Vísir - 21.04.1951, Side 5

Vísir - 21.04.1951, Side 5
Laugardaginn 21. apríl 1951 VlSIR S Fleiri íerðamenn — meiri gjaldeyrir - meiri atTÍnna Hvernig ma þeíta veröa? JVoíihrtBB* huejlciðinijar bbbis —iesi°isatsti — ú íslandi otj í öðrwtn Söntium- Síðastliðið ár haja íslend- ingar sí og æ kvartað yfir gjaldeyrisskorti og nú er einnig farið að bera á at- vinnuleysi. Viö höfum endurheimt sjálfstæði, sem er okkur dýr- mætara en allt annaö, því að fáar þjóðir munu miöur fallnar til aö lúta annarra stjórn en íslendingar. Þar eð efnalegt sjálfstæöi er einn af hornsteinum stjórnmála- legs sjálfstæðis dugir okkur ekki annaö en taka höndum saman og afla okkur svo mikilla tekna, að viö getum framvegis verið sjálfstæð þjóö, ekki aðeins í orði held- ur einnig á borði. Fábreytni atvinnuvega vorra er mesta ólán, ekki aðeins vegna þess, að ef einn atvinnuvegur bregst, þá er tekjuhalli vís, heldur vegna hins, aö full- trúar atvinnuvegar, sem mikill hluti af gjaldeyris- tekjum þjóöarinnar hvílir á, geta gert óeðlilegar kröfur til þjóðfélagsheildarinnar, i en eins og á stendur er þjóð- félaginu full þörf á því, að hver og einn geri fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín, og leysi störf sín þannig af hendi, að bæði hann og þjóðfélagsheildin njóti góðs af. Vanræktur atvinnuvegur. í stað reipdráttar ríður okkur nú á samstarfi al- mennings og yfirvalda, til þess aö auka tekjurnar á sem flestum sviðum. í þessari grein vil ég að- eins minnast á einn atvinnu- veg, sem ekki hefir verið full- ur sómi sýndur. Á eg þar við „túrismann", sem eg kann ekkert gott orð yfir á ís- lenzku, en vildi feginn læra, ef einhver kynni. í því sam- bandi vil eg leyfa mér að benda. á, hvaða þýðingu „túr ísminn“ hefir fyrir tvær frændþjóðir okkar, Norð- menn og Dani. Tveir mannsaldrar eru síð an „túrisminn“ varð þýð- ingarmikill atvinnuvegur í Noregi. Árið 1938, sem var síðasta árið fyrir heims- styrjöldina, var „túrisminn“ fjórði stærsti atvinnuvegur- inn, hvað gjaldeyrisöflun snerti. Græddu Norðmenn 78 milljónir í erlendum gjaldeyri það ár á „túrisma“ en málmtekjur þeirra voru 138 milljónir sama ár og var það sá atvinnuvegur, sem gaf mestan gjaldeyri í aðra hönd. Fyrir pappír og pappa fengust 67 milljónir, tilbú- inn áburð 53 milljónir og nið ursuðuvörur 30 milljónir. Eftir stríð hafa „túrisma11- tekjurnar aukizt mjög og 1947 voru þær komnar upp í 129 milljónir. Það ár komu 303.326 ferðamenn til Nor- egs en 269.053 árið 1938. Tekjurnar skiptast í marga staði. Norömenn gera ráð fyrir, að einn fjórði af ferða- mannatekjunum falli 1 hlut gistihúsanna, til þess að standa undir vöxtum og af- borgunum og öðrum útgjöld um, en nokkur hluti þessara tekna verður hagnaöur gistihúsaeigenda. Þrír fjórðu hlutar teknanna fara í laun starfsmanna, hráefnainn- kaup, viðhald, skatta o. fl. Þeir, sem græða á ferðamönn um, eru þannig ekki aðeins gistihúsaeigendur og þjón- ar, heldur einnig framleið- endur, iðnaöarmenn og verkamenn. Ferðamennirnir borga alls lconar tolla, t. d. tolla af tóbaki og áfengi. Samgöngutæki innanlands græða mikið á ferðamönn- um og í Noregi myndu mörg bíla- og skipafélög vera rek- in meö halla, ef ferðamanna straumurinn héldi þeim ekki uppi. Meðal ferðamanna eru oft ast margir kaupsýslumenn. Um leið og þeir skemmta sér í landinu, nota þeir tæki- færiö til þess að kynna sér vörugæöi, vöruverð og út- flutningsmöguleika. Grundvallar- atvinnuvegur. „Túrisminn“ er þannig að dómi Norömanna grund- vallaratvinnuvegur, því aö á honum byggja aðrir at- vinnuvegir, að meira eða minna leyti. Bandaríkin hafa til skamms tíma rekið þá verzl- unarpólitík, aö takmarka innflutriing en flytja sem mest út. Bandaríkjamenn hafa nú bókstaflega verið hvattir til að feröast til ann- arra landa og eyða nokkrum dollurum þar, sem aðrar þjóðir geta síöan notað til innkaupa í Bandaríkjunum. Bæði Norðmenn og Danir hafa notið góðs af þessari stefnu Bandaríkjanna. „Túr isminn“ er stærsti dollara- gjafi Dana aö siglingunum undanskildum. í fyrra kornu 308.000 ferðamenn til Dan- merkur og nettótekjur Dana af „túrismanum" voru 150 milljónir danskra króna. Þannig fara Danir að. Danir leggja sig mjög í framkróka við að hæna feröamenn að landinu. Eg las fyrir skömmu kennslu- bók, sem dönskum þjónum er skylt að lesa. í þessari bók var sagt frá siöum og venj- um ýmissa þjóða, hvaða mat ur þessari eða hinni þjóð