Vísir - 03.01.1952, Síða 1

Vísir - 03.01.1952, Síða 1
* 42. árg. Fimmtudaginn 3. janúar 1952 1. tbl. sienoingar menn Evrónubióða. %'bS elrelikssEBB 1,5 liársa si ebisbsieb, SIísibIe* @g K©ríNBie@gM Iielsaaiiigi laieira Árið 1949 drukku íslending- ítr sem svarar 1.5 Iítra af 100% áfengi á hvert mannsbarn á landinu. Er þetta, sem betur fer, miklu minna en nokkurs staðar ann- ars staðar í álfunni, að því er segir í Þingtíðindum Stórstúku íslands, sem Vísi hafa borizt. Til samanburðar má geta þess, að samsvarandi tölur Norð- manna eru 3.42 lítrar á mann, Dana 3.37, Finna 1.83, Breta 6.01, Tékka 5.95, ítala 8.40 og Frakka 17.01. Árið 1950 drukku íslending- ar samtals 463.087 lítra af sterkum drykkjum (41%), 86.733 lítra af heitum vínföng- um (19%) og 17.794 lítra af borðvínum (12%). Af þessu er ljóst, að drykkju- skapur íslendinga er ekki mik- ill samanborið við nágranna- þjóðirnar, að því er snertir á- fengi á hvert mannsbarn í land-. inu. Við erum t. d. ekki „hálf- drættingar“ á við frændur vora Dani og Norðmenn, en hins veg ar er alkunna, og okkur til van- sæmdar, hve drykkjuskapur er hér áberandi. En á hinn bóginn leiða tölur þessar í ljós, að drykkjuskapur hér er ekki eins almennur og oft hefir verið haldið fram, og er það gleði efni. Sækið skömmtun- arseðlana í dag. Úthlutun skömmtunarseðla fyrir janúar, febrúar og marz fer fram í Góðtemplarahúsinu 2., 3. og 4. janúar (seinasti dagur er á morgun). Seðlarnir yerða einungis afhentir gegn stofnum af eldri seðlum, greini- lega árituðum. Þíðviðri er nú í aðsigi. ullkominn, mikilvirkur reykofn setfur i! Um 1000 skip um Suez á mánuði. 22|a sf. frasf á Þing- vöilum i nrsorgun. I morgun var hægviðri um allt land, úrkomulaust og frost. Mest á landinu var á Þing- völlum eða 22 stig kl. 8 í morg- un. Hér í Rvík var 9 stiga frost, en norðanlands allt upp í 1 stig. Veðurstofan spáir veður- breytingu hér sunnanlands í dag. Er spáð hvassviðri af suð- austri og snjókomu er líður á daginn en síðar rikningu. Þegar Bretar tóku ákvörðun sína um að standa fast á rétti sínum á Súezeiði, en það var gert einnig með tilliti til al- þjóðahagsmuna vegna sigling- anna um Súezskurðinn, hlupu Egyptar frá störfuín, hafnsögu- menn, hafnarverkamenn o. m. fl., en brezka sjóliðið brá við og tók að sér fyrirgreiðslu skipa, er um skurðinn fara. Til marks um mikilvægi þeirrar fyrirgreiðslu er það, að frá miðjum október hefir brezka sjóliðið veitt aðstoð til að sigla um skurðinn 2600 skipum, sem eru samtals 16 millj. smál., og eru eign 23ja þjóða. Egyptar bjuggust við, að þarna færi allt í handaskolum, en annað varð uppi á teningnum. Fyrirgreiðsla Breta hefir verið slík, að allir una vel við nema hinir egypzku öfgamenn. Fyrlrliygað m framfefða reykt þorskflök. írysta, reykta síld o. fl. fyrir Baiida- Viötat S eít*. •JeahíÞt* Sifgwe'ðss&m. VÍSIR hafði spurnir af því fyrir skemmstu, að verið værí að setja upp í Fiskiðjuveri ríkisins ný og fullkomin fiskvinnslu- tæki, sem bundnar væru við vonir um aukinn og fjölbreyttari útflutning fiskafurða til Bandaríkjanna. Fór einn tíðindamanna blaðsins bví „í verið“ og hafði tal af framkvæmdarstjóranum dr. Jakobi Sigurðssyni, og leitáði nánari upplýsinga. Þingfundir hefjast á ný í dag. Efffpzkt blaö leggur fé tli höfuðs brezkum foringjum. Sendiherra Breta í Kairo afhenti í fyrradag egypzka utan- ríkisráðherranuin nýja mótmælaorðsendingu, í tilefni af því, að blað nokkurt í Kairo, sem gefið er út af öfgaflokki, hefir heitið 1000 sterlingspunda verðlaunum hverjum þeim hermanni ur árásarsveitum, sem yrði banamaður Erskine hershöfðingja, en 100 stpd. verðlaunum var heitið fyrir að verða að bana venjulegum liðsforingjum. Fundir Alþingis hófust aftur í dag. Hafði verið gert hlé á störf- um þingsins um jólin, eins og kunnugt er, en var nú aftur tekið til starfa í dag, og var þá haldinn fundur í Sameinuðu