Vísir - 10.07.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 10.07.1950, Blaðsíða 4
* » » S R Mánudaginn 10. júlí 1950 C« i> A G B L Á Ð Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H/F, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Skrifstofa: Austurstræti 7, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fixnm linurj, Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan b.f. Vatnsberinn og Hvað líðnr opinberum spamaði? [llum virðist bera saman um, að nauðsynlegt sé að reynt sé eftir megni að draga sem mest úr kostnaði við opin- beran rekstur — bæði ríkis og bæjarfélaga —- því að með því moti megi draga nolckuð úr fjárhagslegum byrðum þegnanna, sem eru smám saman að nálgast það að verða drápsklyfjar. Þetta hefir iðulega komið íram í ræðu og riti, bæði hjá einstaklingum innan þjóðfélagsins og þeim mönnum, sem þjóðin hefir ltosið til að fara með umboð sitt eða hafa ráðist til þess af ýmsum ástæðum. Þar hefir ckld skort fögur orð af þeirra vörum frekar en við®ýmis önnur tækifæri, sem menn láta sig þó minna skipta. Raddirnar liafa jafn og þétt orðið háværari, sem krafizt liafa róttækra aðgerða á þessu sviði. Þótt á það hafi verið bent ár eftir ár undanfarið, að opinber eyðsla væri komin út fyrir öll skynsamlcg takmörk, liefir það samt ekki boi*ið árangur, enda hefir á Alþingi verið að heita má allsherjarkapphlaup rnn hverskonar útlát fyrir ríkissjóðinn og þar hefir skynsemin ekki verið höfð með í -ráðum, heldur það skipt mestu máli, hvort atkvæði kynnu að fást fyrir goldinn pening eða ekki. Þó liafa oft heyrzt raddir á Alþingi um, að nóg væri komið — lengra mætti ekki ganga og jafnvel þar liafa ummælin oi*ðið ákveðnari eftir því sem tíminn hefir liðið og taumleysið vaxið. En þótt orð sé til alls fyrst, stoða þau lítið, ef við þau ein er látið sitja og sii hefir raunin verið. Sem heild hefir Alþingi algerlega daufheyrzt við kröfum einstaklinga um sparnað hins opinbera og aukið eyðsluna þess í stað. Nú virðist liinsvegar framundan þrengingatímar fyrir fjölda manna Jiér á landi — mikinn fjölda manna, Fram- færslukostnaÖur vex til muna við gengisfellinguna á s. 1. vetri og léttir pyngju margra. Alþingismenn allir gera sér grein fyrir því, að þröngt verður fyrir dyrum margra og hafi áður verið þörf fvrir hófsemi og sparnað í rekstri liins opinbera, er nú orðin fulllcomin nauðsyn á því. Nefndir, sem starfa fyrir liið opinbera, sldpla tugum og margar þeirra hafa aidrei unnið nokkurn skapaðan hlut, sem að gagni liefir lcomið og störf annarra eru þannig, að þjóð í þrengingum getur elcki leyft sér þann munað að liafa þær á launum. Þar er vafalaust liægt að spara nolclc- urn skilding — kannslce elclci milcið, en niðurskurður þeirra verður að 'S'era einungis byrjunin. Fjöimargar opinberar stofnanir eru starfræktar af iítilli hagsýni og engri hirðusemi, þar sem hið opinbera á hlut að máli. Slcattborgararnir eiga slcýlausa kröfu til þess, að liagsýnin sé látin sitja fyrir ög stofnunum jafnvel slegið saman, ef það er hentugra og getur haft sparnað í iör með sér. Ótal margt annað má gcra, sem til sparnaðar íiorfir og þeir vita gerzt, sem um þessi mál fjalla, þótt iiver borgari geti vitaniega gengið úr slcugga um sitthvað fyrir sig, sem hann sér að getur lætur farið í opinl)crum rekstri og á að fara betur. Opinberar skrifstofur og stofn- anir eru sífellt undir smásjá borgaranna, sem standa straum af rekstri þeirra — það mega menn vita — og þar ér víða hægt að fæklca starfsmönnum, án