Vísir - 26.10.1951, Side 7
Fösíudaginn 26. október 1951
V I S I R
7
S. W'teÉeher:
Lausnargjald Lundúnaborgar.
£a$a m eiturtnjtlara.
í
FYRSTI ÞÁTTDR.
Efelgarhvtld forsætisráðherrans.
1. KAP. Á SOMERBOURNE.
Hildebrand Arthur Pontifex forsætisráðherra var einn
þeirra nútímasinnuðu manna, sem ekki geta hugsað sér
að hanga í London yfir helgar. Þegar Parlamentið sat á
fundum, var sú sjón sögu rikari, að hann fór á burt úr
embættisbústað sinurn i Downing Street árdegis á hverj-
um laugardegi, eða stundum jafnvel siðdegis á föstudög-
uin. Á hverjum sunnudegi var sagt frá þvi í blöðunum,
aö forsæjtisráðherrann liefði farið úr bænum, og stund-
um var þess getið hvert hann hefði farið. En venjulega
var sagt að hann hefði farið eitthvað út í sveit.
Það voru fáir sem eiginlega vissu til hlítar hvar for-
sæíisráðherrann dvaldi um helgar, og átti hann þó marga
kunningja. Yæri hann gestur Péturs hertoga eða Páls
greifa fékk almenningur að vita um það i blöðunum.
En þegar hann vildi laumast á burt frá samkvæmismasinu,
þurfti hann ekki að vísa bilstjóranum sínum til vegar.
Ilann hafði keypt sér fallegan búgarð i fögru héraði í
Suður-Eng'landi. Húsakynnin voru ekki mikil, en nægðu
saint til þess að liýsa einn eða tvo kunningja sem honum
var svo hlýtt til, að hann hleypti þeim inn í þessa paradis
sína. Þessi jörð hét Somerbourne. Hún var um 12 kilómetra
frá næsta kaupstað og 5 kilómetra frá næsta þorpi, og
það voru áreiðanlega elcki margir i nágrenninu sem vissu,
að fríði gráhærði maðurinn, sem kom akandi í bílnum
sinum hér um bil á hverjum laugardegi, var forsætisráð-
herra þjóðarinnar. Flestir héldu að þetta væri einhver auð-
kýfingur frá London, sem gerði það sér til dundurs, að
ala upp verðlaunakýr.
En þetta með verðlaunakýrnar var mál, sem aðeins
vildarvinir ráðherrans vissu nokkuð um.
Engum, sem sá hann ganga um þingsalinn, gat dottið
i hug að hann hefði gaman af nautgriparækt. Það var
sagt að hann gengi betur til fara en nokkur annar for-
sætisráðherra hefði gert, og það segir ekki litið, jafnvel
þó að það þýði ekki mikið. Þegar liann sást á götunni
kom hann fólki fyrir sjónir sem sá maður er hann í
rauninni var, — lifandi ímynd meiri háttar lögfræðings.
Allir vissu, að hann hafði verið fljótur að hælcka i mann-
félagsstiganuin. Ilann hafði skarað fram úr í Oxford.
Hann hafði verið fljótur að koma fótum undir málaflutn-
ingsstofu sína og náð miklu áliti sem lögmaður, orðið
þingmaður kornungur og komizt í stjórnina áður en
hann varð 35 ára. Um fimmtugt var hann orðinn for-
sætisráðherra. Hann var frábær ræðumaður, mikils met-
inn greinahöfundur ýmsra tímarita, — lika var hann
kunnur bókasafnari og átti úrval af góðu postuhni. Allt
þetta vissi almenningur um. En að hann fengist við að
ala upp verðlaunkýr!
Gladstone liafði gaman af að liöggva skóg. Balfour
slundaði golf í flestum tómstundum. En Pontifex átti
ekki annað yndi betra en að skoða blessaðar kýrnar sín-
ar, í fyrirmyndarfjósinu, sem hann hafði látið byggja.
Hann yngdist um tuttugu ár, sagði hann, í hvert sinn
sem hann gat skroppið til Somerbourne, farið i vaðmáls-
fötin sín og sett upp gamla húfu og gengið um með vel
tilreykta pípu — og gleymt hæði orðsendingum og fjár-
lögum.
Ot í guðs græna náttúruna og blessað sveitaloftið!
Ef til vill hefir áhugi hans fyrir kúabúinu stafað af því
að það var fátt sem batt hann við heimilið. Konan lians
dó tveim árum áður en hann varð forsætisnáðherra, og
hann átti aðeins eina dóttur barna, Lesbiu. Hún var eigin-
lega ekki neitt augnayndi,e en vel látin bæði af konum og
körlum. Ekki gat hun heitð gáfuð lieldur, en hún var gam-
ansöm og orðheppin. Þegar faðir hennar varð forsætisráð-
herra gátu sumar stallsystur hennar ekki stillt sig um að
skella á lærið og spyrja hvernig í ósköpunum maðurinn
ætti að halda samkvæmi og liafa ekki aðra en hana Lesbiu
í húsmóðurstöðunni. En henni tókst þetta, og meira að
segja vel. Pontifex hafði ávallt verið talinn siðfágaður og
orðheppinn, meðan hann var lögmaður. Eftir að Lesbia
tök við starfi, sem eigi ér yandaminna en knattspyrnudóm-
arans, varð hún brátt annáluð fyrir árvekni, háttprýði og
gestrisni og þótti bera af flestum húsmæðrum í London.
