Vísir - 03.01.1952, Síða 5
Fimmtudaginn 3. janúar 1952
V I S I R
3
Hann er
erfiðara
Meistari Dali:
snjall að ,,mála6% en
að skilja verkefnin.
Litið ímbs ú bss€ÍSwwlkeisýn -
insjf u /i/Ví hnnuwn í Æsundon.
Einhvem tíma fyrir löngu,
á þeim árum, sem íslendingar
gátu keypt bækur, varð mér
það á að leggja út fé fyrir bók
sem hét: List samtíðarinnar.
Þetta var bók með myndum,
raunar eftirmyndum af mál-
verkum þeirra listamanna, sem
sagt var að tilheyrðu „samtíð“
vorri, hvað sem það á nú að
þýða. Þetta var þegar eg hélt
að hægt væri að kynnast
sæmilega flestu á sviði lista,
jafnvel öðlast „vit“ á því;
maðux var ungur og leit á lífið
eins og ávöxt, sem hægt væri
að éta allan og þegar og ef
maður vildi.
I þessari umræddu bók voru
m. a. eftirmyndir af nokkrum
myndum eftir maxm, sem hét
Salvador Dali. Þær þóttu mér
raritet, en ekki hafði eg heyrt
manninn nefndan. Með því að
spyrja vísa menn á sviði mynd-
listar,. fékk eg að vita að mað-
ur þessi væri þekktur vel, þó
einkum vestan hafs.
Nú liðu ár og eg hafðL Cog
hefi) gefið frá mér alla von um
að fá nokkurn tíma „vit“ á
myndlist, né heldur öðrum
hinna fögru lista, sem svo eru
kallaðar, þótt eg hinsvegar
reyni að njóta þeirra. En þá er
það einn dag, er eg sýp morgun-
te í London í Englandi, að eg.
sé í blaði, að til borgarinnar
hafi komið daginn áður sjálfur
Dali, fullu nafni, Salvador
Felipe y Jáeinto Dali, og var
margt um þann atburð rætt,
enda er maðurinn hinn óvenju-
legasti. í farangri Dalis voru m.
a. 10 töskur með rissbókum og
minnisbókum, töluvert margir
olíulampar frá Victoríu-tíma-
bilinu (þeir ku gefa honum
„hugmyndir"), heilt safn af
„þurrkuðum“ fiðrildum (hann
er hrifinn af skorkvikindum,
einkum vængjuðum), og auk
þess. myndir til þess að halda
eina verðmætustu eins-manns-
sýningu, sem nokkru sinni hef-
ir sézt í London, og er þá langt
til jafnað. Verðmæti myndanna
var um 50 þús. stpd. (um 2%
millj. ísl. kr.), en þess er að
geta, að tvær myndanna voru
verðlagðar á 15 þús. stpd. hvor.
Dali er 47 ára gamall og ein- |
kennilegur í háttum, enda kall-
aður einn mesti auglýsinga-1
maður í heimi. Ekki sá eg
manninn, en hann stóð við fáa
daga í London, en sýninguna j
hefi eg séð -— og þótti hin
merkilegasta. Sýningin er í
litlum húsakynnum, tveim
meðalstórum stofum, en mynd-
ir eða númer á sýningarskrá
eru 41, þar af földi rissmynda,
margt uppköst að hluta stærri
mynda. Aðalmyndirnar — nær
700 þús. ísl. kr. virði hvor —
Voru: Kristur á krossinum og
Madonna frá Port Lligat. Um
fjyrri myndina er það að segja
írá sjónarmiði leikmarms, að
liún er mjög áhrifamikil. Því
xniður er illgerlegt að lýsa henni
svo að það gefi nokkra hug-
mynd um myndina. Það er
horft á krossfestinguna að ofan
frá, andlit Krists sézt ekki,
heldur herðar, handleggir og
hvirfill. En sjaldan hefi eg a.
m. k. séð jafnmikla þjáningu
í mynd af þessu tagi. Nú sé
fjarri mér að leggja nokkurn
dóm á listaverk. En það virðist
mér að Dali sé blátt áfram
feikilega snjall að „mála“, ef
honum sýnist svo. Þarna á sýn-
ingunni var lítil mynd af brauð-
hleif í tágakörfu og var brot-
inn hleifurinn. Sú mynd m. a.
var gerð af ótrúlegri leikni og
natni. - Hitt er annað mál, að
sumar af myndum, sem þarna
voru, fóru alveg fyrir ofan garð
og neðan hjá mér, eg hygg fleir-
um. Stór mynd var t. d. þarna,
sem átti að vera til „skreyt-
ingar“ á „Helvíti“ Dantes, og
sú mynd var hinn ferlegasti ó-
skapnaður og þó skiljanleg, en.
