Vísir - 03.01.1952, Page 7

Vísir - 03.01.1952, Page 7
Finimtudaginn 3. janúar 1952 4-; JL Sw Fleichor: Lausnargjald Lundunabargar. £a$a ufti eitufbtfrlara. 43 ' !t*.í- t Jannaway fór með þá spölkorn út á brúna. Þaðan sáu þeir ofan í þrönga, illa lýsta götu. „Hann er hérna skammt frá, í liúsinu bak við annað ljóskerið til vinstri.“ „Hvernig í dauðanum hafið þér komizt að |>essu?“ „O, eg elti hann bara frá St. Johns Wood, skiljið þér.“ „Eltuð hann? — ' Sjúkrastóllinn hans?“ Jannaway skimaði í kringum sig. „Hann lét ekki aka sér í siúkrastól núna. Hann fór gangandi!“ Þeir gláptu báðir á hann. Hádley smellti timgunni í góm, eins og hánn héfði gert merkilega uppgötvun, en Chenery horfði á þjón sinn eins og hann væri sannfærður um að hann væri að ljúga. „Það ér ómögulegt," sagði hann. „Vespucci hefir verið máttlaus í fótunum síðustu tíu árin. Yður hlýtur að hafa skjátlazt,' Jannaway!“ „Nei, þetta er enginn misskilningur. Það stendur þannig á þessu, að síðan þér báðúð mig að skvggja Rederdale forðum, hefi eg verið skrambi fórvitinn um hverskonar fólk væri eigin- lega þarna í Villa Firenze. Og enn forvitnari varð eg eftir að Rederdale dó. Þess vegna hefi eg varið frístundunum til að athuga þetta fólk.“ „Verið áhuga-spæjari, með öðrum oi'ðum,“ sagði Hadley. „Þér megið gjarnan kalla það svo,- já. Eg hefi alltaf verið sólginn í sakamál óg glæpasögur, og í stað þess að fara í bjór- krár eða ballskákarkjallara hefi eg skemmt mér við að athuga þessa ítali. Það getur verið hættulegt, en gaman er það samt.“ „Og hvað hafið þér þá uppgötvað?“ spurði Chenery. „Þegar þér kómuð í Villa Firenze hafið þér sjálfsagt tekið eftir að hús er í garðinum, sem notað er sem rannsóknarstofa, er ekki svo? Nú hefi eg fundið ráð til að sjá hvað þeir eru að gerá þar.“ „Er það mögulegt? Eg hélt, að ómögulegt væri að sjá þar inn, og svo eru veggirnir hljóðheldir.“ „Þér tókuð kannske ekki eftir að við hliðina á rannsókna- stofunni er myndhöggvaravinnustofa, sem Wrekford mynd- höggvari notaði áður. Hún hefir staðið auð lengi, enginn vildi leigja hana því að hún var í svo lélegu standi. Og þess vegna var lítill vandi að komast þar inn. „Ágætt!“ sagði Hadley. „Haldið þér áfram!“ „Og þegar eg var kominn þar inn var lítill vandi að finna stað, þar sem eg gæti gægzt niður í rannsóknarstofuna. Eg hefi háldið vörð þar mörg kvöld, og tvisvar hefi eg séð yður þar, hr. Hadley. En annars hefir ekkert gerzt fyrr en í kvöld. í rökkrinu ýtti vinnukonan sjúkrastól Vespuccis þar inn, og fór svo út aftur. En hún var ekki fyrr horfin en ítalinn spratt upp úr stólnum og læsti hurðinni. Svo fór hann inn í litlu skonsuna, sem þið hafið eflaust séð inn af rannsóknarstofuni, og þar var hann dálitla stund. Og þegar hann kom út var harin í verkamannáfötum.