Vísir - 24.07.1951, Page 2

Vísir - 24.07.1951, Page 2
V I s I R Þriðjudaginn 24. júlí 1951 Hitt og þetta TJng kona hrósaði sér mjög af því hvað sparsöm hún væri og sýndi hónda sínum nýjan hatt, sem hún hafði keypt. „Var eg ekki sniðug“, sagði hún og setti upp hattinn. „Eg græddi 50 kr. á því að kaupa þenna hatt.“ „Hvernig getur það verið?“ sagði eiginmaðurinn aldeilis hissa. „Mig langaði nefnilega til að kaupa hann í síðastliðinni viku. Þá var hann í búðarglugganum og kostaði 100 krónur. En eg stóðst freistinguna og beið þangað til þeir voru húnir að setja hann niður um 50 krónur.“ Þetta er gömul saga og sann- leikanum ósamkvæm: 1) a'S strúturinn grafi höfuö sitt í sandinn og í 2. lagi, að hann ■ geri þaS til aS fela sig fyrir ó- vinum sínum. Þessar frásagnir eru sennilega sprottnar af því að strúturinn hniprar sig stundum niSur á sandinum til aS hvíla sig og teygir þá úr háls- inum og leggur höfuS sitt flatt á jörSina. Hann er ljóslitaSur eins og sandurinn og eru því þessir hlutar af honum lítt sýnilegir álengdar, í nokkurri fjarlægS og virSast þá grafnir í sand. Hitt, aS hann geri þetta til þess aS fela sig fyrir óvinum, er alveg tilhæfulaust. Því aS þegar strúturinn er í hættu staddur leggur hann á flótta og er þá ódæma ferSmikill. Lögreglan í Seattle tók mann fastan, sem grunaðúr vár um að selja heroin. En þegar vará hans var rannsökuð köm í ljós, að það var talkum, sem hánn seldir undir þessu nafni. Var maðurinn dæmdur fyrir svik. ••••••••• CiHU Mmi KuldatíS var hér um þetta leyti fyrir 30 árum, eins og eft- irfarandi bæjarfrétt í Vísi ber meö sér: Snjóað liefir á NorSurlandi undan- farna sólarhringa. Á SiglufirSi var grátt í rót niSur undir byggð í fyrrakvöld. Þá var fjöldi norskra og sænskra skipa kominn þangaS, en engin síld- veiði byrjuö. Sólskin • J var hér í gær og notuðu bæj- armenn góSviSriö til aS skemmta sér. Fór mesti fjöldi fólks út úr bænum, gangandi, ríSandi, í bifreiSum eða á hjól- um. Auk þess fóru templarar skemmtiferS upp á Akranes á e.s. Þór og skemmtu sér þ'ár hiS bezta. Maðurinn, ?*** sem bauð mér pappírsrúllur, r~t;. sig fram. Jón Rjarnason, J -augavegi 33. Þriðjudagur, 24. júlí, — 205. dagur ársins. Sjávarföll. ÁrdegisflóS var kl. 10.05. — SíSdégisflóS verður kl. 22.30. Næturvarzla. Næturlæknir er í LæknavarS- stofunni, sími 5030. Nætur- vörSur er í Lyfjabúðinni IS- unni, sími 7911. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3.15—4 og fimrtitudaga kl. 1.30—2.30. V axmyndasaf nið í ÞjóSminjasafnsbyggingunni er opiS alla daga kl. 1—7 e. h., en auk þess kl. 8—10 á sunnu- dagskvöldum. Loftleiðir. í dag er ráðgert aS fljúga til Vestmannaeyja (2 feröir), ísa- fjarðar, Akureyrar, Hólmavík- ur, BúSardals, PafreksfjarSar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og Keflavíkur (2 feröir). Frá Vestmannaeyjum verSur flogið til Hellu og Skógasands. — Á morgun er áætlaS aS fljúga til Vestmannaeyja, ísafjarðar, Ak- ureyrar, Sigiufjarðar, SauSár- króks 0g Keflavíkur (2 ferSir). Fél. ísl. rafvirkja hefir fariö þess á leit viS Raf- magnsvéitu Reykjavíkur, 'að hún ráði ekki aðra menn til raf- virkjastarfa en þá, sem hafa full iSnréttindi í rafvirkjaiSn. Rafmagnsstjóri hefir erindiS til athugunar. Landsbanki íslands hefir tekiS aS sér geymslu verS- bréfa, sem h.f. Almennar trygg- ingar setja fyrir efndum á samn- ingi um