þess að það dragi úr heildar aflcöstum. Ráðamenn þjóðarinnar verða að gera sér grein fyrir [>ví, að þjóðin er langþreytt orðin af skattaáþján og margvíslegum slcalckafölluin, ékki öllum af mannavoldum en þó þannig vöxnum, að við værum betur undir það búnir að mæta þeim, ef liagsýni og framsýni væri ævin- iega látin sitja í fyrirrúmi. Það er elclci lil neins að hvetja óbreytta bofgara til að auðsýna þegnskap, sparsemi, þol- gæði og þar fram eftir götunum, cf lciðtogarnir, sem gefa eiga fordæmin, bregða elclci vana sínum. Borgararnir eru seinþreyttir til vandræða, en nú þykir þeim tiini til þcss kominn, að gengið sé með alvörn að því að spara fé þeirra og að allir ómagar telcnir af herðum þeirra. Og þeir vilja enga Jiálfvelgju cða vettlingatöJc í þessu efni. Einn af kunningjum mín- um sagði við mig um dag- inn: „Þú rífur niður, en bendir ekki á neitt í stað- inn.“ Við vorum að tala um Vatnsberann og Lækjartorg. Þetta er ekki rétt. Eg hefi bent á margt, sem til bóta væri og komið í veg fyrir óhöpp. En eg er ekki viss urn aö tillögur mínar yi’öu teknar ttil greina af þeim mönnum, sem völdin hafa. í þessum bæ, eöa að minnsta kosti hefir ekki sú raun á oi'öið til þessa. En mér datt í hug, að ef tilgangur Fegrunarfélagsins og þeirra manna, sem standa að þessu brölti með Vatns- berann, væri sá,vaö skreyta bæinn og veita vegfarendum augnayndi, en ekki áö storka almenningi meö einhverri ó- freskju, þá er til mynd, sem sameinar alla þá kosti, er þessi standmynd þarf að þróttur. Þaö var Útilegumað inn eftir Einar Jónsson. Þeir sem muna nokkur ár aftur í tímann, muna eftir myndinni, sem stóö 1 and- dyri íslandsbanka. Öllum sem áttu þar leið um, varð stai’sýnt á þaö listaverk. Úr hverri línu skein fegurð og þróttur. Þaö ar Útilegumað- ur Einars Jónssonar. Útiiegu maöurinn er ^'unninn úr ís- lenzku þjóölífi og sögnum. Hann speglar íslenzlca þjóð- trú. En auk þess lýsir hann hinni ódrepandi seiglu ís~ lenzku þjóöarinnar, þar sexn hann ber látna konu sína á bakinu, en 1 fylgd með hon- um er hundui'inn, sem verið hefir um aldaraöir ásamt hestinum tryggasti förunaut ur íslenzkrar alþýðu og bor- iö meö henni súrt og sætt. Þessi gullfallega mynd heföi fyrir löngu átt aö prýða Lækjartoi’g, þar sem íslenzk- ir bændur áöu og hófu erf- iöar heimferðir með bagga sína til bjargar búi og börn- um, og smámyndir af henni ætti aö selja erlendum feröa- mönnum til end^irminning- ar um komu sína til lands- ins. Útilegumaöur Einars Jóns sonar þolir líka flestum myndum framar íslenzka veöráttu. Myndin er jafn fögur í hretum haustsins og hríðum vetrarins sem á sól- bjöitum sumardögum. ís- lenzki fjallabúinn var á ferö, hvernig sem viðraöi. Myndin Iýsir ei’fiðum kjör- um þjóðarinnar og farginu, sem á henni lá öldum sam- an og æskan hefir gott af aö líta í þann spegil. Reykvíkingar fagna hverri tilraun, sem gerð er til fegr- unar höfuðborgar landsins. En þeir mótmæla því, aö lífs Framh. á 7» síðu. a/wm |jab heíir lengi veriö ætlan Ægisgatan, — umferð og sjúkrahús- mín aö koma fram með gagn- rýni og áskorun til endurbóta á einu mikilvægu umferöarmáli hér í bænum, en það er hin si- aukna þungaumferö um Ægis- götu- Læt eg úr því veröa nú. þótt seint sé, og í þeirri bjarg- föstu trú, að ,.umferöarnefncl“ veröi mér sanimála. — skoði ekki ábendingarnar sem clálka- fylling þessarra pistla — hcldur bæti úr hið skjótasta [ betra horf. Jftir aö Eimskipafélagiö o- fl- komu sér upp vörugeymslu- húsum í Haga, hefir' umfeföin um Ægisgötuna