hún virtist bara- hálf, annar
helmingurinn var næstum auð-
ur, aðeins daufir vatnslitasveip-
ir, sumir eitthvað í líkingu við
engla eða einhverjar verur, er
flögruðu þar um. Ein nokkuð
stór mynd var á sýningunni,
„egta“ Dali. Þar var aðalatriðið
óskapnaður og þó í konulíki,
hauslaus að vísu, leggir og
læri borið uppi af skorðum, þjó-
hnappar geysimiklir en fyrir
brjóst tveir stærðar pokar og
bundið fyrir, ekki ósvipað í lagi
og „blákkupokar". Allur þessi
skapnaður sýndist vei’a að leka
niður eins og bráðið vax. Neð-
an við þessa „fígúru“, var lítil
mannsmynd, svo sem fimm
sentimetrar á hæð. Þetta var
drengur, klæddur í „matrósa-
föt“, var með skopparagjörð,
og virtist stara á hina tröllstóru
ófreskju með forundran. En
snáðinn var málaður svo ná-
kvæmlega, að þar fór ekkert
aflaga, þótt hann væri svo smár
í hlutfalli við mvndina, að mér
skauzt yfir að sjá hann fyrst.
Hvað þetta allt eigi að tákna
er annað mál, og margar eru
myndir Dalis enn þá undarlegri.
Alveg leiði eg hest minn frá
að lýsa hinni stóru madonnu-
mynd svo að það gefi nokkra
hugmynd. Þarð virðist allt vera
„á floti“, undarlegar „fígúrur“
um allt, madonnan sjálf situr
á tróni og er glugga á madonn-
unni miðri, en í kjöltu hennar
er barn, einnig með glugga, en
í þeim glugga er hálft egg (eða
svo sýndist mér) og lekur úr.
Ekki fæ eg skilið þess þýð-
ingu.
Um Dali sjálfan mætti margt
segja. Eg spurði sýningarstjór-
ann um hann og háttu hans, en
karl sá brosti og sýndi mér
gríðarmikinn doðrant. Þar í
voru blaðaúrklippur um Dali
og verk hans og takta og tiktúr-
ur. Þar sá eg m. a., að þegar
Dali kom fyrst til New York
hafði hann „þrumara" mikinn
spenntan við höfuð sitt. í Lon-
don héfir Dali heimtað leigu-
bifreið þannig útbúna, að inni
í bílnum gæti „rignt“ á lista-
manninn þegar og ef hann svo
vildi vera láta (flestum þykir
þó rákinn nægilegur í þeirri
borg). Dali lætur leggja síma-
tól sitt í mulinn ís, segir það
„viðfelldnara viðkomu“ með
því móti. Og svo framvegis
lengi. Vist er að Salvador Dali
kemur óvíða, svo að honum og
myndum hans sé ekki veitt
mikil og forvitnisleg athygli.
London, 13.12.1951.
Bjak.
— Reykofn í Fiskiðjuverinu.
Framh. af 1. síðu.
„Madonna frá Port Lligat“.
Reyking fyrir
Bandaríkjamarkað.
Þar sem síldarvertíð hér er
nú lokið fyrir nokkru gerum
við ráð fyrir að byrja á því, að
reykja þorskflök, sem síðan
verða fi-yst og send til Banda-
ríkjanna, en þar virðist nú vera
allgóður markaður fyrir þessa
vöru.
Síðar gefum við ráð fyrir,
að selja þangað einnig frysta,
reykta síld („kippers"), en þar
virðist vera góður markaður
fyrir þá vöru, og ætti okkar
síld að reynast sérstaklega vel,
sökum stærðarinnar, en Banda-
ríkjamenn leggja áherzlu á að
síld, sem þannig er verkuð, sé
stór. Bretar hafa undanfarin ár
lagt mjög mikið kapp á að selja
frysta, reykta síld í Bandaríkj-
unum, en hafa átt við talsverða I
öðrugleika að stríða, m. a.
vegna þess hve síldin er smá.
Við gerum einnig ráð fyrir
að reykja síldarflök til niður-
suðu og virðist eins og stendur
vera sæmilegur markaður fyrir
þá vöru í ýmsum löndum. Enn-
fremur munum við prófa reyk-
ingar á ýmsum öðrum vörum,
karfa o. f.l.
Hvernig reykofninn er
byggður og notkun hans.
Reykofn sá, sem nú verður
tekinn í notkun, er í aðalatrið-
um gangur, sem loftinu og
reyknum er blásið í gegnum.
Er vara sú, sem reykja á, sett
á vagna, sem ekið er inn um
hliðardyr á gangi þessum.
Lofti og reyk er blásið eftir
ganginum endilöngum og þar
fer reykurinn og loftið ýmist
hringrás, og þannig yfir fisk-
inn hvað eftir annað, eða beint
út í reykháf, eftir því sem við
á hverju sinni.
