Vísir


Vísir - 03.01.1952, Qupperneq 8

Vísir - 03.01.1952, Qupperneq 8
Fimmtudaginn 3. janúar 1952 Emi flýtur „FSying Eiilerprfie og skipstiórínn er á sínum JÞm'íÍ iítti' há íu #• vb' é'íBð'ÍBi fs á vétténng. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess í Bretlandi og Banda- i'íkjunum, að bjarga skipinu Flying Enterprise, sem verið hefir á reki á Atlantshafi suðvestur af írlandi undangengna sólar- hringa. Ölium skipverjum var bjargað fyrir áramótin, nema skipstjóranum, sem neitaði að yfirgefa skip sitt. Það fékk mikla slagsíðu í ofviðrinu, sem gekk yfir Atlantshaf fyrir nokk ;uru, og var talið í mikilli hættu, um það bil, er skipverjum var bjargað. Norskt olíuskip klofnaði í tvennt á Biskayaflóa milli jóla og nýárs, og voru 34 nienn í öðrum hlutanum, en 9 í hinum, þeirra meðal 1 kona, og var hinum fyrrnefndu bjargað að kalla þegar, en í fyrrakvöld bárust fregnir um, að hinum hefði verið bjargað. ■Ofviðri um jólaleytið. Mörg önnur skip lentu í miklum háska í ofviðrinu á Atlantshafi um jólaleytið og mörg skip og bátar lentu í ýmsum örðugleikum við strend- ur Bretlands og meginlandið allt frá ströndum Norður-Spán- ar til Norðurlanda. Veðraham- urinn mun þó hafa verið einna mestur á Biskayaflóa og á Bret- landseyjum og siglingaleiðum þar. Stórum hafskipum á leið yfir Atlantshaf seinkaði um allt að 70—80 klst. Mikið tjón varð á ströndum Bretlands og á hafnargörðum, húsum og öðr- um mannvirkjum og manntjón noklcurt varð' í ofviðrinu í Skotlandi. Fórust þar nokkrir menn, m. a. nokkrar konur. Fregnir í gærkvöldi hermdu, að 1000 lesta dráttarbátur, Tur- Enterprise um 300 mílur suð- ur af Fasnet Rock og banda- rískur tundurspillir kominn á vettvang. -— Flugvél flaug í g'ær yfir Flying Enterprise og hall- aðist það þá svo mikið, að sá í kjölinn. Þetta var Lancaster- flugvél (sprengjuflugvél), og varð hún að fljúga í aðeins 150 feta hæð yfir sjó vegna slæms skygnis, til þess að skipið sæ- ist greinilega. Flugvélin varð fyrir eldingu, er hún kom til hafnar, en laskaðist ekki veru- lega. Tilraunir verða gerðar til þess að draga Flying Enterprise til hafnar og er á það bent, að Turmoil geti farið nær skipinu en tundurspillirinn, og ekki verði unnt að koma fyrir taug'- um nema nokkrir merm komist upp í skipið til að koma þeirn fyrir, við þær aðstæður sem um er að ræða. Vonlaust er að skip- stjórinn geti einn komið þeim fyrir. Hafskipinu Queen Elisabeth hefir seinkað á austurleið vegna sjógangs og storma, en Queen Mary hefir gengið vel og er komin vestur fyrir illviðra- svæðið. Einn af kunnustu iðnaðar- mönnum bessa bæjar, Sigurður Halldórsson, trésmíðameistari lézt í gær, 76 ára að aldri. Sigurður Halldórsson var fróður maður um flest það, er að byggingarsögu Reykjavíkur lýtur, traustur í lund og vel látinn. Hann lét kirkjuleg mál- efni mikið til sín taka, var einn af stofnendum Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík og formað- ur hans um langt árabil. Keppa við lR körfuknaííleik. Flokkur bandarískra knattleiksmanna, sem körfu- nefnir moil, væri lagður af stað frá | S1S ,,Eagles“, sýnir þessa Falmouth tii þess að reyna að! skemmtilegu íþrótt að Háloga- bjarga Flying Enterprise, ogjlalldi 1 _kvöld og lceppir jafn- var búist við að Turmoil yrði llami vi® kominn á vettvang í kvöld. Þegar Turmoil lagði af stað, var þungur sjór og vindhraði 80 km. á klst. — Þegar þessi fregn barst út í gærkveldi var Flying Bæjarbruni í Borgarfirði. Bærinn að Úlfsstöðum í Hálsa- sveit brann í fyrradag, en fólk bjargaðist nauðulega úr