Vísir - 05.04.1951, Side 1

Vísir - 05.04.1951, Side 1
41. árg. Fimmtudag'-P.n 5. 77. tbí. Kaffi kemur á fe® Goöafoss er með 2-3ja mánaða birgðir. Á mánudaginn kemur geta reykvískar húsmæður aftur keypt kaffi í nýlenduvörubúð- um að vild. Undanfarna daga hefur kafíi verið nær ófáanlegt í verzlun- um, en nú rætist brátt úr þessu, með því að í ,,Goðafoss“, sem kemur í kvöld, er allmik- ið magn af kaffi, sem talið er að nægi landsmönnum næstu 2—3 mánuði. ,,Goðafoss“ kemur frá Ant- werpen í Belgíu með kaffið, en það er annafs frá Brazilíu. Yerður strax hafizt handa um að brenna kaffið og setja það í umbúðir og má vænta þess, að það verði á boðstólum næstkomandi mánudag. Attlee i sjúkrahúsiv Atllee, forsætisráöherra Bretlands, liggur enn í sjúkrahúsi, en þangað fór hann til læknisskoðunar fyr- ir skemmsiu. Mun hann verða að dveljast þar enn um sinn. Ný tillaga frá Gromyko. Gromyko lagði fram í gær nýja breytingartillögu við fyrsta lið tillagna Rússa um dagskrá að fjórveidafundi. Fallast Rússar nú á, að rætt verði eigi einungis um afleið- ingar ókyrrðarástandsins heiminum, heldur og orsakir þess. En ekki hafa Rússar slakað neitt til um afstöðu sína til þess, að rætt verði um, hversu Búlgarar, Rúmenar og Ungverjar hafa staðið við skuldbindingar friðarsamning- anna, en á þetta leggja Vest- urveldin mikla áherzlu. Seinustu breytingartillögur Gromykos eru sagðar heldur í tilslökunarátt, og hafa fulltrú- ar vesturveldanna þær nú til athugunar. É»essi mynd er af foringja Galatheti-leíðangursins danska dr. 1 Anthon Bruun, sem athugar djúphákarl. Leiðangurinn hef- ir þegar farið mjög langa leið og gert all-merkilegar upp- götvanir. Það var verið að reykja síld. Um kl. 2 nótt töldu menn, aö eldur væri uppi á Lauga- vegi 20 B og kölluðu á slökkvihðið. Kom það þegar á vettvang, en þegar til átti að taká reyndist enginn óeðlilegur eldur uppi, heldur rauk hressilega úr reykofni þar á bak við, þar sem verið var að reykja síld. Varð slökkvilið- ið því frá að hverfa að þessu sinni. Annars bar ekk- ert til tíðinda hjá slökkvi- liðinu í nótt, að þvi er Vísi yar fj'áð í morgun. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. ar verða að |a landinn varnir. Áwúsarsstentt gges'ts sjfis*leiit fassik ú íi fMif# a MM&sMam s@r. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra flutti í gær útvárps- ávarp í tilefni af stofnun Atlantsliafsbandalagsins, og fara aö- alatriði bess hér á eftir. Hersveitir S.Þ. búa um norðan 38. breiddarbaugs A©/isÞti'sssiss e* i gýees% Vélahersveitir úr Banda- ríkjahernum í Kóreu bjuggu um sig í gærkvöldi í nýjum stöðvum norðan 38. breiddar- baugs. í fregnum í morgun segir, að hersveitir Sameinuðu þjóð- anna hafi rekið nokkurra kíló- metra langan fleyg inn í varn- arbelti kommúnista í Norður- Kóreu. Þetta hefur áunnizt hægt og hægt undanfarna daga, en hvergi er um hraða sókn að ræða. Brezkar hersveitir úr 7. stór- fylkinu eru nú komnar norð- ur yfir bauginn. Sóttu þær fram yfir jarðsprengjusvæði, þar sem og var komið fyrir þéttum gaddavírsflækjum. Allmikil átök voru í lofti í gær. Bandarískar þrýstilofts- flugvélar, sem fóru til árása skammt frá mansjúrísku landa- mærunum, lentu í bardögum við þrýstiloftsflugvélar af rússneskri gerð. Var ein hinna síðarnefndu skotin niður, en 2—3 löskuðust. Bandaríkja- menn urðu ekki fyrir flugvéla- tjóni. Komúmstar dæmdir til dau5a á hdiandi. N. Belhi (UP). — Hæsti- rétlur IncIIands hefir staðfest dauðadóma yfir 12 