Vísir - 23.08.1951, Side 4

Vísir - 23.08.1951, Side 4
4 V 1 S I R Fimmtudaginn 23. ágúst 19511 O * G ö L .<» Sf 9íf»tj6rai*; Kristján Guðlaugssoa. Hersteinn Pálsacís Skrifsíofa Aústurstrætl 7, tígefandi: BLAÐa|ÖTGAFAN VTSTR H t Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Síxnar 16G0 (fimm linur). Lausasala 75 aurar, Félagsprentsmiðjan hx Unnið af kappi ai framræslu og þurrkun lands á Vestfjörðum. Heyfengur í sumar Eangt undir meðallagi. Þýðingarmikil vöravöndun. |||okkrir brezkir blaðamenn, sem hirigáð voru Itoðnir af samtökum íslenzkra útvegsmanna, fyrir frumkvæði sendiherra Islands í London, eru nýlega horfnir til heima- lands síns, eftirað hafa kynnt sér sjávarútvegsmál og fisk- iðnað hér á landi. Sóttu þeir heim fiskiðjuver, hér 1 borg- inni og í nágrenninu, fóru í veiðiför, sem efnt var til sér- staklega, til þess að kynna þeim meðferð fisks um borð í skipunum, en jafnframt mtinu þeir hafa kynnst áhuga ís- lenzku þjóðarinnar fyrir víkkaðri landhelgi og liágsmun- um þeim, sem hún hefir þar að gæta. Má gera ráð fyrir, að blaðamennirnir hafa farið heim, ríkari. af reynslu og þekkingu á islenzkiun máisviðhorfum, sem vonandi sér síð- ar stað í brezkum blöðum, er þau ræða aðstöðu Islendinga ] á hrezkum markaði. I Brezku blaðamennimir luku yfirleitt lofsorði á með höndlun fisks um borð í skipunum og í fiskiðjuverunum,1 en hinsvegar lögðu þeir áherzlu á, að stöðugt væru rík- ] ari kröfur gerðar varðandi vörugæðin á hinum brezka markaði, þannig að þangað þýddi ekki að senda annað en góða og óspillta vöru. Væri það hinsvegar gert, gæti það dregið dilk á eftir sér, fyrir þann eða þá, sem það gerðu. Munu íslenzkir útvegmenn hafa kynnzt því á stríðsárunum, að á hinum brezka markaði var ekki allt tekið sem boðleg vara, hvað þá heldúr nú, þegar Bretar eru orðnir svo að segja sjálfiun sér nógir um fisköflun á eigin skipum. Með því að íslenzki fiskurinn hefir líkað vel, má gera ráð fyrir að isfisk reynist unnt að selja á brezkum markaði hér eftir sem hingað til, en kröfur eru uppi um og líkur taldar til, að háiriárksverð verði sett á fisk með haustinu, en vorið 1950 var slíkt hámarksverð fellt niður. Afkoma hrezkrar útgerðar er hinsvegar ekki svo glæsileg, að líklegt sé að fiskverðið verði ákveðið mjög lágt, þótt aðstaða Islendinga lil áframhaldandi fisksölu á markaðinum geti versnað til stóiTa muna. Um þetta verður cngu spáð. Nýsköpunartogarar þeir, scm ekki stunda veiðar á Grænlandsmiðum eða öðrúin fjarlægum véiðisvæðum, hú- ast nú á veiðar í ís, enda stendur nú fiskmarkaðurinn í Þýzkalandi opinn, þar eð síldveiðar í Norðursjó eru nú frek- ar stundaðar af þýzkum veiðiskipum. Magnið er takmarkað, sem unnt er að selja á markaði í Vestur-Þýzkalandi, en alls- enclis óvíst, hve varanlegar fisksölur réynast þar í landi. HinsVegar hefir fyrsti islenzki togarinn selt afla sinn á þessu sumri á hrezkum markaði fyrir fáum dögum og seldist aflinn sæmilega. Verður skipunum vafalaust dreift á þessa markaði báða, svo sem að venju lætur og er ekki á'stæða til að örvænta um afkomuna, enda munu vöru- gæðin tryggja viðunandi sölur. En þótt stórútgerðin fái horið sig sæmilega, er ekki allur vandi leystur. Frain- ieiðsla vélbátaflotans selzt seint og ef til vill illa, og þar hefir í sumum greinum orðið misbrestur á meðhöndlún| yörunjiar, sem verður að bæta úr og tryggja jafnframt að ekki endurtaki sig. FiiH ástæða sýnist til, að þeir aðilar, sem hafa hags-j rimna að gæta í sambandi við fiskverzlun eða fiskiðnað í margskonar mynd, komi á hjá sér það ströngu eftirliti varðandi vöruvöndunina, að þær vörur einar verði fram- leiddar og heimilaðar á erlendum cða innlendum markaði, sem