“ Chenery varð ósjálfrátt hugsað til þess hvað gest.urinn hafði sagt um dulargerfi, þegar hann talaði við forsætisráðherann. „En þið vitið kannske ekki að það eru leynilegar útgöngu- dyr úr rannsóknarstofuni? Þar fór hann út, sjáið þið, og eg þekkti húsið svo vel að eg vissi hvar hann mundi koma út á götuna. Þess yegna læddist eg og elti hann. Þégar hann var kominn að húsinu þarna niðurfrá sendi eg bréfið, því að mér datt í hug að þéf munduð hafa gaman af að sjá þetta, herra Chenery.“ „Þetta er fyrirtak,“ tók Ameríkumaðurinn fram í. „Méðan eg hefi staðið hérna hafa þrír menn farið þarna inn og enginn komið út.“ „Hann hlýtur að fara heim í rannsóknarstofuna sína bráð- um,“ sagði Chenery. „Haldið þér að þér gætuð hjálpað hr. Hadley og mér til að fá að líta inn í rannsóknarstofuna, Janna- way?“ „Það ætti að vera hægt, en þá verðið þið að fara varlega.“ „Ætlið þér að koma rrieð mér“ spurði Chenery. „Vitanlega," sváraði Hadley, „við skulum flýta okkur.“ SJöuneli þáttiiss' 2 VISIR ... • ■ ■■ V; '■ ; r,'T'.o marid.'á *r« i'né', rá hálcúð.þið bar« i; ■ heynfS merkys, ftrá .mér, þárhaldið þið bara áfram, og snúið við þegar gatan er orðin tóm.“ ; „„Mér finnst þetta afar skrítið," sagði Ghenery er þeir Hadley voru orðnir einir. „Er hugsanlegt að Vespucci geti gengið?“... „ „Eg verð ekki hissa .á neinu,“ sagði Hadley, „hvað-svo sem. kemur fyrir. Meðal annara oi'ða: Erpð þér vopnaður?" „Vopnaður?“ sagði Chenery forviða. „Það er nú eitthvað annað!“ ., „Það er .gott að háfa vopn þegar maður er í .svona slangri. Ilérna er skammbyssa — en athugið að hún er hlaðin. Eg hefi aðra, og- Jannaway er eflaust með byssu.“ „Hvernig getur yður dottið það í hug?“ „Eg þreifaði á rassvasanum hans meðan við vorum að tala saman á. brúnni. Maður lærir ýmislegt þegar maður er í svona æfintýrum, skal eg segja yður. En — þessi þjónn yðar, — það er nú karl í krapinu!“ Nú heyrðu þeir lágt blístur og eftir augnablik vofu þeir komnir inn fyrir girðingu. „Hérna verðið þið að hvisla,“ sagði Jannaway, „Þetta er i garðurinn myndhöggvarans, og hann er allur í órækt. Takið þér í höndina á mér, hr. Chenery, og svo getur hr. Hadley tekið í höndina á yður. Og svo skal eg teyma ykkur að dyrum og inn í vistarveru, og úr henni getið þið séð rannsóknarstofu Vespuccis.“ Bráðum komu þeir að höggmyndastofunni. „Rannsókna- stofan er hérna bak við,“ hvíslaði þjónninn, „en eina leiðin að útsýninu er um þessi kjallargöng. Aðeins einn stigi niður, svo að það er ekki hættulegt.“ „Eg skal fara niður fyrst,“ sagði Hadley þegar Jannav/ay hafði lyft hlemminum. „Hvaða stefnu á eg að taka þegar eg kem - niður?“ „Bíðið þér bara. Við komum niður í kolakjallara, og þar get- um við kveikt ljós.