Vísir - 15.01.1951, Blaðsíða 1

Vísir - 15.01.1951, Blaðsíða 1
41. árg, Mánudaginn 15. janúar 1951 11. tbL Um 11-kytið á íaugardags- kvöld féll snjóflóð í Ljósa- vatnssltarði og sópaói með sér háspennuh'nu frá Laxár- virkjuninni út í Ljósavaín á rsokkru svæði. Hefir Akur- eyri verið nær rafmagnslaus síðan. Snjól’Ióð tók með sér 7 staura háspennulíriunnar með vírum og öðru tilheyrandi og sópaði því út j Ljósavatn. Bfast ísinn undan þunga flöðsjns og fór allt í kaf. Nokkrar varabirgðir Lands- símans voru þarna einnig, staurar og annað, og fór það cirinig í kaf. Þarna er illt um aðgerðir og veður óhagstætt, fann- koma og hvassviðri. Firnrn menn úr nágrenninu eru teknir að vinna að viðgerð- inni, en aðrir fóru í morgun á skíðum frá Akureyri. Verður unnið að því að setja upp bráðabirgðaloft- línu, en því verki verður fráleitt lokið fyrr en á mið- vikudag. Er þetta n\esta bilun á Ijín- unni síðan árið 1942, en þá féll snjóflóð á sömu slóðum, en viðgerðin tók viku þá. Glerárstöðin gamla er í íagi, og ennfremur fæst raf- magn frá mótorum í Iijalt- eyrarverksmiðj unni. Fæst rafmagn til sjúkrahússms og menntaskólans, en Akureyri er rafmagnslaus að öðru leyti Miklar samgönguteppur hafa orðið og mjólkurfJutn- ingar stöðvazt. Það voru þrýstl- íoftsflugvéiar. Margir urðu undrandi yfir gufurákum þeim, sem birt- ust á vestur- eða suðurvestur- himni rétt. fyrir klukkan þrjú í gær. En orsökin er ofur-eðlileg, því að þarna voru amerískar þrýstiloftsflugvélar á ferð. Höfðu komið til Keflavíkur fjórar sprengjuflugvélar knúnar þrýstiloftshreyflum. Eru tveir hreyflar á hvorum væng og geta flugvélar þessar flogið nærri heint upp, svo sem sjá mátti i gær af gufu- stróknum, sem myndaðist í lofti, er útblástur lireyflaima jþéttist í köldu lofíinu. Snjókoma hefir verið mik- il norðanlands undanfarna daga cg jarðbönn eru nú í heilum héruðum. Samgönguerfiðleikar eru miklir víða, mjólkurflutuing- ar hafa tafizt eða lagzt alveg niður í bili og samgöngur mill bæja torveldazt. Sunnanlands og vestan er miklu betur ástatt, enda litil sem engin snjókoma, logn og hreinviðri seinustu daga. Færð héfir spillzt dálítið í Bröttubrekku, en þar verður mokað í dag. Greiðfært er úr Borgarnesi vestur í Stykkis- hólm. 1 morguri var hægviðri um vesturhluta landsins, en enn norðanátt um austurhluta Iandsins, víða 6—8 vindstig og éljagangur norðaustan- lands. Ánnars úrkomulaust hér á landi og heiðskírt sunn- anlands og vestan. Mest frost kk 8 í morgun var 10 stig á ÞingA’öllum, í Reykjavík 6 stig, við strönd- ina yfirleitt 2—6 stig. ---------- Fer ekki á fundinn. Hinn 12. janúar barst utan- ríkisráðunyetinu boð dönsku ríkisstiórnarinnar um að hafa fulltrúa á fundi í Kaup- mannahöfn hinn 16. janúar, þar sem norska, sænska og danska stjórnin hafa kornið sér saman um að ræða utan- ríkismál. Ríkisstjórn Islands getur ekki komið því við að hafa fulltrúa á fundinum. ----♦----- Norsk skógræktarmynd sýnd hér. Skógrækt ríkisins frum- sýndi í gær norska litkvik- mynd frá Tromsfylki í Nor- egi. Landbúnaðarráðuneyti Noregs liefir gefið Skógrækt ríkisins kvikmynd þessa, en lmn sýnir líf og háttu manria, en þó einkum skóga og skóg- rækt í næst nyrzla fyllvi Noregs, Þannig- var umhorfs á vu'gstöðvunum í Kóriu, þegar árið 1951 gekk í garð. Það er ekkí vandalaust að óska hver öðrum gleðilegs nýárs, þegar sprengjur springa allt í kring og dauðinn e r á næsta leiti. Varnarsveitlrnar hafa haldið éllufn síniim stöðvum, þrátt fyrlr iáfiausa bardaga í viku. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér, er ekkí vitað með vissu, að in- fluenza hafi komið til bæjar ins, en þó er ekki útilokað, að væg tilfelli hafi kom.ið fyrir. í byrjun síðustu viku kom fjölskylda frá Norðfirði hing- að til bæjarins, kona með fjögur börn, og veiktust tvö þeirra eftir komuna hingað, en batnaði skjótt.en batnaði en batnaöi skjótt., Konan tilkynnti um þetta, er hún las í blöðunum um influenzuna. Einnig er vit- að um sjúkling rétt við bæ- inn meö influenzueinkenni. Fiugþernan bjargaði 10 manns. Skymasterflugvél fórst í gær í lendingu í Filadelfia og biöu 5 konur og tvö börn bana í flugslysi þessu. Flugþerna vélar- innar sýndi mikla hug- dirfsku og snarræði, er hún hjálpaði farþegum út úr vélinni og er talið að henni einni hafi tekizt að bjarga 10 manns, en sjálf brann hún inni í vélinni. Bardagar hafa verið geisi- harðir á miðvígslöðvunum í Kóreu, aðallega hjá Wonju, en þar hafa franskar, holl- enzkar og bandarískar fót- gönguliðssveitir yerið til varnar. Má heita að bardag- ar hafi á þessum slóðum ver ið látlausir í heila viku, en í morgun . munu .. bardagar hafa legið þar niðri. Hersveitíum S.Þ. hefir yf- irleitt tekist að halda öllum sínum stöðvum á Wonju- svæðinu og þótt kommúnist- um hafi tekízt aö hrekja þær úr varnarstöðvum sínum, hafa þær ávallt gert gagn- áhlaup og hrakiö kommún- ista úr þeim aftur,, Hœlla á einangrun. Nú stafar þessuni hersveit um S.Þ. aðallega hætta af því að verða einangraðir, en við austurenda varnarlínu S.Þ., hefir nokkrum þúsund- um kommúnista tekizt að brjótast í gegnum varnirnar og við vesturenda hennar gera þeir ítrekáðar tilraunir til þess að rjúfa varnirnar og hefir orðiö nokkuö ágengt. Takist þeim þetta munu her sveitirnar, sem eru til varn- ar hjá Wonju vera 1 mikilli hættu. Collins í eftirlitsferð. Collins hershöfðingi, yfir- maður landhers Bandaríkj- anna, fór í gær flugleiðis frá Tokyo til Kóreu og mun hann fara í tveggja daga eft- irlitsferö um víglínuna., — Hann sagði í aðalbækistöðv- um 8. hersins í morgun, að hann gæti engu spáö um framtíðina, en nú væri það ásetningurinn aö verjast í Kóreu og fara hvergi. Hann taldi ekki líkur á að hægt. yrði að senda neinn veruleg- an liðsauka strax ,en eftir nokkra mánuði mætti vænta aukins liðs, ef þúrfa þætti. Herforingjar í Tokyo. Hershöfðingjarnir Bedell- Smith, Vandenberg og Coll- ins, eru allir komnir til Tok- yo til þess að ræöa við Mac- Arthur um ástand og horfur í Kóreu og öðrum Asíulönd- um„ Hefir talsmaður þeirra sagt, að þeir séu þar í boöi MacArthurs, en ekki 1 neinni óvenjulegri eftirlitsferð. , ---—♦----- Kamtdasljórn viIB Iictitii ekki. Kanadiska stjórnin hefir bannað Campell, ritstjóra brezka. kommúnistablaðsins Daily Worker, að koma til Kanada, eins og hann haföi ætlað sér. Eru brezkir kom- múnistar mjög reiðir Kan- adastjórn fyrir tiltæki þelta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.