meö vöruflutn- inga stóraukizt, til mikilla vandraíöa fyrir aöra umferö á vel flestum götum vesturbæjar. Ægisgatan sker þær allar frá Trvggvagötu i Túngötu, og viö- ast hvar með hættulegum ,,blindum“ gatnamótum, viö þröngar ibúöargötur- Þetta er þaö atriöi málsins, sem snýr aö umíeröarhættum aöallega, en hin tiöti og fjölg- andi umferöarslys á verstu gatnamótum, sem aö Tfgisgiitu liggja, einlcum í strætisvagna- leiö, sýna hver alyara er hér á feröum. |jaö var noklcuö eölilegt að vöruflutningar frá höfninni færu þessa leið á þvi tímabili. senx Mýrargötu sambandiö viö Hringbraut var lokaÖ, úr þvj á awnaö-dwM'S - þu r-f-t-i ■ aö- -ná- sa-m- bandi við gevmsluhús vestur á Melum, iiini j íbúöarbyggö, og gegnum íbviöarbyggö. Nú er hinsvegar nolckur tími liöinn síöan leiðin vesturfvrir bæinn opnaöist, með sæmilega greiðu sambandi viö Hring- braut, þótt enn sé eigi endan- lega frá gengið. I'.ngu aö síöur hefir megin- hluti umferöarinnar beinst um Ægisgötu, af gamalli hefö og venju, og má telja það furöu- legt, svo ógreiöfær og bættuleg sem sú leiö er oröin- Hér þurfa hlutaöeigandi aö- ilar, lögregla óg „umferöar- nefnd“ aö setja ákveönar regl- ,ur, og banna með öllu vörubií- reiðaakstur um Ægisgötu. gvo er þáð amiaö veigamikiö atriöi,. sem vc.röur aö líta á í þessu sambandi, en þaö er LandakotsSpftalinn, viö gatna- mót Ægísgötu og Túngötu- Hin gífurlega umferð frá höfninni er til verulegra óþæg- inda fyrir sjúkrahúsiö og sjúkl- inga. í meöal umferð hinna stóru hila. er sem húsiö leiki á reiöi skjálfi, þvi sá Ijóður er á, aö þaö leiöir mjög utanaökom- andi truflanir, og hljóöbært eft- ir því- Ekki þarf aö fara mörg- i'tm oröum um þau áhrif, sem slíkt hefir á sjúklinga, sem máslce eiga allt undir því kom- iö nö njóta friöar í sjúkdóms- legn. Er á þetta minnst hér aö gefnu tilefni, þótt segja verði aö i þessu efni hafi gætt mik- illar þolinmæöi af hálíu forráöa- manna sjúkrahússins, en þeim er manna hezt ljós natrðsyn þess aö hin mikla umferö um Ægtógötu, og Túngötuna fram- an viö sjúkrahúsiö, veröi tak- mörkuö lúö bráöasta. |jegar hér er fariö fram á breyt- ingu umferöarinnar tim Ægisgötu, er lárigt frá þvj aö unx erfiöleika sé aö ræða, því þcirri umferö, sem um ræðir, er unnt aö beina um aörar og sjálf- sagöari brautir, — og til mikiö meira hagræöis- Lögreglan þarf aöeins að brjóta gamla hefÖ þeirra bíl- stjóra. sem eklci hafa korniö auga á greiöfærustu leiöina frá höfn í Haga, og -síöan fylgja því eftir noklcrar vikur, aö þess- arri sjálfsögðu og naúösynlegu umfe'röarbreyt i ngu veröi frarn- fylgt. Umferðarljósin enn. J?kki bólar á því aö lögreglan skipti sér af gangandi „ljós- brjótttm1' ennþá, og má þaö ftiröu gegna, svo mjög sem veröir réttvísinnar. gæta þeirra sein akandi eru, og lilífa hvergi. Gangandi fóik þverbrýtuý daglega timieröarreglurnar beint framan i lögreglunni,; og viröingarleysio að veröa algjört fyrir hinum fagurrauöu og' grænu ljósmerk jum- ^að á vafalaust e.ftir aö sýna sig hér s.em oftar, aö of seint er að byrgja brunninn þegar bárniö er dottiö ofaní, en dag- lega má sjá tótgangandi fólk stofna lífi sínu og annarrá i bráöa hættu á fjölförnustu gatnamótum, án þess svo mikiö sem að þaö íái áminningu Ijós- varöa réttvísirinar." Lög og reglnr eiga skilyrðis- laust aö ná jafnt'til allra- Lög- reglan getur ekki væMzt þess aö almenniiigur viröi nauösynleg störf hennar, éf bún refsar ein- mn fyrir þaö sem hún líöur ö'ðr- tim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.