Vísir - 03.01.1952, Blaðsíða 4
V í S I R
Fimmtudaginn 3. janúar 1952
irlsm
DAGBLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm.línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan tí.f.
A áramótum.
Nýtt ár er gengið í garð. Gamla árið hefur kvatt með öllum
þess átökum og áhyggjum, en líkur eru til að horfur verði
friðvænlegri í heiminum með áraskiptum. Þróunin hefur öll
miðað að aukinni hervæðingu stórra þjóða og smárra, en reynsl-
an sannar að slíkt kapphlaup hlýtur að leiða til ófriðar fyrf eða
síðar, nema því aðeins að unnt sé að skapa jafnvægi með frið-
samlegum samningum, svo sem Sameinuðu þjóðirnar leitast
nú við að gera. Má með fullum rétti segja að vonir mannkyns-
ins sé tengdar við starf S. þ., þótt oft hafi vonbrigðin reynzt
mikil er veikleiki þeirra samtaka hefur leitt til undansláttar
við ofbéldisþjóðir, er fórnað hafa mannslifum í tugþúsundatali
rtil þess að vinna einræðisstefnum fóstfestu inn á við eða út á við.
Aðalritari S. Þ., Norðmaðurinn Tryge Lie, ávarpaði allar
þjóðir heims um áramótin og gerði nokkra grein fyrir viðhorf-
unum í alþjóðamálum. Ekki verður sagt að boðskapur hans hafi
hvatt til aukinnar bjartsýni, enda mun Lie sjaldan hafa verið
svartsýnni, á árangur af starfi samtakanna.
Vígbúnaðarkapphlaup þjóðanna hefur leitt til þess, að
lagðar hafa verið þungar byrðar á almenning í öllum löndum
hins vestræna heíms, en einræðisríkin herða jafnframt stöðugt
þrælatök sín á þjóðum og.einstaklingum, til þess að búast gegn
ófriði. Smáþjóðirnar hafa ekki komist hjá því, að færa þung-
bærar fórnir vegna vígbúnaðarins og nægir þar að skírskota
til Norðmanna og Dana, sem aldrei fyrr hafa haft slíkan við-
búnað til þess að verjast árásum. Rússneski björninn ógnar í
austrinu og hvað eftir annað hafa blöð Ráðstjórnarríkjanna
baldið uppi hátrömmum árásum á þessar friðsömu smáþjóðir,
sem verður að telja sem beinar ógnanir, er leitt geta til friðslita,
váeri þeim framfylgt. Aðalhættan vofir þó sennilega ekki yfir
þessum þjóðum nú um áramótin, en miklu meiri líkur eru til að
átökin í Austurlöndum kunni að leiða til heimsófriðar, sem
smáþjóðirnar súpa því næst seyðið af. Af þeim sökum og öðrum
vígbúast ailar vestrænar menningarþjóðir í varnarskyni.
Fómir íslenzku þjoiarinnar.
*|Tslenzka þjóðin hefur allt til þessa komist hjá að færa fórnir
-*• vegna vígbúnaðar, en hinsvegar höfum við lagt fram okkar
skerf til sameiginlegs öryggis vestrænna þjóða, með þvi að leyfa
Bandaríkjum Norður-Ameríku hersetu hér um stund, sem ávallt
hlýtur að hafa nokkur óþægindi í för með sér og enginn æskir
eftir á friðartímum. SÍík fórn er þó léttvæg, en þess verður
einnig að vænta að hún nái tilgangi sínum og varnir landsins
reynist öruggar, ef í odda skerst. Æskilegast hefði verið að ís-
lenzka þjóðin sjálf gæti að einhverju leyti séð fyrir og tryggt
öryggi sitt, með því að sjálfs er höndin hollust. En hið næst
bezta er að stórþjóðirnar tryggi varnir landsins vegna sameigin-
legs.öryggis, og geri það á fullnægjandi hátt.