kommún- istum. Hafa. þeir verið j haldi síð- an árið 1948, er Hyderabad var kúgað til hlýðni, en þá myrtu þeir fjóra menn. Þeir liafa tvisvar skotið máli sínu til æðri rétta, en dómurinn jafuan verið staðfeslur. í dag er rétt tvö ár liðin síð- j an varnarsamningur Norður- Atlantshafsríkjanna var und- irritaður í Washington. At- burðir þessara tveggja ára og þá ekki sízt síðustu þriggja ársfjórðunga hafa sannað svo, að ekki verður um deilt, að varnarbandalag þetta var ekki stofnað að ófyrirsynju. Eitt af frumskilyrðum þess, ao ekki hefjist allsherjarstríð, er, að varnarleysi hinna frið- sömu ríkja sé eigi svo algjört, að það bjóði árás heim. Þátt- tökuríki Norður-Atlantshafs- bandalagsins, sem öll eru frið- söm í eðli og höfðu afvopnazt eftir síðustu styrjöld, hafa sýnt skilning sinn á þessu með þeim miklu átökum, sem þau hafa gert til að koma upp nægi lega sterkum, sameiginlegum vörnum. Við undirskrift samningsins var það berum orðum sagt af hálfu íslands, að aðild okkar að samningnum sýndi, að bæði sjálfra okkar vegna og annarra vildum við svipaða skipan á vörnum landsins og var í síð- ustu styrjöld, ef ný brytist út, sem við vonum og biðjum að ekki verði, sem sé, að hinar engilsaxnesku þjóðir annist um þær. Öllum þeim, er sjá vilja og skilja, er ljóst, að ísland hlýt- ur að dragast inn í styrjöld, er háð kann að verða á þessum slóðum, vegna þeirrar úrslita- þýðingar, sem landið hefur um öryggi landanna við Norður- Atlantshaf. Þess vegna verða íslendingar að tryggja landinu varnir. Það er hins vegar und- ir mati á stjórnmálaaðstöðu allri og styrjaldarhættu kom- ið, hvenær íslendingar telja nauðsynlegt að vörnum sé kom ið fyrir í landinu. Árásarmenn gera yfirleitt ekki boð á und- an sér og ráðast sjaldan á garð - inn þar sem hann er hæstur. Vissulega hafa atburðir síð- ustu mánaða verið svo ískyggi legir og friðleysið í heiminum svo geigvænlegt, að íslenzka þjóðin hefur haft þungar áhyggjur af varnarleysi lands- ins. Ríkisstjórnin hefur þess vegna að sjálfsögðu haft náið samráð við aðrar bandalags- þjóðir og stofnanir bandalags- ins um eðli og alvöru hættunn ar, og mun á hverjum tíma hiklaust gera það, sem hún að öllu athuguðu telur nauðsyn- legt til að draga úr árásar- hættunni og þar með tryggja frelsi og öryggi íslands. Dýrkeypt reynsla hefur kennt lýðræðisþjóðunum, að öflugar varnir þeirra sjálfra eru bezta tryggingin gegn því, að á þau verði ráðist. Varnar- samtök Norður-Atlantshafsríkj anna, sem stofnuð voru fyrir tveimur árum, eru byggð á þessari staðreynd. Vonandi verða þau nógu sterk til að eyða árásarhættunni og tryggja varanlegan friði í heiminum. Brefar hækka verð vi5 Ný-Sjáiendinga. Bretar bafa fyrir skömmu fallizt á að kaupa egg, smjör og aðrar landbúnaðarafurðir hærra verði en áður af Ný- Sjálendingum og Ástralíu- mönnum. Hefir og verið boð- að, að matvælaverð muni liækka í Bretlandi á þessu ari. Rússar banna ritverk Sartres. London (U.P.). — Sovét- stjórnin hefir bannað ritverk eftir ýmis þekkt skáld og rit- höfunda. • Meðal þeirra eru Jean Paul Sarlre, Graliam Greenc, T. S. FJIiol og James Joyce, en menntamálaráðuneyti Sovét- rikjanna tilkynnir, að allir Jiessir höfundar séu mann- félagsfjendur og ali upp í inönnum morðfýsn. Konungíeg botnlangabóiga. Konungurinn í fran hefir bolnlangabólgu og hefir neyðzt til að fres.ta ferðalagi til Transjordaniu, en þan^- að ætlaði Iiann í opinbcra heimsókn. *

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.