Vísir - 02.02.1951, Blaðsíða 5

Vísir - 02.02.1951, Blaðsíða 5
Föstudaginn 2. febrúar 1951 V I S I R Miklar verklegar fram- kvæmdir í Skagafirði s.l. ár. Viðtal við Kristján Karlsson, skólastjóra á Hólum. Kristján Karlsson, skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, var á ferðinni nýlega hér í bænum, og- fór tíðindamaður frá Vísi á fund hans og spurði hann almennra tíðinda. Tíðarfarið bar fyrst á góma. Kvað Kristján Karls- son mjög hafa versnað á jörð um miðjan desember. Rigndi þá í fönnina, en þar næst hleypti í gadd, og hefir síðan verið slæmt til jarðar viðast hvar i Skagafirði, nema fram til dala. Þar hafa fram að þessu a. m. k. verið nokkrir hagar. Flestir hafa orðið að gefa hrossum, sumir lekið þau á hús, en aðrir gefið út. Hross voru feit i haust og Iiafa haldið vel holum. „í þau 15 ár, sem liðin eru sið- an eg kom 1 Skagafjörð“, sagði Kristján, “hefir aldrei vei'ið jafnillt til jarðar sem nú.“ Hi-ossafjöldinn. Hi'ossacign Skagfirðinga bar nokkuð á górna, en þeir ei-u, cins og alkunnugt ei% hestameím miklir og hrossa- eign mciii þar í héraði en ánnarsstaðar á landinu, og oft heyra menn frá því sagt, að einstakir bændui*, þeir, sem íikastir eru að hi-ossum, eigi hátt á annað hundi-að hi’oss, og jafnvel meira. Kristján kvað þetta mjög ýkt, hann hefði að vísu ckki neinar skýrslur við höndina um lirossaeign Skagfii'ðinga, cn kvaðst efast um, að hi'osseign einstakra manna færi fram úr 100. Því færi og mjög fjarri, að menn gætu ckki hýst lii’oss og lxlynnt að þeim, er illa viðrar. Vei-klegar framkvæmdir. K.K. kvað mildð hafa ver- ið um verklegar framkvæmd- ir í liéraðinu árið sem leið. Unnið var með 2 skurðgröf- um á vegum Ræktunarsam- bands Skagaf jarðar og einnig ein á vegum Búnaðarfélags Lýtingstaðahrepps. Og hin ijórða var notuð við þurrk- un lands á Víðimýri í Seylu- lireppi, þar sem fyrirhugað er að verði hyggðahverfi og á fimm nýbýlum Lýtings- slaðahreppi. Þessi skurð- grafa var starfrækt á vegum nýbýlastjórnar rikisins. Unnið var með 5 jarðýtum lengst af. Nýtízku mjólkurstöð fullgerð innan tíðar. Þá er vert að geta þess, að Mjólkursamlag Skagfirðinga skólunum liér á landi, nema er nú vel á veg komið með hina miklu, nýju byggingu síiia, sem er skannnt sunn- an Sauðárkrókskaupstaðar. Verður hún vænianlega teldn í notkun í vor cða sumar. Gamla mjólkurstöðin er orð- in mikils til of litil og mikil þörf bættra starfsskilyrða. Afurðir samlagsins eru eftir- sótlar. Megináhcrzla liefir verið lögð á framlciðslu smjörs, osta og skyrs. Ilin nýja bygging er 65 metrar á lengd og 12,50 á breidd og grunnflötur þvi um 800 fermetrar. Megin- hluti byggingarinnar er ein liæð, en miðhluti tvær hæðir. Frá Hólum. Þar hafa verið reistir tveir votheysturnar og hafa þeir gefið góða raun. Á Hólum eru nú 70 nautgripii', 74 hross og 250 fjár. Er þetta Vest- fjarðafé. Eins og kunnugt er fór niðurskurður fram í aust- urhluta sýslunnar. \’ai' svo sauðlaust eitt ár, og svo flutt- ur inn nýr stofn, frá Vest- fjörðum og úr Þingcyjar- sýslu. K.K. kvað mikinn og vax- andi áhuga fyrir búskap og rynnu þar undir margar stoðir, og ekki sízt, að menn gera sér miklar vonir um lTamtíðar sauðfjárrækt. Um þetta er sömu sögu að segja og í Húnavatnssýslu og víð- ar, þar sem mæðiveikin lierj- aði. Stúlkur við iaitd- búnaðamám. Það er ekki óalgengt, að stúlkur nemi ýmsar sérgrcin- ar landhúnaðar, svo sem garð rækt o.fl., en fátítt er það, að stúlkur setjist á skóla- bekk með bændaefnum — en þó er það nú svo, að nú, þeg- ar komnir eru til sögunnar fleiri húsmæðraskólar í sveit- um, og allir lullsetnir, að tvær ungar stúlkur hafa hyrj- að nám 1 Bændaskólanum að Hólum, en þær eru Sigríður