Reykurinn framleiddur
í sérstökum eldstæðum.
Reykurinn er framleiddur í
sérstökum eldstæðum og er
honum blásið inn í sjálfan
reykofninn og blandaður lofti
eftir því sem við á. Hitastig
reýksins hefir úrslitaáhrif á
reykinguna og eru þess vegna
gufurör í ofninum, til þess að
hita reykinn, og er hægt að
stilla hitann í ofninum á hvaða
hitastig sem er og halda honum
við með algei'lega sjálfvirkum
tækjum.
Sömuleiðis er hægt að halda
nokkurn veginn nákvæmlega
því rakastígi, sem óskað er eft-
ir, og lofthraðann má einnig
stilla eftir óskum á mjög auð-
veldan hátt.
Lofthraðinn allt að
13 fet á sekúndu.
Veggir og dyr reykofnsins
eru úr tvöföldum stálplötum
með 2ja þml. glerullar einangr-
un á milli. Viftan, sem blæs
loftinu, er knmn með 10 ha.
mótor og lofthraðinn frá 7—13
tet á sekúndu, ejtir því sem
hæfilegt þykir. Ofninn tekur
í einu 1 lest af fiski og er það
bó nokkuð breytilegt, eftir því
úm hvaða hráefni er að ræða
Gert er ráð fyrir, að reykinga-
tíminn verði frá 45 mínútum
jupþ í nokkrar klukkustundír,
(éftir vorutegundum.
Reykofninn er smíðaður
í HuII að undangengnum
ítarlegum rannsóknum.
Ofnar af þessari gerð erui
í Enlandi kallaðir „Torry-
ofnar“, vegna þess að þeir vom
í upphafi smíðaðir samkvæmt
fyrirsögn og í grundvelli mjög:
ítarlegra tilrauna, sem gerðar
voru í fiskirannsóknarstöðinni
við „Torry“ í Aberdeen (Torry
Research Station). Voru rann-
sóknirnar þar gerðar að öllu
leyti undir umsjón C. L. Cutting
sem -er einn af aðalmönnum
stöðvarinnar. Ofninn er smíð-
aður af A. F. Snelling & Co. í
Hull og var fenginn hingað ó-
samsettur og er uppsetningu
lokið fyrir nokkru sem fyfp
var getið. a.
Arshátíð Þingey-
inga á þrettándan*
um.
Aðalfundur Þingeyingafé-
lagsins í Reykjavík var haldinu
síðast í nóv.
Starfsemi félagsins hafði.
verið með líku sniði og áður.
Af störfum á árinu er helzt-
að geta skógræktarstarfsins í
Heiðmörk, og voru alls gróður-
settar nær þrjú þúsund plöntúr
í landinu.
Sögunefnd félagsins, sem sér
um útgáfu á ritsafni Þingey-
inga, sem út eru komin tvö-
bindi af, eftir þá dr. Björn Sig-
fússon og Indriða Þórkelsson á
Fjalli, vinnur nú að næsta
bindi. Verður það héraðslýsing:
eftir Jón Sigui'ðsson á Yzta-
felli.
Formaður félagsins var kos-
inn Barði Friðriksson, lögfræð-
ingur en meðstjórnendur
Valdemar Helgason, Kristján..
Friðriksson, Indriði Indriðason
og Andrés Kristjánsson. í Heið-
merkurnefnd félagsins eru nú
fimm menn, og er Kristján
Jakobsson formaður hennar.
Ákveðið er nú, að félagiú
haldi árshátíð sína í Breiðfirð-
ingabúð á þrettánda í jólum,
sunnudaginn 6. janúar.
Oliwdeiian :
Ný miðíunartilraun.
Nýjar samkomulagsumleit-
anir eru hafnar til þess að reyna
að finna lausn á brezlt-pers-
nesku olíudeilunni. Stendur Al-
þjóðabankinn að hinni nýju
samkomulagstilraun.
Eru komnir tveir fulltrúar
bankans til Teheran og hafa
rætt við Mosadeq forsætisráð-
herra. Tók hann þeim mjög
vinsamlega og kvaðst fagna.
yfir tilraun bankans til þess áð;
leysa deiluna, en bætti því við,
að hana yrði að leysa á grund-
velli þjóðnýtingarinnar.
Brezki sendiherrann í Teher-
an hefir einnig rætt við Mosa—
deq.
Mótspyanan gegn Mosadecf
virðist allmjög harðnandi. Hanre
hefir að undanförnu hliðrað sér
hjá að svara ýmsum fyrir-
spurnum stjórnarandstæðinga,
en nú lrefir fulltrúadeild þings-
ins úrskurðað, að Mosadeq fái
ekki frest lengur en til 22. þ.
m. til þess að svara fyrirspurö-*
unum.