eld- inum. Eldsins varð vart á fimmta tímanum eftir hádegi á nýárs- dag, og magnaðist hann ótrú- lega skjótt. Skipti það engum togum, að eldurinn læstist um allt húsið, sem er úr steini, en loft og skilrúm úr timbri, og var það með naumindum, að heimilisfólk kæmist út. Þor- steinn bóndi Jónsson skarst á glerbrotum, er hann leitaði út- göngu, en kona hans og dóttir brenndist eitthvað. Annað heinj ilisfólk komst út ómeitt, en all- ir innanstokksmunir brunnu. Eru þetta háskólastúdentar, er þykja mjög snjallir í þessari grein, enda getið sér góðan orð- stír vestra. IR-ingar tefla fram þessu liði: Finnbjörn Þorvalds- son, Ilelgi Jóhannesson, Jón Björnsson, Gunnar Bjarnason, Ingi Stefánsson, Gunnar Þor- leifsson og Pálmar Gíslason, en auk þess keppa með þeim tveir Bandaríkjamenn, sem þér eru búsettir, og hafa æft með þeim að undanförnu. — Leikur- inn hefst kl. 8.30, en þá mun Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ, flytja nokkur ávarpsorð. Forsætisráðherra ræðir um ástand og horfur. Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra flutti ára- mótaræðu í útvarpið á gamlárs- ltvöld. Svipaðist ráðherrann um á þjóðmálasviðinu, ræddi um á- stand og horfur, og mæltist honum ágætlega, svo sem vænta mátti. Kviknar í bíl. í gærkveldi kviknaði í bíl í Lækjargötu, en ökumaðurinn hafði ekið með handhemil á og kviknaði eldur við núninginn. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang, en búið var að slökkva eldinn áður en það bar að. •— Skemmdir urðu litlar. llvun með minnsta móti í Rvík á gamlárskvöld. MjÍéíí. MtBéiSsS. @»ej c>ta'«‘g'aiíe»fi spjfflg «k éifjeamam Bmsammm. Reykvíkingar kvöddu gamla meiðslum hans, sem ekki árið og heilsuðú því nýja á reyndust hættuleg. Þá var ann- prúðmannlegan hátt, og er það arri slíkri sprengju varpað að Þorsleinn Ingólfsson seldi í gær. fflativeifj seÍMB' á mánwtlafj. B.v. Þorsteinn Ingólfsson seldi ísfiskafla í Grimsby í gær, 2862 kit fyrir 8862 stpd. Þetta er fyrsta ísfisksala ís- lenzks togara í Bretlandi á hinu nýja ári. Hallveig Fróðadóttir er á leið til Englands með ísfiskafla. Mun hún selja aflann í Bret- landi 7. janúar eða næsta mánu dag. Pétur Halldórsson og Nep- tunus komu inn í gær, báðir með lítinn afla. P. H. fékk afla sinn, tæpar 90 lestir, frá 27. des. — Skúli Magnússon er væntanlegur af veiðum bráðlega og landar hér. Jón Þorláksson fór á veiðar þ. 28. des. og selur sennilega í Englandi. Jón Baldvinsson fór á veiðar þ. 20. des. Átta landróðrabátar befja rólra. Línubátar eru um þessar tnundir að hefja róðra liéðan úr bænurn. í gær voru Svanur og Víðir á sjó og fengu 3 og 6 lestir fiskjar. Þriðji báturinn, Ilag- barður, hóf róðra í dag. 'AIls munu 8 landróðrabátar stunda róðra héðan og eru það, aúk þeirra sem nefndir hafa verið: Einar Þveræingur, Ásgeir, Steinunn gamla, Skeggi og Græðir, sem verður seinastur, þar sem verið er að skipta um vél í honum. . Þessir bátar verða á útilegu á vetrarvertíðinni: BjÖrn Jóns- son, Guðm. Þörlákur, Jón Val geir og Faxaborg. . mál mahna, að óvenju hugð- næmur og virðulegur blær hafi verið á þessum tímamótum hér í höfuðstaðnum. Bæjarbúar brugðust ágæt- lega við tilmælum þeim, er lögreglan beindi til þeirra í dagblöðum og útvarpi um að láta áramóta hátíðahöldin fara sem hóflegast og prúðmannleg- ast fram, enda varð sá endir á, að þetta gamlárskvöld var eitt hið rólegasta, sem lögreglan hér kann frá að segja, lítil brögð að ölvun, meiðsl á fólki fá og spjöll á eignum hverf- andi. Vísir hefir átt tal við Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, og