Ágústsdóttir úr Rcykjavik og Kristrún Sigurmundsdótlir frá Kolkuósi, Skagafirði. Sést af Jiessu, að áhuginn er vax- andi fyrir landbúnaðinum, einnig meðal kvenþjóðarinn- ar. Ekki munu aðrar stúlkur hafa stundað nám í bænda- ein stúlka, er fyrir mörgum árum lauk prófi að afloknu námi á Hvanneyri. Torfbæirnir brátt úr sögunni. I Skagafjarðarsýslu urðu menh seinni til cn í mörgum öðrum sýslum að byggja upp á bæjum sinum, en í þessum efnum hefir orðið mikil hreyting. Sem dæmi má ncfna, að í Hjaltadal hefir á 15 árum verið byggt upp á öllum hæjum, nema 3, og í öðrum hreppum á öllum bæj- uni nema þremur. Mun vart í nokkurri sýslu verið gert eins mikið átak í þessum efnum á síðari árum og í Skagafirði, enda mikið vcrlc óunnið við að bæta híbýlakost manna i í Skagafirði, þegar liafizt var handa svo um munaði. Suðrænar og norrænar fornkappasögur. Karlamagnús saga og kappa hans, I.—III. bindi. Bjarni Vilhjálmsson bjó lil prcntunar. íslendinga- sagnaútgáfan. — Ilauka- dalsútgáfan. Prenlað í Prentfelli 1950. Fornaldarsögur Norður- landa, I.—IV. bindi. — Guðni Jónsson hjó til prenlunar. Islendinga- sagnaútgáfan. Prentað i prentsmiðjunni Eddu h.f. 1950. — Hinir ötulu forráðamenn Islendingasagnaútgáfunnar láta skammt stórra höggva á núlli, enda hafa þeir verið lánssamir j starfi sínu, feng- ið hina mestu eljumenn til að annast útgáfitrnar og bæk- urnar lilotið að verðleikum ágætar viðtökur þjóðarinnar. Ef eg man rétt, voru i árslok 1949 komin út á vegum þessa fyrirtækis 27 bindi fornrita, i hamliiægri og vandaðri les- útgáfu handa almemúngi. Voru það íslendinga sögur, 13 bindi, Sturlunga saga, 3 bindi, Biskupa sögur, 3 bindi, Sturlunga saga, 3 bindi. Bisk- upa sögur, 3 bindi, Ánnálar, 1 bindi, Riddarasögur, 3 bindi, og Eddui', 4 bindi. Á árinu 1950 hefur útgáfufyrir- tæki þella látið frá sér fara 7 bindi til viðbótar, Karla- magnús sögu í 3 bindum og Fornaldarsögur Norðurlanda í 4 liindum. Karlamagnús saga og kappa hans, sem magisler Bjarni Vilhjáhnsson liefir búið lil prentunar, er mest allra riddarasagna á norræna lungu og einhver Iiin merki- legasta. Er liúii í þessari út- gáfu á 10. hundrað blaðsíður, enda hefir þótt hæfilegt að skipta hcnpi i þrjú bindi, eins og áður er sagt. Saga þessi eða sagnasainsteypa er i líu þáltuin, óis, er hver þáttur upprunaléga sjálfstæð lieild. Eiga sagnaþætlir þessir rót sína að rekja lil franskra riddarakvæða frá miðöldum, er nefnd voru chansons de geste, afrekssögur eða kappa- kvæði. A 13. öld voru kvæði þessi þýdd i Noregi á óbund- ið mál. Talið er, að þættirnir hafi verið þýddir liver í sínu lag og þýðendur margir. Er því allmkill munur á mál oe meðferð efnisins. Síðar hefir þáttum þessum verið safnað saman í eina lieild og skipað þannig niður, að fram kæmi sem samfelldust saga Karla- magnúss og kappa hans. Eins og útgefandi bendir á i formála, er Karlamagnús saga grundvallarrit í sinni bókmenntagrein, hinum mikla og auðuga bálki ridd- arasagna á norrænu máli, sem Norðmenn hófu að ]iýða á öndverðri 13. öld, en íslend- ingar juku síðan stórlega við með frumsömdum sögum að fyrirmynd þýddra sagna. Margvislegra álirifa frá Karlamagnús sögu gætir á sögur þær, sem samdar voru hér á landi cftir að hún barst hingað, enda varð saga þessi mjög útbreidd og mikið les- in. Þá er og þess að minnast, að rímnaskáld á ýmsum öld- um sótlu i hana yrkisefni, og cr það einliver gleggsli vott- urinn um vinsældir liennar. Nægir í þvi sambandi að minna á eftirfarandi rímur, sem allar eru ortar út af Karlamagns sögu eða einstök- um þáttum hennar: Landi'és rimur, ortar á 15. öld út af þætti um frú Ólif og Landrés son liennar, höf- undur ókunnur; tvennar rímur af Oddgeiri (Olgeiri) danska, út af Oddgeirs þætti, íiinar fyrri eftir ókunnan höfund frá lokum 16. aldai', þær síðari eftir Guðmund Bergþórsson, kveðnar árið 1680; ríniur út af Ferakuls þætti, orlar á ofanverðri 16. öld; niun liöfundur liafa lieit- ið Árni Jónsson, en um hann er ekkert vitað; Otúels rímur frækna, eflir Olúcls þætli, ortar árið 1681 af Guðmundi Bergþorssyni; Greiplur, ort- ar um 1400 út af Jórsalaferð- arþætti, höf. ókunnur; Roll- ants rímur, úl af Rúnzívals þætti, orlar á ofanverðri 16. öld af Þórði Magnússyni á Strjúgi. Eins og ljóst má verða af þessari upptalningu, er það ihárrétt, sem i formála segir, að Karlamagnús saga og aðr- ar riddarabókmenntir „hafa verið drjúgur Iiluti af andlegu fóðri þjóðarinnar um margar aldir“. Þótt telja niegi æski- legt, að þjóðin hefði átt kost á meira kjarngresi en riddara- sögurnar voru, er oss engu að síður skvlt að gefa þeim full- an gaum, meðal annars sakir þcss, að það má verða til auk- ins skilnings á andlegii á- standi vor Isléndinga um niargra alda skeið. Þangað niiá sækja margvíslcga vit- neskju uni þróunarsögu máls- ins. Hitt er og vafalaust, að sumir þættir hins • mikla sagnabálks um Karlamagnús keisara geta orðið nútíma- mönnum til ánægju, ]>ólt hugsunarhálturinn sé að visu nokkuð fjarlægur óg efnið ekki ávallt aðlaðandi. Stillinn er allfjölbreytilegur og viða góðir sprettir i frá- sögninni, en vissulega saknar maður lielzt til viða norræns anda, norrænnar heiðríkju. Þessi útgáfa Karlamagnús sögu er i megindnáttum snið- in eftir útgáfu C. R. Ungers, sem prentuð var i Kristjaniu árið 1860. Framan við fvrsta bindið cr fróðlegur formáli, en nafnaskrá og orðaskýring- ar fylgja siðasta bindi. Fornaldarsögur Norður- Ianda, sem Guðni Jónsson skólastjóri hefir búið til prentunar, cru svo kunnar almenningi, að cg sé ekki á- stæðu til að fara um þær eða efni þeirra niörgum orðum. Fornaldarsögurnai' voru fyrst gefnar út í lieild á vcg- um Norræna fornfræðinga- félagsins árin 1829—1836, prentaðár i Kaupmannahöfn, og sá C. C. Rafn um þá út- gáfu. Önnur lieildarútgáfa þcirra 'birtist í Reykjavílc á árunum 1885—1889. Bjó Yaldimar Ásmundsson liana til prenlunar. Skennnst er ]k< að minnast liinnar ágætu og glæsilegu útgáfu Fornaldar- sagnanna, sem ]ieir Guðni Jónsson og Bjarni Villijálms- son önnuðust um og út kom i Reylcjavik 1943—1944. Þótt ckki sé lengra um liðið, er sú útgáfa nú með öllu uppeld. Hins vegai' er engan veginn vig það lilítandi, að þetta mikla safnrit sé eldci ævin- lega á bókamarkaði i að- gengilegi'i útgáfu. Ber því atS- fagna þessu framtaki íslend- ingasagnaútgáfunnar, eigi sizt þar sem útgei-ð vcrksins. er öll liin smekklegasta. Þcssi nýja útgáfa Guðna cr í öllum meginatriðum sniðin eftir út- gáfunni frá 1943—4, nema hvað jdri búningur er færður til samræmis við það, sem tíðkazt liefii' á ritum íslend- ingasagnaútgáfunnar. Hafa vei'ið samdar kaflafyrii*sagn- ir og' greinasldl sett, sem hvorttveggja gerir sögurnar aðgengilegri og auðveldar lesturinn. Síðasta bindi fylgjn ágætar skrár; Mannanafna-, staðanafna- og' þjóðanafna-, skrár; ennfrcmur sla'ár yfir Iiluti og dýr, sögur og kvæði, sem nefnd cru í textanum. íslendingasagnaútgáfan og hinir starfsömu útgefendur hennar eiga þakkir skyldar fyrir framtak sitt og stórhug. Er þess að vænta, að þessum nýjum ritum verði vel tekið af alþjóð, eigi síður en liinum fyrri, svo að fyrirtækið geti haldið sleitulaust áfram þvi ])jóðnytjastarfi, að gefa út handhægar almenningsútgáf- ur íslenzkra fornrita. Enn ev af miklu að taka. G. G. Amerisk lierskip hafa komið í heimsókn til Barce- loná — í fyrsta sinn siðan 1936.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.