standast fyllstu raun að þvi er vörugæði varðar. Engin rök hniga að þvi að lakari vara sé seld á innlendum markaði, en leyfð er erlendis og uppfyllir ströngustu gæða- kröfur. Það fordæmi, að selja saltfisk hér innanlands, sem ekki getur talizt útflutningshæfur, réttlætír ekki, að sami háttur sé á hafður í öðrum greinum. Matvælaeftirlit hér á landi sýnist ekki ýkjastrangt i kröfuni, en í því efni nægir að skírskota til margskonar landbúnaðarframleiðslu, sem seld er á Reykjavíkui’markaði og myndi tæpast telj- ast söluhæf vara á erlendum markaði. Slíkt eftirlit her að efla og spara ekki viðþað síarfsíe, þannig að matvæla fram- leiðslan komist á það stig, sem gagnmenntaðri þjóð er bjóðandi til neyzlu og útfiutnings. Framleiðendur eigá - sjálfir að eiga frumkvæði i þessu efni, enda eru hagsmun- iroir þeirra og gróðavonin til langframa. Ræktunáráhugi er nú mik- ill á Vestfjörðum sem víðar og er unnið að kappi að þvi að ræsa fram og þurrka land til ræktunar. Þörfin fyrir aukna ræktun er ekki sízt mikil á Vestfjörð- um, þar sem búin eru yfirleitt smá. I Önundarfirði var byrjað að grafa með skurð- gröfu í fyrra og mun verða lokið í haust eða að vori, og verður þá hafist lianda í Dýra- firðinum, en þar em rækt- unarskilyrði góð. I Dölunum hefir mikið verið grafið, einkanlega í vesturdölunum. Lokið er að grafa í Klofningslireppi og i Skarðshreppi mun verða lok- ið að grafa í sumar. Rústirnar fúndnar? Bandarískur leiðangur hcf- ir fundið rústir í sandauðn- inni í grennd við Marib í Yemen, Aráhíu, og telur leið- angursst j órinn, Wendell Pliilipps, að þarna hafi Verið höfuðhorg drottningarinnar af Sliebu. Byrjað verðúr að grafa upp rústirnar á hausti komanda. í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Marih eru rúst- ir musteris, sem nefnist „Musterið af Shehu“. Rúst- irnar eru liringlagaðar og margt bendir til, að þarna Iiafi verið bænliús konu, m. a. álietranir á veggjum. — Á þessum slóðuin eru einnig leifar Marib-siíflugarðsins, sem talið er að hafi evðilagst fyrír um 1400 árum. I Kolbeinsstaðalireppi í Hnappadalssýslu er nú verið að grafa og er lokið er þar mun verða lialdið vestar. í tveimur vestustu hrepp- um Mýrasýslu hefir verið grafið mikið og mun verða langt komið á næsta ári. Þar hefir skurðgrafa verið notuð nokkuð við vegagerð. 1 öðfum hreppum Mýra- sýslu hefir víða mikið verið grafið og eins í Borgarfjarð- arsýslu. Heyfengur á Vesturlandi mun yfirleitt verða langt und- ir meðallagi í sumar, en liirð- ing er með afbrigðum góð. Spretta á áveituengjum í Borgarfirði hefir reynst góð, þar sem grasið fór ágætlega fram á slíkum engjum er kom fram á sumar. Skotið á Riíssa í landhelgi. Teheran (VP). — íransk- ar vélbyssuskijttur skutu ný- lega úr vélbyssum á rúss- neskt herskip, sem sigldi inn í landhclgi Persíu á Kaspía- hafi. Kom herskipið, sem talið er, að muni hafa ver.ið um 700 smálestir á stærð, inn fyrir landhelgilínuna í myrkri, og brá skyndilega upp ljóskastara og lýsti á íranskt strandvirki. Varð- menn í virkinu hófu á skot- hríð á rússneska skipið, en gripu ekki til fallbyssna, létu sér nægja hríðskota- byssur. Athæfi Rússa hefir verið mótmælt í Móskvu. Hreyfill bauð berklasjúkling- um til skemmfi- ferðar. Samvinnufélagið Hréyfill' bauð berklasjúklingum frá: | Vífilsstöðum og vistmönn- um frá Reykjalundi i berja— og skemmtiferð í gær. ( Lagt vár af stað frá Vífils- stöðum klukkan rúmlega 13- . og lialdið til Hveragerðis. Á leiðinni hættust við bílar, er - sóttu fólk að Reykjalundi, í hópinn og var bílaflotinn þá alls 51 og munu að jafnaði liafa verið 4 farþegar í. hverjum. I Hveragerði skemmti' „Enn-Enn“ öllum hópnum með leikþáltum ög listuiui Baldurs Georgs. Var gerður góður rómur að öllum skemmtiatriðunum. Þá vai— sýnt gos úr borholu og varð • gosið á að gizka 50 metra. hátt. Frá Hveragerði var eki5: gegnum Grafning til Þing— valla, en á þeirri leið nam: öll bílarunan staðar í hraun— inu við Nesjavelli og féklc fólk sér þar fáein ber. Þótti öllum gaman að sjá þessa ó- venjulegu bílaröð óg fólk í liátiðaskapi.