Afleiðingar síðustu styrjaldar hafa reynzt okkur íslendingum
þungbærar og verður ekki talið að það sé með ölíu sjálfskapar-
víti þótf betur hefði mátt.til takast um stjórn innanlandsmála
síðustu áratuginn. Verðbólga sú, sem þjóðin á enn við að stríða
•stafar fypst og fremst af hernámi landsins og hervernd á
styrjaldarárunum, en þá tókst ekki að hafa hemil á kaupgjaldi
og verðlagi sökum yfirboðs setuliðsins, sem sprengdi jafnframt
allar stíflur, sem ætlað var'að halda verðbólguflóðinu í skefjum.
Af skammsýni og vanþroska þjóðarheildarinriar og máttleysi
rikisvaldsins leiddi svo aftur að afleiðingar verðbólgunnar verða
filfinnanlegri en þurft hefði að vera, og er þó ekki séð fyrir
endann á slíkum ófögnuði og mestu erfiðleikarnir ef til vill
framundan.
Þegar skygnst er um öxl verður ekki annað sagt, en að árið,
sem nú er liðið, hafi verið farsælt á margan hátt og hvetji til
aukinnar bjartsýni, sem ein getur bjargað þjóðinni verði henni
þó í hóf stillt. Aukin vinria, aukin framleiðsla, þolgæði og hóf-
semi verða að skapa tryggan grundvöll fyrir allri afkomunni
og atvinnurekstrinum í heild. Það er ömurlegt tímanna tákn að
atvinnuleysis hefur orðið vart síðustu árin, sem bitnað hefur
þunglega á sumum landshlutum, þrátt fyrir allt peningaflóð
styrjaldaráranna. Þess má vænta að vísu, að slíkt atvinnuleysi
hljóti ávallt að leiða af óblíðum skilyrðum til atvinnrekstrar
í landinu, miðað við árstíðir, þannig að slíkt ástand reynist ekki
varanlegt. En hins ber að minnast að versta sóunin og skað-
vænlegásta til frambúðar, er . ónotað vinnuafl og skortur sá
og neyð, sem flýtur í kjölfari atvinnleysisins. Á þeim voða verð-
ur þ§óðdn að sigrast, með -gát en þó bóflegri djörfung.
/Eskan og framtsðin eru
Ávarp forseta íslands á Nýárs-
dag.
Kæru áheyrendur!
Enn er ár liðið í aldanna
skaut. Eins og önnur ár skilur
það eftir misjafnar minningar,
sumar sárar, aðrar Ijúfar.
Eg hefi ástæðu til að þakka
sérstaklega fyrir g'amla árið, —
alla þá alúð og hlýju, sem mér
var sýnd sjötugum og í sjúk-
leika mínum að undanförnu.
Einnig vil eg þakka viðtökur
þær, er eg hlaut á ferðum mín-
um um landið. Eg kom á nýj-
ar slóðir, hitti margt fólk, sem
mér var ókunnugt áður eða
kunnugt af afspurn einni.
Náttúrpfegurð íslands er
rómuð af útlendum og innlend-
um, formfegurð fjallanna hríf-
ur hvern mann. Sífelldur
breytileiki í línum og litum
mætir auga ferðamannsins. En
fulla nautn af fegurð landsins,
og annan skilning á því fá menn
aðeins með því að kynnast fólk-
inu, sem byggir það. Þetta hef-
ir verið fyrri reynsla mín á
ferðum mínum um landið og
staðfestist hún fullkomlega á
ferðum mínum í sumaf. Kynni
mín af fólkinu voru mér til
uppörvunar og ollu mér aldrei
vonbrigðum. Hvergi varð eg
var við barlóm/ vonleysi um
framtíðina né vantrú álandiðog
gæði þess. Viða mátti sjá slík-
ar framkvæmdir undanfarinna
ára og fullur áhugi ríkti um
að halda í horfinu, bæta við,
sækja á brattann. Á þetta við
bæði um jarðrækt og aðrar
verklegar framkvæmdir.
