Vísir - 18.07.1950, Blaðsíða 7

Vísir - 18.07.1950, Blaðsíða 7
Þriðjudaginxr 18. júlí 1950 -■ ..... 1,11 ' '1"'^ JÍML.III...H «!■■■., II ■—"■»■■■ I l.MIJ. ..-■V norður. til Bourg, sem þar var ekki mjög fjarri undan. Þess vegna fylgdu þeir hófadyninum á undan fast eftir. En er þeir höfðu farið yfir Ain og konm að krossgötunum, heyrðu þeir stöðugan jódyn beint fram undan en ekki til liægri, eftir þjóðveginum til Bourg. „Þetta er þá ákveðið mál,“ mælti Blaise. „Þeir munu snúa í vestur við Chatillon-le-Palud og fara yfir Domhes- fjöll. Þeir geta ekki annað, ef þeir ætla þá ekki áfram til Lyons. Það var happ, að við skyldum gizka rétt á, Pierre. Nú held eg að við höfum þá í hendi oklcar.“ 33. KAFLI. En það, sem af var þessum degi og þeim næsta, var farið á lestagangi. Guy og Sir John voru sannarlega að drepa tímann. Þeir voru 30 stundir að Saone, sem hefði verið unnt að fara á 8 stundum, ef greitt væri riðið. Þar eð Sir John og Guy gálu aðeins gist í einu kránum í þorp- ununi, }>ar sem þeir námu staðar, — Chalamont og Ars, — og þar eð þörf var sífelldrar árvekni til þess, að þeir kæmust ekki undan um nóttina, urðu þefr Blaise og Pierre að láta fyrir berast þar sem verkast vildi, og sváfu á vixl. Aðra nóttina fengu þeir inni fyrir hesta sína á bænda- býli milli þorpsins Ars og Saone-fljóts, en sjálfir voru þeir á varðbergi í skógarjaðri þar skammt frá, þar sem sást yfir veginn meðfram ánni. Sem betur fór létti rign- ingunni um sólsetur, en þegar það var frá tekið, höfðu þeir ekki haft mikið af þægindum að segja. Annar varð að sofa undir berum liimni, meðan liinn var á varðbergi. Þeir voru liungraðir, blautir og örþreyttir eftir þessar volk- sömu nælur, síðan þeir fóru frá Genf. Föt þeirra voru ötuð auri. Þá skorti sárlega bað og raklmíf. „Vinur,“ mælti Pierre. „Við erum bkari ræningjum en fyrirmönnum. Aldrei hefir verið slíkur daunn af mér. Það er mikið happ að hafa skjöl til þess að sýna hverjir Við erum, annars yrðum við teknir fastir af fyrsta horg- arverði, sem við hittum.“ Blaise knúði fram hros. „Það dimmir fyrir dögun. Á morgun er okkar dagur. Eg finn það á mér, að á morg- un gerum við hreint borð.“ Það var sem náttúran vildi staðfesta þessi ummæli Blaise. Dagur Ijómaði lieiðskir og fagur, þó að nokkur haustnepja væri í lofti. Þeir sáu bráð sína lvalda niður þjóðveginn, en að þessu sinni ekki með snígilshraða liinna siðustu dægra, heldur riðu þeir greitt, einsi og menn, sem þyrftu að lvafa hraðan á. Nokkurum míniitum síðar voru Blaise og Piérre komnir á hak og þeystu á eftir þeim. Hestum þeirra hafði verið séð vel fyrir fóðri á bænum og þeir höfðu hvilzt í hesthúsinu um nótlina. Þeir urðu að halda 1 við gæðingana. Meira að segja hundurinn Co- v I S 1 ■ corieo fann æsinginn læsast um sig. Iiann teygði fram- jlgppirnar upp úr pokanum ojg cyrun blök'Ki i víndinuni; Hann gelti með þeim undarlegu áiierzlum, ér hÖfðu váídið nafngift hans. „Sagði eg ekki?“ sagði Blasie. „Þetla verður okkar dág- ur.“ Það var þeim heppilegt, að þeir höfðu verið fljótir af stað. Áður en lcomið var að vegamótum, þar sem önnur grein vegarins lá til Trévoux suður á bóginn, en hin beint áfram að Saone, sáu þeir hina reiðmennina á undan sér og þeir stefndu beint að fljótinu, sem var landamæri Frakldands. Að því er séð varð, liöfðu þeir i liyggju að fara á flatbotnuðu ferjunni yfir til Villefrance. Þar var cinn þeirra staða, sem konungurinn hafði tilnefnt í bréfi sínu sem herstöð. En er þeir Blaise og Pierre stigu af baki við lclettasnös og skygndust yfir að ánni, sáu þeir hesta hinna reiðmann- anna steypa sér í fljótið. Það var bersýnilegt, að þeir höfðu engan tíma til þess að biða eftir hægfara ferjunni, sem bundin var við fljótsbákkann hinurn megin. Fljótið rann í hægum straumi og í því voru fjölmargar smáeyjar. Brátt voru hestarnir, sem ýmist syntu, eðá óðu, komnir yfir um. Síðan sneru þeir til norðurs, í stað þess að fara inn í Villefrance, liéldu leiðina inn i land. „Nú vorum við lieppnir,“ mælti Blaise. „Eg þekki þenna veg eins og buxnavasa mína. Hann hggur til Beaujeu. En eg skal hengja mig upp á, að þeir stytta sér leið vest- ur á bóginn um skógarslóða og síðan yfir hæðadrög til La Mure. Ef svo fer ,þá er förinni heitið til Fórez eða Auver- gne, og vera má, að þeir fari til Chantelle eftir allt saman.