í litauðgu liraún inu. j Á Þingvöllum var gestun- um veitt kaffi og síðan var dansað stutta stund. Um 22- leytið í gærkveldi var kom— ið af tur úr ferðinni, seni hafði tekizt ágætega í alla staði. Voru vistmenn og: sjúklingar mjög þakldátir- bílstjórunum fyrir rausn þeirra og umhyggjusemi,. enda fór hilstjórunum allt vel úr hendi, sem ferð þessa. snerti. BERGMÁL Fyrir skemmstu er lokið meistaramóti íslands í frjáls- um íþróttum. Að verða meist- ari á íslandi í einhverri grein frjálsra íþrótta er orðinn töluverður vegsauki, með því, að íslendingar hafa nú tekið sér sæti með beztu frjálsíþróttaþjóðum Norður- álfu, og alveg nýskeð höfum við' (það er gaman að geta sagt ,,við“) sigrað Dani og Norðmenn með yfirburðum. Þess vegna er. ekki nema eSli- legt, að maður staldri ögn við að afloknu þessu merkilega móti og skyggnist svolítið um á véftvángi frjálsra íþrótta. Ekki verður sagt, að allt sé þar „harla „ gott“. Aö vísu verða mcnu nú að hafa húgfast, að talsvert skorti á þátttöku hinná beztu manna í mótinu, með því að Huseby, Finnbjörn, Torfi og Örn voru fjarstaddir að þessu siuni. Þó ættum við að eiga fjölmcnnum hópi. á að skipa, auk þeirra. Eu ískyggilega þy.k- ir mcr horfa uin sumar iþrótta- greinarnar. Enn sem fyrr virð- ast íslendingar sterkastir í spretthiaupunum, enda var keppni þeirra Harðar, Hauks; engan veginn hlutgengir í 5 og/ og Ásmundar geysihörö, og tví-j mælalaust eru þetta fyrsta1 flokks menn í sinni grein, mið- að viö EvrópumæÍikyarða. * En eitthváð virðist bogið við kúluvarpið, sem þó er sú íþróttagreinin, sem einna mestum ljóma hefir varpað á frjálsíþróttanafn íslands hin síðari ár. Það er nær því kát- legt, að íslandsmeistaratign- in skuli vinnast með kastiý sem ekki er betra en 13.64 m.í Enginn nær 14 metra kasti í kúluvarpi á meistaramóti ís- lands. Það er bágborið, jafn- vel þótt þess sé gætt, að hvorki Huseby né Ágúst Ás- grímsson hafi verið fjarver- andi. X I Þá er hástökkið lágkúrulegt, þegar frá er talinn Skúli Guð- mundsson, sem borið hefir höf- uð og heröar yfir maimskapinn í heilan áratug. Þetta stendur vonandi til bóta, en í svipinn er ógerlcgt að sjá, hver orðið gæti arftaki Skúla, þegar þar að kemur. í löng-u hlaupunum er það gleðilegt, að áhugi virðist fara vaxandi, en þó erum viS 10 km. hlaupi, en hins vegar má. gera ráS fyrir ýmsum skemmti- legum hlutura í 1500 m. lilaupi, . þar sem þátttakan hefir orSi5: meiri en nokkuru sinni fyrr. Þá finnst mér mikiS vafamál, hvort. rétt sé að senda nokkurn mann utan til keppni í sleggjukasti, því að ekki er það sjáanlegt, á'S nokkur maður vilji leggja á sig- þá ástundun, sem með þarf til þess að ná viðunanlegur árangri í þessari grein. 50 m. sleggju- kast verður aS telja Iágmark í þeirri grein, ef keppinautar okk- ar eiga að taka okkur alvarlega. * Þá er á spjótkastinu rauna- legur árangur. Enginn ís- lendingur kastaði yfir 60 m. á meistaramóti landsins 1951. Það er ekki glæsilegur árang- ur. Hér þarf sýnilega að leggja alveg sérstaka rækt við þjálfunina. Loks má segja, að þegar Torfi er frá talinn, sé enginn íslendingur hlutgengur á Evrópu-mæli- kvarða í stangarstökki, en þar eru hins vegar ungir menn á ferSinni, sem -vænta má einhvers af í framtíðtnni. ThS.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.