Eg kom á fæðingarstað Jóns
Sigurðssonar, Hrafnseyri við
Arnarfjörð. Þótt fátt minni þar
nú á bernskuspor hinnar miklu
frelsishetju og aðeins standi
eftir af baðstofunni sem hann
fæddist í, einn fallandi veggur,
er enn ilmur úr jörðu á þess-
um stað. Byggðin þar er fá-
menn og víða annars staðar
þar sem eg kom hafði safnazt
saman fleira fólk. En þarna var
þó meira af ungu fólki, að því
er mér virtist.
Á Hrafnseyri er óbrotinn
minnisva'rði urri Jón Sigurðs-
son.
Það er gott að höggva í stein
minningar um forna frægð og
unnin afrek til örvunar síðari
kynslóðum, en þjóð, sem horf-
ir fram og vill ekki einungis
una við ljóma liðins tíma, þarf
fyrst og fremst að leggja alúð
við menntun og uppeldi æsku-
lýðsins, sem innan stundar á að
leysa hina eldri af hólmi,
Nú á tímum heyrast oft radd-
ir um það, sem miður er í fari
íslenzkrar æsku, hóglífi hennar,
gleðifíkn og eyðslusemi. Margt
af þessu er rétt og fullkomið
áhyggjuefni. En mér finnst ekki
ástæða til þeirrar bölsýni, sem
stundum gætir í þessu sam-
bandi. Vér skulum minnast
þess, að slíkum dómum hefir
ekki einungis æska vorra tíma
orðið að una. Æskuna og oss
hin eldri, sem slíka dóma fell-
um, virðast stundum skilja
mikil höf. Rosknir menn gleyma
því sumir furðu fljótt, hvernig
þeir voru sjálfir í æsku. Eg vil
með þessum orðum benda á,
hve skeikulir dómar vorir geta
verið og hvetja menn til að
vera ekki miður skyggnir á
kosti unga fólksins en galla
þess, til að sýna skilning og
mildi í dómum og leita orsaka
þess, sem aflaga fer. Vera má,
að nokkur sök finnist hjá þeim,
sem eldri eru. Þeir eru margir,
sem vanda um við æskulýðinn,
en hve margir eru þeir, sem
hann getu'r með stolti tekið sér
til fyrirmyndar?
Ef menn krefjast reglusemi,
elju og hófsemdar af fólkinu,
sem er að vaxa upp, þá verður
það að finna þessa kosti í fari
þeirra, sem ráða fyrir því. Ann-
ars er engin von um árangur.
Vér skulum gera oss ljóst, að
æskulýður nútímans hefir ekki
ástæðu til að vera hrifinn af
allri sinni arfleifð. Þegar æsk-
an og ellin horfast í augu, þá
er meiri ástæða fyrir hina eldri
til að líta undan.
Ef vér tileinkuðum oss meira
af kjarna kristindómsins, þá
myndi ferill mannkynsins ekki
sýna eins miklar sjálfskapaðar
hörmungur og raun ber vitni.
Vér þurfum að tileinka oss
meiri sanngirni, meira umburð-
arlyndi, meiri góðvild, meiri
mildi. Vér þurfum að læra að
bera meiri virðingu fyrir skoð-
unum hvers annars þótt oss
greini á, en ætla okkur ekki að
dæma eða ráða einir.
Það er trú mín, að þau vanda-
mál séu fá, sem eigi er unnt að
leysa með góðvild og gætni.
Æskan og framtíðin eru óað-
skiljanleg hugtök. Ef vér vilj-
um skapa þessari þjóð betri tíð
en vér búum sjálfir við, þá
þurfum vér að leggja alúð við
uppeldi ungu kynslóðarinnar.