tjáði hann blaðinu eftirfarandi:' Lögreglan hafði að sálfsögðu viðbúnað til þess að hafa hemil á ærslum unglinga og óaldar- lýðs, ef þau kynnu að stinga upp kollinum, eh yfirleitt sýndi fólk hinn mesta þegnskap og prúðmennsku þetta' kvöld, og kann lögreglan blöðum og út- varpi, svo og öllum almenningi, þak.kir fyrir, hve vel tókst til. Rúðubrot. Á níunda tímanum safnaðist talsvert af unglingum, flestum á aldrinum 12—17 ára, í mið- bæinn, einkum í grennd við lögreglustöðina. Var haldið uppi sprengjukasti og hent snjókúlum. Nokkrar rúður voru brotnar í lögreglustöð- inni af snjókasti. Þurfti lögregl- an að handtaka um 20 unglinga, sem hafðir voru í haldi þar til fram yfir miðnætti, að þeim var ekið heim í bílum lögregl- unnar. Heimatilbúinni sprengju var i varpað að Kristni Finnboga- syni lögreglumanni, og meidd- ist hann nokkuð á fæti af völd- um hennar. Var hann fluttur í sjúkrahús og þar gert- að manni einum með þeim afleið- ingum, að frakki hans skemmd- ist. Lögreglan hefir náð í pilta þá, sem að þessu stóðu, og hefir rannsóknarlögreglan mál þeirra til meðferðar. Lögreglan efndi til brennu á tveim stöðum á gamlárskvöld. Var önnur brennan á knatt- spyrnuvellinum hjá Gamla- garði, en hin hjá Sundlaugar- vegi, skammt frá íþróttasvæði Ármanns. Voru veglegir bál- kestir á báðum þessum stöðum, og hófust brennurnar kl. 11.30. Mikill mannfjöldi kom þarna að og horfðu á brennurnar, og fór allt ágætlega fram. Lögðust allir á eitt um að gera brenn- urnar sem ánægj ulegastar, en‘ bílum var lagt samkvæmt fyrir- mælum lögreglumanna, og urðu engar tafir að eða vandræði. Lítil ölvun. Ölvun hér í bænum var með minnsta móti á gamlárskvöld, og nutu aðeins 14 manns nætur- gistingar í húsnæði lögreglunn- ar ,en það er ekki fleira en oft er á laugardagskvöldum. Dansleikir voru í flestum samkomuhúsum bæjarins á gamlárskvöld, og er ekki ann- að vitað, en að þeir hafi farið vel fram. Óspektir urðu engar alvar- legar á gamlárskvöld, og ekki vitað um nein alvarleg meiðsl, auk þeirra, er fyrr greinir. Beinbrot á götum úti. Á gamlárskvöld fannst bein- brotinn maður á Hverfisgötu. Fannst hann liggjandi þar á götunni og var talið að hann hafi dottið ofan úr húsinu. Auk beinbrotsins hlaut hann og meiðsli á höfði. Það slys varð laust eftir mið- nætti í nótt að maður rann á hálku og mun hafa brotnað um ökla á öðrum fæti. Atburður þessi skeði niður við höfn og var maðurinn þar í samfylgd með félögum sínum. Var hann fluttur á slysavarð- stofuna en að læknisaðgerð lok- inni var hann fluttur heim tif sín. pFlffitsir Jánssonj afþingisinaiur. Fiunur Jónsson alþingismað- ur lézt hér í bænum 30. s.I. mánaðar eftir langa vanlieilsu. Finnur Jónsson var fæddur 28. september 1894 og varð því 57 ára gamall. Hann var fyrst kjörinn á þin'g árið 1933 fyrir ísafjarðarkaupstað og sat á þingi allt frá þeim tíma, en þing það er nú stendur yfir gat hann ekki setið vegna sjúkleika. Hann kenndi fyrst sjúkdómsins, er dró hann til dauða, er hann var á. ferð um Bandaríkin á sl. sumri. Þegar hann kom heirn var hann lagður á sjúltrahús og gerður á honum uppskurður. Skömmu áður en hann lézt var hann fluttur heim til sín. Finnur hafði mikil afskipti af opinberum málum bæði hér á þingi og í ísafirði, en þar sat hann um langt árabil í bæjar- stjórn. Dómsmálaráðherra var hann árin 1944—47. í dag verður Finns Jónsson- ar minnzt í Sameinuðu Alþingi, en það er fyrsti fundurinn eftir fundahléið , pi hátíðarnar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.