“ Undir eins og þeir voru allir komnir niður lokuðu þeir kjall- arahlemminum og Jannaway kveikti á lukt, — sagði að ljósið gæti hvergi sést út. Síðan fór hann upp stiga og inn í eldhús og ýms herbergi, þangað til þeir loks komu inn í vinnustof- una. Þeir sáu tindrandi himinn gegnum glerþakið á skálan- um. „Þið sjáið nú illa til í þessari skímu,“ sagði Jannaway. En kannske grillið þið í svalir þarna uppi á veggnum? Á þeim vegg er-ofurlítið gat, sem eg hefi skriðið gegnum og .svo kliír- að niður á þakið á rannsóknarstofunni. Þar hefi eg opnað loft- rásargat og séð gegnum það niður í rannsóknarstofuna. Eng- um hefir dottið í hug að gægjast upp um það til mín, sjáið þið, svo hefi eg getað gert athuganir mínar í næði. Ef þið viljið koma með mér þá getum við skoðað þetta strax.“ Bráðum stóðu þeir við gatið á veggnum. „Það er ekki stórt,“ sagði Jannaway, „en það nægir, og kaðallinn sem þið verðið að lesa ykkur niður á, er traustur. En þið verðið að muna mig um að hafa hljótt um ýkkur þegar þið komið niður á þakið.“ Þeir komust niður á þakið, hver eftir annan. Þá rétti Janna- way upp fingurinn: „Varlega — ungfrú Vespucci er þarna r.iðri!“ Þeir höfðu ágætt útsýni yfir rannsóknarstofuna gegnum loftrásargatið. Dauf birta var þar niðri, aðeins ljós við eitt borðið, Og þar stóð ungfrú Vespucci. Hún var auðsjáanlega að fást við einhverja efnafræðilega tilraun. Fyrir framan sig hafði hún krukku, sem hún var að hita yfir loga, sem var svo bjartur að þeir fengu ofbirtu í augun þarna uppi á þakinu. En þeir sáu að hún var með dökk gleraugu. Líklega hefir hún verið að sjóða eitthvað. Eftir nokltra stund slökkti hún gas- logánn — hún mun hafa verið búin að sjóða. En svo gerði ' hún dálítið, sem þeim fannst kynlegt. Hún lyfti upp fjöl í gólfinu og tók krukkuna og setti hana ofan í gryfju undir gólfinu. Svo tók hún vandlega til eftir sig, kveikti víðar í stof- unni og hvarf út urn dyr að garðinum. Nú sáu þeir betur um stofuna, og' meðal annars sjúkrastól Vespuccis — tóman! — rétt hjá einum slökkvaranum. Nú leið háíftími. Þá opnuðust leynidyrnar, sem Jannaway hafði talað um, og inn kom Vespucci, klæddur eins og erfiðis- maður. Hann hvarf inn í skonsuna fyrir innan rannsóknar- stofuna. Eftir tíú mínútur kom hann út, prúðbúinn eins og venjúlega heima, settist í sjúkrastólinn og ýtti á hnapp. Vinnu- konan kom að vörmu spori, stólnum var ekið út og aldimmt varð í stofunni. En rétt áður en stúíkan kom hafði Vespucci stungið hendinni í vasann og tekið upp handfylli sína af ein- [ hverju sem glitraði, — eintómir demantar! | Jannaway og samferðamenn hans fóru til baka sömu leið og þeir höfðu komið. Er sá aftasti var í'þann veginn að stíga i niður á sváíirnar þ'egar albjart varð' í myndhöggvarastof- ! unni. Og niðri á gólfinu stóðu margir lögregluþjónar! i 2. KAP. IIANDTEKNIR. 7 Gjafir til Slysavarnafélags íslands 1951. Sigurjón Guðnason trésm., Tjörn, Stokkseyri kr. 3000, Slysavarnad. Hraunprýði í Hafnarfirði til kaupa á ratsjá . í Maríu Júlíu 10.000, Minning- arsjóður Landspítalans til m. urn Ingu L. Lárusdóttur 2000, Sigurvin Edilónsson útgerð- arm. Litla-Árskógsandi, minn- ingargj. 10.884.47, Tóbaks- einkasala ríkisins (gefið tó- bak) í skipbrotsmannaskýli 825, Jensína Jónsdóttir, Hjálp- ræðishernum 100, Ýmsir Éyr- bekkingar til m. um Sigurjón P. Jónsson skipstj. 