þætti beztur, hvernig heppi- legast sé að ávarpa t. d. Svía bg Englendinga o. s. frv. Fyr- ir fáum dögum flaug Mog- ens Lichtenberg, forstjóri ferðamannaskriístofu Dan- merkur, til London með 200 danskar brauðsneiðar meö áleggi. Brauðsneiðar þessar voru ætlaðar ferðaskrifstofu stjórum frá ýmsum löndum. Við sama tækifæri var sýnd dönsk kvikmynd og höfðu Danir þá ,,njósnara“ hingað og þangað um salinn, sem rnyndin var sýnd í, til þess aö hlusta á dóma gestanna. Ferðamannapésa með lit- myndum eru Danir að senda út um allan heim þessa dag- ana í 250.000 eintökum. — Bandaríkjamenn halda enn áfram að hvetja fólk til feröa laga þrátt fyrir Kóreustríð- ið, svo að Danir búast við eins miklum tekjum í ár af „túrisma“ og á síðastliðnu ári. Hvernig er aðstaða okkar? Nú' munu ef til vill ein- hverjir spyrja, hvort við ís- lendingar getum grætt til- tölulega eins mikið á ferða- mönnum og Norðmenn og Danir. Við getum athugað röksemdir bæði með og móti. Okkur vantar gistihús, segja menn, þess vegna get- um við ekki tekið á móti ferðamönnum. Þessi rök- semd er álíka viturleg og ef cinhver héldi því fram, að við gætum ekki stundað sjósókn af því að okkur vantaöi báta. Myndum við ekki og höfum við ekki byggt eða keypt skip til þess aö geta stundað sjóinn? Myndi nokkrum heilvita manni detta önnur lausn í hug? Úr því aö „túr- ismi“ er arövænn, því skyld- um við þá ekki byggja gisti- hús eins og viö byggjum eða kaupum skip? Þar að auki eigum við þegar þó nokkur gistihús og aðrar byggingar, sem að skaölausu mætti breyta í gistihús á sumrin. í Reykjavík mætti t. d. nota nýjustu skólabygging- arnar til slíkra þarfa áð sum arlagi og sama mætti vafa- laust gera víðar um land. En okkar gistihús eru svo léleg, segja þá aðrir. Síðast- liðið hálft ár hefi eg gist í eitthvað hundraö gistihús- um hingað og þangað á Norðurlöndum, mest í Nor- egi. Eg þori að fullyrða, aö okkar gististaðir eru víöa Þegar kjötskammtur Breta var minnkaður í nýtt lágmark í vetui-, fóru húsmæður í Bretlandi í mótmælagöngur tii stjórnarbygginga. Hér sésí ein þeirra með kröfuspjald sitt. eins góðir eða betri en með- algistihús í þessu mikla ferðamannalandi. M.s. Gullfoss er ágœtt dæmi. En íslendingar eru svo miklir dónar — þeir kunna ekki að taka á móti gestum, segja sumir. í þessu mati felst vanmeta kennd og vantraust á þjóð- inni. Því skyldi ekki eins vel gefin og vel menntuð þjóð og íslendingar geta lært að taka á móti gestum? Eg skal viðurkenna, að mjög miklir misbrestir geta verið á fram komu veitingafólks á ís- landi. Eg hefi til dæmis aldr- ei séð eins afkáralega af- afgreiðslu né eins dónalega framkomu við gesti á veit- ingastað og eg og nokkrir vinir mínir urðum fyrir á Laugarvatni, þegar við skruppum þangað á sunnu- degi sumarið 1948. En þetta er frekar undantekning en regla, undantekning sem sýnir aö óhæfur stjórnandi hafði ráðið til sín óhæft fólk og hlaut því afgreiðslan að vera óhæf. En framreiðsla og framkoma þjónanna á fyrsta farrými Gullfoss er óyggj- andi sönnun þess, að við ís- lendingar erum engir eftir- bátar í fullkomnum þjón- ustusiðum. Þjónn á ekki að vera nein undirlægja eða skriðdýr, en hann á að vera kurteis maður, sem kann sín störf og það er ekki meira en hægt er að krefjast af hverjum sæmilega greind- um manni. En það er of dýrt að fara til íslands, segja enn sumir. Þeir, sem halda því fram, eru vinsamlegast beðnir að ná sér í heimskort og at- huga, hvort lengra sé frá Bandaríkjunum til íslands en til Noregs eða Danmerk- ur. Rétt röksemd að nokkru. En fólk veit ekkert um ís- land og þess vegna koma hingað svo fáir feröamenn. Þessi röksemd er að miklu leyti rétt, en það er okkar hlutverk að kynna landið. Engum finnst nema sjálf- sagt að við sendum fjölmenn ar og hálaunaðar sölunefnd- ir út um lönd til þess aö selja ýmsar afurðir, en engu ís- lenzku yfirvaldi hefir enn hugkvæmst að senda menn út um heim, til þess að kynna íslenzka náttúrufeg- urð og menningu. Að vísu hafa einstaklingar gert slíkt á eigin spýtur en mjög hefir sú kynningarstarfsemi verið tilviljunarkennd, enda vafa- ' samt hvort alltaf hafa valizt ' til þess starfa þeir, sem helzt var treystandi til þess. Ef við eigum að gera „túr- ismann“ að arðbærum at- vinnuvegi, þurfum við að skipuleggja ferðamannamái in betur en nú er gert. Við þurfum aö senda menn, sem

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.