“ Er þeir liöfðu sundriðið fljótið, skildust leiðir. Pierrc átti að ná samhandi við riddarasveit konungs, en Blaise áfram eftirförinni. „Komdu með riddara til Beaujeu,“ sagði Blaise. „Jarð- vegurinn er gljúpur eftir rigningarnar og þú munt sjá för okkar. Ef bróðir minn og Sir John snúa inn á stiginn, sem eg sagði þér frá, skal eg brjóta trjágrein þar, og sama gildir, ef þeir beygja annars staðar út af. En uinfram allt gættu að hófaförunum.“ Hann sat þögull um stund og tók að meta mögulegar tafir og liægari ferð heillar riddara- liðssveitar. „Ef hermennirnir eru á staðnum, þyrftir þú ekki að vera meira en klukkustund á eftir mér. IJvar svo sem bróðir minn og Sir John nema staðar, þá veðja eg tíu á móti einum, að hertoginn af Bourbon veí'ði þar. Ef svo er ekki, þegar þú lcemur, handtökum við þessa tvo og bíðum hans.“ Hann veifaði glófa sínum í kveðju- skyni. „Hamingjan sé með þér.“ Siðan reið hann af stað í áttina til Beaujeu. Blaise var það mildð happ, að vegurinn skyldi vera svo gljúpur, að í hann mótuðust hófaförin glögglega, cn þó tafði það för hans. Ilann var ekki viss um, að Guy og Sir John væri það ljóst, að þeim var veitt eftirför, en að minnsta kosti höfðu þeir ekki sýnt þess nein merki und- angengna tvo daga. En það hafði verið venjuleg varúðar- ráðstöfun þeirra, er þeir nú nálguðust leiðarenda, að fara út af veginum einhvers staðar og híða þar átekta, sjá hvort einhver væri á eftir þeim. Einsamall liefði hann lítið í tvo svo slynga bardagamenn sem bróður lians og Sir John að gera En honiyn var vörn í hófaförunum, sem hann sá langt framundan sér. Samt gætti hann fyllstu var- úðar. Svo sem hann hafði gert ráð fyrir, enduðu förin við skógarslóðaim, er lá vestur til La Mure. Hann sá, að þeir ________z Aætlunarbíl hvolfir. Það slys vildi til í gcer, að einum hinna stóru almenn- ingsvagna í áætlunarferð- unum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hvolfdi suð- ur í Fossvogi. Slysið varð kl. rúmlega fjögur, og bar að með þeim hætti að vagninn var að fara með fram tunnuröð á veginum, á kafla, sem verið var að malbika, en vegar- brúnin þoldi ekki þunga vagnsins og seig undan hon um með þeim afleiðingum, er fyrr getur. Um 40 farþegar voru í bifreiðinni, en engan þeirra sakaði alvarlega, en 10 manns munu hafa leitað læknis vegna smámeiðsla og taugaáfalls., Vagnstjórinn, sem ók almenningsvagnin- um, er talinn mjög traustur og vanur. Talið er, að vafa- samt sé, hvort borgi sig að gera við vagninn (Skoda), sem er mjög mikið brotina að ofan. ---♦---- Stórkostlegar flugvélasmíðar Rússa. London (UP). — Rússar og- leppríki þeirra munu nú framleiða 25—40,000 hernað- arflugvélar á ári. Richard Fairey, cinn helzti f lugvélaf ramleiðandi Brc ta, hélt þcssu fram í ræðu, sem hann flulti á fundi í Flug- málafélagi Bretlands. Mikill hluti framleiðslunnar er þrýstiloftsflugvélar og sprengj uflúgvélar, sem gerðu ar eru eftir fljúgandi virkj- unum ameríslcu. Rússar munu hafa finnn- tán heri undir vopnum og hefir hver þeirra 1000 flug- vélar til afnota, auk vara- liluta. c ft gmwfki, — TARZAN 643 „M'vu-Lot kcmnr mcS kynflokk:,inn,“ sagði Tar-Gash. Þá tautaði To-Yad: „Við tosnum þá við Tar-Gasli.“ „Eg cr M’\va-Lot, með kynflokk mihn,“ sagði hinti risavaxni Sagothi. „Eg er T'ar-Gash með öðrum af kyn- flokki M’va-Lots.“ „Hér skammt frá er dauður tarfur,“ sagði Tar-Gash.“ „Ugh,“ urraði M’wa- Lot, „við étum hann og biðum með fangann,“ A undan Tarrzan gengu þeir M’wa- Lot og To-Yád og virtúst þeir œstir og hrugga Tar-Gásh banaráð. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.