910, Úr sífnunarbauk Eyrarbakka, Slysavarnad. Björg 75, Björn Óíafs heit. Ólafssonar í Éy- vindarholti 200, „Einn af 38“, er bjargað var af kútter Ester 24.3.1916 500, 10 talstöðvartæki frá Englandi (gefin af The Hull Steam Trawlers Mutual Insurance Protecting Co. Ltd.) 13.710, Minningargjöf frá Kol- brúnu Árnadóttir, Vestmanna- eyjum 100, Minningargjöf frá systkinum Andrésar Níelsen á afmælisdegi hans 100, Slysa- varnad. Kirkjubólshrepps Strandasýslu til minningar um Guðmund og Björn Guð- brandssyni, Heydalsá og Aðal- björn Þórðarson Klúku, er fór- ust 17.12.1950 2.700, Minningar- gjöf um Alexander Kristjáns- son frá Hjarðarfelli sem drukknaði 1903, frá systrum hans á 70 ára afmælisdegi hans 1000, Ó.n.dndur 50, Gamall sjó- maður 50, Vigfús Guðmunds- son, Hvoslæk, Fljótshlíð 292.50, Frá unglingi 30, Skaftfellsk kona til m. um mann sinn 500, Haíldóra Ævar, Eyrabakka 10, Guðbjartur Guðbjartsson, Pat- reksfirði 500, Mr. Robert Davis, ágóði af kvikmynd 1.190, Peysufatadagur kvenna Djúpa- vík til björgunarsk. Norð.ur- lands 1.836, Vilborg Jónsdóttir, Vatnabúðum, til minningar um mann sinns Elías Guðmunds- son bónda er lézt í nóv. 1949 1000, Páll Jónsson, Sléttu, Reyðarfirði, til m. um konu sína Sólrúnu Guðmundsdóttur, er lézt í nóv. 1949 1000, Ónefnd, sent. í ábyrgðarbréfi frá Ön- u~ "arfirði 60, Ónefnd ensk kona, afhent á Ferðaskrifstof- una 19.40. Simakáíin Garðastræti 2 —Simi 7299. Tvær duglegar SÉÚMiUSS' óskast. HEITT&KALT Uppl. á slaðnum milli kí. 6 og 8 í dag. 1. KAP. GÆGST ÍNN í RANNSÓKNARSTOFU. Jannaway fór með þá leynigötur bak við St. Johns Wood. Er þeir nálguðust Villa Firenze sagði hann þeim að vissast væri að þeir gengi ekki saman. „Það er ekki vert að látá sjá sig í hóp hér, — eg fer á undan. Þegar þið sjáið mig hverfa fyrir hornið þarna uppfrá, skuluð þið ganga áfram stéttina til hægri, þangað til þið heyrið mig blístra lágt. Svo komið þið að hálfopinni hurð á múrgirðingu. Þar getið þið farið inn. Lögregluþj ónninn kernur ekki fyrst um sinn, og öðrum mæt- ið þið varla. En skyldi einhver vera nálægur ylckur þegar þið | Áður en „spæjararnir“. þrír höfðu férigið ráðrúm til að [ 1 húgsa sig um eða athuga hvernig ástatt var fyxár þejm, hafði ! ; lögreglan gripið þá höndum. Þeir tóku þessu ekki allir með | ■ sama móti. Íladley hló. Jannaway varð ergilegur á svipinn, I | og Chenéry fór þegar að gefa mjög flóknar skýringar. „Þettá j i, er alger misskilningur,“ sagði hann við yfirmann lögreglusveit- : arinnar, „fullkominn miss\dlningur“, i Yfirmaðurinn svaraði rólega: „Þér getið gefið skýringar | yðar seinna, en um sinn er yður hollast að þégja.“ Og svo skip- aði hann lögregluþjónunum að leita á föngunum. Skammbyss- EGGERT CLAESSEN GÚSTAF A. SVEINSSON hœstaréttarlögmenn Hamarshúsinu, Tryggvagötu. • Allskonar lögfræðistörf. Fásteighasala.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.