui'ðs- sou, Rvík og Tlieódór Jóns- son, Bægisá. Formaður gat þess, að sr. Hálfdán Helgason, Mosfelli, hefði tekið sæti í stjórn fé- Iagsins í stað sr. Áma. Síð- an vai' kosin allsherjamefnd og eiga sæti í henni: Sr. Ein- ax: Guðnáson, si'. Magnús Guðmundsson, sr. Þorsfeixin Jóliannesson, sr. Ái*el. Niels- son og sr. Sigui'jón Guðjóns- son. Lesnir voi'u endui’skoðaðir reikningar félagsins og þeir samþykktir. Síðan tóku ýms- ir til máls. Þá flutti sr. Einar Guðna- son framsögui'æðu í aðalmál- fúndax’ins: Kii'kjan og þjóð- málin. Taldi hann, að menn- ii’nir hefðu ekki reynzt trú- ir þeim hugsjónum 19. aldar- innar, sem við hefði mátt bú- ast. Vildi hann viðtækara slai-f kii'kjunnar í þjóðmál- unum. Lagði hann áherzlu á að ekld væi'i hægt að stjói'na i'íki án kristninnai'. Málið var mikið rætt og samþykkt eftii’farandi til- laga: „Aðalfundur Pi'estafél. Islands 1950 ályktar að kjósa 3ja rnanna nefnd til þess að leggja tillögur fyrir næsta aðalfund í því efni, sem var aðalmál þessa furnl- ar: Kirkjaii og þjóðmálin.“ Síðar um daginn flutti sr. Benjamín Kristjánsson er- indi unx hinn heimsfræga þýzka guðfi'æðing, í’ittiöf und tónlistai'mann, trúbóða og lækni, dr. Albert Schweitzer, sem varð 75 ái'a 14. jaix. s.I. Þá voru tekin fýrir ömxur mál og meðal tillagna, er samþykktar voi'U, var þessi: „Pi’estafél. Islands beiti sér fyrir því, að undirbúningur verði lxafinn að stofnun kristilegs æskulýðsskóla fyr- ir þjóðkirkju íslands.“ „Setið hef eg u Nýlega er komin út bók eftir Magnús Magnússon, rit stjóra Storms og nefnist hún: Setið hef ég að sumbli. Bókin hefst á æsku- og skólaminningum Magnúsar bráðsnjöllum. og skemmti- legum lýsingum. Þá eru ýms ar ritgerðir, svo sem: Palla- dómar, Ferðasaga og ritgerö ir, Á víö og dreif, Dagbókin, Óþrifnaöurinn utan húss 1 kaupstöðum, Smjaöriö viö bændurna, Gáta, Eftirmæli Jóns Jónssonar, Breyttir tímar, Allt er í heiminum hvei’fult, Flosi Þórðai'son, Jólahugleiöing, Vinnukonu- ótti íhaldsins, Mannjafnaö- ur, Víga-Hrappur, Úr fimm-. tugsafmæli Jónasar Jónsson ar, Jónas Jónsson 52 ára, Einar Ai’nói’sson sextugur, Hundaskammturinn, Bréf um barneignir. Ræöa Jóns Jónssonar og Skilnaöar- stundin. Greinaflokkur er þarna sem heitir: „Getiö geng- inna“, minningagreinar um ýmsa látna forvígismenn þjóðarinnar, frábæi'ar og að ýmsu leyti ólíkur venjnleg- um minningargreinum. Magnús er einhver snjall- asti rithöfundur í blaSa-. mannastétt, eins og allir vita, sem hafa fylgzt með greinum hans í Stormi. í þessari bók er saman- komið margt af því bezta, sem birzt hefir í blaðinu frá upphafi og auk þess nokkr- ir úrvalskaflar úr bókurn, sem hann hefir þýtt. ísa- foldarprentsmiðja h.f. gefur bókina út. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI xBERCMAL> Mér hefir borizt hréf frá „húseiganda“, þar sem hann fjallar um húsaleigulögin- Þessi lög hafa verið mjög um deild, og í þessu máli, sem mörgum öðrum, sýnist sitt hverjum. Sjálfsagt þykir að hirta þetta bréf, en það hljóðar svo: „Hvernig er þaS með nýju húsaleigulögin senx áttu aö bæta nokkuS fyrir þá einstæðu kúgun og. nxisrétti senx mikill mikill fjökli húseigenda (sem svó „barnalegir" eru, samkv. kenningum kommúnista, aS fara aS liigum) ver.öiy. aS þola. langt umfram þaö sem nokkrum öSrunx íxópi þegnanna er boSið upp á. bæSi meS algjörri rétt- indasviptingu yfir eignum þeirra og beinu fjár-ráni, þar sem þeim er ennþá skömmtuö sama leiga fyrir hÚsnæSi og fyrir stríö- þótt vitaö sé að „tí- kall“ þá var hér um bil jafii- mikils viröi og „hundraSkal.l- inn“ núna svo aö annaö hvort hafa leigjendur veriö gifurlega féflettir fyrir strið, éöa þá aÖ húseigeiidur eru mislamnar- laust aröræudir nú? ÞaS er svo augljóst mál aö hvert xo ára barn hlýtur aS skilja þaö. í nýju lögunum er skýrt fram tekiö að húsaleiga megi nema vissu hámarki pr. □ m., en rúmum mán- eftir gildistöku(!!!) þeirra kemur svo tilkynning frá einhverri húsaleigunefnd (líklega þó nýskipaðri, þótt hvergi hafi setningar hennar sést getið á prenti) og sjá: Samkvæmt henni er ekkert að marka hin nýju lög heldur gilda ákvæði hinna gömlu laga eftir sem áður- I’etta er svo furöulcgt aS maöur gæti freistast til aö halda aö 'um stór-lýgi sé að ræöa- Og þó. Þeim. senx fylgst liafa nieð þeirri takmarkalausu fyrirlitningu sem ráöandi nxöiin- mn þessa þjóöfélags hefir þókn- ast og þóknast ennþá að sýna sjálfsögðunx rétti húseigeÍKÍa, kemur þetta. ekkert á óvart. Eg hýst svo sem varla við því, aö Vísi veröi leyít aö „hergmála“ þetta, en v.egna þess aö hann einn allra blaöa lieíir veriö svo réttkúur oft á tíðum aö taka málstaS húseig- enda (án tillits til þess þótt þeii* kunni að vera eittlivaö færri en leigjendur á kjördegi), þá læt eg það flakka- Þaö íendir þá bara í pappírskörfunrii, eíns og þaö myndi gera hjá mál- gögnum hinna pólitís.ku flokka sein hafa allan hugann hundiim viö ,,afl atkvæöa á kjördegi“ en skeyta nxinna um, hvaö rétt er og rangt i hverju máli-“ 5jC Frá eigin brjósti skal engu hætt við framanskráð bréf, en eins og menn sjá, hefir Vísi vefið „leyft“ aö „berg- mála“ það, enda hefir -hér jafnan verið rúm fyrír ólik- ar skoðanir og sjónarmið- enda eru þessir dálkar til þess ætlaðir. „BergmáO birt- ir fúslega annað, 'sem fram kann að koma í þessu máli, en minnir aðeins á, að, nafn og heimilisfang höfundar verður að fylgja, exxáa þótt menn kjósi að rita undir dul-. nefni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.