brunatryggingar á hús- um í Réykjavík. Hvar eru skipin? Eimskip : Brúarfoss fór frá Reykjavík 21. þ. m. til IsafjarS- ar, SiglufjarSar, Akureyrar og Húsavikur. Dettifoss fór frá New York 19. þ. m. til Reykja- vikur. GoSafoss fer frá Rotter- dam í dag til Htijl og Reykja víkur. Gullfoss er í Leith. Lág- MrMtyáta hk 1383 Lárétt: 2 klettur, 6 læsing, 7 leyfist, 9 einkennisstsfir, 10 hreyfast,- 11 fantur, 12 kínv. nafn, 14 á fæti, 19 þrír eins, 17 hrekk. LóSrétt: 1 sanngjörn, 2 skammstöíun, 3 heppni, 4 þyrping, 5 kennitnaöur, 8 hvíldi, 9 plöntuhluti, 13 fæ mér, 15- tvíhljóSi, 16 keyri. Lausn á krossgátu nr. 1382: Lárétt: 2 límir, 6 Ási, 7 ás, 9 sk., 10 nál, 11 aka, 12 gl„ 14 er, 15 afi, 17 rónar. Lóörétt : 1 spángir, 2 lá, 3 ísa, 4 mi, 5 rakarar, 8 sál, 9 ske, T3 efa, 15 an, 16 ir. arfoss fór frá Siglufiröi i 'gær til Húsavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss er í Gautaborg. Hesnes fermir í Antwerpen og Hull í lok þ. m. Eimskipafélag Rvíkur li.f.: M.s. Katla fór á hádegi á sunnu- dag frá Molde áleiðis til Islands. Skip SÍS: Hvassafell er í Kotka í Finnlandi. Arnarfell fór frá Vestmannaeyjimi 16. þ. m. áleiðis til ítalíu. Jökulfell kotn til Guayaquil í gær, frá Chile. Rikisskip : Hekla fór frá Glas- gow i gær áleiöis til Reykjavík- ur. Esja fer írá Revkjavík kl. 10 árd. í dag austur um land til Siglufjaröar. HerSubreiS fór frá Reykjavik i gærkvöld austur um land til Reyöarfjarðar. SkjaldbreiS er væntanleg til Reykjavikur í dag frá Vest- fjörSum og BreiSafirSi. Þyrill er norðanlands. Flugfélag íslands Innanlandsflug: í dag eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyr- ar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Blönduóss, SauSárkróks og Siglufjarðar. Á morgun er ráS- gert aö fljúga til Akureyrar (kl. 9,30 og 16,30), Vestmannaeyja, EgilsstaSa, Hellisands, ísafjarS- ar, Hólmavíkur og Siglúfjarö- ar, —Millilandaflug: „Gullfaxi" fór í morgun til London og er væntanlegur aftur til Reykja- víkur kl. 22,30. Flugvélin fer siöan kl. 1 eftir miönætti til Þrándheims og Stokkhólms. Skipulagsdeild bæjarverkfræöings hefir veriö faliS aS gera tillögur um skípu- lag ElliSavatnslands. Þóroddur Sigurðsson, vélaverkfræðingur, hefir samkv. tillögu rafmagns stjóra, veriö ráöinn til Raf- magnsveitunnar. Útvarpið í kvöld: 20.20 Tónléikar: Kvartett í F-dúr (K590) eftir Mozait (Björn Ólafsson, Josef Felz- rriann, Jón Sen og Einar Vig- fússon leika). 20.45 Erindi: EvrópuþingiS í Strassburg (Rannveig Þorsteinsdóttir alþm). 21.10 Einsöngúr : Erling Krogh syngur (plötur). 21.25 Leikþáttur: „Erindi Jóns Jóns- sonar“ eftir Svein Bergsveins- son. L.eikendur: Höskuidur SkagfjörS, Bryndís Pétursdótt- ir og Árni Tryggvason 21.40 Tónleikar ('plötur). 22.00 Frétt- ir og veöurfregnir. 22.10 Vin-, sæl lög (plötur). til 22.30. Sex-feta-manna-listinn“ liggur frammi i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar til á- ritunar. Þeir þriggja álna-menn, sem liafa. áhuga fyrir aS bind- ast samtökum um útvegun á hæfilegum fatnaSi og ö'Sru, ættu aS skrá sig þar þegar i stað. Þegar í gær riöu nokkrir menn á vaöið, enda er hér hagsmuna- og nauSsjmjamál á ferSinni fyrir hávaxna bæjar- búa. -y-'- Hugmyndasamkeppni um barna- skólabyggingar í kauptúnum. Togararnir. , B.v. Pétur Halldórsson kom í morgun úr Hvítahafsleiöangr- inurn. — Ingólfur Arnarson kom af karfaveiöum. — ísólfur kom í morgun til Hafnarfjarð- ar meS um 300 lestir af karfa og mun talsvert af aflanum fara í flökun. í vor efndi Fræðslnmála- skrifstofan iil hugmijnda- semkeppni af barnaskóí- um í kauptúnum og kaup- stöðum og var frestur út- runninn 15. apríl s.l. Var ætlast til að teikning- ar, sem sendar væru inn til samkeppninnar, væru mið- aðar við að skólar þessir yrðu byggðir í áföngum, eft- ir þvi sem þörf væri fyrir vegna aukinnar aðsóknar. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir beztu og haganlegustu teikningarnar. Til samkeppninnar var efnt vegna þess að þörf fyrir nýjar barnaskólabyggingar i kaupstöðum og kauptúnum utan Reykjavíkur fcr að verða mjög aðkallandi. Fyrir skömmu lcvað dóm- nefndin upp úrskurð sinn óg hlaut Sigurður Thordarsdn 1. verðlaun, Skarphéðinn Jó- liannsson 2. og 3. verðlaun, en hann sendi lil samkeppn- innár tvær hugmyndir að slikum skólum. — Peninga- vérðlaun voru veitt fyrir þrjár bezlu hugmyndirnar. Auk þess keypti Fræðslu- málaskrifstofan tvær teikn- ingar fyrir 1000 kr. hvora, en þær þóttu liugkvæmar þótt þær lilytu ekki verðlaun í samkeppninni. Voru teikn- ingar þær eftir Ágúst Páls- son og Skúla Norðdahl. Dómnefnd skipuðu fimm menn: Iielgi Eliasson, Guð- jón Jónsson, skólastjóri í Hafnarfirði, Þór Sandliolt arkitekl, Halldór Jónsson arkitekt og Gísli Halldörs- son arkitekt. Veðrið í morgun: Kl. 9 í morgun var 10 stiga hiti í Reykjavík og mestur á landinu 14 stig á Egilsstööum. Mestur hiti í gær 16 stig á Fagurhólsmýri, mestur í Reykjavík 11 stig. Veöurhorfur, Faxaflói: NorS- austan gola fyrst, en þykknar svo upp meö suSaustanátt. Dá- lítil rigning í kvöld og nótt. íslandsvinur í Khöfn lætur af störfum. Einhver skeleggasti tals- maður Islendinga í Dan- mörku er C. P. O. Christian- sen,. skólastjóri. Gruntvigs Höjskole í nánd við Hilleröd. C. P. O., eins og hann er alltaf kallaður meðal vina sinna, kynntist fyrst Islend- ingum, þegar hann var kenn- ari á Askovlýðháskólanum. Þegar handritamálið kom til umræðu, tók hann eindregið málstað Islendinga, átti frumkvæði að áskorunum til Ríkisdagsins og dönsku stjórnarinnar um að skila handritunum og skrifaði aulc þess um málið meðal annars í Kristeligt Dagblad, sem er all-víðlesið blað, gcfið út í Kaupmannahöfn. Oftar en einu sinni hefir hann boðið ungum Islendingum ókeypis skólavist á skóla sínum. Síðastliðið sumar kom C. P. O. hingað til lands sem fulltrúi í norrænu menning- arnefndinni. Varð liann mjög hrifinn af landi og þjóð, og hélt marga fyrirlestra um ferð sína þegar heim kom. C. P. O. er nýlega orðinn heilsuveill og lætur af skóla- stjórastörfum í haust af þeim sökúm. Stalín á að gnæfa yfir Pragborg. London (UP). Tilkynnt hefir veriðj að risavaxið líkn- eski af Stalin verði reist í Prag. Verður ekkert til sparað, til þess að líkneskið verði svo stórt, að það sjáist um borgina alla. Hún verður úr granit. Bókhald! Uppgjör! Við önnumst bókhald og uppgjör fyrir verzlanir, iðnfyrirtæki og útgerðarfyrirtæki. Sanngjörn þóknun. Upplýsingar i símuni 81777 og 6725. Bókhaldsskrifstofan, Bálför móður minnar Sólveigar €nðmnndsdóHur fer fram frá Kapellunni í Fossvogi, miðviku- daginn 25. júlí kl. 11 f.h. Athöfninni verð- ur útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir. Rannveig Vilhjálmsdóttir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.