Vér megum ekki láta oss nægja,
þótt vér vitum, að oft vaxi
styrkir stofnar umhirðulaust á
víðavangi, því að kræklumar
eru miklu algengari við slík
skilyrði. Ræktun lýðsins er ekki
vandaminni en ræktun lands-
ins, en allir vita hvernig fer í
þeim efnum, ef menn leggja sig
ekki alla fram.
Hver kynslóð á að ala næstu
kynslóð upp og láta hana njóta
þess bezta, sem hennar eigin
og fyrri kynslóða reynsla hefir
skapað, gera hana skyggna á
bresti, sem háðu fortíð og nútíð
og benda á brautir, sem geta
leitt til meiri farsældar.
Góð menntun, samúð og góð-
vild eru þau leiðarljós, sem
munu leiða oss til betra lífs í
landi voru, því að hvorttveggja
er gott: landið og fólkið.
í þeirri trú árna eg öllum Is-
lendingum árs og friðar.
BERGMAL
Þá er árið 1951 „liðið í
aldanna skaut, og aldrei það
kemur til baka“, eins og þar
stendur, en nýtt ár, með
nýjum vandamálum og við-
fangsefnum tekur við. Það
er ekki á mínu meðfæri að
spá neinu um það, sem það
kann að fela í skauti sínu,
en ástæða er þó til að vona,
að hollvættir vaki yfír þessu
landi nú sem fyrr.
* . ' l'
Það er gamaíl og góður siður
að staldra við um áramót,!
skyggnast um öxl og líta yfir
farinn veg. Jafnframt er það
venja margra að gefa ýmisleg
íyrirheit, ákveða, að nú skuli
hitt og þetta tekið öðrum og
fastari tökum en áður, en síðan
er svo undir hælinn lagt, hve
tnikið úr framkvæmdunum
vérður. Allt um það er ekki
hema mannlegt að hafa ýmis-
legar fyrlrætlanir á prjónunum,
enda. þótt eitt sinn hafi verið
6Ggt, að vegurinn, til vítis væri
lagð.ur..góðum áfpnhttm. Sjálf-
sagt hefir þú, lesandi góður,
lofað sjálfum þér einu og öðru,
þegar Dómkirkjuklukkan sló á
miðnætti 31. desember 1951, en
flugeldar teygðu logafingur
sína mót himingeiminum.
Kannske þú hafir hugsað þér
að hætta að reykja, bragða ekki
áfengi vera vinnusamari, blíð-
íegri í viðmóti við heimafólk
þitt eða þar fram eftir götunum.
Hver veit.
*
A8 minnsta kosti er þetta
fjarska. algengt, og víst er
Um það, að þetta undarlega
auknablik, þegar gamla árið
kveður, en hvítvoðungurinn
rekur upp fyrstu skælurnar,
hefir margs konar dularfull
áhrif á okkur velflest. En
svo koma fleiri dagar, og líf-
ið færist aftur í sínár vana-
legu skorður, og árið 1952
iíður þegjandi og hljóða-
laust, eins og ÖII hin, sem að
baki eru.
' ? '• . .[■ . * :>i. “ .. . ; 1 • j.
Vænt þætti mér um að fá
Unu frá þér, lesandi góður, um
eitthvað, sem þú telur máli
skipta, og ástæða er til að
hreyfa á prenti á þessum vett-
vangi. Tilskrif þitt þarf ekki
að vera langt, og aldrei verður
riafn neins bréfritara getið,
riema til þess sé beinlínis ætlast.
Bergmál stendur enn sem fyírr
opið þeim, sem eitthvað hafa
fram að færa, til umvöndunar
eða ábendingar og um flest þau
málefni, sem efst eru á baugi
á hverjum tíma. — Að svo
mæltu slæ eg botninn í þetta
og óska ykkur öllum enn einu
sinni gleðilegs og gæfuríks
árs. — ThS.
Gáta dagsins.
Hvað er það, sen margir
leita ráða til, stemþegir
alltaf, en segir !»• alltaf
sannleikann?
Svar við síðustu gátu: 'í
Talaði við annan sÉr meiri.