Sumir sögðu meira að segja að forsætisráðherrahn færi í
smiðju til dóttur sinnar þegar.hann vildi komast hjá að
ráðfæra sig við samverkamenn sína í stjórninni. En hvort
sem það var satt eða logið þá var svo mikið víst, að sainbúð
feðginanna var hin bezta, báðum til gagns og ánægju.
Daginn sem þessi saga hefst hafði Pontiféx haft lag á
að laumast frá London á föstudagskvöldi klukkan sjö, og
átti því tvo frídaga framundan er hann vaknaði á laugar-
dagsmorgun. Um klukkan 10 á laugardagsmorgun var
hann að labba um garðinn sinn með gömlu húfuna á koll-
inum og pípuna i munniniun. — Lesbia var með honum.
„Þetta verður vonandi skemmtileg lielgi,“ sagði hún.
Pontifex svaraði ekki, — hann stóð og góndi á blóma-
beð. — „Mér sýnist,“ sagði hann loksins, „að það sé þörf
á að græða þess beð að nýju, — eða hvað finnst þér?“
„Mér finnst þau falleg eins og þau eru,“ svaraði Lesbia.
„Eg held eg mundi ekki hreyfa við þeim, mætti eg ráða.
Mér finnst skemmtilegast að þau séu áfram í sömu mynd
og þau voru þegar við keyptum jörðina. Og liún er svo
mikils virði — að minnsta kosti þér.“
„Það segirðu satt, góða! Jú, þú hefir vitanlega rétt fyrir
þér. Eg lief svo oft hugsað um, að þegar eg dreg mig í hlé,
einhvern tíma kemur að þvi, — þá væri gaman að setjast
hérna að. Hvað segir þú um það?“
„Þú mátt ekki hugsa um það ennþá. Þér dettur varla i
liug að draga þig í hlé, sem ekki ert nema fimmtiu og
tveggja ára? Þú verður vafalaust forsætisráðherra bæði
tvisvar og þrisvar áður en þú verður sjötugur, og þá get-
urðu farið að hugsa um að di-aga þig í hlé — kannske.“
Pontifex settist á beklc og tróð í pípuna. „Mér þykir vænt
um að ekki koma hingað aðrir en Jocelyn í þetta sinn, —
það er svo gaman fyrir okkur að fá að vera i næði.“
Lesbia liafði slitið upp rós og settist lijá föður sínum.
Hún klappaði honum á handarbakið, og um leið leit hún
á hann, undan breiða barðinu á liattinum sínum.
„Pabbi,“ sagði hún, „það legst í mig að Jocelyn þurfi að
segja eitthvað við þig i dag.“
Pontifex kinkaði kolli, eins og ósjálfrátt. Stundum var
hann allmjög viðutan, og sumir af stjórnmálavinum hans
sögðu meira að segja að hann væri blátt áfram lieimskur
á köflum. Á þessari stundu skildi hann að minnsta kosti
ekki að eitthvað lá á bak við það, sem dóttir hans sagði.
NYJA EFNALAUGIN
Höfðatúni 2 og Laugavegi 20B
Simi 7264.
Bomsur
Kven- og barnabomsur.
Gœfan fylgir hringunum frá
SÍGURÞÓR, Hafnarstræti 4.
Margar geröir fyrirligc/jandi.
SlmakútiH
GARÐUR
Garðastræti 2 — Sími 7299.
KAUPHÖLLIN
er miðstöð verðbréfaviðskipt-
anna. — Sími 1710.
„Miele“-
þvottavél
Viðgerðir eru alltaf dýrar
og hvimleiðar. — Kaupið þess
vegna „Miele“ þvottavélina.
Hún er traust og vönduð. —
Getur soðið þvottinn.
Véla- og raftækjaverzlunin
Tryggvagötu 23. Sími 81279.
Bankastrœti 10. Sími 6456.
c a. Sumufki, —TARZAIM— 990
Lukah mælti hátiðlega: „Aldrei mun „Þú mátt treysta. því, að þér mun . IMerala var nú æf af reiði. Hún skip- Nú kom risinn M’Lunga og fleiri
eg gleyma, hvernig þú hefir bjargað verða launað rikulega það, sem þú hefir aði svo fyrir, að farið skyldi með verðir til þess að sækja fangana og
lífi minu." gjört.“ fangana til aðalsalarins. fara með þá á brott.