þingi. Yfir 3000 pólitískir fangar voru náðaðir í Júgóslavíu um áramótin og sleppt úr haldi. Sýndi framkvæmdarstjórinn tíðindamanninum tækið, en það er reykofn mikill, af fullkomn- ustu gerð, og er nýbúið að setja hann saman og koma honum fyrir, og verður hann prófaður næstu daga. Segist dr. Jakohi Sigurðssyni svo frá: „Eng'in reyking á afurðum, svo heitið geti, hefir átt sér stað hér á landi, til útflutnings, en hinsvegar er hér um að ræða mjög mikilvæga fisk- vinnsiu- og verkunar-aðferð í flestum lðndum. ferðir yfirleitt verið tiltölulega kostnaðarsamar, að því er snertir vinnuafl. Mismunandi reykingaraðferð. Víðast hvar stendur þessi reykingariðn á gömlum merg, notaðar margar mismunándi aðferðir, og vélar notaðar af ýmsum gerðum — og margar, mismunandi vörur unnar úr hinum ýmsu fisktegundum. Það hefir þó verið sameiginlegt með þeim, sem að reykingum hafa starfað, þar til fyrir um 10 árum, að tækin hafa verið tiltölulega einföld, og hefir að jafnaði þurft mjög mikla ná- kvæmni og langa reynlu til þess að góður árangur gæti náðst. - Ennfremur hafa þessar að- Tilraunir með betri tæki. Á síðari árum hafa flestar þjóðir, sem við reykingu fást í stórum stíl, farið að þreifa sig áfram með ýmiskonar betri tæki en áður þekktust, þannig að víða eru nú til nýtízku reyk- ofnar, sem eru þó hver öðrum mjög ólíkir, eftir því hvers konar vöru" á að framleiða á hverjum stað. Þegar um það var að ræða, að fá bingað reykofn, til þess að prófa sig áfram með hvað hægt væri að gera við þau hrá- efni, sem hér eru fyrir hendi, þótti rétt að fá ofn, sem nota mætti við framleiðslu á ýmsum tegundum, eftir því sem reynsl- an sýndi hvað hentugast yrði, en reykofninn sem nú hefir verið settur upp, hefir það m. a. sér til ágætis, að það á að vera hægt að framleiða í honum flestar eða allar þær vöruteg- undir, sem til greina koma. Um áramóin kom til nokk- urra átaka í Ismailia, og var skipzt á skotum í 3 klst., eftir að Egyptar höfðu byrjað árásir á brezka brynvarða bifreið. — Manntjón varð ekki hjá Bret- um. Tveir menn, sem eru fulltrú- ar Alþjóða vinnumálaskrifstof- unnar í Genf (ILO) til þess að rannsaka ákærur Egypta þess efnis, að Bretar neyði egypzka verkamenn til þess að vinna fyrir sig. Greitt verður fyrir því, að fyrrnefndir fulltrúar ILO geti unnið starf sitt hindr- unarlaust. Sir Brian Robertson, hers- höfðingi, sem er nýlega kom- inn til aðalbækistöðvar sinnar, að aflokinni Lundúnaförinni og ráðstefnunni þar, hefir lýst yfir, að Bretar muni standa fast á rétti sínum á Suez- eiði og hafa lið þar Súezskurð- inum til verndar. Jafn- framt boðaði hann að . haldið yrði áfram tilraunum til þess að koma á samtökum um sam- eiginlegar varnir hinna nálægu Austurlanda undir einni her- stjórn. Nahas pasha hefir lýst yfir, að Egyptar muni halda fast. við stefnu sína og vinna að því, að Bretar verði á brott úr Egyptalandi með her sinn, og muni Egyptar „mæta of- beldi með ofbeldi". Verkunaraðfcrðir. Við reykingu á fiski geta, eins og áður var sagt, komið til greina ýmsar verkunaraðferðir. Áður fyrr var mjög mikið gert að því, að harðreykja sem kall- að er, en sú verkun fól í sér svo mikla þurrkun og reykingu, að hægt var að geyma vöruna lengi, án þess að aðrar verkun- araðferðir væru nauðsynlegar. Þessi harðreyking er enn mjög miklivægur iðnaður, sérstak- lega í Bretlandi, en Bretar selja sem kunnugt er mikið af harðreyktri síld, sérstaklega til Miðjarðarhafslandanna. Þetta er hinn nýi reykofn Fiskiðjuvers ríkisins. Frysting og niðursuða. Aðrar reykingaraðferðir, sem nú eru algengari, nægja ekki til þes's að varan geymist langan tíma án frekari aðgerða. Þess vegna er nú mikið af reyktri síld og fiski annaðhvort fryst eða soðið niður að reykingunni lokinni, og gerum við ráð fyrir, að hér verði um að ræða notk- un beggja þessara aðferða. I Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.